Author: Frikki
Brett #1Brett #1
Brett er mjög sjaldgæfur og hreint ævintýri að finna þá gerð hvar sem er í heiminum!
Hestasendiferðavagn með ískubba #1Hestasendiferðavagn með ískubba #1
Margt íssendiferðafólksins átti uppruna sinn á Suður-Ítalíu. Innflytjendur til BNA voru margir með litla menntun og/eða viðskiptakunnáttu. Margir fóru þá að vinna við sína kunnáttu sem var ísheimsendingarþjónustan í New York. Borgarlífið hafði þessa þjónustu í nokkra áratugi frá miðri nítjándu öld til um 1950. Á nítjándu öldinni var ísinn unninn úr tjörnum og vötnum og geymdur í íshúsum fyrir flutning til borgarinnar.
Eftir að bíla tíminn hélt innreið sína fækkaði hestvögnum smá saman í þessari þjónustu. Stór fyrirtæki keyptu upp þjónustu hestvagna ís flutninga á níunda og tíunda áratug nítjándu aldar auk ísvéla fyrir veitingastaði og bari. Verkfæri ís flutninga mannsins voru vírar, krókar, töng og ís pinnar. Vírinn var til að binda fyrir ís kökurnar; en það voru minni ísmolar saman í pokum til að halda kulda á stóru ísmolunum í flutningi.
Vinnudagur ísflutningsfólks byrjaði klukkan fjögur og endaði ekki fyrr en síðla kvölds, allt eftir árstíð eða vikudegi. Ísflutningafólk vann sjö daga vikunnar án fría. Arthur Miller rifjar upp í ævisögu sinni: Ísmenn voru í leðurvestum með blautan sekk yfir hægri öxlina. Þegar þeir höfðu rennt ísnum í kassann biðu þeir með vatnsdreypandi sekkinn og biðu eftir greiðslunni sinni. Tilvitnunin endar. Ísþjónustan lifði lengur í gegnum Amish-samfélögin, þar sem ís er venjulega afhentur í nútímanum með vörubílum til að kæla mat og annað viðkvæmt.
Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Iceman_(occupation)
Meira um þetta efni á ,,Ice trade” og ,,Ice cutting” Wikipedia.org
Bækur um efnið: Joseph C. Jones, J.R.: America’s Icemen: An Illustrative History of the United States Natural Ice Industry 1665-1925. Humble, TX: Jobeco Books 1984
Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Cabriolet #4Cabriolet #4
Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni
Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.
Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Gullvagn enska heimsveldisins #3Gullvagn enska heimsveldisins #3
Gullvagn stóra Bretlands er en til sýnis í Royal Mews í Buckinham höllinni
Smíðaður 1762 og notaður af ríkjandi konungum og drottningum til krýninga og flestra opnana þingsins síðan 1762. Eins og flestir vagnar í eigu hins opinbera stór og fyrirferðamikið farartæki sem viktar um fjögur tonn, mælist 24 feta langur 7,3152 metra , 8,3 fet á breidd 2,52984 metrar og 10 feta á heildarhæð 3,048 metrar.
Það eru mikið magn gyllinga á vagninum og myndin á panel hlið vagnsins gerði Florentine málari Clipriani. Sir William Chambers hannaði vagninn en það eru engar heimildir um hverjir smíðuðu hann. Skreytingar vagnsins eru mjög vandaðar og hafa allar fígúrur eru ásamt konunga hefðum heimsveldisins.
