Eldhúsvagn í Texas vestrinu #2Eldhúsvagn í Texas vestrinu #2
Gullmoli þessi mynd!
Heimild: Old West Remembered Facebook
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Heimild: Old West Remembered Facebook
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Þessi Brougham hestvagn er á hinu dásamlega safni Misdee Wrigley Miller. Þetta er lestarstöðvar Brougham, Brewster & Co., New York. Árið 1901 var byggður fyrir J.H. Moore og langafi Misdees, William Wrigley yngri, eignaðist hann. Fjölskyldan notaði þennan vagn til að sækja gesti á lestarstöðina og setti farangurinn á þakið.
The American Saddlebred Museum vefsíða.
Heimild: Myndin fengin að láni frá: Kathleen Haak sem tók myndina.
Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Heimild: Myndir fengnar að láni af Draft teams and equipment Facebook
Heimild: Mynd fengin að láni á Old American Photos Facebook sem er undirsíða Old West History & Cultures
Meiri háttar frágangur og hönnun. Smíðaár vantar og flestar upplýsingar nema að armarnir sem ganga frá efri brún yfirbyggingarinnar niður í hjól eru til styrktar á öxlunum. Svo sjáum við að bremsubitar undir pallinum ganga yfir afturhjólin. Myndatökumaðurinn Kristján Björn Ólafsson var staddur í Búdapest og tók þessa mynd. Ég kann honum stórar þakkir fyrir að lána mér á Hestvagnasetrinu þessa mynd vegna þess að það vantar mikið af upplýsingum frá Austurlöndum um hestvagna. Takk innilega, kæri Kristján.
Vel þegnar myndir íslenskra og annarra landa ferðamanna um allan heim af hestvögnum og öllu því tengdu. Væri líka gott að fá allar þær upplýsingar með sem fyrir hendi eru í hvert skipti. Rafpóstur: [email protected]
...
Skráð: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
John Deere Triumph uppgerður og fínn með eldhúsi (Chuck Wagon), bogum, bremsum, kúsksæti, fótaskemli, grönnum trjábolum til að tjalda, sennilega yfir aftan við eldunaraðstöðuna. Verkfæra- eða birgðakassi með loki, fram á undir fóthvílunni.
Heillegur Bast-körfu Pæton fyrir prest. Ekki upplýsingar um smíðaár. Vagninn er með bremsum, járnhjólbörðum, kúskurinn situr aftan við prestinn, langsum fjaðrir, hlíf framan úr Bast-tágum, vandaðar bremsur, uppstig fremst og aftan fyrir kúsk. (Kúskur er ekki til í íslenskri orðabók!?
Á milli píláranna sést uppstigið fyrir prestinn en uppstigin er vönduð og öflug þverfjöður að framan sem algengt er í þessum vögnum. Eftirtektarvert er hve fáir pílárar eru í framhjólinu eða tíu stykki vegna þess að í þá daga var reynt að hafa vagnana eins létta og efnið leyfði sem smiðirnir höfðu að vinna úr. Pílárafjöldinn þarf alltaf að vera slétt tala svo tveir pílárar gangi í hvern félaga (ysti boginn), félagarnir eru stundum í hálfboga eins og mér sýnist vera uppi á teningnum hér.
Járnverkið er vandað og líka bremsurnar ásamt bremsustönginni.
Hér er brakkettið/uppistaðan fyrir bakið og kúsksvipuhaldarinn.
Væri augnayndi þessi vagn ef hann væri uppgerður og vel til hafður.
Gæti þetta verið framleiðslunúmer?
Hér sjáum við undir setuna!
Dráttarsköftin eru nett en samt sterk.
Yfirlestur: malfridur.is
Olmsted Falls geymir þessa gullfallegu léttakerru (Buggy). Stór glæsileg léttakerra smíðuð 1860 til 1869 eða á þeim áratug. Uppgerð í það ástand sem eru gæði fyrir safn fyrir einhverjum árum síðan. Það finnst ekki betra eintak af orginal léttakerru. Alltaf geymd inni við bestu aðstæður, raka og hita. Getur aðeins verið sýnd áhugasömum með fyrir fram pöntun á tíma.
Þýðandi og skráning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Flott ástand, tveggja sæta fjarlæganleg sem taka 4. Líka hægt að fella bökin fram. Harðviðarhjól með járngjörð. Bremsur og uppstig til að auðvelda aðgengi. Opnanlegur afturhleri, niðurfellanlegur dúkur á þrjá vegu til að verjast úrkomu og vindi. Ekkert er minnst á smíðaár.
Helstu mál. Framhjól 38″ eða 96,52 cm Afturhjól 42″ eða 106,68 cm Single tree (Eintré) 40″ eða 101,6 cm Dráttarsköft 78 frá Single tree eru 198,12 cm, heildarlengd 962 eða 243,84 cm. Vagnskúffa 37″ X 72″ eða 93.98 cm X 182.88 cm. Vagninn er 84″ eða 213,36 cm, heildarhæð X 68″ eða 172,72 cm. Heildarbreidd með hjólnöfum er vagninn 192 cm og heildarlengd með dráttarsköftum er 487,68 cm.
Wagnon Buggy hlýtur að þýða að þessi vagn sé millistig milli Wagons og Buggy ( Bændavagns og kerru/léttavagns)
Gerður upp af Lemuel King í Chambersburg, Pennsylvaniu segir textinn með myndunum en ég hallast að því að það eigi að vera upphaflegi vagnsmiðurinn vegna þess að skiltið/merkingin á vagninum lítur út fyrir að hafa verið á vagninum um aldur hans og ævi!
Þýtt og yfirlesið Friðrik Kjartansson ásamt skrásetningu
Yfirlestur: malfridur.is
Buffalo Bill’s Wild West Show í London, 1893. Maðurinn lengst til hægri er Buck Taylor, „konungur kúrekanna“. Buck fæddist í Fredericksburg, Texas, árið 1857. Faðir hans var drepinn í borgarastríðinu og þegar hann var fjórtán ára réð Buck sig sem kúreka og vann að lokum til Nebraska. Þar hitti hann Buffalo Bill Cody. Buck var sláandi tala því hann var 6’4’á hæð á þeim tíma þegar flestir kúrekar voru um 5’8. Bill bjó til ævisögu fyrir Buck þar sem Buck var „hugrakkur munaðarlaus drengur frá Texas“ sem ólst upp við miklar hörmungar. Hann var óspilltur, barðist alltaf á góðum vegum, góður við móður sína, lítillátur og hafði gaman af krökkum. Cody gerði hann að „konungi kúrekanna“. Prentice Ingraham skrifaði nokkrar tígulskáldsögur um Buck Taylor og breytti Buck í þjóðhetju. Enginn var jafn hissa og Buck sjálfur. P.S. Sami póstvagninn og á myndinni hér fyrir neðan. Hefur líklega verið leikmunur….
Fengið að láni af Traces of Texas Facebookhóp
Buffalo Bill. Goðsögnin í myndauppstillingu. Wells Fargo smíðaði þennan póstvagn en „fingraför“ (gæti líka verið logo) Fargo stofnað 1852 eru þrír listar á fremri hlið vagnsins vinstra megin við Buffalo Bill, 31 árs. Myndin er sögð tekin 1877. Merkilegast við þessa mynd er fjöðrunarbúnaðurinn sem eru leðurborðar í mörgum lögum hringaður fram og aftur undir yfirbyggingunni fyrir aftan Billy. Útlit vagnsins bendir til að hann sé orðinn aldraður en samt ekki eldri en 25 ára….
Fengin að láni frá Riccardo Marcassoli á Facebook
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Skýringamynd: Heiti vagnhluta sem gæti gert þig að létt – vagns sérfræðingi. Lærðu bara öll partanöfn létta vagnsins. Létta- vagnar og vagnar höfðu lítið sameiginlegt. Létta- kerran var byggð með hraða í huga en vagninn byggður fyrir styrk og notkunargildi. Létta-vagnar voru byggðir í stíl þæginda og tísku yfirstandandi tímabils líkt og sportbílar nútímans. Smellið á myndirnar hér að neðan til að stækka!
partaheiti í fremri hluta topps efri hluti
Partheiti í aftari hluta topps efri hluti
Partaheiti miðhluti framan
Partaheiti í miðhluta aftan
Partaheiti neðri hluti framan
Partaheiti í neðri hluta aftan
Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Hestvagnaframleiðandi í London sem virðist hafa lagt mikla vinnu í að losna við brak og hávaða auk hliðarsveiflunnar í akstri Brougham. Þessari gerð Brougham er lýst svona: Brougham á körfu (stöngin undir vagninum sem fylgir lagi hans að neðan í meginatriðum) hengdur upp á C-fjaðrir.
Hooper and Co var sérstakur vagnasmiður hennar hátignar í Englandi. En ef þið stækkið myndina (þarf að smella einu sinni á myndina kemur á nýr póstur með stækkaðri mynd ) þá sjáið þið betur gylltu stafina vinstra megin við myndina.
1860-70 Hooper and Co. Járnstöng milli öxlanna með tengingu út í fjaðrirnar með stífum festi undir Miðfjarðarjárnplötuna. Í lýsingu með teikningunum af vagninum segir að þessi búnaður hafi tekið hliðarhreyfinguna af vagninum í akstri. Til að fyrirbyggja líkama farþega og ökumanns kastist ekkert til hliðanna við akstur. Svo tók þessi búnaður af hljóðum sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- ískur eða nuddhljóð sem annars væri þekkt í Brougham án þessa búnaðar.
Heimildir: The Carriage Foundation í Englandi (Vefsíða, í flokknum hlutir)Brewster Skrapbook bls. 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB frá september 1883 bls. Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls. 278
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is