Dauðadals vagnarnir!Dauðadals vagnarnir!
Borax vagnarnir sem fluttu Borax úr námunum í Dauðadalnum!
Myndbönd frá Engels Coach Shop Vagnasmiðnum í Montana!




Olmsted Falls geymir þessa gullfallegu léttakerru (Buggy). Stór glæsileg léttakerra smíðuð 1860 til 1869 eða á þeim áratug. Uppgerð í það ástand sem eru gæði fyrir safn fyrir einhverjum árum síðan. Það finnst ekki betra eintak af orginal léttakerru. Alltaf geymd inni við bestu aðstæður, raka og hita. Getur aðeins verið sýnd áhugasömum með fyrir fram pöntun á tíma.
Þýðandi og skráning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Flott ástand, tveggja sæta fjarlæganleg sem taka 4. Líka hægt að fella bökin fram. Harðviðarhjól með járngjörð. Bremsur og uppstig til að auðvelda aðgengi. Opnanlegur afturhleri, niðurfellanlegur dúkur á þrjá vegu til að verjast úrkomu og vindi. Ekkert er minnst á smíðaár.
Helstu mál. Framhjól 38″ eða 96,52 cm Afturhjól 42″ eða 106,68 cm Single tree (Eintré) 40″ eða 101,6 cm Dráttarsköft 78 frá Single tree eru 198,12 cm, heildarlengd 962 eða 243,84 cm. Vagnskúffa 37″ X 72″ eða 93.98 cm X 182.88 cm. Vagninn er 84″ eða 213,36 cm, heildarhæð X 68″ eða 172,72 cm. Heildarbreidd með hjólnöfum er vagninn 192 cm og heildarlengd með dráttarsköftum er 487,68 cm.
Wagnon Buggy hlýtur að þýða að þessi vagn sé millistig milli Wagons og Buggy ( Bændavagns og kerru/léttavagns)
Gerður upp af Lemuel King í Chambersburg, Pennsylvaniu segir textinn með myndunum en ég hallast að því að það eigi að vera upphaflegi vagnsmiðurinn vegna þess að skiltið/merkingin á vagninum lítur út fyrir að hafa verið á vagninum um aldur hans og ævi!
Þýtt og yfirlesið Friðrik Kjartansson ásamt skrásetningu
Yfirlestur: malfridur.is
No 1. 1– Stærð yfirbyggingar 353,68 m x 170,7 m Verð £ 5500
No 2. 2- Stærð yfirbyggingar 396,24 m x 182,88 m Verð £ 6400
No 3. 3- Stærð yfirbyggingar 445,08 m x 211,68 m Verð £ 7200
No 4. 4- Stærð yfirbyggingar 487,68 m x 213,12 m Verð £ 8000
Með bremsum og fjöðrum. Skaft fyrir tvo hesta er innifalið í verði. Niðurtekin afturöxull til að geta aftur fellt gólfið niður til frekara rýmis.
Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Verð £ 3810. Sendiferðavagn sem flutti sælgæti og gotterí, líklega líka konfekt, annaðhvort í búðirnar eða til almennings. Útbúinn með lömpum og letur útfært í listrænum stíl úr gæða enskri gyllingu. Góð uppstig, vönduð hlíf framan við kúskinn, fjaðrir þrjár, ein þversum aftan tengd við enda beggja langsum fjaðranna og falleg skreyting í þaki yfir kúskinum og neðarlega á miðri hlið. Stærð yfirbyggingar: Lengd 152,4 cm x breidd 1097,28 cm x hæð 121,92 cm
Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Á hlaðinu heima í Nebraska 1890. Fengið að láni frá Old Photos á Facebook.