Grind yfirbyggingar vagnsins er bogadregin og endurspeglar átta Pálmatré með greinar út úr toppnum sem forma stoðir fyrir þakið. í miðju þaksins eru útskornir þrír kerúbar sem bera konungs/drottningar kórónuna og halda ýmsum ríkistáknum í höndum sér. Vagninn er hengdur upp á leðursólum sem haldnir eru af fjórum útskornum fígúrum í líkamsstærð og fótstykki kúsksins er stór hörpuskel sem studd er á reyrbúntum. Átta hestar draga venjulega vagninn og upphaflega var Kúskur á fótstykkinu plús einn þjónn. Í seinni tíð var kassinn fyrir Kúskinn tekinn. Í staðinn sitja fjórir þjónar hestanna.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Gatling Battery vélbyssu vagn #1Gatling Battery vélbyssu vagn #1
Gatling gun Hríðskota, mörg hlaup. Fundin upp 1861 af Richard Jordan Gatling. Með fyrstu Vélbyssunum kom á næst á undan rafmótor drifnar vélbyssu þar sem rafmótor snéri byssuhlaupa hylkinu.
Búslóðarflutninga vagninn #2Búslóðarflutninga vagninn #2
Í stórum dráttum voru vagnarnir ferkantaður kassi í laginu
Húsgagnaflutninga vagninn voru smíðaðir í þremur stærðum sem kalla mætti litlar, meðalstór og stórir. Voru á milli 12 til 18 fet að lengd. Í stórum dráttum voru vagnarnir ferkantaður kassi í laginu til að geta
rúmar sem mest af húsgögnum og öðrum hlutum heimilis. Boga þakið skilar regnvatninu hratt af þakinu. Aðgengið að vagnrýminu var haft eins gott og hægt var með stórum hurðum hliðarhengdum að aftan. Kúsksætið var staðsett venjulega fremst hátt uppi og stundum bókstaflega á þakinu. Í viðleitni til að nýta sem best 7 feta breiðan kassann voru hjólin höfð það lítil að hæð þeirra var neðan við gólflínu yfirbyggingar. Ef stór hjól voru aftan var boga dregin innfelling tekin rúmlega fyrir hjólin inn í hliðarnar. Þessir boga hjólaskálar þurfa bara að vera fimm tommur inn í hliðina svo lítið af innra rými flutningakassans var lítið skert.
Áður framkomnir búferlaflutningavagnar höfðu flatt gólf en eftir að Purdy kynnti sina hönnun sem var niðurfellt gólf alla leið frá um miðju vagnsins og aftur úr og notaði niðurfelldan öxul til að framkvæma það tóku margir þessa hönnun til notkunar. Vegna risastórra flata á hliðum og bakhlið máluðu eða létu eigendurnir mála auglýsingar á alla fleti. Heimilsfang, fyrirtækisnafn, svæði þjónustunnar og allt annað sem hver og einn eigandi vagnanna ákvað. Ólíkt í nútímanum þar sem stórir fletir eru hafðir auðir en lógó sem lítið segir í raun. Allar þessar áritanir litu út eins og ferðabæklingar sem í leiðinni voru framlag listamanna til auglýsingar á handverki sýnu sem var svo aftur auglýsing.
Ekki endaði þetta þó þarna. Margir vagnar voru með efnismikil borð boltuð á þakbrúnir yfirbygginga vagna sinna og þá var hægt að taka auka kassa eða annan farangur upp á þak. Oft voru auglýsingarnar klisjur, dæmi. Flytjum alla hluti, vegalengd skiptir ekki máli, útibú í öllum stærri bæjum. Sérstakt var að sjá suma vagnanna með heilu málverkunum á hliðinni, oft túlkuðu málverkin flutningsakstur um sveitir þar sem húsbúnaðurinn var hamingjusamur að fá nýtt heimili.
Þegar járnbrautirnar komu tóku þær rjómann af hestvagnaflutningum og vagnarnir voru bundnir niður á járnbrautar vagna með reipum kvíslast lengri leiðir en hægt hefði verið að fara með hestvagna teymi. Upphaflega var þetta sparnaðarhugmynd sem var aftur hagstæð járnbrautarfélögum í að samræmt vega-/járnbrautarkerfi svo fremi að flutningavagnarnir væru innan hleðslu áætlunar. Við skulum snúa okkur aftur að flutninga vögnunum og málum.
