Tag: 1900

Vagn vínflutninga #1Vagn vínflutninga #1

0 Comments

Vagninn er kallaður Pipeno-vagninn og er til vínflutninga en uppruni á nafni vínsins er í Dutchman’s-pipe (Aristolochia durior) sem vex í Chile og Mið-Ameríku. Vagninn er hins vegar staðsettur í Valencia á Spáni og til sölu! Ekki er minnst á smíðaár vagnsins en líklegt er að hann sé smíðaður um 1900 til 1910 samkvæmt mínum rannsóknum.

Hugvitsamlega er gengið frá lyftibúnaðinum! Vagninn er vel við haldinn.

Hjólin eru frekar mikið ,,diskuð” end bera þau þungar byrðar í guðveigum.

Sæti hér fremst og líklega er U-laga flatjárnið til að hvíla/spyrna fótunum í.


Heimild: Raúl Bernabeu Rodriguez á Facebook og Britannica

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Float #3Float #3

0 Comments

Mjólkurflutningavagn nærri Cambridge!

Á tíunda áratug síðustu aldar voru mjólkursendingarvagnar eins og sú sem er nálægt Cambridge í Stóra-Bretlandi algeng sjón í mörgum dreifbýli og úthverfum. Mjólkurmaðurinn, oft sýndur með hestvagni, ferðaðist hús úr dyrum og afhenti ferska mjólk beint heim til viðskiptavina. Þetta var nauðsynleg þjónusta á þeim tíma þar sem mjólk var yfirleitt ekki fáanleg í matvöruverslunum eða verslunum og mörg heimili treystu á daglegar sendingar til að tryggja að þau ættu ferskar mjólkurvörur. Í vagninum, sem oft var prýddur trékössum eða málmílátum, voru flöskur eða mjólkurbrúsar (curns of milk) og var afgreitt snemma á morgnana, oft áður en íbúarnir voru vakandi.

Mjólkursendingarvagninn snemma á 20. öld táknar einfaldari tíma þegar staðbundin þjónusta var óaðskiljanlegur hluti af stórri hefð fyrir heimsendingu á ýmsum vörum, allt frá brauði til kola, og gegndu lykilhlutverki í að viðhalda samfélagslífinu. Mjólkurmaðurinn, sem kunnugleg persóna, varð oft hluti af daglegri rútínu hjá mörgum fjölskyldum sem skildu eftir tómar flöskur sínar úti við dyraþrepið til að fylla á aftur daginn eftir. Persónuleg tengsl milli mjaltaþjónsins og viðskiptavina hans voru eitt af einkennandi einkennum þessarar þjónustu og það hjálpaði til við að efla samfélagstilfinningu í smærri bæjum og þorpum. Um 1920 og 1930 byrjaði mjólkurflutningskerfið að sjá breytingar með tilkomu vélknúinna farartækja, sem leystu hestvagnanna af hólmi á mörgum sviðum. Hins vegar er myndin af mjólkurkerrunni frá 1910 enn táknræn framsetning á bresku lífi snemma á 20. öld. Það er áminning um tíma þegar mjólk og aðrar vörur voru sendar beint heim, þjónusta sem var bæði hagnýt og endurspeglun á samheldnu eðli samfélaga fyrir víðtækan uppgang stórmarkaða og nútímaþæginda.


Heimild: Manga Store Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Slökkviliðsvagn með dælu #3Slökkviliðsvagn með dælu #3

0 Comments

Slökkidæla um borð í vagni til slökkvistarfa í Póllandi. Smíðaár 1900. Smíðaland Þýskaland og kostaði 1570 þýsk mörk árið 1900.


Vagninn er númer: 198 í catalog-bæklingnum frá verksmiðjunni. Vatnspumpan er 120 mm. Sem sogar um borð vatn ásamt því að sprauta frá sér og er handkröftuð



Sætin eru svo skápar í leiðinni.





Handfang fyrir dælingu um borð og sprautun á eldin. Pláss fyrir fleiri en tvo dælupersónur.


Bremsusystemið er öflugt og lipurt.


Tromlan sem geymir slönguna.


Festing fyrir ljósker/lampa sem festist við sætið.


Skápar fyrir öll verkfæri sem þörf er á í útkalli.


