Category: New Haven

Park Drag #1Park Drag #1

0 Comments

Heimild: The Antique Carriage Collectors Club Facebook

Park Drag. Upprunninn í Englandi. Smíðaður af Brewster & Co. í New York. Raðnúmer 19786. Teikning númer 4207. Þessi vagn var upphaflega seldur J.H. Shults of NY árið 1893. Mr. Shults rak eitt stærsta bakaríið í Brooklyn að nafni John H. Shults Bakery Co. Vagninn var keyptur af Robinson-fjölskyldunni í Pennsylvaníu á uppboði og fór í uppgerð. Hann var endurmálaður í upprunalegum litum eins og upprunalega teikningin segir. Innréttingunni frá Brewster var haldið upprunalegri. Póstvagninn er seldur með lömpum, fimm dráttarjafnvægisbitum, dráttarþverbita, dragskóm, regnhlífarkörfu, uppstigs úr innan við hjól, samsettri svipu og fótbrettislampa framan. Hliðarljósin, stöngin og dragskórinn hafa fylgt vagninum frá upphafi. Vagninn var byggður á teikningu númer 4207 (er neðarlega á bls.) og ég hef hengt við mynd af þeirri teikningu sem er á skrá hjá Metropolitan Museum of Art í NYC. Carriage Journal til að fá grein eftir Merri Ferrell um teikningu númer 4207 og fleiri framúrskarandi verk, sem hefur verið fest aðeins nokkrum sinnum síðan það var endurreist. Til sölu og verðs sé þess óskað.






Yfirlestur: malfridur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Rockaway með 1/4 aukaplássi #113Rockaway með 1/4 aukaplássi #113

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway kvart pláss auka. Engin lýsing í sölubæklingnum. Sporöskjulaga gluggar báðum megin aftarlega á yfirbyggingunni. Aftur draganlegur toppur. Toga skal í steng með dúskinn á endanum, til að draga toppinn aftur. S- laga járn sem áður voru hné til að opna toppa eru notuð sem ornament . Lampar, hlíf framan (dash), fagurlega skreytt uppstig. Vagninn byggður á körfu (perk). Fjaðrabúnaðurinn er langsum að framan tvær fjaðrir en þversum að aftan ein fjöður. Sarven nöf. Útskurður er ekki mikill en samt sjáanlegur. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway með útskiptanlegu Kúsksæti. Engin lýsing fylgir vagninum í bæklingnum. Vagninn er með uppstig og aftur dreginn topp. Aftan á yfirbyggingunni er strengur með dúsk á endanum. Toga skal í til að draga toppinn aftur. Lampar eru til staðar og svo er Rockaway skreyttur á hurðum eða boðið upp á skjaldarmerki. Báðum megin aftarlega er gluggi sem er sporöskulaga og gefur vagninum sérstakt útlit. Vagninn er hengdur á þver fjöðrun aftan og tvær fjaðrir langsum að framan. Undir vagninum er slá á milli öxlanna sem kölluð er karfa og málvenja að segja vagninn byggðan á körfu. Sarven nöf eru til staðar. Aðaleinkenni Rockaway er að þakið er látið ná fram yfir kúskinn en í þessu tilfelli nær það aðeins yfir aftar kúsksætið. Gardínur eru til staðar. Fallegar bogalínur eru í gólfi yfirbyggingarinnar sem gefa vagninum fallegri blæ. Undirhlaup er fyrir framhjólin til að geta beygt krappar.Lítið Hammerklæði prýðir líka Kúsksætið. Engar bremsur.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Langferða leigu vagn #111Langferða leigu vagn #111

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Langferðavagn til leigu. Er vandaður að sjá og hefur líklega verið það. Vagninn er byggður á körfu. Það er bogadregna sláin undir yfirbyggingunni milli öxla. Afturdraganlegur toppur. Sjá streng efst aftan á yfirbyggingunni. Hlíf er að framan ljósker eru og töluvert af skrauti og útskurði. S-skraut á aftari hliðum ofarlega eða ornament. Vagninn er búinn Sarven nöfum sem voru nýjung á þessum tíma. Virðist vera mjög vandaður vagn hér á ferð, Listaverk. Bremsur ekki sjáanlegar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Léttur Coupé #108Léttur Coupé #108

