Coca-Cola dregin af múlhestum, Chattanooga, 1905. Svarthvít ljósmynd af Landan Smith á múldregnum Coca-Cola vagni. Óþekktur maður stendur við hlið vagnsins. Vagninn er fyrir framan Mack’s Saloon á malarvegi.
Heimild: Tennessee State Library and Archives á Facebook
Slökkidæla um borð í vagni til slökkvistarfa í Póllandi. Smíðaár 1900. Smíðaland Þýskaland og kostaði 1570 þýsk mörk árið 1900.
Vagninn er númer: 198 í catalog-bæklingnum frá verksmiðjunni. Vatnspumpan er 120 mm. Sem sogar um borð vatn ásamt því að sprauta frá sér og er handkröftuð
Sætin eru svo skápar í leiðinni.
Handfang fyrir dælingu um borð og sprautun á eldin. Pláss fyrir fleiri en tvo dælupersónur.
Bremsusystemið er öflugt og lipurt.
Tromlan sem geymir slönguna.
Festing fyrir ljósker/lampa sem festist við sætið.
Skápar fyrir öll verkfæri sem þörf er á í útkalli.
Tilvitnun í Ronnie Beckham út hópnum Traces og Texas. Heimildin er þaðan.
Jæja núna… Ég hélt að ég hefði séð næstum allar myndir af Alamo (af svipmyndum sem teknar voru af fólki) sem voru þarna úti, en Traces of Texas-lesarinn Will Offley sendi vinsamlegast inn þessa ca 1898 eina og ég trúi ekki að ég hafi nokkurn tíma séð hana áður.
Smíðaður einhvern tímann á 19. öld í Englandi og uppgerður vandlega 1978
Lítill Brougham tveggja manna smíðaður á Long Acre í London
Falleg og hefðbundin tígul eða -demantamunstur og virkilega hlýlegur( deep button). Gott að vera í með fóthitara á veturna. Hefur verið notaður í giftingum og kvikmyndum í nokkra áratugi.
Kostar aðeins kr: 542.000 ísl. Fyrir flutning. Einstaklega vandaður gripur.
Heimildir: Ben Gray á Facebook. Sem er líka eigandi og seljandi að þessum demanti. Myndir fengnar að láni hjá Ben Gray.
Gufuknúin slökkviliðsvél í hestvagni kvödd í New York 1914
Bandaríkjamenn kalla alla eða flesta slökkviliðs bíla slökkvi vélar eða Engine. Komið frá hestvögnum með gufu drifnar vatnsdælur. Þarna er verið að kveðja vél 39. Sem ekki voru allra og eru ekki allra.
Mario Broekhuis höfundur greinarinnar. Birtist á Facebook í október 2022
Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson
Í desember 2021 skrifaði ég grein um fógetavagninn í The Road, fréttabréf The Road Club. Í kjölfarið gerði ég frekari rannsókn á því efni, eins og því sem komið hefur fyrir suma vagnanna, sérstaklega þá sem eru á myndum í safninu mínu. Það varð til endurfundar á vagninum í Lincolnshire. Í september 1948 greindi Lincolnshire Echo frá því, nánar tiltekið hvernig vagn fógetans í Lincolnshire fór í síðasta sinn um borgina eftir að hafa verið tekinn í notkun, en síðan var hann færður á Lincoln Museum. Par af gráum vinnuhestum lötraði frá háskóladeildinni með vagninn, og tók vagninn án hamarsklæðis á rigningardegi.
Frá Stamp End Highways til Burton-safns, þar sem hann yrði geymdur þar til mögulegt væri að setja hann á sýningu. Sýningin komst aldrei á og stjórn og safnkostur safnsins/safnanna í Lincolnshire breyttist margsinnis. Erfitt var að fá svar við aðalspurningunni: „Er þessi vagn enn til?“ Sara Basquill, deildarstjóri innheimtu- og þróunarmála hjá sýsluráðinu Lincolnshire – sýslu, tók áskoruninni. Hún var ánægð með þær gömlu ljósmyndir sem hún hafði fengið í hendur. Hún vissi af vagni sem ekki var rétt skráður, sem var falinn í geymslu undir rykugum yfirbreiðslum.
Eftir nokkra stund reyndist það vera rétti hlöðufundurinn. Sara svipti yfirbreiðslunni af: „Mér fannst sumt af hnignun vagnsins hafa eldri uppruna en hann lítur ágætlega út á myndunum. Mig grunar að vagninn hafi einhvern tíma verið geymdur við slæmar aðstæður, jafnvel utan dyra. Ég er hrifinn af hlutum í upprunalegu ástandi og finnst ekki gott að þurfa að fara í fulla endurgerð. Ég er ekki viss um hvaða safn Vagninn átti að fara á árið 1948 þar sem Lífslistasafnið í Lincolnshire var ekki opnað fyrr en 1969. Mögulega hefur verið boðið upp á Borgar- og héraðslistasafnið (nú The County Collection)?
