Author: Frikki

Eldvagninn frá PompeiiEldvagninn frá Pompeii

0 Comments

Fornleifafundur sem á sér engan líka á Ítalíu þó víðar væri leitað!

https://hestvagnasetrid.org/eldvagninn-fra-pompei/eldvagninn-11/Fornleifafræðingar fundu Rómverskan vagn grafinn í ösku og ryki Pompei hörmunganna frá 79 fyrir Kristsburð. Vagninn mun hafa verið viðhafnarvagn notaður á bæjarhátíðum og tillidögum en hann var grafinn upp úr öskunni í einbýlishúsi (villu Civita Giuliana) 700 metrum norður af veggjum Pompei og er mjög heillegur og vel varðveittur miðað við 2000 ára geymslu.

Vagninn er fjögurra hjóla úr járni, bronsi og tini. Massimo Osanna stjórnandi uppgraftrarins segir að vagninn sé eini sinnar tegundar grafinn upp á svæðinu. Uppgraftarvinna hefur áður skilað ýmsum hagnýtum ökutækjum notuð til flutninga og vinnu en aldrei þeim sem notuð voru til hátíðarathafna. Ósanna bætti við: „Þetta er óvenjuleg uppgötvun sem efldi skilning okkar á lífinu til forna.“ Hann bætti við: „Vagninn hefði verið notaður við hátíðargöngur og prósessíur“. Menningarráðuneytið kallar það „einstaka uppgötvun til fordæmis á Ítalíu“.

Pompeii var 13.000 manna bær þegar hamfarirnar gengu yfir og fólk og lífsgögn grófust undir ösku og ryki og eyðileggingarmátturinn jafngilti mörgum kjarnorkusprengjum.

Um það bil 2/3 af 165 hektara bæjarins hafa verið afhjúpaðir. Rústirnar uppgötvuðust ekki fyrr en á 16. öld og skipulagður uppgröftur hófst 1750. Pompei heldur áfram að koma okkur á óvart með opinberun við uppgröft og hreinsun, í mörg ár enn ef að líkum lætur segir menningarmálaráðherrann Dario Franceschini.

Einstakt skjal um líf grísk-rómverska Pompeii stórt aðdráttarafl ferðafólks um Ítalíu og er það á heimsminjaskrá UNESCO.

 

Myndband um uppgröft hátíðarvagnsins í Pompei ásamt tengdu efni

Heimild: Daily mail.co.uk

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Studebaker myndasyrpa!Studebaker myndasyrpa!

