Tag: uppstig

Topplausa borgin #21Topplausa borgin #21

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Yfirbyggingin með háum hliðum og að framan járnhlíf (dash). Hliðar panillinn skrautfræstur og röndóttur. Skottið saumað og rykkt, járnklætt uppstig og járnbrautarsæti svo er líka hægt að fá lokafrágang svartan. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo vinsælt vagna hönnun síðar.

Reyrhliða vagninn #19Reyrhliða vagninn #19

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Léttur og smekklegur létta vagn, mikið notaður í Vestur og Norðurhluta USA í þéttbýlum. Þó minna vinsæll en á árum áður. Leðurhlíf fremst (Dash). Reisanlegur og fellanlegur skermur. Vagninn (buggy) er byggð á körfu stöngin á milli öxlanna sem veitir stöðugleika. Vagninn er með einföldum lokafrágangi en samt sem áður gerðarlegur. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar

Georgía topplausa #16Georgía topplausa #16

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Hönnunin og stíllinn er ríkjandi í Georgíu, eins og nafnið gefur til kynna. Svo er restin af textanum ólæsileg vegna skemmda enda 160 ára handrit. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á 2 fjöðrum langsum undir yfirbyggingunni, ekki hliðar fjöðrum út við hjól, sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Fjaðrastangir.

Concord með topp #15Concord með topp #15

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þessi stíll er tekur mið vagnasmiðina í Concord, N.H. þar sem nafnið tekur nafn af bænum. Létta vagninn er vandaður, með herta öxla og enskar stál- fjaðrir. Concord er hannaður fyrir erfiðar aðstæður og mikla notkun og misjafna og engin Létta vagn (buggy) ekur ljúfar eða er betra að sitja í sem gefur grunn ánægju, það er að segja ef þessi gerð er vel smíðuð. Vagninn fær mikil meðmæli og í notkun í öllum landshlutum (USA). Bremsur ekki sjáanlegar.
Concord vagninn er á 2 fjöðrum langsum undir yfirbyggingunni, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna úti við hjól. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar. Vegna skemmda í 160 ára bæklingnum var þetta næsta kerra að kynna, en vafalaust eru einhverjir demantar týndir inn í fortíðina og koma aldrei til með að sjást aftur, því miður. Á milli fjaðrana langsum með yfirbyggingunni báðum megin liggja stangir sem eru partur af fjarðakerfi þessa létta vagns sem eru með fjaðrir langsum undir yfirbyggingunni.

Hér er svo ljósmynd af að vísu stærri Concord en samt má greina fjaðrabúnaðin sem segja má að sé sérstakur. Vinsældartímabil þessarar vagn gerðar var frá 1850 til 1880

Eldhúsvagnar USA óþekkt staðsetningEldhúsvagnar USA óþekkt staðsetning

0 Comments

Chuck Wagon!


Hefðbundin miðdegisstaða fyrir nautgripabændur. Engir eldar loga og flestir að melta eftir kássu eða salt svínakjöt og kex sem er skolað niður með kaffi. Nautgripahjörð þurfti beit & hvíld eftir akstur morgunsins sem hófst fyrir kl. 6. Fengið að lán hjá John Clark á Facebook

Hefðbundin miðdegisstaða fyrir nautgripabændur. Engir eldar loga og flestir að melta eftir kássu eða salt svínakjöt og kex sem er skolað niður með kaffi. Nautgripahjörð þurfti beit & hvíld eftir akstur morgunsins sem hófst fyrir kl. 6. Fengið að lán hjá John Clark á Facebook

Kúrekar að njóta matmálstíma við eldhúsvagninn sinn (Chuck Wagon) einhverstaðar í USA. Mynd fengin að láni frá Old West Remembered Facebook.

Jósefína topplausa #10Jósefína topplausa #10

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Vagn no 10. Ekki veit ég hvers vegna vantar 3 á milli, kannski prentvilla sem fékk að halda sér í 160 ár óbreytt. Við skulum kalla þennan Jósefínu topplausu. Mjög létt með engan topp. Má hengja á kross eða stangarfjaðrir. Er mjög létt og seig í hraðakstri. Létta vagn (buggy) er byggð á körfu stöngin milli öxlanna sem veitir bæði stöðugleika og þaggar skröltið. Engar bremsur.

Fíladelfíutoppurinn #7Fíladelfíutoppurinn #7

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stíll sem notaður er mikið í Fíladelfíu og hefur orðið mjög vinsælt farartæki. Lokafrágangurinn er látlaus en mjög nettur og skemmtilegur. Panel klæddar hliðar og ríkulegt skraut. Leður skjólborð, hlíf (dash) fellanlegur toppur með fjarðrarstýrðu handfangi. Karfan er stöng sem er á milli öxla er stöðugleika og tekur af skrölt. Bremsur ekki sjáanlegar.

