Category: Evrópa

Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?

0 Comments

Alþýðuvagn smíðaður í Noregi milli 1850–1925. Líkist vagninum hans Emils í Kattholti.

Ekki er til heimild fyrir árgerð þessa eintaks sem alþýðuvagn eða heimilisvagn er smíðaður.

Aldurinn er einhver staðar á bilinu 99 til 174 ára.

Voru vagnarnir smíðaðir í Noregi á því tímabili.

Hér er það sem til er um hann: Kjökkenvogn eða eldhús vagn frá Grimstad.

Heimildin sem fyrri eigandi fræddi mig um. Til Íslands kom hann með Herjólfi sem kom frá Noregi úr slipp 1996.


Heillegur og tilbúinn í dekrið sem mér vonandi veitist að fá að fást við. Ekki hefur þótt ástæða til að „eyða“ í bremsur eða önnur þægindi fyrir alþýðuna.

Holt fyrir okkur að sjá fyrir sér ferðalög á þennan máta.

Takið eftir hvernig hjólbarðinn er samsettur.

Festur saman! Járnvinnan á bekkjaburðarvirkinu er í senn einföld, snjöll og langt umfram amerísku útfærsluna sem er seinleg og flókin í smíði en samt falleg að mínu mati.

Sjást vel á aftara sætinu, armhvílunni og nabbinn sem heldur yfirbreiðslunni fyrir farþega en oftar en ekki var yfirbreiðslan kindagæra.


Blessuð jólin koma einu sinni á ári. Skreytum þennan aldursforseta. Vagninum og skapara hans til heiðurs


Járnverkið eða járngrindin er bara með ágætum í Eldhúsvagninum. Það verður gaman að sandblása og breyta til hins betra.


Myndir af svipuðum eða eins vagni í Noregi


Sést vel hvernig undirhlaupið kemur upp úr gólfinu.

Svo eru dráttarkjálkarnir tengdir beint inn á fimmta hjólið í stað þess að á mínum vagni er tengt í fjaðrirnar að framan.


Til sölu: Ásett verð Ísl kr. 242.000 — (2023)



Í Noregi er svipað loftslag og á Íslandi og því er gamla góða gæran velkomin þegar kalt er.

Sérstakir nabbar eða pinnar eru á armhvílunum á sætunum til að krækja gærunni á svo hún haldist á sínum stað.


Vagn með svipaðri hönnun og yfirbragði er næstum alveg eins.

Þar eru meira að segja bólstraðir bekkir, bara sófi.

Undantekningin er undirhlaupið fyrir framhjólin í beygju, framhjólin því stærri.

Vagnasmiður í Noregi sem heitir/hét Omnia er skrifaður af þessum og fleirum. Er skapari norska vagnsins fundinn?


Fortíðin er heillandi að mér finnst.

Fátæktin var líka mikil.

Ég gæti hugsað mér heim án fátæktar en að öðru leyti eins og á sautjándu, átjándu og nítjándu öldinni. Án fátæktar en með als nægtum án spillingar jarðarinnar okkar.

Tréverfæri til vagnasmíða #1Tréverfæri til vagnasmíða #1

0 Comments

Myndasafn


Tveir verðugir fulltrúar vagnasmíðinnar. Hefillinn til hægri heitir ,,Gyðingaharpa” og hafa verið notaðir í vagnasmíði í það minnsta í byrjun 20 aldarinnar og líklega mikið lengra aftur. Ekki til upplýsingar nema til byrjunar síðustu aldar. ,,Gyðingaharpan” er vel nýtt ekki bara af vagnasmiðum heldur líka af skordýrum sem hefur þótt gott að borða harðvið! (löngu afstaðið) Er til sýnis hjá Hestvagnasetrinu Stokkseyri. Fyrirkomulag skoðunar: hringja í síma: 849-1195 og panta skoðun!

Til samanburðar upprunaleg Gyðingarharpa

Stanhope Pæton #14Stanhope Pæton #14

0 Comments

Stór Stanhope Pæton






Stanhope Pæton #14 – Hestvagnasetrið.org

Útskýringar á nafngiftum Rómverskra vagnaÚtskýringar á nafngiftum Rómverskra vagna

0 Comments

Ýmsir ferðamátar um Róm til forna


Ferðamáti og gerð farartækisVegalengd á dag
(mílur/dagur)
LýsingAðal notkun
Fótgangandi12 – 16Manna fætur.Askonar
Burðarstóll1-3Sex þrælar báru sem nam umhverfis þorpNotað til stuttra ferða.
Hestur30-35Hestur.Flutningur á 1 til 2 manneskjum.
Plaustrum10 – 15Efni tré. Ekki hús. Tvö eða fjögur þykk og sterk hjól. Hliðar eða ekki hliðar. Tveir uxar draga.Þungaflutningar.
Essedum25-30Lítill vagn án topps lokaður að framan, fyrir tvo farþega standandi. Dreginn af einum hesti eða múldýri eða mörgum.Flutningur á manneskjum (líka stundum frakt).
Cisium25-30Topplaus sæti fyrir sitjandi farþega. Tvö hjól. Dregin af einum eða tveimur hestum eða múldýri. Leigu Kúskar.Flutningur á manneskjum
Raeda20-25Topplaus eða klæði. Mörg sæti fyrir fjölda farþega. Fjögur hjól. Dreginn af mörgum Uxum, múldýrum eða hestum. Ekinn af Kúski, Langferðavagnstjóra eða vagnstjóra.Flutningur á manneskjum
Carpentum20-25Bogalaga toppur úr trjáviði. Fjögur hjól. Dreginn af hestum eða múldýrum.Flutningur á einni ríkri manneskju.
Carruca20-25Bogalaga toppur úr trjávið. Fjögur hjól. Hestar og múldýr draga oftast tvö.Flutningur á tveimur ríkum manneskjum
Cursus clabularis20-25Toppur úr klæði. Fjögur hjól. Dregin af Uxum, múldýrum eða hestum.Flutningur á herbúnaði.

Til umhugsunar: Mörkin sem eru tilgreind hér að ofan fara eftir tegund, ástandi og fjölda uxa, hesta, múldýra sem eru notuð hverju sinni; veðri, gerðar landslags og öðrum þáttum. Þetta einungis gróft mat.

Athyglisverðar staðreyndir um rómverska vagna. Ökutækjum var bannað að aka til flestra stórborga Róma og nágrennis á daginn. Rómverskir vagnar voru með járnhjólum og hávaðasamir. Cisium var ígildi leigubíla okkar tíma og Kúskurinn tók fargjaldið. Langferðalög voru vægast sagt lýjandi.

Franskur Coupé #1Franskur Coupé #1

0 Comments

Til sölu í Belgiu í april 2023. Á aðeins kr: 1.850.000. Tilheyrði ríkustu fjölskyldu heims þá!


Copé staðsettur nálægt Londerzeel í Belgíu. Smíðaður af ríkustu fjölskyldu heims: Rothschild & Ellis. sem framleiddu Renault í byrjun bílaaldar og fram á 20. öldina. Smíðuðu líka utan um Mercedes, ásamt fleiri tegundum þann tíma. Æviágrip Rothschild


Þessi Coupé virðist vera upprunalegur ef dæma má af handfangi hurðarinnar og uppstiginu! Þessi mynd upplýsir okkur um franska bogann í framhornpóstinum sem var sér-frönsk aðferð í vagnasmíði. Takið eftir að lok er fest neðan í hurðina sem lokar yfir uppstigið og hlífir uppstiginu fyrir drullu og aur á ferðinni. Svo eru „rimlar“ fyrir hurðargluggunum til að auka næði inni í vagninum og stjórna ljósi og loftun.


Enginn vafi er á því að hann var smíðaður í París. Smíðaár ekki vitað. Sennilega í kringum 1900.


Vagninn er ekki uppgerður heldur er honum vel viðhaldið. Bastkarfan aftan á kemur vel út og hefur hátt notagildi. Á þessari mynd sjáum við enn betur hvernig hlífin yfir uppstiginu er frágengin.


Næs baksvipur en glugginn er í stærra lagi miðað við aðra Copué


Upprunalegir og fallegir lampar. Græni liturinn á vel við þennan virðulega vagn.


Alvöru aðstaða fyrir Kúskinn.

Formáli að Saga hestvagna á tímum Charles IIFormáli að Saga hestvagna á tímum Charles II

0 Comments

,,Chi va piano, va sano.”
Sá sem fer hægt, fer heilbrigður ítalskt spakmæli


Vorið 1876. Var ég beðin um af félagi um eflingu lista, iðnaðar og verslunar að undirbúa röð fyrirlestra um vagnasmíði. Ég valdi að flétta sögu listar inn sem líklegra var til að verða skemmtilegra en tæknilegar lýsingar um aðferðir við smíði farartækja. Ég þurfti samúð almennings í listinni. Verulega mikilvægt fyrir þessarar aldar kröfur. Auk þess sem ég beindi athygli handverksfólks iðngreina okkar að þeim grundvallar reglum sem gilda um smíði vagna. Ég þarf vart að bæta við að ég fékk frá félagi listamanna alla þá aðstoð sem það hafði á sínu valdi við að semja efni fyrirlestranna og einnig við gerð þeirra fjölmörgu skýringarmynda sem þeir voru sýndir með; þeir hjálpuðu enn fremur til við að útvega mjög mikla aðsókn handverksmanna, atvinnurekenda og listamanna,

Tilvitnun!
Who goes softly, goes safely.

ásamt öðrum sem áhuga hafa á menntun í vagnasmíði. Ég flutti fyrirlestrana i nóvember og desember í fyrra, í stóra herberginu þeirra við John Street, Adelphi. Það er óskandi að þessir fyrirlestrar verði endurútgefnir í upprunalegu formi. Ég átti mjög erfitt með að skilja lögun farartækjanna sem forfeður okkar notuðu vegna þess að ekki var um að ræða frásögn eða lýsingu á nokkurn hátt. Einnig vegna mjög óljósra lýsinga í bókum um þetta efni, sem þó voru ekki alltaf skrifaðar í tæknilegum tilgangi. Leit þurfti í bókum og rannsaka málverk og gömul grafíkverk. Þannig gekk ég úr skugga um form hinna eldri vagna. Auðvitað var bæði tími minn og tíma gluggi takmarkaðar við nokkra mánuði. Ég er í litlum vafa um að stórar og ríkar námur sé en eftir óséðar. Engu að síður er ég glaður að taka á móti öllum upplýsingum sem stækki og breikka núverandi þekkingu. Til gæti verið en í Englandi og erlendis gamlir vagnar sem eiga skilið lýsingu og mynd áður en þeir farast; of umfangsmiklir til varðveislu í alþjóða söfnum. Fágætar bækur eða textar gætu en þá verið til í mörgum bókasöfnum sem hægt væri að ská einnig skráning á því sem listamenn vagnasmíðinnar skilja eftir sig að lífslokum. Öllum samskiptum verður þakksamlega haldið til haga á aðgengilegum stað til aðstoðar framtíðar skráningarmönnum sem tíma hafa aflögu til að útbúa heildrænni og þéttari skráningar en ég af sögu vagnasmíða.


G.A. Thrupp

Yfirlestur: Yfirlestur.is

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Fara og lesa 1 kafla

Írski hliðarsæta vagninn #1Írski hliðarsæta vagninn #1

0 Comments

Lýsing hliðarsætavagnsins á írsku á frummálinu Irish outsite car


Ef einn vagn ætti að vera fulltrúi eins lands væri það án efa þessi einstaki og vel hannaði tveggja hjóla vagn á myndinni. Fallegur vagn sem verðskuldar réttan titil. Írski vagninn með hliðarsætin. Vagn sem sameinar bæði einkavagn og leiguvagn. Í þessu tilviki getur Kúskurinn setið til hliðar og snúið fram á ská. Til að bjóða fjórum farþegum far mætti hafa framvísandi sæti á miðju fremst og vagnasmiðir gætu útbúið afturvísandi sæti að aftan fyrir þjónustufólkið. Vagnar til prívatnotkunar voru yfirleitt alltaf betur frágengnir en leiguvagnar með leðurhlíf framan, vandaðra áklæði í bólstruðum sætum, rafhúðuðu járnverki og lömpum.

Málsetningar hliðarsæta vagnsins

Heildarlengd með dráttarsköftum 9 fet og 7 tommur = 2.956.56 sentimetrar. Heildarbreidd með uppstigum 6 fet og 10 tommur = 1.859.28 sentimetrar. Heildarhæð 4 fet og 11 tommur = 1.252.728 sentimetrar. Hæð hjóla 3 fet og 0 tommur = 0,914.4 sentimetrar. Lengd fjaðra 4 fet og 0 tommur = 1,219.2 sentimetrar. Sporvídd 3 fet og 9 tommur = 1,188.72 sentimetrar.

Önnur hönnun eða gerð sem var af írskri gerð var póstvagn kynntur af Bianconi. Sá vagn var verulega stækkuð gerð af hliðarsætavagninum og fjögurra hjóla vagni sem er ekki til upprunalegur í dag. Mynd að neðan.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Olíuflutningavagn #1Olíuflutningavagn #1

0 Comments

Algjörlega upprunalegur!


Upplýsingar eru ekki fyrir hendi en hann er staðsettur í Englandi. Smíðaár er ekki tilgreint.


Vagninn var byggður til að bera á milli 3 og 4 tonn, kannski meira. Það met ég út frá uppbyggingu undirvagnsins ( the gear ). Gengjuteinn/skrúfteinninn með hjólið ofan á vinstra megin í myndinni er til að bremsa og taka bremsurnar af og hefur þurft að vera öflugt, enda sýnist manni það.


Heimild: Myndir fengnar að láni hjá The Antique Carriage Collectors Club Facebook.

Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson.

Yfirlestur: malfridur.is

Olíuflutningavagn í Vestur-Virginíu #2

Frásögn/lýsing Myndir!

Sýningarvagn Float #1Sýningarvagn Float #1

0 Comments




Handvagn fyrir þvott #4Handvagn fyrir þvott #4

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 1100 Stærð yfirbyggingar 121,92 cm eða 4 fet Breidd 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur Hæð 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessi vagn er handvagn dreginn af manni.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn til SvínaflutningaVagn til Svínaflutninga

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £2300. Takið eftir hversu fjaðrirnar eru ofarlega til að kerrugólfið geti verið sem næst jörðu svo þægilegra sé að lest svínin á fæti. Bremsur eru ekki sjáanlegar.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Kola flutninga vagn verktakansKola flutninga vagn verktakans

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Skjólborðin eru hækkanleg eða lækkanleg um helming með viðbót ofan á grunnskjólborðin svo hægt væri að taka meira af kolum. Ef vel er að gáð er eins og teiknaðir séu bremsudiskar á bak við hjólin?


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Kalk flutningavagn #1 & #2Kalk flutningavagn #1 & #2

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

No 1 burðaþol 25 cwt Verð £ 1515


No 2 burðarþol 30 cwt verð £ 1616
Engar bremsur og engar fjaðrir

Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Búslóða fluttninga vagn!Búslóða fluttninga vagn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

No 1. 1– Stærð yfirbyggingar 353,68 m x 170,7 m Verð £ 5500
No 2. 2- Stærð yfirbyggingar 396,24 m x 182,88 m Verð £ 6400
No 3. 3- Stærð yfirbyggingar 445,08 m x 211,68 m Verð £ 7200
No 4. 4- Stærð yfirbyggingar 487,68 m x 213,12 m Verð £ 8000
Með bremsum og fjöðrum. Skaft fyrir tvo hesta er innifalið í verði. Niðurtekin afturöxull til að geta aftur fellt gólfið niður til frekara rýmis.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Konfekt vagninn!Konfekt vagninn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 3810. Sendiferðavagn sem flutti sælgæti og gotterí, líklega líka konfekt, annaðhvort í búðirnar eða til almennings. Útbúinn með lömpum og letur útfært í listrænum stíl úr gæða enskri gyllingu. Góð uppstig, vönduð hlíf framan við kúskinn, fjaðrir þrjár, ein þversum aftan tengd við enda beggja langsum fjaðranna og falleg skreyting í þaki yfir kúskinum og neðarlega á miðri hlið. Stærð yfirbyggingar: Lengd 152,4 cm x breidd 1097,28 cm x hæð 121,92 cm


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!

0 Comments

Upplifanir og frásagnir um vagnasmíði á Íslandi!


Nýlega var ég að skoða myndir á netinu sem sýna hvernig smíðuð eru vagnhjól úr tré, svokölluð pílárahjól. Aðferðirnar virðast vera býsna þróaðar og beita smiðirnir mikilli færni við verkið. Einnig eru verkfæri þeirra mörg hver sérhæfð og talsvert flókin að gerð en byggja á gamalli tækni. Samt sjást þeir nota nútíma rennibekki og hulsubora sem ekki þekktust áður fyrr. Járngjarðirnar er nú hægt að rafsjóða saman, en fyrr meir var ekki um annað að ræða en eldsjóða þær. “Vagnamenning” í okkar landi var ekki mikil, byrjaði seint og stóð stutt,

varla nema áttatíu ár. Tæplega notaðir nema tveggja hjóla hestvagnar. Samt munu menn hafa náð tökum á að smíða svona hjól. Um það veit ég samt grátlega lítið. Samt þekkti ég mann sem á ungum aldri var sendur úr sinni heimasveit, Hvolhreppi, austur undir Eyjafjöll með léleg vagnhjól sem skyldi endursmíða. Þessi maður var Jón Ingi Jónsson ( 1911-1996 ) sem lengi var bóndi í minni heimasveit, Fljótshlíð, mikill úrvalsmaður og lagtækur vel. Hefur hann eflaust orðið að liði við smíðarnar. Smiðurinn var aftur á móti Sigurjón Magnússon í Hvammi ( 1889-1969 ). Hann var einn þessara manna sem virtist geta smíðað hvað sem var. Hann var jafnvígur á tré- og málmsmíði og jafnt grófa smíði sem fína og ég þykist vita að honumhafi ekki orðið skotaskuld úr að koma saman vagnhjólum. Þó hygg ég hann ekki hafa átt nein sérhæfð verkfæri til þeirra hluta en það hefur hann bætt upp með hyggjuvitinu. Kristinn Jónsson, alltaf nefndur vagnasmiður, sem var langafkastamestur við vagnasmíði, taldi að vagnhjól hafi ekki borist hingað til lands fyrr en 1874. Þó eru óljósar sagnir um að stöku vagnar hafi verið til fyrr en notkun þeirra hefur þá verið það lítil að hún skipti engum sköpum. Þessi hjól voru gjöf Kristjáns konungs til bænda í Grímsnesinu, Lofts Gíslasonar. Vitað er að þau voru lengi í notkun. Torfi Bjarnason í Ólafsdal hóf að smíða vagnhjól 1882 og kenndi nemendum í skóla sínum að smíða og nota vagna. Þar mun einungis hafa verið um að ræða tveggja hjóla kerrur. Fólksflutningavagnar á fjórum hjólum komu ekki til sögunnar fyrr en 1900, en þá hófust póstferðir frá Reykjavík að Ægissíðu. Áðurnefndur Kristinn Jónsson hóf að smíða og gera við vagna 1904. Hann starfaði eingöngu við það til 1917, en þá smíðaði hann yfir fyrsta bílinn og stundaði það lengi síðan. Rak hann talsvert umsvifamikið verkstæði sem varð með tímanum vel búið tækjum.

Þegar kom fram um miðja tuttugustu öldina munu hestvagnar í notkun hafa verið fleiri en bændabýlin í landinu. Þá áttu allir bændur orðið vagn, sumir tvo, og stöku bændur fleiri. Mjög fjaraði undan hestvagnanotkun miðja öldina og þar sem ég þekkti til var notkun þeirra hverfandi eftir 1960. Á þessum tíma urðu dráttarvélar allsráðandi í búskap og bílar voru talsvert fyrr teknir við hlutverki vagnanna í þéttbýli svo þeir fáu vagnar sem enn eru til séu orðnir safngripir.

Með kærum þökkum til Daða fyrir frábæra frásögn og framlag til þessa verkefnis

Yfirlestur: malfridur.is

Myndskreyting Friðrik Kjartansson

P.S. Ef þú hefur frásögn sama hversu lítil sem hún er er þér velkomið að hafa samband. Rafpóstur: elonfk@gmail.com

Roman vagnar Stóra Bretlands #1Roman vagnar Stóra Bretlands #1

0 Comments















Yfirlestur: malfridur.is

Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Flatvagn #2Flatvagn #2

0 Comments

Smíðaður af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð og burðarþol. Númer 1 getur borið 10 cwt £1000 ‡ Númer 2 getur borið 15 cwt £1600 ‡ Númer 3 getur borið 20 cwt £2000 ‡ Númer 4 getur borið 30 cwt £2300 ‡ Númer 5 getur borið 40 cwt £2500 ‡ Númer 6 getur borið 50 cwt £2800 ‡ Númer 7 getur borið 60 cwt £3000. Pallur vagnsins er eilítið boginn niður í miðju en það er til að hlassið sitji frekar kyrrt í bröttum brekkum upp eða niður. Innifalið í verði eru lamir á gaflloki og bremsur eins og teikningin sýni

Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mjólkur flutningavagn sterkur #1Mjólkur flutningavagn sterkur #1

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £1900. Lampar / Luktir eru innifaldir í verði og fyrir mjólkurpóstinn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er kallaður „sterkur“ vegna öflugrar fjöðrunar. Á ensku er hann kallaður „Fload“.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Konungsvagninn sem Friðrik VIII vildi ekki nota, 1907?Konungsvagninn sem Friðrik VIII vildi ekki nota, 1907?

0 Comments

Friðrik vildi ríða fremstur í fylgdarliðinu!


Hugsanlegur konungsvagninn er af gerðinni Phæton og voru þeir smíðaðir í mörgum útfærslum.

Þessi útfærsla er að öllum líkindum ensk að uppruna (byggð á járnverkinu á fimmta hjólinu og hönnun yfirbyggingar).

En vefsíðueigandi veit að eigandi vagnsins veit að mikil verðmæti eru í þessum grip.

Myndin er fengin að láni frá Þorkeli Hjaltasyni, eiganda vagnsins þegar þetta er skrifað.


Sagan sem fylgir vagninum: Friðrik settist aldrei upp í þennan vagn enda góður reiðmaður og vildi ekkert með vagninn hafa að gera.

Konungur reið gjarnan fremstur í flokki, því að hann vildi heilsa fólki fyrstur og taka því tali ef honum sýndist svo.

Vagninn eftirlét hann Carl Locher, sem var málari í fylgdarliði hans og var orðinn nokkuð aldraður og þungfær.

Eitt sinn var vagninn dreginn tómur og var þá konungi sagt að Carl væri sjálfur ríðandi.

Reið konungur þá Carl uppi til að spyrja hann hvernig hann hefði komist á bak! Ástæðuna má sjá ef smellt er á hlekkinn að nafni málarans hér ofar í textanum!

Athuga skal að þessi frásögn eru munnmæli ekki staðreindir!


Vagninn er á gúmmíhjólum, það er að segja sérstök gúmmípulsa sem er með einum eða tveimur vírum inn í til að strekkja gúmmíið utan um hjólið og ofan í u-skúffuna sem er úr járni og virkar eins og felgur nútímans.

Reyndar er þessi lausn fyrstu felgurnar, eftir því sem vefsíðueigandi best veit. Gúmmíhjólin komu til skjalanna eftir 1855 eða þar um bil.

Charles Goodyear fann upp aðferð til að efnabreyta gúmmíinu til að nota það í dekk undir ökutæki af slysni.

Goodyear fór í skuldafangelsi og dó öreigi meðan aðrir stórgræddu á uppfinningu hans.


Bogann er búið að spengja í þessum Phaeton. Þessi eða svipaður bogi finnst líka í „Viktoriu“-vagninum og fleiri gerðum vagna.


Fremra sætið vísar farþegum aftur (snúa aftur). Var svoleiðis í Vis a Vis og/eða Social-vögnum.

En hafa ber í huga að Phæton kom í mjög mörgum útgáfum og stundum er svolítið erfitt að skilgreina hverrar gerðar þeir eru.


Kúskurinn eða ökumaðurinn sat að öllum líkindum til vinstri héðan megin séð með taumana en það gæti líka verið að kúskurinn sæti bara á hestinum og æki vagninum þannig; það var vel þekkt, þó aðallega hjá aðlinum og kóngafólki.

Setan eða sessan undir kúskinn var oftast hærri að aftan og myndaði þannig halla fram, líklega til að gefa betri líkamsstöðu til akstursins.


Járnverkið í armhvílunni á sætinu bendir til að sætið sé upprunalegt eða smíðað með vagninum.

Litlu napparnir beggja megin á handriðunum gætu verið vísbending um það, en þeir eru til að krækja hlífðarteppi eða dýrahúð yfir farþega.


Uppstig eru mjög mikilvæg, gerðu mögulegt að byggja vagnana hærra og hærra frá jörðu og komu sér vel þegar stóru og háu póstvagnarnir komu til sögunnar en það var snemma eða á 16. öldinni.