0 Comments

Úr bæklingi fyrir heimsýninguna 1893

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/01/Studebaker-feðgarnir-1.jpg
Lem Studebaker Forseti Studebaker (í miðið)
J.M. Studebaker vara Forseti Studebaker (til hægri)
P.E. Studebaker vara Forseti Studebaker (til vinstri)
Uppruni þeirra er í Þýskalandi.
http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/01/Frum-bækistöðvarnar-1.jpg
Upprunaheimili Studebaker fjölskyldunar í Gettisborg Pensilvaniu. Fyrsta vagnaverksmiðjan þeirra 1850
http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/01/Viktoria.jpg
Framleiddur af Studebaker: Victoria
http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/01/Studebaker-verksmija-í-Buffalo-scaled.jpg
Verksmiðja Studebaker í Buffalo í New York fylki. Líklega fyrir 1893
http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/01/Fíni-pakka-vaginn.jpg
Framleiddur af Studebaker: Póstvagn yfirstéttarinnar
http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/01/Studibaker-fjarðraverksmiðjan.jpg
Fjaðraverksmiðja Studebaker í Buffalo NY
http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/01/Studibaker-versmiðja-í-suður-USA.jpg
Verksmiðju og aðstöðuhús Studebaker í Buffalo NY
http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/01/Landau.jpg
Framleiddur af Studebaker: Landau
http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/01/Lagerinn-hjá-Studebaker-í-Suður-USA.jpg
Faratæki býða nýs eiganda á lagernum hjá Studebaker
http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/01/Sölu-sýnigarsalur-Studebaker.jpg
Skrifstofu og söluhúsnæði Studebaker í Chicago
Brougham með viðbót. Framleiddur af Studebaker
Sölusalur í Chicago reyðtygi hægra megin og vagnar vinstra megin
Studebaker höfuðstöðvar New york, Sanfransico, Illinois og Chicago
Kóngulóar Phaenton
Vega vagn (road wagon)
Skutlan
Bækistöðvar Studebaker frá Salt lake city, Kansas city, Portland Oregon og Montana
Aðalskrifstoa Studebaker í Indiana
Stóri vatnsúðarinn frá Studebaker
Forstjóraskrifstofa Studebaker í New York, Buffalo
Laga og auglýsinga skrifstofur í Indiana
Drottningar phaeton vagninn
Gæti verðið hægt að kalla þessa skemmtikerru (Goddard wagno)
Vélarsalur fyrir vagnasmiðju Studebaker
Renniverkstæði Studebaker og hefildeild timburs
Sendiferða frá Studebaker
Vagnhjóladeildin og járnbanda suðuverkstæðið
Vagnhjólalagerinn hjá Studebaker
Carbolet frá Studebaker
Rafsuðu og ,,Box” pressunaraðstaðan (Box er trénáið og fóðringinn umhverfis öxulinn)
Vélasalur trésmíðaverkstæðið
,,Veiðigildran” frá Studebaker
Kassaverkstæðið, pallar og kassar á vagnanna hjá Studebaker
Járnsmíða og boltaverksæðið ásamt Vélarsal
Wagonette frá Studebaker sem skemmtivagn
Teppa, klæðis og bankdeild (Punch department)
Undirvagna deildin sem líka ,,járnaði” undirvagninn eftir þörfum
Þriggja fjarðra sendiferðavagninn frá Studebaker
Járnsmíðadeildin hjá Studebaker
Málunardeild bændavagnanna hjá Studebaker
Fjórir í hönd (bein þýðing) frá Studebaker
Topp segls kerra (Canopy – Top Surrey)
Dreifingar deild Studebaker
Vélarrsalur Studebaker í Buffalo
Þriggja sæta Fjallavagn frá Studebaker
Dinamo ljósavélasalurinn (Dinamor = í dag Altanator) hjá Studebaker í Buffalo New york
Fjaðrasmíðadeild fyrir farartæki hjá Studebaker
Einfaldur Brougham að hætti Studebaker
Fjaðra og járnsmíða deild hjá Studebaker
Gufubeygingar, stálþynnumótun, samsetning, rafsuðu með útsogunaraðstöður hjá Studebaker
Phaeton með stærri top frá Studebaker
Sauma og fjaðradeildir hjá Studebaker
Járnsteypa og stálþynnu deildir
Vagn Bændanna frá Studebaker
Sortunar og pökkunar aðstaða Studebaker fyrir fluttninga
Járnþynnu og járn-steypudeildir hjá Studebaker
Póstvagn fína og ríka fólksins frá Studebaker
Sameinuð sæta og spónadeild hjá Studebaker
Fjaðradeild Studebaker
Rockaway með gluggatjöldum frá Studebaker
Vélasalir Studebaker í Buffalo, New york
Vélasalur hjá Studebaker
Fjaðrar- flatvagn frá Studebaker
Rafhúðunar og bón- slípunar aðstaða Studebaker
Mynstur og blikkþynnu mótun hjá Studebaker ásamt gufubeygingaraðstöðu
Léttavagn til póstfluttninga frá Studebaker
Timburgeymslur og lagerar í Buffalo, New york hjá Studebaker
Rúmlega 60 ekrur af timburgeymslum og lager í Buffalo, New york hjá Studebaker
Litli vatnsdreifarinn (sprinkler) frá Studebaker en vatnsdreifarnir gerðu fyrirtækið frægt!
Slökkvistöð Studebaker sem fyrst of fremst átti að verja verksmiðjuna gegn eldi!
Aðstaða slökkviliðsins inni hjá Studebaker
Kolavagn frá Studebaker
Saumadeild Studebaker
Rockaway Coupe frá Studebaker
Fjórir í hendi í fríi (bein þýðing) frá Studebaker

Heimildir

Studebaker Souvenir

Studebaker Brothers MFG. CO South Bend Indiana U.S.A. Offers of the Company

Clem Studebaker, President.
J.M. Studebaker, Vice-Pesident.
P.E. Studebaker, 2nd Vice-Pres. And Treas.
George M. Studebaker, Secretary.