Meðalstór búferlaflutningavagn
Heildarlengd 16 fet = 4,87.68 metrar
Heildarbreidd yfirbyggingar 6 fet og 8 tommur = 2,072.64 metrar
Niðurfellingin á gólfinu lengd 9 fet og 8 tommur og breidd 4 fet og 8 tommur = 1,463.04 metrar
Hæð framhjóla 2 fet og 8 tommur = 0,853.44 metrar
Hæð afturhjóla 4 fet og 2 tommur = 1,280.16 metrar
Fjaðrir framan 3 fet og 8 tommur = 1,158.24 metrar
Fjaðrir aftan 3 fet og 4 tommur = 1,158.24 metra
Afturöxull niðurfelldur um 1 fet og 5 tommur = 0,548.64 metrar
Þakið með radíusinn 8 tommur = 0,20.32 metrar
Þakborðin voru í 1. feta hæð = 0,30.48 metrar
Bakhliðinni er lokað með tvöfaldri hurð sem er hliðarhengd. Þar fyrir neðan er hleri sem lokaði niður fellingunni. Lamirnar hengdar í gólfbotn á niðurfellingunni. Að vissu marki var niður fellingar hlerinn notaður sem rampur til að auðvelda vinnuna við að afferma eða ferma koffort eða koffort með skúffum, fataskápa og mörgu fleiru. Hlutir sem var nægilega varið fyrir veðrum og vindi fór upp á þak og var bundið niður með reipum.
Að mörgu leyti má rekja hagnýtingu þessara búferlaflutninga vagna til þess að þeir úreltust fyrir mörgum árum. Með tilkomu eimreiðanna fæddist nýr líftími vagnanna. Oft voru þeir dregnir tveir til þrír í einu með
gufu eða bensínvél og eigendur vagnanna varð ljóst að þeir gætu nýtt gömlu búferlaflutninga hestvagnanna sína með tilkomu dráttarvélanna. Vagnarnir luku oft líftíma sínum á gúmmíhjólbörðum loftfylltum dregnir sem tengivagnar aftan í Leyland, Dennis eða Saurer bensín bílsins á öðrum áratug tuttugustu aldar.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: yfirlestur.is
Írski hliðarsæta vagninn #1Írski hliðarsæta vagninn #1
Lýsing hliðarsætavagnsins á írsku á frummálinu Irish outsite car
Ef einn vagn ætti að vera fulltrúi eins lands væri það án efa þessi einstaki og vel hannaði tveggja hjóla vagn á myndinni. Fallegur vagn sem verðskuldar réttan titil. Írski vagninn með hliðarsætin. Vagn sem sameinar bæði einkavagn og leiguvagn. Í þessu tilviki getur Kúskurinn setið til hliðar og snúið fram á ská. Til að bjóða fjórum farþegum far mætti hafa framvísandi sæti á miðju fremst og vagnasmiðir gætu útbúið afturvísandi sæti að aftan fyrir þjónustufólkið. Vagnar til prívatnotkunar voru yfirleitt alltaf betur frágengnir en leiguvagnar með leðurhlíf framan, vandaðra áklæði í bólstruðum sætum, rafhúðuðu járnverki og lömpum.
Málsetningar hliðarsæta vagnsins
Heildarlengd með dráttarsköftum 9 fet og 7 tommur = 2.956.56 sentimetrar. Heildarbreidd með uppstigum 6 fet og 10 tommur = 1.859.28 sentimetrar. Heildarhæð 4 fet og 11 tommur = 1.252.728 sentimetrar. Hæð hjóla 3 fet og 0 tommur = 0,914.4 sentimetrar. Lengd fjaðra 4 fet og 0 tommur = 1,219.2 sentimetrar. Sporvídd 3 fet og 9 tommur = 1,188.72 sentimetrar.