Ég held að skjaldarmerkið á ljósmyndinni sé sama og skjaldarmerkið sem varðveittist á vagninum. Ég myndi gjarnan vilja finna út hver átti þetta skjaldarmerki. Það næsta sem ég hef komist að er að hugsanlega var það Marsden of Panton. Hafandi þá athygli sem forstöðumaðurinn hefur á málinu núna gæti runnið upp sá tími að þessi háttsetti vagn snúi aftur í sviðsljósið eins glæsilegur og áhugaverður og hann var fyrr á tímum. Aðeins þegar búið er að greina uppruna vagnsins ótvírætt er hægt að elska hann aftur.
Í október 1876 ályktaði Charles Goodnight að Palo Doro Canyon yrði frábær heimabúgarður. Viðráðanlegt var að flytja nautgripina yfir gilið í einu lagi. Þröng skriða eða skor var notuð til að láta eldhús vagnanna síga niður. Kúrekarnir hans stóðu frammi fyrir því stórkostlega verkefni að koma vagninum, nautgripum og birgðum niður 213 metra vegg í gilið. Þegar mennirnir létu vagninn síga niður bröttu hlíðina, notuðu þeir múldýrin með því að hlaða þau með þungum birgðum og ráku nautgripina niður á gil botn. Til þess að láta vagninn síga var notað blokk og festur. Blokkin og stífufestingar gátu þannig þolað óhóflega þungt hlass. Slíkar stífufestingar oft notaðar við til að hjálpa vögnum til að komast yfir ár líka. Oft var þetta kölluð Manila lína ( reipi ). En hættulegra en nautgripa dregna vagna var að fara yfir Klettafjöllin ( Rocky Montains ) með hesta og uxa vagna og láta þá síga niður brattann til að komast leiðar sinnar.
Landau var skapaður fyrir 1757 sem hægt var að neita þegar Landau var vagn sem hægt var að hafa opinn þegar óskað var. Nákvæmlega hvenær Pæton var fyrst smíðaður, get ég ekki vitað en eins og Landau sem er ranglega ályktað að hafi verið smíðaður 1757 er minnst á 1747 í kvæði við enda þessa kafla. Þetta kvæði var vinsælt meðal sérstaks hóps fólks en það sést best í kvæði/ljóði:,,The Pæton and the one Horse Chair”, sem var fyrst útgefið í fyrirmannaritinu,, Gentleman´s Magazine” desember 1759.
Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 174
Réttast er að segja frá þeirri hliðstæðu að Berliner and Landau, tveir vagnar sem tóku nafn bæjanna sem þeir voru fyrst smíðaðir í ungverska bænum Kotzee. Eins skal það látið í ljósi að Spánn, Ítalía og Frakkland hafa eignað sér uppfinninguna, sem er byggð á hversu líkir vagnarnir eru þeirra vögnum svo sem vagni sem þeir kalla Charettes. Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls 62
Nútíma (State carriages) ríkis- vagnar halda öllum sínum fyrri glæsileika með lítið af gömlu og umfangsmiklu skrauti. Eitt besta dæmið um þetta er ríkis- vagninn sem Landau smíðaði fyrir Edward konung og notaður var við krýningarathöfnina. Þetta stórkostlega dæmi vagnasmíðalistarinnar, segir Sir Walter Gibley, er yfir 18 fet á lengd (5,49 metrar). Liturinn kallar fram ánægjulega tilfinningu. Grænn er með óteljandi blæbrigði, með uppruna gulllit ólífu og fer smá dökknandi þangað til liturinn greinist varla frá svörtu. Eplagrænn, grasgrænn, sjávargrænn, né heldur uppruna í grænan bláan getur verið notaður í vagnamálningu með góðum árangri. Í sumum tegundum af ljósri vagnmálningu nást fram áhrif af sumri með því að herma ýmis grös.
Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 259
Á krýningarhátíð drottningar 1838 gátu Lundúnabúar notað tækifærið til að bera augum skrautvagna sem fóru um Birdcage Walk strætið. Flestir þessara skrautvagna tilheyrðu sendiherrum ýmissa þjóða. Einn þessara vagna sem olli mestum æsingi var Marshall Soult smíðaður í Frakklandi aðeins fyrir konungsfjölskylduna. Thrupp lýsir vagninum: Yfirbygging var með glugga efst, með elegant silfurskreytta þakbrún; Það voru fjórir lampar með stóra kórónu á topplampa, við hvert horn yfirbyggingarinnar nálægt hornunum efst. Liturinn var elskulega blár, eins og kallað er Adelaid blue. Bridges Adams hafði skemmtilega sýn á liti. Hann hafði sínar eigin hugmyndir um bestu liti á vagna. „Fyrir bjarta sumardaga“ segir hann að strá eða sulphur gulur sé frábærasti og fallegasti liturinn; en fyrir þokukennt haustið er djúpur appelsínugulur. Heimildir: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 258