Útibú: Chicago, New York, San Francisco, Kansas City, Portland, Oregon, Salt Lake, Utah, ST. Joseph MO.

Stimpill: Libary of Congress Copyright Jun 23, 1893 City of Washington.

Þýðandi: Friðrik Kjartansson

Próförk: Þórhildur Daðadóttir

Myndasafn Islenskra hest og handvagna ásamt fleiru!Myndasafn Islenskra hest og handvagna ásamt fleiru!

0 Comments

Íslensk vagnasaga í myndum!


Gunnlaugur Benedikt Ólafsson fær þakkir fyrir að lána Setrinu þessa frábæru mynd af móður sinni, Nönnu um tvítugt með hestinn sinn og vagninn við Stafafell. Ártal ekki vitað. Ef einhver veit meira um þessa frábæru mynd á er rafpósturinn minn: [email protected]. Friðrik Kjartansson skráði.

Óþekktur maður með hestinn spenntan við íslensk smíðaðan vagn við Markarfljót. Ekki vitað hvenær myndin er tekinn. Væri gaman ef einhver hefði upplýsingr um nafn mannsins og hvernær myndatakan fór fram. Rafpóstur: [email protected]

Börn í Flekkudal. Heimild: Þorkell lánaði mér þessa mynd og nefndi þetta bæjarnafn. Hef ekki meiri upplýsinga að svo stöddu en væri gaman ef einhver þarna úti þekkti börnin og segði okkur frá! Börnin standa aftan við hestvagn sem hefur ábyggilega verið mikið nytjafarartæki síns tíma.
Skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur. Þessa mynd tók franskur ferðamaður á þýska skemmtiferðaskipinu Grosser Kürfurst frá Bremen sumarið 1910 í Hafnarstræti. Takið eftir skiltinu sem á stendur “Tourist Burea”. Þar sem skiltið stendur reis seinna stórt verslunarhús Helga Magnússonar, þar sem Rammagerðin er nú til húsa. Myndin fengin að láni á 101Reykjavik.is Facebook

Fjórði áratugur 20 aldar. Bakarabrekkan í Reykjavík og nálægt miðri mynd götusóparar með hest og hestvagn smíðaður á Íslandi. Fengið að láni af gamlar myndir á Facebook

Ferðamenn á Reykjavíkursvæðinu fyrir um einn öld sirka. Myndin fengin að láni á ,,Gamlar myndir” Facebook.

Ólafur Björnsson í Núptalstungu V-Húnavatnssýslu situr á slátturvélinni. með kærum þökkum fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Ólafur Björnsson í Núptalstungu V-Húnavatnssýslu situr á slátturvélinni. með kærum þökkum fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Hestaslátturvél í slægjunni. kærar þakkir fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Íslensk smíðuð hestakerra, mjög sennilega, með fjárgrindum. Kærar þakkir fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Handvagn í notkun, líklega í Reykjavík eftir miðja tuttugustu öldina. Þeir sem þekkja til mannsins og eða handvagnsins er velkomið að skrifa neðst í blogg reitinn alla þær upplýsingar sem að haldi gætu komið.

Sætt par við Glaumbæ í Skagafirði. Ekki ólíklegt að Kristinn Jónsson hafi smíðað kerruna og kannski sleðan. En bara ágiskun, væri gaman að vita? Myndin fengin að lán hjá Jóni Inga Jónssini í Reykjavík.