Önnur hönnun eða gerð sem var af írskri gerð var póstvagn kynntur af Bianconi. Sá vagn var verulega stækkuð gerð af hliðarsætavagninum og fjögurra hjóla vagni sem er ekki til upprunalegur í dag. Mynd að neðan.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Hansom Leiguvagninn er kominn! #3Hansom Leiguvagninn er kominn! #3
Myndband sem sýnir vagninn koma á sveitarsetrið í Þýskalandi!
Virðulegur leigu vagn!
Métisfólkið og einstakir vagnar þessMétisfólkið og einstakir vagnar þess
Fólk af ættbálki Métisa safnaði Vísundabeinum 1886!
Heimildir: Old West History & Americas Cultures Facebook
Skrásetjari og þýðandi: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Fótgetavagninn sem fannst í hlöðuFótgetavagninn sem fannst í hlöðu
Einstakur vagnfundur í Lincon!
Sérstæður hlöðufundur í Lincolnshire.
Mario Broekhuis höfundur greinarinnar. Birtist á Facebook í október 2022
Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson
Í desember 2021 skrifaði ég grein um fógetavagninn í The Road, fréttabréf The Road Club. Í kjölfarið gerði ég frekari rannsókn á því efni, eins og því sem komið hefur fyrir suma vagnanna, sérstaklega þá sem eru á myndum í safninu mínu. Það varð til endurfundar á vagninum í Lincolnshire. Í september 1948 greindi Lincolnshire Echo frá því, nánar tiltekið hvernig vagn fógetans í Lincolnshire fór í síðasta sinn um borgina eftir að hafa verið tekinn í notkun, en síðan var hann færður á Lincoln Museum. Par af gráum vinnuhestum lötraði frá háskóladeildinni með vagninn, og tók vagninn án hamarsklæðis á rigningardegi.
Frá Stamp End Highways til Burton-safns, þar sem hann yrði geymdur þar til mögulegt væri að setja hann á sýningu. Sýningin komst aldrei á og stjórn og safnkostur safnsins/safnanna í Lincolnshire breyttist margsinnis. Erfitt var að fá svar við aðalspurningunni: „Er þessi vagn enn til?“ Sara Basquill, deildarstjóri innheimtu- og þróunarmála hjá sýsluráðinu Lincolnshire – sýslu, tók áskoruninni. Hún var ánægð með þær gömlu ljósmyndir sem hún hafði fengið í hendur. Hún vissi af vagni sem ekki var rétt skráður, sem var falinn í geymslu undir rykugum yfirbreiðslum.
Eftir nokkra stund reyndist það vera rétti hlöðufundurinn. Sara svipti yfirbreiðslunni af: „Mér fannst sumt af hnignun vagnsins hafa eldri uppruna en hann lítur ágætlega út á myndunum. Mig grunar að vagninn hafi einhvern tíma verið geymdur við slæmar aðstæður, jafnvel utan dyra. Ég er hrifinn af hlutum í upprunalegu ástandi og finnst ekki gott að þurfa að fara í fulla endurgerð. Ég er ekki viss um hvaða safn Vagninn átti að fara á árið 1948 þar sem Lífslistasafnið í Lincolnshire var ekki opnað fyrr en 1969. Mögulega hefur verið boðið upp á Borgar- og héraðslistasafnið (nú The County Collection)?
Ég held að skjaldarmerkið á ljósmyndinni sé sama og skjaldarmerkið sem varðveittist á vagninum. Ég myndi gjarnan vilja finna út hver átti þetta skjaldarmerki. Það næsta sem ég hef komist að er að hugsanlega var það Marsden of Panton. Hafandi þá athygli sem forstöðumaðurinn hefur á málinu núna gæti runnið upp sá tími að þessi háttsetti vagn snúi aftur í sviðsljósið eins glæsilegur og áhugaverður og hann var fyrr á tímum. Aðeins þegar búið er að greina uppruna vagnsins ótvírætt er hægt að elska hann aftur.
Yfirlestur: malfridur.is
Hryllingur í Slippery Ford HouseHryllingur í Slippery Ford House
Eftir Sherry Monahan 25. september 2018 Málefni óbyggðanna
Þýtt og skráð af Friðriki Kjartanssyni nóvember 2022
Árið 1850 var farið að gæta gullæðis og það varð sífellt fleiri brautryðjendum hvatning til að fara með vögnum sem lögðu leið sína til Vestur-Evrópu. Það var þægilegt að fara í vagnalestina en oft þrengdu menn sér á bekkjum og á þökum sem gengu fram og aftur eftir ósléttum svæðum. Eina hvíldin sem ferðalangarnir fengu voru á „swing“ eða „home“ stöðvunum á leiðunum sem voru víða um óbyggðir, en þar var meðal annars hin fræga Butterfield Overland. Swingstöðvarnar buðu ekki upp á annað en byggingu með lagerhúsnæði til að aðstoða við hestaskiptin, en heimastöðvarnar voru einkaheimili þar sem eigendurnir borðuðu. Stöðvarnar voru að jafnaði með 25 til 50 kílómetra millibili á leiðunum.
Um miðja vegu milli Atchison, Kansas og Denver í Colorado var heimili Troud-fjölskyldunnar. Daniel Trout og systur hans voru þekkt fyrir ljúffengan mat og gestrisni. Eldamennska Lizzie var svo góð að hún var ráðin af bandaríska herforingjanum McIlvain til að aðstoða eiginkonu hans við eldamennskuna á viðkomustað þeirra í Latham.
Fæði var ekki innifalið í farmiðanum og hljóp á bilinu fimmtíu til sjötíu og fimm sent. Sumir sparsamir farþegar ákváðu að fylla vasa sína og hamstra í ferðinni til að spara sér pening. Hugsaðu þér að vera við hlið farþega sem er með kjötkássu, þurrkaða síld, þurrkað nautakjöt, ost og kex og þurran rjómaost innan fata. Maturinn, sem borinn var fram á flestum viðkomustöðunum, var meðal annars beikon, skinka og vísundar, elgsteikur og antilópusteikur. Sumir borðuðu egg, kjúkling, brenndan kalkún, rjóma í kaffið, smjör og nóg af fersku grænmeti.
Ferðalangar urðu stundum agndofa yfir sóðahegðun á viðkomustöðunum. Viktoríubúar á ferðalagi frá Austurlöndum brugðust oft ókvæða við hinu laissez-faire-lega viðhorfi til hreinlætis. Hvað er laissez-faire? Maður nokkur settist til að matast á brautarstöð á rykugri sléttunni og greip um moldina. Húsráðandi heyrði á tal hans og sagði ferðamanninum að honum hefði verið kennt að allir ættu að borða moldarköku. Farþeginn svaraði: „Ég er meðvitaður um það, herra minn kæri, en ég nenni ekki að borða mína alla í einu.“
Kúskarnir voru meira að segja óviljugri að borða á sumum stöðum frekar en á öðrum og þær matstöðvarnar virtust vera fleiri en færri. Báru kúskarnir oftast við veikum maga. Maður nokkur fylgdist oft með frú X baka kexkökur handa sér en þær voru þekktar á Overland – línunni. Hann vissi hins vegar að frú X átti að klappa köttum og hundum og stinga höndunum samstundis ofan í kexdeigið. Bæði farþegar og bílstjórar nutu eftirréttar, en ekki eins á hverri stöð. Bílstjórarnir urðu sérstaklega þreyttir á þurrkuðum eplakökum. Þurrkuð epli voru undirstaða matarbirgða og bökur voru ódýrir eftirréttir. Það varð svo slæmt að samið var lag um hina ógurlegu þurrkuðu eplaköku. Það byrjaði: „Ég hata! Viðbjóður! Andstyggð! Fyrirlít! Andstyggilegar þurrkaðar eplabökur…“
Gerðu þetta goskex en reyndu að klappa ekki dýrunum fyrst.