Hér sogast vatnið um borð í geyminn.


Heimild: Paweł Gębura Póllandi.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Brougham #6Brougham #6

0 Comments

Smíðaður einhvern tímann á 19. öld í Englandi og uppgerður vandlega 1978


Lítill Brougham tveggja manna smíðaður á Long Acre í London


Falleg og hefðbundin tígul eða -demantamunstur og virkilega hlýlegur( deep button). Gott að vera í með fóthitara á veturna. Hefur verið notaður í giftingum og kvikmyndum í nokkra áratugi.


Kostar aðeins kr: 542.000 ísl. Fyrir flutning. Einstaklega vandaður gripur.


Heimildir: Ben Gray á Facebook. Sem er líka eigandi og seljandi að þessum demanti. Myndir fengnar að láni hjá Ben Gray.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Sendipóstvagn #1Sendipóstvagn #1

0 Comments

Dan Booher afhendir U.S. Mail hjá Fountain City Route no 1 í Knox County, Tennessee, 1900. Hestpóstvagn bandarískur póstvagn. Heimild: Almenningsbókasafn Knox-sýslu.


Cumberland Cart bænda vagninn #1Cumberland Cart bænda vagninn #1

0 Comments

Skemmtilegt er að sjá skyldleika milli þessa grips og vagns eftir Thomas Stell sem þið getið séð fyrir neðan aðra mynd með því að smella á!


Vagninn var smíðaður á nítjándu öldinni á Hutton Le Forest Estate nálægt Penrith í Cumverland af vagnasmið (Wheelwrights) af því svæði. Sá vagnasmiður notaði tré frá því svæði. Vagninn var keyptur af bóndabýli í nágrenninu á níunda áratugnum. Vagninn er 99% upprunalegur, upphafleg heygrind og upphækkunarborð. Gólf vagnsins er upprunalegt líka og í frábæru ástandi. Kannski þarfnast vagninn pínulítillar vinnu til að vera tilbúinn í bústörfin, skemmtiakstur eða sýningu. Staðsetning í Suður Derbyshire.


Grindin ofan á vagninum á þessari mynd er til að flytja laust hey og hefur komið sér vel. Smellið hér þá sjáið þið skyldan vagn smíðaðan af Thomas Stell En þessi greining milli vagnasmiða á sama svæði og/eða milli landsvæða og jafnvel landa ásamt heimsálfum finnst mér skemmtileg!


Ef einhver hefur áhuga er verðið 750 pund.




Vagninn er smíðaður til að bera þungar byrðar


Hækkun á skjólborðunum var líka aukabúnaður eins og heygrindin sem velja mátti um hvort fylgja ætti í kaupunum. Svona er hefð fyrir að geyma vagnana uppi á aftari endanum, hvort sem hann er úti eða inni.


Heimild: Carriage and driving Equipment For Sale or Trade Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Ferðasölumaður #1Ferðasölumaður #1

0 Comments

Hestvagnar sölumanna voru sérstaklega hannaðir með tilliti til ferða sölumanna starfa og athafna!


Langafi var lyfjamaðurinn bæja á milli um 1900. Ein af mínum kærustu gömlu fjölskyldumyndum af afa. Amma seldi Rawleigh vörur ásamt hestum og sleðum Heimildir: Darin Gray. Historical Pictures Facebook. Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Rawleigh smyrsli

Coca Cola sendiferðavagn #1Coca Cola sendiferðavagn #1

0 Comments

Coca Cola sendiferða vagn. Jackson, Mississippi. Um 1900. Takið eftir! það sjást engar bremsur á þessum vagni þrátt fyrir að vera að flytja þungt. Þessi gerð er kallaður Wagon. Heimild: Mynd og texti fengin að láni frá Historic Photographs Facebook

Pæton í sérflokki sýningareintak #7Pæton í sérflokki sýningareintak #7

0 Comments

Unnið til margra meistaratitla!


Sýninga eintak Pæton smíðaður af Mills frá Paddington um 1900. Þessi fallegi og vel þekkti vagn hefur unnið til margra meistaratititla. Gæða eintak með dráttarskafti og álfaháls.
Tilbúinn í að fara sýningarhring. Ekki rugla saman nútíma eftirgerðum.