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Léttur Coupe. Engin lýsing er við vagninn í auglýsingunni. En samt sjáum við að vagninn er mikið skreyttur og útskorinn og töluvert lagt í hann. Afturdraganlegur toppur sjá streng aftast á yfirbyggunni. Yfirbyggingin er bogadregin að neðan uppstig, ljósker, hlíf (dash) framan, byggður á körfu Perk sem er beygða járnstöngin milli öxlanna. Svo er S laga skraut (ornament) á aftari hluta efri hliða. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er búinn nýjunginni sem var um þriggja ára þarna eða Sarven nöfum. Listaverk er eins orðið sem manni kemur í hug. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu ofan á í hönnun síðar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Fjölskyldu langferðavagninn #105Fjölskyldu langferðavagninn #105

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning!

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

C fjaðra vagninn #103C fjaðra vagninn #103

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Langferðavagn C fjarða án textalýsingar. Við sjáum annars tvö handföng annað fyrir dyrnar inn i vagninn og hinar fyrir geymslu (skott) undir sæti vagnsins. Líklega er toppurinn opnaður með strengnum aftast og efst á yfirbyggingunni. C fjaðrirnar eru náttúrlega bara listform í þessum vagni, viðhafnarklæði eða Hammer klæði eru á Kúsksætinu. Alveg aftast sést móta fyrir tengdar mömmusæti (rattlingseat); en þetta er pallur til að standa á fyrir fylgdarmenn og eða þjóna. Fyrir ofan glugganna eru leðursvuntur sem geta verið rúllað niður og til að veita meira skjól. Þessi vagn er hrein dásemd og listaverk. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Sarven nöf prýða vagninn líka og var nýjung á þessum tíma.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Coupe Rockaway #102Coupe Rockaway #102

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Coupe Rockaway er ekki með texta í sölubæklingnum. Opnanlegur toppur dreginn aftur. Strengur aftast og efst á yfirbyggunni. Uppstig, lampar, skrautlykkja aftan yfir fjöðrinni sem er stífa í leiðinni, hlíf framan (dash). Vagninn er byggður á körfu (perk). Járnslá sem tengir fram og aftur öxull. Svo er sporöskjulaga gluggi aftast á yfirbyggingunni og annar skreyttur efst í hurðinni. Skraut (onamet) aftan og ofan við sporöskulaga gluggann, líklega bara til skrauts. Bremsur ekki sjáanlegar. Veglegur vagn og mikið Listaverk. Vagninn er á þver fjöðrum framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er á Sarven nöfum sem var nýjung 1860.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Veltisætis vagninn #70Veltisætis vagninn #70

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Veltisætis vagninn hefur engan texta í sölubæklingnum. Vagninn er búinn uppstigi, hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur, bremsur ekki sjáanlegar. Litla teikning efst í aðalteikningunni er af veltisætinu. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Sarven nöf í miðju hjólanna. Útskurður til skrauts er greinilegur enda vagninn vandaður í heild. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er stöngin undir vagninum

Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Carbriolet með fullvaxna toppnum hefur enga textalýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum á myndinni að hann er með uppstig, hlíf framan, sæti fyrir fjórar manneskjur og svo er hann byggður á körfu stöngin sem er neðst undir vagninum. Ég tel fullvíst að vagninn sé á Sarven nöfum þótt teikningin sé ónákvæm með það. Engar bremsur eru sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar.

Hálfmána vagninn #68Hálfmána vagninn #68

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Hálfmánavagninum fylgir engin lýsing en við sjáum að hann er með uppstig, hlíf frama og svo fimm toppboga vandaðan topp. Sarvin nöf, Engar bremsur sjáanlegar og vagninn er byggður á körfu (perk) Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo svo ofan á í hönnun síðar

Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Vagninn er búinn niðurfellanlega barnaframsætinu. Ekki er texti við myndina í heimildunum frá 1860. En við sjáum að vagninn er með uppstig þótt lítið fari fyrir þeim á myndinni og hann er með fimm toppboga vandaðan topp. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Það sést nú ekki vel en sennilega er hann á Sarven nöfum. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er eining byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Dayton Brett #66Dayton Brett #66

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Meistarinn #64Meistarinn #64