Sama sæta parið frá öðru sjónarhorni

Handvagn á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Líklega frekar stór handvagn; myndin sýnir vel ,,Diskunina”
á vagnhjólinu en þannig fékkst styrkurinn í hjólið. Fékk myndina lánaða hjá Ottó Val Ólafsini

Unnið við snjóhreinsun með nokkurs konar snjótönn sem hestur dregur. Neðst í Bankastræti. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947 og rómantík. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook


Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Myndin tekinn á Siglufirði 1947. Fólkið óþekkt. Fengin að láni á ,,Gamalar myndir” Facebook.

Óþekktur ferðamaður á leið um Hverfisgötu (lituð mynd) Fengin að láni í ,,Gamalar Ljósmyndir” Facebook.


Á að sjóða nafið eða ekki?Á að sjóða nafið eða ekki?

0 Comments

Grein frá 1884 þar sem trésmiðurinn spyr útgefanda Nafsins (the Hub, the Nave) áhugaverðra spurninga!

Að sjóða nafið!

Millville, O, March 1884 Spyrjandi

Spurning trésmiðs:

Hver er þín skoðun á að sjóða nafið (the hub) í léttari farartækjum þar sem hægt er að hafa efnið þykkra (öflugra)? Hvort getur orðið að betra hjóli, 1 tommu pílár rekinn í þurrt naf eða sama pílára- þykkt rekinn í soðið naf, og virkar límið eins vel í soðið naf? Hvað gerð af lími er best að nota hvítt eða gult? (ekki vitað hver munurinn er á hvítu og gulu lími sem notað var 1884)

Yðar einlægur Trésmiðurinn.

Við trúum ekki á það að sjóða nafið, né mælum við með að hafa nafið of þurrt. Ef Nöfin eru soðin, er hægt að reka píláranna í þau af meira afli, þar sem þau eru mýkri og teygjanlegri, en eftir að pílárinn er rekinn í mun náið þorna í fyrri, náttúrlega stærð og pílárarnir munu valda yfirálagi sem veldur svo aftur klofningi á nafinu. Okkar bestu hjólasmiðir hafa nafið eins þurr og hægt er áður en þeir reka pílárana í nafið; gæta skal að nákvæmri þyngd slaga í að reka pílárana í náið í þurru ástandi og er það þannig bara fyrir þjálfaða smiði. Til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að nafið klofni er gott að dýfa nafinu í heitt vatn smá stund til að taka þurrkinn úr yfirborði nafsins.


Annar leiðingjarn þáttur þess að sjóða nafið er það að límið vill ekki loða eins vel við og við í þurrum viði þegar efnið harðnar, svo sem í Álmi eða Valhnotu, límið leysist
einfaldlega upp í vatninu á náinu og verður því ónothæft. Gott lím er það lím sem er með bestu viðloðunina. Við höfum séð bæði hvítt og gult lím jafn lélegt í þessum tilfellum. Við mælum með að velja besta límið sem markaðurinn bíður upp á, sjóðið svo tvo Valhnotubúta og límið þá saman og látið bíða í 24 tíma og þá rífið þá í sundur á límingarsvæðinu.
þá sjáið þér hvort límið er fyrsta flokks eða ekki. (Mun líklega ekki gefa sig á límfletinum ef límið er gott)

Heimildir: The Carriage Monthly, april 1884 (útgefin í heimildarbókinni) Wheelmaking wooden wheel design & construction

Þýðandi og samantekt Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir

Heiti í vagnhjóliHeiti í vagnhjóli

0 Comments

Boxing = Borunin á nafinu og fóðrun á því. Felloes = Hlutarnir í hjólbarðahringnum. Hub = Naf. Flat steel tire = Stálgjörð utan um hjólbarðan. Hub band = Stálgjörð utan um nafið. Spokes = Pílárar.


Heimild: A Wagon Wheels | A Wagon Wheel Information | A Wagon Wheel History

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Friðrik Kjartansson

Vagnarnir hans Lúðvíks XIVVagnarnir hans Lúðvíks XIV

0 Comments

Í Versölum sextándu og sautjándu aldar framfara skeið


11. júní 1775 Loðvík XVI Frakkakonungur var nýlega krýndur og ferðaðist um París á tilkomumiklum vagni sínum.

Heimild: www.thegoodlifefrance.com Mynd fengin að láni


Smávagninn (um 1785-1790) sem gerður er fyrir Dauphin Louis-Charles, son Loðvíks XVI og Marie-Antoinette. Einn af örfáum sem komast af úr safni konungs.

Skírnar vagn Barnabarns Charles X, hertogans af Bordeaux. Charles X: Fæddist sem Charles Philippe, greifin af Artois, 9 oktober 1757 – 1836. Var konungur Frakklands frá september til ágúst 1830

Smíðaður sirka á tíunda áratug 18 aldar (1790-1800)

Var notaður við kvikmynda töku. En ekki minnst á hvaða kvikmynd

Engin örugg leið til að fá uppruna vagnsins og sögu fyllilega sannreynda.

Talið samt nokkuð öruggt að Lúðvík XIV hafi átt hann og notað.

Mætti segja að hann hefði fundist í hlöðu í Lexington hestabúgarðinum. Til gamans má segja frá því að hæsta boð er kr 4,700,000.—

Vagninn hefur verið lagfærður að lágmarki gegn um ár og aldir en er samt í nánast upprunalegu standi og vel farin miðað við að vera smíðaður á tíunda áratug 18 aldar.

Heimildir: Cardinal Selling Services

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir

Mælieiningin CWTMælieiningin CWT

0 Comments

CWT er mælieining, líka þekkt sem hundredweight, notuð í sérstökum samfélögum viðskipta. Í Norður-Ameríku mun hundredweight jafngilda 100 pundum og mælieiningin er líka þekkt sem stutt hundredweight. Í Stóra-Bretlandi er hundredweight 112 pund og líka þekkt sem hundredweight.undredweight.


Heimild útskýringar: Google leitarstrengur: What is cwt?

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Formáli að ensku bændavögnunumFormáli að ensku bændavögnunum

0 Comments

Þessir vagnar urðu svo með tímanum samþykktir sem hefðarhönnun hvers lands og landsvæðis. Í sumum löndum urðu til tvær eða þrjár gerðir vagna sem voru samþykktar sem hefðarhönnun meðan í öðrum löndum urðu mun fleiri sem uppfylltu samþykktar hefðir. Þeim tuttugu og fjórum plötum ( plates ) í réttum litum er ætlað að gefa innsýn í vídd og útbreiðslu vagnanna eins og mögulegt er landfræðilega.

Þetta verkefni inniheldur lýsingu á vögnunum, byggða á persónulegum og upplýsingum sem koma víða að. Smíði vagnanna er lýst fyrst og fremst, vegna þess að höfundurinn (James Arnold) er ekki vagnasmiður (wheelwright) og í öðru lagi vegna þess að höfundur vill ekki troða sér inn á svið bókar sem nú þegar hefur verið gefin út, sem lýsir öllu ferlinu frá því áður en tréð er fellt til lokaafurðar, meðfylgjandi sú tilfinning að sú útgáfa sé fullnægjandi og verði ekki endurbætt.

Í þá bók, The Wheelwrights heildsala George Sturt, sem gefin var út af Cambridge University Press, verður vitnað nokkrum sinnum. Eins er saga vagnanna (History of waggons),

bók sem fjallar um frumstæð flutningaáframhald (the primitive transport onward), er ekki meðal tilvísunarbóka,

vegna þess að hún hefur verið tekin fyrir af Geraint Jenkins í bókinni enski búvagninn (the English farm wagon) útgefin af David og Charles ásamt Landbúnaðarflutningar í Wales) (Agricultural Transport in Wales), útgefin af Þjóðarsafni Wales (National Museum of Wales).

Verkefninu gæti verið best lýst sem samantekt til 25 ára af heimildaöflun, allt saman framkvæmt með mikilli notkun á hjólhesti. Jafnvel að stríði loknu var nóg af vögnum til. Suma fundum við á ótrúlegustu stöðum og enn í notkun, aðrir voru svo langt gengnir að aðeins var hægt að draga af þeim verðmætar upplýsingar. Teikningarnar hafa verið unnar úr skissum af vögnum víðs vegar í umhverfi sveitanna og annarra aðstæðna.

Mikil rannsóknarvinna liggur að baki og heldur áfram að vera framkvæmd því viðfangsefnið er nánast óþrjótandi. Höfundurinn mun alltaf vera djúpt þakklátur fyrir allar upplýsingar og lán á myndum, gömlum listum og svo framvegis. Þær upplýsingar sem stundum þykja léttvægar, geta sannað sig til að vera ómetanlegar að verðmætum. Eitt af verðmætustu hlutum í fórum höfundar er bréf frá Járnsmið á eftirlaunum frá áttunda áratugnum skrifað með vandlátri hendi.

Þýtt úr formála (Preface) bókarinnar The farm waggons of England and Wales, fyrst útgefin 1969 og svo núna endurprentuð með leiðréttingum 1974.

Skrásett og þýtt af Friðriki Kjartanssyni

Yfirlestur: malfridur.is

Notaðu hlekkina hér fyrir neðan og lestu um vagnana og hönnun þeirra ásamt sögu!

Hlekkir á vísindalegar greinar um ensku bændavagnana!

Hestvagninn frá Kent Teikning í lit og greinarstúfur!

Waggon frá Kent #1Waggon frá Kent #1

0 Comments

Waggon´s í Bretlandi svipar saman

Vagnana (Waggons) frá Kent má kannski setja í flokka í einfalda, en einfalt hefur sinn sjarma. Þeir voru vel hannaðir með tilliti til notkunargildis og burðarstyrks ásamt endingu í þeim þungu og erfiðu verkefnum sem þeim var ætlað að leysa af hendi.

Yfir allt Bretland var smá mismunur í smáatriðum en gróflega séð var samt föst hefð fyrir hönnuninni. Vagnarnir voru byggðir í mörgum stærðum til að bera frá 30 cwt á 2 tommu hjólum til allt að 5 tonna á 4 1/2 tommu hjólum og þeim stærstu var ætlað að vera dregnir af fjórum hestum fullhlaðnir korni.

Þrátt fyrir að vagnasmiðirnir gerðu ráð fyrir tveimur dráttarsköftum var yfirleitt bara eitt notað tengt við fremri undirvagninn með pinna (splitti).

Hin miðlungsdjúpa yfirbygging/skúffa/miðlungsdjúpi pallur nýttist illa vegna þverbitanna þriggja sem voru lagðir (tappaðir) í hliðarnar. Út frá almennri venju hækkaði efri hluti skjólborðanna fram og aftur í svo að segja beina línu; í flestum vögnum er þetta mjúkur bogi.

Efri mörk skjólborðanna voru ákvörðuð af uppistöðum þeirra og járnramma sem var í laginu eins og N og veitti aukinn stuðning sem var nauðsynlegur. Undantekningalaust voru allir vagnar með eina uppistöðu úr viði í hverju bili á milli járnramma og járnstyrkingar.

Viðaruppistaða fyrir miðju var aldrei hluti af stöðlum/hefðum nema í blönduðum (hybrid) vögnum en spjaldborðin (panel) voru látin halda sér í sömu stöðu að framan.

Skjólborðin voru með 10 – 12 viðaruppistöðum, flötum á hvorri hlið og 3 – 4 að framan. Enginn vagn frá Kent var með lokuðum palli/skúffu að aftan en þó var þverbiti þar aftan á festur með pinnum/dílum úr tré á skjólborðsendunum.

Undir aftasta bitanum var komið fyrir kaðalrúllu svo hægt væri að kasta kaðli yfir og herða vel að með aðstoð hennar.

Allir vagnar voru byggðir með skjólborð sem viðarborðin voru klædd með. Á fulllestuðum vagni var hlassið skorðað með lóðréttum póstum sem komið var fyrir í járnrömmum í hornunum. Til þægindaauka var vagnkassi venjulega settur á fram-borðið en stundum nálægt, rétt fyrir miðju samkvæmt stöðlum.

Allir vagnar höfðu 12 pílára í framhjólum og 14 í afturhjólum. Á meðan meirihluti vagnanna var með fjögurra tommu hjólabreidd, voru næstum jafn margir með 3½ tommu hjól.