Svanaháls dráttarsköftin og dráttarskaft (tunga). Einning er þarna stykkið sem festast á við járnverkið að framan svo hægt sé að tengja Tvítréð við þegar tungan er notuð. Ef þið horfið vel þá sjást 4 uppstings bólur/stig ofan á stykkinu. Takið eftir snyrtilegu uppstiginu á Nafi framhjólsins. Svona gera ekki nema bestu vagnasmiðirnir.

Svo eru náttúrlega uppstig í aftursætið ef vel er að gáð.

Einstaklega vandað járnverk og bremsubúnaðurinn nettur en samt sterklegur.

Annað dæmi um vandað járnverk. Fimmtahjólið, býður af sér styrkleika og góðan frágang.

Strætis og víðavagnsmyndir USAStrætis og víðavagnsmyndir USA

0 Comments

Hestvagnar og fólk, það er málið!


Elsie, North Main Michigan


Ískaupmaður í New York


Ískaupmaður í New York


Fjölskylda við yfirbreidda vagninn sinn í Nebraska 1886


Miðbær Salisbury, Maryland 1906


Dayton Flathead Lake Montana


Nautalestin 1877. Nautalestir eru heiti þessa fyrirbæris þó svo notuð hafi verið geld karldýr. Skiluðu sér 8 – 12 mílur á dag. Ef teymið dró fjóra vagna hefðu Uxarnir getað dregið 12.000 plús pund af farmi. Kúskurinn gekk með vögnunum enda höfðu þeir engin sæti. Fljúgandi hál leðja gerði ferðalagið stórhættulegt niður brekkur. Valentine verslunin á myndinni var með stígvél útstillt hangandi á útvegg til vinstri, skór til hægri. Tveggja hæða hótelið hafði aðeins einn stromp fyrir augað og því gátu hótelgestir ekki reiknað með upphituðu herbergi. Crook City, Suður-Dakóta var einn af bæjunum sem spratt upp fljótt eftir að Black Hills-leiðangur George Custer árið 1874 sem hafði fundið gull á svæðinu. Myndin er eftir F.J. Haynes. Mynd fengin að láni á OLD WEST LEGENDS, Outlaws, Gunfighters, Lawmen Facebook


Portland Michigan


Dodge City, Kansas á sjöunda áratug nítjándu aldar.


Strætisaugnablik Georgetown seint á 19. öld. Sögð lituð af Duhem Bræðrum. Mynd fengin að láni hjá Heartfelt History Facebook.


Nebraska kornakur. Ár ekki vitað. Fannst í tunnu með gömlum myndum í Lincoln-forngripaverslun. Kannski getur einhver hjálpað mér að skilgreina myndina? Gæti verið hvar sem er á þessari rólegu, trjálausu sléttu. Konan með vopnin er engin „late lepjandi“ borgarstelpa, Colt 45 segir það. Pabbi hennar virðist vera í fremsta vagninum. Þau eru með sex sinnum tvo hesta og múlrekadregna hliðarvagna sem eru barmafullir uppskeru dagsins. Heimild:


Suðurstræti (South Street), New York 1901. Heimild: Postcards from old New York Facebook.


Gamla New York 1890 „Erie“ járnbrautin (957 Broadway) var miðasala hér síðan um 1869. Framtíðarsvæði Flatiron Building (1902). Á bak við það á St Germain Hotel (Broadway og 22 nd St) er blikkandi rafmagnsmerki með marglitum ljósum hér í mörg ár, sem ýtir undir „Swept by Ocean Breezes.“ Mark Twain var 1895 viðskiptavinur Oriental Hotel (1880-1916) í Coney-eyju. Manhattan Beach Hotel (1877-1912) stóð einnig við Coney-eyju. Í vinstri miðju er „American Art Galleries“ á Broadway og 22. St (NE Corner). Ljósmyndari óþekktur. Fengið að láni frá The Old New York Page Facebook. Friðrik Kjartansson skráði. Þýðing: Vélþýðing.is Yfirlestur: Yfirlestur.is


Helena Montana 1874. Fengin að láni af Old West Remembered Facebook.


Fjölskylda og yfirbreiðslusegl-vagninn þeirra ásamt hestum í Kansas, 1908 Heimild: Mynd fengin að láni frá Old Photos Facebook


Vagnar að aka inn í El Paso á síðasta áratug 19. aldar. Sérstakt að sjá nautgripi valsa um stræti. Stórmerkileg mynd.


Sendiferðavagn Grand Union Tea Co. 1897. Mynd fengin að láni frá The Antique Carriage Collectors Club á Facebook. 1915 opnaði fyrirtækið stærðarhús með höfuðstöðvar í Brooklyn 68 stræti
Heimild: https://www.brownstoner.com/


Michigan í upphafi 1900. Hugsanlega notaður til að vökva, spreyja yfir trén einhverra hluta vegna, einhver ræktun í trjátoppunum.


Pat Hamlin á Facebook. Guli miðinn sem fylgdi sagði að þetta væri á Möltu. Einu gömlu hótelin í Vestrinu sem ég finn hingað til eru í Montana, Kalispell, en það er múrsteinahlaðið. Ég held 1 Ave. Annað hótel var skráð í Conrad, Montana en ég get ekki fundið neitt þar. Hvað veist þú um þetta? Á myndinni lengst til hægri er Buggy hestvagn, léttavagn.


Uppboðssamkoma á lifandi búpeningi nálægt Merrill í Oregon.

fengin að láni frá Old West History & Cultures Facebook. Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson.

Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!

0 Comments

Upplifanir og frásagnir um vagnasmíði á Íslandi!


Nýlega var ég að skoða myndir á netinu sem sýna hvernig smíðuð eru vagnhjól úr tré, svokölluð pílárahjól. Aðferðirnar virðast vera býsna þróaðar og beita smiðirnir mikilli færni við verkið. Einnig eru verkfæri þeirra mörg hver sérhæfð og talsvert flókin að gerð en byggja á gamalli tækni. Samt sjást þeir nota nútíma rennibekki og hulsubora sem ekki þekktust áður fyrr. Járngjarðirnar er nú hægt að rafsjóða saman, en fyrr meir var ekki um annað að ræða en eldsjóða þær. “Vagnamenning” í okkar landi var ekki mikil, byrjaði seint og stóð stutt,

varla nema áttatíu ár. Tæplega notaðir nema tveggja hjóla hestvagnar. Samt munu menn hafa náð tökum á að smíða svona hjól. Um það veit ég samt grátlega lítið. Samt þekkti ég mann sem á ungum aldri var sendur úr sinni heimasveit, Hvolhreppi, austur undir Eyjafjöll með léleg vagnhjól sem skyldi endursmíða. Þessi maður var Jón Ingi Jónsson ( 1911-1996 ) sem lengi var bóndi í minni heimasveit, Fljótshlíð, mikill úrvalsmaður og lagtækur vel. Hefur hann eflaust orðið að liði við smíðarnar. Smiðurinn var aftur á móti Sigurjón Magnússon í Hvammi ( 1889-1969 ). Hann var einn þessara manna sem virtist geta smíðað hvað sem var. Hann var jafnvígur á tré- og málmsmíði og jafnt grófa smíði sem fína og ég þykist vita að honumhafi ekki orðið skotaskuld úr að koma saman vagnhjólum. Þó hygg ég hann ekki hafa átt nein sérhæfð verkfæri til þeirra hluta en það hefur hann bætt upp með hyggjuvitinu. Kristinn Jónsson, alltaf nefndur vagnasmiður, sem var langafkastamestur við vagnasmíði, taldi að vagnhjól hafi ekki borist hingað til lands fyrr en 1874. Þó eru óljósar sagnir um að stöku vagnar hafi verið til fyrr en notkun þeirra hefur þá verið það lítil að hún skipti engum sköpum. Þessi hjól voru gjöf Kristjáns konungs til bænda í Grímsnesinu, Lofts Gíslasonar. Vitað er að þau voru lengi í notkun. Torfi Bjarnason í Ólafsdal hóf að smíða vagnhjól 1882 og kenndi nemendum í skóla sínum að smíða og nota vagna. Þar mun einungis hafa verið um að ræða tveggja hjóla kerrur. Fólksflutningavagnar á fjórum hjólum komu ekki til sögunnar fyrr en 1900, en þá hófust póstferðir frá Reykjavík að Ægissíðu. Áðurnefndur Kristinn Jónsson hóf að smíða og gera við vagna 1904. Hann starfaði eingöngu við það til 1917, en þá smíðaði hann yfir fyrsta bílinn og stundaði það lengi síðan. Rak hann talsvert umsvifamikið verkstæði sem varð með tímanum vel búið tækjum.

Þegar kom fram um miðja tuttugustu öldina munu hestvagnar í notkun hafa verið fleiri en bændabýlin í landinu. Þá áttu allir bændur orðið vagn, sumir tvo, og stöku bændur fleiri. Mjög fjaraði undan hestvagnanotkun miðja öldina og þar sem ég þekkti til var notkun þeirra hverfandi eftir 1960. Á þessum tíma urðu dráttarvélar allsráðandi í búskap og bílar voru talsvert fyrr teknir við hlutverki vagnanna í þéttbýli svo þeir fáu vagnar sem enn eru til séu orðnir safngripir.

Með kærum þökkum til Daða fyrir frábæra frásögn og framlag til þessa verkefnis

Yfirlestur: malfridur.is

Myndskreyting Friðrik Kjartansson

P.S. Ef þú hefur frásögn sama hversu lítil sem hún er er þér velkomið að hafa samband. Rafpóstur: [email protected]

Póstvagnar í Norður AmeríkuPóstvagnar í Norður Ameríku

0 Comments

Nauðsynleg en jafnframt hulin goðsagnakenndum sögubrotum!


Fólksflutningar á 19 öld. Póstvagn á leið. Heimild: “Echoes From The Past” Facebook

Póstvagn nálgast tollskýlið í Bear Creek á námuveginum-Silverton, Colorado sirka á áratugnum 1890
Heimild: Old American Photos á Facebook.

Nálægt 1900. Wyoming. Ferðast yfir landið og fjöll og firnindi hafa verið lítið ævintýri miðað við okkar daga.
Níu manns gátu troðið sér inn í vagninn og þeir sem af gengu fór upp á þak og ferðuðust þar. Í þessu
tilviki þurfti fólk að láta sér koma linda í 22 daga með stuttum stoppum til að næra sig og skipta út
þreyttum dráttarhestum ásamt úr sér gengnum búnaði. Vagninn var smíðaður af Wells Fargo sést á 3 listum á bogadreginni framhlið vagnsins.

Alþjóðleg Vega -hestvagna skjalasöfn
Höfundur: Hughes Legrad.
Blaðamynd tekin úr úrklippubók J.H. Hyde fylgdi eftir hraðameti sínu í New York-Philadelphia og kemur aftur þann 9.10.1901 með Tantivy. Yfirskriftin sem er límd undir myndina tilgreinir að þetta sé Tantivity vagninn. Það er því pósvagninn Tantivy áður en henni var breytt í ,,Liberty road-coach” af Brewster um 1903.
Það getur ekki verið póstvagninn Columbia sem hafði eitt bogadregið varðmannasæti meðan Tanivy hafði tvö bogadregin varðmannasæti í stíl ,,Guiet & Co” fyrir breytinguna.

Buffalo Bill. Goðsögnin í mynda uppstillingu. Wells Fargo smíðaði þennan póstvagn en ,,fingraför” (Gæti líka verið logo) Fargo stofnað 1852 eru 3 listar á fremri hlið vagnsins vinsta megin við Buffalo Bill 31 ára. Myndin er sögð tekinn 1877. Merkilegast við þessa mynd er fjöðrunarbúnaðurinn sem eru leður borðar í mörgum lögum hringaður fram og aftur undir yfirbyggingunni fyrir aftan Billy. Úlit vagnsins bendir til að hann sé orðin aldraður en samt ekki eldri en 25 ára.
Fengin að láni frá Riccardo Marcassoli á Facebook

1800 og eitthvað í grennd Stocktn virkis hafði póstvagn hafa runnið út af vegslóðanum og næstum farið á hliðina . Myndin sýnir Buffalo hermann kominn til að vakta vagninn ásamt þremur karlmönnum og smávaxinni konu.

Heimildir:
Davick Services on Facebook
True Stories of Amazing People and Places in Texas
Life in Pecos County Texas 1850 – 1950