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Meistarinn hefur ekki neina lýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum fjögra boga vandaðan topp ásamt Sarven nöfum. Hlíf og þverfjaðrir. Númer 61, 63 og 64 eru allar með nýjum stíl (ný kynslóð) og verða að skoðast í raunveruleikanum til að hægt sé að meta þær að verðleikum en vegna stíls og lokafrágangs eru fáir vagnar sem standa þeim jafnfætis. Í frágangi eru vagnarnir allar af léttari gerðinni. Engar bremsur sjáanlegar. Meistarinn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Prinsinn af Wales #63Prinsinn af Wales #63

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Prinsinn af Wales er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum. Vagninn er með fellanlegan vandaðan topp með fimm bogum sem var talið flott. Svo er hann með hlíf framan og á þver fjöðrum ásamt einföldu uppstigi. Engar bremsur sjáanlegar. Teikningin gefur okkur til kynna að vagnkarfan/yfirbyggingin sé fléttuð úr tágum. Sarven nöf prýða líka vagninn.

Jagger vagninn #62Jagger vagninn #62

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Jagger er þessi vagn nefndur og það fylgir engin lýsingartexti. Samkvæmt myndinni að vagninn er á þver fjörðum. Sarven nöf sjáum við líka í hjólmiðju. Tvær persónur hafa sætispláss. Hlíf fremst. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Gasellu vagninn #61Gasellu vagninn #61

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gasellan er ekki með textalýsingar í sölubæklingnum. Við sjáum hins vegar á myndinni að hún er með þverfjaðrir, hlíf framan ásamt því að byggð á körfu en það eru stangirnar langsum undir yfirbyggingunni svo er sennilega gott skott að aftan, en það er bara ágiskun. Sarvin nöf sjáum við líka á myndinni. Engar bremsur sjáanlegar. Verulega léttur vagn eins og sjá má af teikningunni og nafninu.

Boston Chaise #60Boston Chaise #60

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Boston skutlan er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum, en við sjáum að hún er með fimm boga vönduðum toppi sem er niðurfellanlegur. Vagninn er með góðu bólstruðu sæti fyrir tvær persónur. Svo er skutlan hengd á leðurólar langsum, til fjöðrunar og mýktar, eitthvað sem kom á undan fjöðrum yfirleitt, en líklega er hún líka hugsuð til aksturs á tilbúnum strætum Boston sem eru misjafnlega vel slétt, sum eða öll steinilögð með tilheyrandi skrölti á ferðinni. Tvö uppstig eru á kerrunni og hlíf framan. Engar bremsur sjáanlegar. Fjöðrun vagnsins eru leðurólar, langsum. Varð notað nær eingöngu í fortíðinni með misjöfnum árangri.

Whitney vagninn #59Whitney vagninn #59

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Whitney heitir þessi myndarlegi vagn. Þrjár sætaraðir. Yfirbyggingin er hengd á þverfjaðrir svo er meira að segja sætisbak hátt á aftasta sætinu einig er hann búin hlíf að framan uppstigum á sex stöðum. Stöng milli öxlanna er kölluð karfa svo vagninn er byggður á körfu. Nýjungin í þessum vagni felast í Sarven nöfunum. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Sulky létt vagn #58Sulky létt vagn #58

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sulky gæti útlagst á íslensku sem Kameljón, vegna þess að Sulky þýðir sá sem skiptir skapi þétt og oft á dag. Lesendur geta sent mér rafpóst ef brilljant hugmynd kemur hjá ykkur. Það er aftur á móti engin lýsing á þessum vagni í sölubæklingnum. Sarven nöf á hjólunum. En við sjáum að það er engin hlíf að framan, ekkert skreytt eða útskorin og svo virðist hún vera létt sem var mikill kostur við flestar aðstæður og til að spara hestöfl. Bremsur ekki sjáanlegar. Létt vagninn er á langsum fjöðrum, eða hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Kriket vagninn #57Kriket vagninn #57

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Kriket vagninn er ekki með topp. Er á hliðar fjöðrum, fjaðra stangirnar langsum með yfir byggingunni. Bein yfirbygging og járnhlíf fremst. Einstaklega létt sæti. Sérbyggð fyrir gangstigið brokk. Flott skott, Skreytt og útskorin. Sarven nöf er nýung á þessum tíma. Léttasti vagninn sem er í notkun nú um stundir. Þyngd frá 72,5748 kíló til 102,058 kíló. Bremsur ekki sjáanlegar.Vagninn er á langsum fjöðrum, eða hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar