Author: Frikki
Vagn Tutankhamuns #1Vagn Tutankhamuns #1
Stórkostlegasta afrek 20 aldarinnar í fornleifauppgreftri!
Vagnar voru fyrstu afkastameiri vélar en manns orkan. Í gröf Tutankhamuns voru 2 stórir viðhafnarvagnar, annar minni, verulega skreyttur og þrír aðrir léttari gerðir til daglegra nota.
Fellanlegt sóltjald á vagninum #2 Þýdd grein og mynd!
Hvernig koma vagnarnir fyrir sjónir?
Í burðargrindinni voru tvö hjól en við þau var tengdur dráttarpóstur sem tveir hestar voru tengdir við. Farartækin tóku allt fram í verkfræði sem Faróarnir tóku sér fyrir hendur í þeirri fræðigrein. Vagninn var vel hannaður og glæsilegur að horfa á, gulllitaður smíðaður úr tré. Flestir gripirnir voru skreyttir gulli og lagðir hálfeðalsteinum, leirflísum og lituðu gleri. Hjólin voru hönnuð með nútímalegu móti, úr sveigjanlegu tré sem gat aðlagast ójöfnu yfirborði jarðvegs.
Úr hvaða efni voru vagnarnir?
Smíðin á vögnunum var sambland af handverki sem sjaldan var sameinað í eina iðngrein. Vegna þess varð að vinna úr margvíslegum efnum eins og tré, bronsi eða eir, gulli, líni og leðri o.s.frv. Margir hæfir handverksmenn hljóta að hafa tekið þátt í ýmsum stigum smíðinnar. Vagnarnir á myndunum voru aðallega úr tré og gyllingu.
Í hvað voru vagnarnir notaðir?
Þessir þrír vagnar voru aðallega notaðir til að sýna Faróinn við opinberar athafnir. Þótt einn vagninn sé ekki jafn glæsilegur og þeir sem hér hefur verið lýst má túlka að hann hafi verið notaður í almennum tilgangi, til dæmis til veiða og í útilegur.
Hvað þýðir þetta eða táknar?
Þetta þýðir að Forn-Egyptar kunnu til verkfræði. Það táknar að þar sem verkfræði var stunduð til fleiri en einnar aldar var iðnaður háður efnisvali vegna þess að við smíði á vörum skipti ógallað efni mestu máli. Það má líka lesa úr þessu að stríðsvagnar voru tákn um virðingu, þar sem þeir táknuðu auð og voru notaðir meðal ríkra manna í valdastöðum.
Viðauki
Í Egyptalandi til forna var gullna hásætið tákn valds og sýndi þjóðfélagsstöðu. Þetta undraverða húsgagn er það forgengilegasta af öllum þeim hásætum sem fundist hafa frá hinu forna samfélagi. Það fannst í Annexe-héraði í grafhýsi Tutankhamans. Hann var smíðaður af mikilli leikni og notað í efni eins og gull til að skapa þessa undraverðu list.
Heimild: Golden Chariot – TUTANKHAMUN’S WORLD (weebly.com)
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Cumberland Cart bænda vagninn #1Cumberland Cart bænda vagninn #1
Skemmtilegt er að sjá skyldleika milli þessa grips og vagns eftir Thomas Stell sem þið getið séð fyrir neðan aðra mynd með því að smella á!
Vagninn var smíðaður á nítjándu öldinni á Hutton Le Forest Estate nálægt Penrith í Cumverland af vagnasmið (Wheelwrights) af því svæði. Sá vagnasmiður notaði tré frá því svæði. Vagninn var keyptur af bóndabýli í nágrenninu á níunda áratugnum. Vagninn er 99% upprunalegur, upphafleg heygrind og upphækkunarborð. Gólf vagnsins er upprunalegt líka og í frábæru ástandi. Kannski þarfnast vagninn pínulítillar vinnu til að vera tilbúinn í bústörfin, skemmtiakstur eða sýningu. Staðsetning í Suður Derbyshire.
Grindin ofan á vagninum á þessari mynd er til að flytja laust hey og hefur komið sér vel. Smellið hér þá sjáið þið skyldan vagn smíðaðan af Thomas Stell En þessi greining milli vagnasmiða á sama svæði og/eða milli landsvæða og jafnvel landa ásamt heimsálfum finnst mér skemmtileg!
Ef einhver hefur áhuga er verðið 750 pund.
Vagninn er smíðaður til að bera þungar byrðar
Hækkun á skjólborðunum var líka aukabúnaður eins og heygrindin sem velja mátti um hvort fylgja ætti í kaupunum. Svona er hefð fyrir að geyma vagnana uppi á aftari endanum, hvort sem hann er úti eða inni.
Heimild: Carriage and driving Equipment For Sale or Trade Facebook
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Ernie tveggja hjóla listaverk!Ernie tveggja hjóla listaverk!
Ég ætla að kallan hann Ernie vegna þess að það er plata á honum með því nafni en það er samt trúlega nafn eigandans en vagninn er óþekktur að gerð.
Olíu flutninga vagn #1Olíu flutninga vagn #1
Algjörlega upprunalegur!
Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: yfirlestur.is Heimild: Myndir fengnar að láni hjá The Antique Carriage Collectors Club Facebook.