Sódakex
2 1/2 bolli hveiti
1/2 teskeið af matarsóda
1/2 teskeið salt
3 matskeiðar svínakjöt eða smjör
1 1/2 bolli áfir
Blandið saman hveiti, sódavatni og salti í stórri skál. Skerið smjörið í smjörið til að mynda. Bætið við baunum í stóra bita. Bætið smjördeiginu út í og hrærið, ekki of mikið. Hnoðið blönduna varlega einu sinni til tvisvar á mjög gróft flotað yfirborð. Veltið upp úr henni til hálfsmjórrar þykktar. Setjið á feitt eða pönnu eða bökunarpönnu. Bakið við 450°F í 10–15 mínútur eða þar til þær eru gullnar.
Uppskrift aðlöguð frá Denison Daily News í Texas, 3. febrúar 1878
Heimild: True West History of the American frontier
Yfirlestur: malfridur.is
Vagn Tutankhamons Faraó hafði fellanlegan tjald himinn #2Vagn Tutankhamons Faraó hafði fellanlegan tjald himinn #2
Grein eftir EIICHI MIYASHIRO/ eldri staff rithöfundur
30 Oktober 2019 Þýðing og skrásetning Friðrik Kjartansson Október 2022.
Vísindamenn hafa staðfest að vagn sem fannst í gröf Tútankhamons í Egyptalandi hafi upphaflega verið útbúinn sólskýli, sem gerir hann að elsta núverandi hestvagni með tjaldhimin. Tveggja hjóla vagninn, sem er frá 14. öld f.Kr., var grafinn upp við gröfina sem oft er nefnd „stærsta fornleifaafrek 20. aldarinnar“ þar sem gullgríma konungs fannst árið 1922. Vagninn, sem var ekki hannaður fyrir hernað, bar líklega Tútankhamun konung og Ankhesenamun drottningu við athafnir og skrúðgöngur,“ sagði Nozomu Kawai, Egyptalandsprófessor við Kanazawa-háskólann. Fundurinn var í sameiningu af teymi Kawai og Grand Egyptian Museum (GEM), sem mun opna í úthverfi Kaíró á næsta ári. Teymið ber ábyrgð á viðgerð og varðveislu safns Tutankhamons í aðdraganda sýningar þeirra á GEM, með aðstoð Alþjóðasamvinnustofnunarinnar í Japan. „Tjaldhiminninn til að loka fyrir sólarljósið gegndi lykilhlutverki í að auka enn frekar vald konungsins sem var fulltrúi sólguðsins,“ sagði Kawai. Samkvæmt Kawai sýnir musterisveggmynd frá tímum Ramesses II, sem var virkur 100 árum eftir Tutankhamon, vagn með tjaldhimin, en nýjasta uppgötvunin þýðir að slík tegund farartækis var til miklu fyrr. Vagninn og tjaldhiminninn, báðir úr viði, voru lengi vel ekki tengdir vegna þess að þeir voru grafnir upp hvor í sínu lagi. En kanadíski fornleifafræðingurinn Edwin C. Brock benti á í blaði sem gefið var út árið 2012 á möguleikann á því að seglið gæti passað á farartækið. Talið er að tveir hestar hafi dregið gullhúðaða farartækið sem kom til að vera einn af sex vögnum sem grafnir voru upp. Hann er með farþegarými sem er 1,02 metrar á breidd og 44 sentímetrar á lengd. Ef dráttarpósturinn að framan er innifalinn er ökutækið 2,03 metrar að lengd. Tjaldið er 98 cm á breidd, 44 cm á lengd og 2,01 metri á hæð. Hægt er að brjóta saman 28 rimla sem standa út frá trapisulaga rammanum og er talið að ramminn hafi verið þakinn hör. Könnun rannsóknarhópsins leiddi í ljós að fjögur göt á ytri hlið botns vagnsins er stöngunum raðað eins og stöngunum fjórum sem halda uppi seglinu. Teymið komst að þeirri niðurstöðu að sólhlífin hafi upphaflega verið sett á vagninn.
Yfirlestur: malfridur.is