Nýbýlisfjölskylda í Nebraska 1888. Heimild: Fengið að láni frá Old Photos Facebook
Í fjóra áratugi sat fyrrverandi forstöðumaður heimastjórnar, Solomon D. Butcher, fyrir hjá fjölskyldum forstöðumanna og búfénaði þeirra fyrir framan fátæk heimili þeirra í miðhluta ríkisins. Árið 1886. Tveimur árum eftir að William H. Moore Sr. og fjölskylda hans flutti frá Elkhart-sýslu í Indiana til heimahaganna nálægt Sargent í Custer-sýslu. Butcher ljósmyndaði Hoosiers-hjónin fyrrverandi á heimili þeirra.
Bóndabær í Nebraska, Custer Co 1887. Stórmerkileg mynd. Fyrir það fyrsta sjáum við hús sem er hlaðið úr torfi og sennilega einhverju grjóti á svolítið annan hátt en Íslendingar gerðu á þessum árum. Svo sjáum við plóg sem hefur líklega verið með nauðsynlegustu amboðunum ásamt hestunum og uxum og kúm. Eitthvert af þessum dýrategundum dró plóginn, sem var undirstaða matvælaræktunar og framleiðslu að minnsta kosti fyrir fjölskylduna. Við sjáum svo Hverfistein svo hægt væri að halda biti í öllum þeim verkfærum sem þurftu bit. Síðast en ekki síst ásamt myndarlegu heimilisfólki sjáum við hestvagninn, lífæðin fyrir fjölskylduna til þéttbýlisins. Á hestvagninum virðast vera tunnur sem ábyggilega eiga að innihalda matvæli sem búið er að rækta eða þá aðföng úr þéttbýlinu.
Frásögn skrifaði: Friðrik Kjartansson. Mynd fengin að láni á Old America Photos Facebook.
Þýðing og skránsetning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridru.is
Eldavélavagninn er upprunalega fyrir herinn. Smíðaður 1910 með raðnúmerið eða verksmiðjunúmerið: 3765
Elsie, North Main Michigan
Ískaupmaður í New York
Ískaupmaður í New York
Fjölskylda við yfirbreidda vagninn sinn í Nebraska 1886
Miðbær Salisbury, Maryland 1906
Nautalestin 1877. Nautalestir eru heiti þessa fyrirbæris þó svo notuð hafi verið geld karldýr. Skiluðu sér 8 – 12 mílur á dag. Ef teymið dró fjóra vagna hefðu Uxarnir getað dregið 12.000 plús pund af farmi. Kúskurinn gekk með vögnunum enda höfðu þeir engin sæti. Fljúgandi hál leðja gerði ferðalagið stórhættulegt niður brekkur. Valentine verslunin á myndinni var með stígvél útstillt hangandi á útvegg til vinstri, skór til hægri. Tveggja hæða hótelið hafði aðeins einn stromp fyrir augað og því gátu hótelgestir ekki reiknað með upphituðu herbergi. Crook City, Suður-Dakóta var einn af bæjunum sem spratt upp fljótt eftir að Black Hills-leiðangur George Custer árið 1874 sem hafði fundið gull á svæðinu. Myndin er eftir F.J. Haynes. Mynd fengin að láni á OLD WEST LEGENDS, Outlaws, Gunfighters, Lawmen Facebook
Dodge City, Kansas á sjöunda áratug nítjándu aldar.
Strætisaugnablik Georgetown seint á 19. öld. Sögð lituð af Duhem Bræðrum. Mynd fengin að láni hjá Heartfelt History Facebook.
Nebraska kornakur. Ár ekki vitað. Fannst í tunnu með gömlum myndum í Lincoln-forngripaverslun. Kannski getur einhver hjálpað mér að skilgreina myndina? Gæti verið hvar sem er á þessari rólegu, trjálausu sléttu. Konan með vopnin er engin „late lepjandi“ borgarstelpa, Colt 45 segir það. Pabbi hennar virðist vera í fremsta vagninum. Þau eru með sex sinnum tvo hesta og múlrekadregna hliðarvagna sem eru barmafullir uppskeru dagsins. Heimild:
Suðurstræti (South Street), New York 1901. Heimild: Postcards from old New York Facebook.
Gamla New York 1890 „Erie“ járnbrautin (957 Broadway) var miðasala hér síðan um 1869. Framtíðarsvæði Flatiron Building (1902). Á bak við það á St Germain Hotel (Broadway og 22 nd St) er blikkandi rafmagnsmerki með marglitum ljósum hér í mörg ár, sem ýtir undir „Swept by Ocean Breezes.“ Mark Twain var 1895 viðskiptavinur Oriental Hotel (1880-1916) í Coney-eyju. Manhattan Beach Hotel (1877-1912) stóð einnig við Coney-eyju. Í vinstri miðju er „American Art Galleries“ á Broadway og 22. St (NE Corner). Ljósmyndari óþekktur. Fengið að láni frá The Old New York Page Facebook. Friðrik Kjartansson skráði. Þýðing: Vélþýðing.is Yfirlestur: Yfirlestur.is
Helena Montana 1874. Fengin að láni af Old West Remembered Facebook.
Fjölskylda og yfirbreiðslusegl-vagninn þeirra ásamt hestum í Kansas, 1908 Heimild: Mynd fengin að láni frá Old Photos Facebook
Vagnar að aka inn í El Paso á síðasta áratug 19. aldar. Sérstakt að sjá nautgripi valsa um stræti. Stórmerkileg mynd.
Sendiferðavagn Grand Union Tea Co. 1897. Mynd fengin að láni frá The Antique Carriage Collectors Club á Facebook. 1915 opnaði fyrirtækið stærðarhús með höfuðstöðvar í Brooklyn 68 stræti
Heimild: https://www.brownstoner.com/
Michigan í upphafi 1900. Hugsanlega notaður til að vökva, spreyja yfir trén einhverra hluta vegna, einhver ræktun í trjátoppunum.
Pat Hamlin á Facebook. Guli miðinn sem fylgdi sagði að þetta væri á Möltu. Einu gömlu hótelin í Vestrinu sem ég finn hingað til eru í Montana, Kalispell, en það er múrsteinahlaðið. Ég held 1 Ave. Annað hótel var skráð í Conrad, Montana en ég get ekki fundið neitt þar. Hvað veist þú um þetta? Á myndinni lengst til hægri er Buggy hestvagn, léttavagn.
Uppboðssamkoma á lifandi búpeningi nálægt Merrill í Oregon.
fengin að láni frá Old West History & Cultures Facebook. Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson.
Nýlega var ég að skoða myndir á netinu sem sýna hvernig smíðuð eru vagnhjól úr tré, svokölluð pílárahjól. Aðferðirnar virðast vera býsna þróaðar og beita smiðirnir mikilli færni við verkið. Einnig eru verkfæri þeirra mörg hver sérhæfð og talsvert flókin að gerð en byggja á gamalli tækni. Samt sjást þeir nota nútíma rennibekki og hulsubora sem ekki þekktust áður fyrr. Járngjarðirnar er nú hægt að rafsjóða saman, en fyrr meir var ekki um annað að ræða en eldsjóða þær. “Vagnamenning” í okkar landi var ekki mikil, byrjaði seint og stóð stutt,
varla nema áttatíu ár. Tæplega notaðir nema tveggja hjóla hestvagnar. Samt munu menn hafa náð tökum á að smíða svona hjól. Um það veit ég samt grátlega lítið. Samt þekkti ég mann sem á ungum aldri var sendur úr sinni heimasveit, Hvolhreppi, austur undir Eyjafjöll með léleg vagnhjól sem skyldi endursmíða. Þessi maður var Jón Ingi Jónsson ( 1911-1996 ) sem lengi var bóndi í minni heimasveit, Fljótshlíð, mikill úrvalsmaður og lagtækur vel. Hefur hann eflaust orðið að liði við smíðarnar. Smiðurinn var aftur á móti Sigurjón Magnússon í Hvammi ( 1889-1969 ). Hann var einn þessara manna sem virtist geta smíðað hvað sem var. Hann var jafnvígur á tré- og