Sagt er frá í sumum lýsingum á vögnum að þeir væru hengdir1lágt til að eldra fólk og konur ættu auðveldara með umgang.

Uppstig á vögnum með yfirbyggingu sem var með hurðum var oft þannig að hlíf var látin koma yfir þrepið/uppstigið. Þegar hurðinni/unum var lokað var hlíf yfir uppstiginu fest undir hurðina/hurðirnar sem hjálpaði til við að halda frá því miklum óhreinindum.


Lögunin á sætinu og brettinu er nokkuð einkennandi fyrir Phæton.

Oft var fellanleg húdd/hlíf2 úr leðri eða öðrum efnum yfir sætinu og kallaðist (Hood) á ensku.

Einnig var Victorían með svipuðu lagi á afturhlutanum.

Nafngiftin Viktoría er í höfði Viktoríu drottningar Stóra Bretlands.


Við erum að horfa á fimmta hjólið, ( the fifth wheel ) með miðjubolta eða ( King pin ) á ensku.

Þetta er, eins og þið sjáið, töluvert járnvirki. Það voru dæmi um að vagnarnir væru liðstýrðir, svona eins og búkollur nútímans eða Pileloader (vélskóflu), sem sagt tengipinni/bolti í miðju farartækis eða framarlega og þá þyrfti ekki fimmta hjólið.

En sú lausn náði ekki vinsældum. Sjá næstu mynd.


Tveir miðjuboltar rétt fyrir framan miðju jafni Phæton, samhverfur Phæton eða miðju Phæton


Fimmta hjóls járnverkið séð framan á.

Þegar síðast var vitað um þennan vagn var hann kominn í uppgerð á Íslandi.

Samantekt af Friðrik Kjartansson Með innilegum þökkum til Þorkells Hjaltasonar fyrir lánið á myndunum.

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Talað um að vagnar væru hengdir á undirvagninn ↩︎
  2. Svipað og á barnavagni nema mikið stærri ↩︎

Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!

0 Comments

Steingerðar leifar rómversks tveggja hjóla hestvagns í Króatíu

Vinkovci er bær í Austur-Króatíu og í nágrenninu er lítið þorp, Stari Jankovaca, en svæðið var undir yfirráðum Rómverja 300–400 eftir Krist.

Fornleifafræðingar grófu upp heillega steingervinga af tveggja hjóla vagni, þekktur á latínu sem Cisium = léttur hjólavagn, ásamt steingerðum beinagrindum af hestum.

Hestarnir og vagninn voru saman í rými sem greinilega var nokkurs konar haugur þekktur úr greftrunarsiðum víkinga að leggja til höfðingja í skipum sínum sem eru sjaldgæfir greftrunarsiður meðal Rómverja.

Vel efnuð fjölskylda mun hafa greftrað hesta og vagn með þessum hætti samkvæmt fræðimönnum en auðmenn þessara tíma voru stundum greftraðir með þessari aðferð með hestunum sínum.

Sviðstjórinn Boris Katofil útskýrði fyrir þarlendum fjölmiðlum að sá siður að grafa í kumli (forngrafhaugur) væri óvenjuleg aðferð þarna suður af Pannoinan-vatnasvæðinu.

Boris bætti við: Siðurinn er í tengslum við afar auðugar fjölskyldur sem hafa gegnt áberandi hlutverki í stjórnsýslunni, félagslegu og efnahagslegu í samfélaginu í héraðinu.

Fundurinn er talinn vera frá þriðju öld e.Kr. en teymi vísindamanna vinnur að því að staðfesta aldurinn.

Marko Dizdar sagði þetta einstaka uppgötvun í Króatíu.

Hann sagði: Það næsta sem unnið verður að er langt ferli hreinsunar og varðveislu fundarins samhliða rannsóknum og skilgreiningum.

Við höfum meiri áhuga á hestunum, hvort sem þeir eru ræktaðir hér eða koma frá öðru heimsveldi, sem mun segja okkur meira um hversu mikilvæg og auðug þessi fjölskylda var.

Við finnum út úr því með samvinnu við innlendar stofnanir sem og fjölda evrópskra stofnana.

 

Heimild: Dailymail.co.uk

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is