Höfundur þessarar bókar hefur engar heimildir um 90 vagna sem skráðir voru hvort væru með breiðari eða mjórri gerð hjóla. Flestir þeirra voru með öxla sem smurðir voru með dýrafitu en Pope of Chiddingstone smíðaði vagna sem smurðir voru með olíu en ekki dýrafitu.

Þeir öxulendar voru stimplaðir með nafni hans. Fáir, mjög gamlir vagnar voru skrásettir með viðaröxum. Sem dæmi um blendinga má nefna að W. J. Tedham frá Bodiam í Sussex smíðaði vagna sína í samræmi við hönnunina frá Kent, án hefðbundinna staðla.

Þar fyrir utan voru vagnarnir frá Kent og Sussex venjulega málaðir með lit sem einhvers staðar var á milli þess að vera rjómalitaður og gulur eða brúnn, eða út í rauðan, en í raun var liturinn í 25% skráninga sá sami blái og á Sussex-vögnunum.

Allir vagnar voru með rústrauða undirvagna eða örlítið ljósari lit. Öll samskeyti í málningu skorti, bæði á yfirbyggingu og undirvögnum.

Varla var þekkt að á efsta borði væri að finna vörumerkið Heathfield en Ashford gerðu á því undantekningu þegar þeir smíðuðu vagn fyrir J. Henley á Pattenden-býlinu í Goudhurst.

Vagnarnir frá Kent báru aldrei nafn eiganda sinna á svörtu plötunni eins og í flestum öðrum löndum, en allar upplýsingar var að finna á Sans-Serif leturfæti í samfelldri línu á miðjubita eða jafnvel efst á skjólborði.


Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Heimild: The Farm Waggons of England and Wales, bls. 24 og 25. Útg. John Baker. London.

Yfirlestur: malfridur.is

Brougham á safni lýst #2Brougham á safni lýst #2

0 Comments

 

Hefðbundinn einfaldur Brougham að mestu leyti, með hyrnu (skáhorni) [franska aðferðin].

Ferhyrnt svartlituð ljósker með ávölum hornum. Brougham-ljósker. Ljóskerin eru úr Brassi (kopar); á þeim eru (loftræsting) skorsteinar en eru skrúfaðir fastir á vagninn (á framhornin, súlurnar) hefðbundnar sérstakar vagnaskrúfur.

Kertahaldarahlífarnar eru týndar (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) og það eru göt á botninum, líklega til að tengja inn rafmagnsvíra. Þessi Brougham (vísað er til vagnsins á The Hálfmána-fjöður. Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) er byggður á ,,hálfmána” fjöðrun framan og aftan. Þessi Brougham er með opið farangursrými.

Bremsurnar eru viðarblokkir sem passa vel við hjólbogann og bremsuhaldfangið er kopar (brass) slegið. Litaskemað er þannig að þakið, efri panel bodysins, lægri panel og hjólin og undirvagninn eru í bláu með rauðum röndum (lining).

Stíllinn á málningarverkinu sýnir að þessi vagn (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“) var síðast málaður af málara sem þekkti meira til verslunarfarartækja en farþegavagna. Hins vegar eru rauðu rendurnar á venjubundnum stöðum á listum og skrautlistum. Blátt ullarklæði er nýlegt á einu sætinu. Kúsk (ökumanns) sætið er dökkblátt með leðurklæði aftan á bakinu, brúnirnar eru dökkbláum breiðum blúndum beggja megin.

Á fótstiginu er ný gúmmímotta. Inni í vagninum (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“)

er hann bólstraður með djúphnöppuðu svörtu morocco-leðri.

Samsvarandi ljóst þykkbólstrað í efri hluta hússins í vagninum. Það eru svartir morocco-vasars á báðum hurðunum, festir aðeins að ofan. Á framvegg farþegarýmisins er bólstrað með dökkbláu ofnu ullartweed.

Það er fótahvíla á bak við bogið borð með hillu fyrir ofan í leggjahæð barns, hvílandi á litlu hjarahengdu sæti sem er fest á fremri hlið sætisborðsins.

Hæla- og fótahvílan upp að hillunni er klædd með teppi. Það lítur út fyrir að teppið hafi slitnað á hurðasillunni, sem er núna klætt með leðri. Á gólfinu er ný riffluð gúmmímotta (en hefur upphaflega verið klædd með orginal teppi). Breiðu blúndurnar eru af þremur mismunandi hönnunum. Tvöfaldar lykkjur til handfestu þegar stigið er inn og út og breiður blúndurammi á hurðunum með grísku lyklamynstri og þríhyrningamynstri á brúnum.

Gluggastrengirnir eru með svipuðu munstri en með bylgjumunstri á brúnunum. Ytri gluggastrengurinn á framglugganum er með tvöföldu sik-sak lagi. Innri gluggastrengurinn er horfinn. Smágerðari blúndur passa við breiðu línurnar og dökkbláu ,, taffeta” fjaðradýnurnar sem eru sniðnar fyrir hvern einasta glugga. Það er öskubakki og upphengja fyrir regnhlíf á framveggnum í farþegarýminu.

Áritanir á vagninum: Á öxulhettunum er áletrunin: BAKER & Co CHANDOS ST


Heimildir ásamt myndum fengnar hjá: www.thecarriagefoundation.org.uk

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Handvagn léttur #1Handvagn léttur #1

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £450.- Léttur þvottahandvagn þýðir það að fjaðrirnar voru linari/mýkri en á sterkari vagninum sem er næst í stærðarröðinni. Bremsur voru ekki sjáanlegar.
Heimild: Thomas Stell, sölubæklingur frá 1909.

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað #8Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað #8

0 Comments

Brougham í körfu hengdur á C-fjaðrir

8 fjaðra vagn

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2020/11/Hooper-Brougham.jpg

Hestvagnaframleiðandi í London sem virðist hafa lagt mikla vinnu í að losna við brak og hávaða auk hliðarsveiflunnar í akstri Brougham. Þessari gerð Brougham er lýst svona: Brougham á körfu (stöngin undir vagninum sem fylgir lagi hans að neðan í meginatriðum) hengdur upp á C-fjaðrir.

Hooper and Co var sérstakur vagnasmiður hennar hátignar í Englandi. En ef þið stækkið myndina (þarf að smella einu sinni á myndina kemur á nýr póstur með stækkaðri mynd ) þá sjáið þið betur gylltu stafina vinstra megin við myndina.

1860-70 Hooper and Co. Járnstöng milli öxlanna með tengingu út í fjaðrirnar með stífum festi undir Miðfjarðarjárnplötuna. Í lýsingu með teikningunum af vagninum segir að þessi búnaður hafi tekið hliðarhreyfinguna af vagninum í akstri. Til að fyrirbyggja líkama farþega og ökumanns kastist ekkert til hliðanna við akstur. Svo tók þessi búnaður af hljóðum sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- ískur eða nuddhljóð sem annars væri þekkt í Brougham án þessa búnaðar.

Heimildir: The Carriage Foundation í Englandi (Vefsíða, í flokknum hlutir)Brewster Skrapbook bls. 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB frá september 1883 bls. Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls. 278

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxlablogg!Öxlablogg!

0 Comments

Í árdaga hestdreginna vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið, helst eik. Endir öxulsins, eða nafið, var svipað og stálöxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda nafsins.

Hvað er „diskun“?

Myndin sýnir „diskun“ á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan náið, en fyrir ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.


Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hituð og snöggkældur utan um það. Þá veldur úrtaka í holunum fyrir pílárunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessar gráður eins og diskur; vegna þess að „veggir“ holunnar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir.

Á myndunum hér má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. Á ensku kallast það,,Disch” the wheel.

Ég leyfði mér að færa það yfir á íslensku og kalla þetta „diska“ hjólið. Ég veit að þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

„Diskun“ var umdeild lengi og nýungar eins og „Patent“ komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á pílárana svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að „diska“ hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20. öldinni. Smurt er með dýrafitu.


Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is