Author: Frikki

Wagonett Brake #1Wagonett Brake #1

0 Comments

Einn eigandi frá upphafi 1905









Topp viðhald á öllu. Til fyrirmyndar!




Gullvagn þjóðhöfðingja Stóra Bretlands!Gullvagn þjóðhöfðingja Stóra Bretlands!

0 Comments

Ekkert til sparað og húðaður með gulli!


Myndband neðst af skrúðgöngunni með vagninn!



Gullhúðaði ríkisvagninn þarf 8 hesta. Vagninn var smíðaður í London á verkstæði Samuel Buttler. Kostnaðurinn við smíðina endaði í 2,049 milljón bandaríkjadala. Smíði hans lauk 1762. Heimild: Wikipedia

Vagninn mældist 4 tonn á þyngd, 7 metra langur og 3,7 metra hár. Gullhúðunarverkið og alla málningarvinnu sá Glovanni Battista Cipriani um ásamt styttunum útskornu af Kerub Biblíu goðsögnunum. Heimild: Wikipedia

Þessar stórkostlegu málverk var Glovanni Battista Cipriani ábyrgur fyrir ásamt öllu skrauti og gyllingum: Gyllingin hefur verið haldið við 4 sinnum á líftíma vagnsins. Heimild: Wikipedia

Óneitanlega mikilfenglegur farkostur með 8 hesta teymi.

Surrey #2Surrey #2

0 Comments

Svört með kögurtopp!









Landau #1Landau #1

0 Comments

Fallegur og eigulegur í Mexíkó!

Vagn til veiða #1Vagn til veiða #1

0 Comments

Sýninga og keppnis eintak










Bænda vagn #1Bænda vagn #1

0 Comments


Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn fyrir bóndann. Smíðaður úr harðviði sem er vottaður að sé hogginn á mesta vaxtartímanum. Vagninn er með rekka fram á sem sést á teikningunni, sem hjálpar til að halda yfirbyggingunni í fyrir fram ákveðnum halla til að dreifa mykjunni á túnin. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og fjórum tommu hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur eru ekki sjáanlegar og engar fjaðrir. Hjólin eru með koparkoppum til að smyrja og vagninn er vel málaður. Engar fjaðrir eru undir vagninum. Verð £ 1710. Kemur með öllum þeim hlutum sem teikningin sýnir.

John Deere Triumph Chuck Wagon #5John Deere Triumph Chuck Wagon #5

0 Comments

Kúrekavagn til viðveru í óbyggðum. Chuck Wagnon!


John Deere Triumph uppgerður og fínn með eldhúsi (Chuck Wagon), bogum, bremsum, kúsksæti, fótaskemli, grönnum trjábolum til að tjalda, sennilega yfir aftan við eldunaraðstöðuna. Verkfæra- eða birgðakassi með loki, fram á undir fóthvílunni.


Fyrir neðan myndir fyrir uppgerð og svo neðst nokkrar eftir viðgerð








Uppgerður að fullu





Surrey #1Surrey #1

0 Comments

Alltaf geymd inni, ekið aðeins í örfá skipti!







Kola flutninga vagn verktakansKola flutninga vagn verktakans

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Skjólborðin eru hækkanleg eða lækkanleg um helming með viðbót ofan á grunnskjólborðin svo hægt væri að taka meira af kolum. Ef vel er að gáð er eins og teiknaðir séu bremsudiskar á bak við hjólin?


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Prest Pæton körfuvagn #10Prest Pæton körfuvagn #10

0 Comments

Heillegur Bast-körfu Pæton fyrir prest. Ekki upplýsingar um smíðaár. Vagninn er með bremsum, járnhjólbörðum, kúskurinn situr aftan við prestinn, langsum fjaðrir, hlíf framan úr Bast-tágum, vandaðar bremsur, uppstig fremst og aftan fyrir kúsk. (Kúskur er ekki til í íslenskri orðabók!?


Á milli píláranna sést uppstigið fyrir prestinn en uppstigin er vönduð og öflug þverfjöður að framan sem algengt er í þessum vögnum. Eftirtektarvert er hve fáir pílárar eru í framhjólinu eða tíu stykki vegna þess að í þá daga var reynt að hafa vagnana eins létta og efnið leyfði sem smiðirnir höfðu að vinna úr. Pílárafjöldinn þarf alltaf að vera slétt tala svo tveir pílárar gangi í hvern félaga (ysti boginn), félagarnir eru stundum í hálfboga eins og mér sýnist vera uppi á teningnum hér.








Járnverkið er vandað og líka bremsurnar ásamt bremsustönginni.



Hér er brakkettið/uppistaðan fyrir bakið og kúsksvipuhaldarinn.


Væri augnayndi þessi vagn ef hann væri uppgerður og vel til hafður.



Gæti þetta verið framleiðslunúmer?


Hér sjáum við undir setuna!


Dráttarsköftin eru nett en samt sterk.

Yfirlestur: malfridur.is

Prest Pæton körfuvagn #4Prest Pæton körfuvagn #4

0 Comments

Frá Flæmingjalandi, Prest Pæton. Gegnheil yfirbygging, allur málmur er heill og með sköftum/dráttarkjálkum. Hjólin eru slæm. Var keyptur til að gera upp en hefur breyst. $650 staðsett nálægt Virginíu. Fredericksburg,


Tímans tönn hefur beitt sér!


Skilti frá framleiðanda. Erfitt er að lesa úr þessu en möguleiki er að hann hafi verið smíðaður 1895?

Pæton í Þýskalandi #3Pæton í Þýskalandi #3

0 Comments

Svolítið út í eftirlíkingu af fléttuðum sætum. Körfuvagni!









Amish fólkið kann listina að lifa!Amish fólkið kann listina að lifa!

0 Comments

Nokkrir myndagluggar inn í brot úr lífi Amish-fólksins!


Amish við vökvun í Pennsylvaníu!

Amish-vagn og aktygi í Powell Tennesse

Amish-vagn smíðaður af Amish sem passar jafnvel við stóran Standard bread-hest.

Sköftin eru 79 tommu og hjólin eru 50 tommu.

Vagninn kom nýr eins sætis en núverandi eigendur smíðuðu annað sæti.

Eins manns sætið fylgir samt með. Beislið er gervigúmmí, ómerkt og í frábæru ástandi.

Beislið var keypt nýtt, passandi á hestinn. Taumarnir eru nýir, ónotaðir og úr brúnu Neoprene.

Akstursbeislin eru tvö, eitt fylgir með og beisli úr leðri sem fylgdi með kerrunni. Tveir mjölbitar fylgja líka með vagninum.



Governess vagn #1Governess vagn #1

0 Comments

Gullfalleg!






Hreindýrabrautar hjólbarða þjónustaHreindýrabrautar hjólbarða þjónusta

0 Comments

Cariboo road

Hjóla Þjónusta hjá Yale. Svo virðist að Cariboo Road hafi verið svo slæmur yfirferðar fyrir hestvagnanna að pílárarnir
hafi gengið upp úr félögunum (hjólbarða hringnum). Hjóla þjónustan gerði við hjólin. Engin dagsetning fylgir myndinni en
þetta gæti hafa verið frá 1860 til 1880 eða rúmlega það. Möguleiki var talin á að bera kennsl á svæðið þar sem myndin er
tekin í átt að Lincoln fjalli. Ekki reyndist það hægt vegna þétts skógar í nútíðinni.

Einhverstaðar á Cariboo Road 1867

Fengið að láni frá opinberum hópi: Old West Remembered á Facebook.
sem er með meðlim sem heitir Murray Schultz sem deildi myndinni sem kom áður frá Donald Dale 10 maí á þessu ári
Þýðing og samantekt Friðrik Kjartansson
Próförk: Yfirlestur.is

Kalk flutningavagn #1 & #2Kalk flutningavagn #1 & #2

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

No 1 burðaþol 25 cwt Verð £ 1515


No 2 burðarþol 30 cwt verð £ 1616
Engar bremsur og engar fjaðrir

Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Dauðadals Borax vagna myndasafn!Dauðadals Borax vagna myndasafn!

0 Comments

Áhugaverð myndbönd um vagnana og notkun þeirra eru neðst í póstinum!


Tuttugu múldýr með Borax-vagna og einn vagn með vatni einhvers staðar í Dauðadalnum í Suður-Kaliforníu sirka um 1890. Heimild: Western Mining History Facebook.


Múldýrateymið. Þegar þessar myndir voru teknar 1890 var komið að lokum flutninga Borax. Á næsta ári kemur járnbrautarspor í Borax-námurnar sem ýtir múldýrunum úr starfi, flestum þeirra var sleppt út í náttúruna.


Múldýrin 18 og tvö hross voru fest í 80 feta keðju sem lá alla röðina sem dýrin voru spennt í. Þótt kúskurinn, „MuleSkinner“, hafi svipu með handfangi um sex fet og 22 feta svipu var hans aðalhlutverk að gefa fyrirmæli við að hagræða þessari keðju sem var kölluð bjánalína. Kúskar teymisins sáu um að beisla múlasnana á hverjum morgni. Tveir hestar fóru fyrir hópnum. Þótt hestarnir væru stærri en múlasnarnir og hefðu meiri styrk til að koma vögnunum á hreyfingu hentuðu þeir ekki eins vel inni í eyðimörkinni og múlasnarnir. Mule Skinner hefur unnið sér inn 100 til 120 dali á mánuði, mjög há laun fyrir vinnu sína.


18 múldýr, tveir hestar og 20 manna lið sem þurfti til að knýja Bótox-vagnana. 18 múldýr og tveir hestar sem voru spenntir fyrir stóra vagna sem fluttu Bótox úr Dauðadal í Kaliforníu frá 1883 til 1889. Teymin fóru frá námum yfir Mojave-eyðimörkina að næsta járnbrautarspori sem var í 165 mílna fjarlægð frá Mojave CA.









Myndband um hvernig vagnarnir voru notaðir og hvernig Múldýrunum var stýrt!



Hefð er komin á að aka Borax-vögnunum ásamt fleirum síðan 1967

Dauðadals vagnlestin síðan 1967

Dave vagnsmiður frá Montana að skila og prufuaka „nýju“ vögnunum!

Borax vagnarnir endurbyggðir af Dave í Montana!

Horfið á þjálfaðan vagnasmið til 42 ára vinna krefjandi verk!

Hröð yfirferð á smíði Borax-vagnanna frá Dave í Montana!

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Heimild: OLD WEST LEGENDS, Outlaws, Gunfighters, Lawmen Facebook 3 myndir taldar ofan frá.

Yfirlestur: malfridur.is