málmsmíði og jafnt grófa smíði sem fína og ég þykist vita að honumhafi ekki orðið skotaskuld úr að koma saman vagnhjólum. Þó hygg ég hann ekki hafa átt nein sérhæfð verkfæri til þeirra hluta en það hefur hann bætt upp með hyggjuvitinu. Kristinn Jónsson, alltaf nefndur vagnasmiður, sem var langafkastamestur við vagnasmíði, taldi að vagnhjól hafi ekki borist hingað til lands fyrr en 1874. Þó eru óljósar sagnir um að stöku vagnar hafi verið til fyrr en notkun þeirra hefur þá verið það lítil að hún skipti engum sköpum. Þessi hjól voru gjöf Kristjáns konungs til bænda í Grímsnesinu, Lofts Gíslasonar. Vitað er að þau voru lengi í notkun. Torfi Bjarnason í Ólafsdal hóf að smíða vagnhjól 1882 og kenndi nemendum í skóla sínum að smíða og nota vagna. Þar mun einungis hafa verið um að ræða tveggja hjóla kerrur. Fólksflutningavagnar á fjórum hjólum komu ekki til sögunnar fyrr en 1900, en þá hófust póstferðir frá Reykjavík að Ægissíðu. Áðurnefndur Kristinn Jónsson hóf að smíða og gera við vagna 1904. Hann starfaði eingöngu við það til 1917, en þá smíðaði hann yfir fyrsta bílinn og stundaði það lengi síðan. Rak hann talsvert umsvifamikið verkstæði sem varð með tímanum vel búið tækjum.
Þegar kom fram um miðja tuttugustu öldina munu hestvagnar í notkun hafa verið fleiri en bændabýlin í landinu. Þá áttu allir bændur orðið vagn, sumir tvo, og stöku bændur fleiri. Mjög fjaraði undan hestvagnanotkun miðja öldina og þar sem ég þekkti til var notkun þeirra hverfandi eftir 1960. Á þessum tíma urðu dráttarvélar allsráðandi í búskap og bílar voru talsvert fyrr teknir við hlutverki vagnanna í þéttbýli svo þeir fáu vagnar sem enn eru til séu orðnir safngripir.
Með kærum þökkum til Daða fyrir frábæra frásögn og framlag til þessa verkefnis
Yfirlestur: malfridur.is
Myndskreyting Friðrik Kjartansson
P.S. Ef þú hefur frásögn sama hversu lítil sem hún er er þér velkomið að hafa samband. Rafpóstur: elonfk@gmail.com
Yfirlestur: malfridur.is
Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson
1901 Pæton Brake heitir brake vegna þess að framhjólin ganga undir bogann undir sætinu. Þessi Pæton tekur að minnsta kosti átta farþega með kúskinum. Þessi ætti því að vera lipur í þröngum aðstæðum. Þetta eintak hefur þörf fyrir heildaruppgerð; ástandið er orðið þannig að aðeins algjörs niðurrifs og uppbyggingar er þörf ásamt málaravinnu. Vagninn er samt vel heillegur og viðráðanlegur í uppgerð.
Öflugt og vel skapað járnverk.
Bremsubúnaðurinn er vel vandaður miðað við sambærilega vagna þessa tíma og gerðar. Uppstigin eru líka sterklega og vönduð til að endast.
Afsakið léleg myndgæði.
Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
14. apríl 1846, fyrir 176 árum, fluttist Reed og Donner-hópurinn frá Springfield, Illinois. Sagt var frá brottför þeirra í Sangomo Journal, Springfield, Illinois, 23. apríl 1846, undir þeirri fyrirsögn sem prýðir þessa frásögn. Hópurinn sem héðan fór í síðustu viku taldi 15 karla, 8 konur og 16 börn. Þau höfðu níu vagna til fararinnar. Þau voru í góðu ferðaskapi og við treystum á að þau næðu áfangastað.
Í endurminningum sínum frá 1891 minntist Virginia Reed Donner-Reeds fjölskyldnanna. Aldrei get ég gleymt morgninum er við kvöddum ættingja og vini. Donnarnir voru þarna og höfðu komið kvöldið áður með fjölskyldur sínar til að geta lagt snemma af stað daginn eftir. Amma Keyes var borin út úr húsinu og sett í vagninum á fjaðrarúmi ásamt nógu af púðum. Synir hennar báðu hana um að fara ekki og klára ævi sína hjá þeim. Amma Keyes mátti ekki með nokkru móti skilja við einkadóttur sína. Við vorum umkringd ástvinum og þarna stóðu allir mínir litlu skólafélagar sem voru komnir til að kyssa mig, bless. Pabbi minn var með tár í augum og smá bros þegar hver vinurinn af fætur öðrum greip í hönd hans á síðustu kveðjustundinni. Loks sveifluðu kúskarnir svipum sínum og nautin færðu sig hægt af stað og langa ferðin var hafin …
Margir vinir fylgdu okkur fyrstu nóttina og tjölduðu með okkur og frændur mínir ferðuðust en áfram í nokkra daga áður en þeir kvöddu svo endanlega. Kannski sýndist það vera skrýtið að ferðast með Uxateymi og við börnin vorum hrædd við Uxana. Ímynduðum við okkur að Uxarnir gætu farið með okkur hvert sem er svona án beislis.
Heimild Facebook Diana Pratt-Simar
Yfirlestur: malfridur.is
Þýðing og skrásetning Friðrik Kjartansson
RÚV
Í ljósi sögunnar. Vera Illugadóttir umsjón og les ásamt öðrum Fyrri þáttur!
Í ljósi sögunnar. Vera Illugadóttir umsjón og les ásamt öðrum Seinni þáttur!
Buffalo Bill’s Wild West Show í London, 1893. Maðurinn lengst til hægri er Buck Taylor, „konungur kúrekanna“. Buck fæddist í Fredericksburg, Texas, árið 1857. Faðir hans var drepinn í borgarastríðinu og þegar hann var fjórtán ára réð Buck sig sem kúreka og vann að lokum til Nebraska. Þar hitti hann Buffalo Bill Cody. Buck var sláandi tala því hann var 6’4’á hæð á þeim tíma þegar flestir kúrekar voru um 5’8. Bill bjó til ævisögu fyrir Buck þar sem Buck var „hugrakkur munaðarlaus drengur frá Texas“ sem ólst upp við miklar hörmungar. Hann var óspilltur, barðist alltaf á góðum vegum, góður við móður sína, lítillátur og hafði gaman af krökkum. Cody gerði hann að „konungi kúrekanna“. Prentice Ingraham skrifaði nokkrar tígulskáldsögur um Buck Taylor og breytti Buck í þjóðhetju. Enginn var jafn hissa og Buck sjálfur. P.S. Sami póstvagninn og á myndinni hér fyrir neðan. Hefur líklega verið leikmunur….
Fengið að láni af Traces of Texas Facebookhóp
Buffalo Bill. Goðsögnin í myndauppstillingu. Wells Fargo smíðaði þennan póstvagn en „fingraför“ (gæti líka verið logo) Fargo stofnað 1852 eru þrír listar á fremri hlið vagnsins vinstra megin við Buffalo Bill, 31 árs. Myndin er sögð tekin 1877. Merkilegast við þessa mynd er fjöðrunarbúnaðurinn sem eru leðurborðar í mörgum lögum hringaður fram og aftur undir yfirbyggingunni fyrir aftan Billy. Útlit vagnsins bendir til að hann sé orðinn aldraður en samt ekki eldri en 25 ára….
Fengin að láni frá Riccardo Marcassoli á Facebook
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is