Boxskutlan #6Boxskutlan #6

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Númer 6. Besta og vinsælasti létta vagninn (buggy). Bráðabrygða sæti . Ný uppfinning. Vagninn er rúmgóður, léttur og hannaður fyrir tvo eða fjóra farþega með tveimur sætum að framan og tveimur að aftan. Loka frágangur með fimm boga topp fellanlegur og með handfangi fjarðartengt til að fella og reisa toppinn; Járnuð samskeyti og flott skraut. Þessu farartæki er skilað einföldu en vel frágengengnu. Létta vagninn (the buggy) er byggð á ,,körfu”; stöng milli öxla sem gefur stöðugleika og taka fyrir skrölt. Bremsur ekki sjáanlegar. 6 b Sama og númer 6 nema með aukasæti. Bremsur ekki sjáanlegar

Drottningar Pæton #5Drottningar Pæton #5

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860

Stílhreinn og sérstaklega aðlagaður fyrir eldra fólk og kvenfólk sýnir vagninum áhuga. Hangir lágt yfir jörðu. Auðvelt að fara um borð og frá borði. 5. boga toppur með fjaðrar stýringu í handfangi, hátt og þægilegt gormabak, þægilegur, stílhreinn og fallegur. Ekki verður litið fram hjá þessum létta vagni (buggy). Vagninn er skilað í góðum frágangi, silfur sleginn skraut (ornament) á hliðum og svo framvegis. Lýtur mjög ríkulega út í einfaldleika sínum lokafrágangi. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo vinsælt í vagnahönnun síðar.
Þýðandi Friðrik Kjartansson sem skráði einning. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Brougham Shofle #7Brougham Shofle #7

0 Comments

Lýsing á Brougham Shofle í The English Coach Builders Sýningarskránni, heimssýningunni 1862

Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég ekki að Brougham hefði líka komið í svona formi, því verð ég að pósta þessu og þetta er stór frétt fyrir mig. Ég treysti mér ekki til að þýða seinna nafn þessa Broughams en læt bara enska heitið halda sér en það gæti verið þýtt sem skóflan. Svo lærði ég líka að Brougham er borið fram „Brom“: Vefsíðueigandi

http://www.handverkfridriks.com/brougham-shofle/brougham-shofle-2/

Ef hugmyndin er að auglýsa þægindi Brougham samfara léttleika yfirbyggingarinnar, hneigjumst við að því að geta ekki sagt sannar frá. Hugmyndin er að vissu leyti reynd, kannski ekki alveg orginal. Líkindi meðal vagna. Ef okkur skjátlast ekki þá var sýndur svipaður vagn á sýningunni 1851 og síðan hafa verið gerðar margar tilraunir svipaðar þessari. Nokkrir vagnar voru líka sameinaðir í hugmyndinni. Fram á sjónarsviðið komu bæði almennings- og prívatfarartæki en hurfu á stuttum tíma í limbói vannýttra og síðan eyðingar. Shofle-formið á vagninum varð vinsælt upp á síðkastið meðal aðalsmanna. Sama hvaðan vagninn fær líkindin. En í þessu tilviki þróaðist vagninn lengra samfara notadrýgri. Hann er líklegri til að ná vinsældum núna en áður fyrr vegna þess að tískan er ekki þröskuldur núna sem áður fyrr. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Heimildir: The English Coach Builders 1887 bls 19-20
Yfirlestur: malfridur.is

Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson

Læknis Pæton Spider #9Læknis Pæton Spider #9

0 Comments

Í toppstandi tilbúinn í læknirsvitjun!


Hestvagnar Damian Roland eru í Seville, Andalusíu á Spán. Þessi breytanlegi Pæton er í topp ástandi með ljósum/luktum.
Takið eftir á tveimur seinustu myndunum að auka/bráðabrigðasæti kemur ef fellt er niður hluti af framhlífinni. Ekki minnst á smíða ár. Heimild: Myndir og texti fengin að láni af The Antique Carriage Collectors Club Facebook Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson



Stolt Suðursins #4Stolt Suðursins #4

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Viðeigandi nafn fyrir þennan vagn (buggy) sem er vel viðurkennd og notuð í hverju horni Suðursins. Sambrjótanlegt og reisanlegt húdd með handfangi staðsett í vagninum. Frábær þekking virkjuð af gamla skólanum. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn byggður á körfu, stöngin milli öxlanna. Samsetningar að fullu járnstyrktar ásamt armhvílu, spangir, og svo framvegis. Kaupandi ræður hvort hann fær venjulega lokavinnu eða fína lokavinnu á vagninum.

Gimsteinninn #3Gimsteinninn #3

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gimsteinninn er Eins og númer 1. nema með fellanlegum toppi og er kynntur til leiks sem meira fyrir augað. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er byggður á Körfu stöngin milli öxlanna. Gimsteinninn er með uppstigum úr járni og silfur skreytingar á hliðum og fleira. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar.

Alþjóðlegi hestvagninn #1Alþjóðlegi hestvagninn #1

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þessi gerð vagna er notaður í hverju landshorni þar sem léttavagnar (Buggies). Vagninn er rúmgóður og sterkur getur verið skilað til viðskiptavinar án sætisbaks (Lazy Back). Venjulega er alþjóðlegi vagninn seldur einfaldar gerðar en þjónustuvænn. Engar bremsur sjáanlegar og vagninn byggður ofaná Körfu, stöngin milli öxlanna. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð vinsælt seinna. Vagnasmiðjan var staðsett í New Haven Connecticut USA

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is

Landau ágrip, uppruni og lýsingarLandau ágrip, uppruni og lýsingar

0 Comments

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/Landau.jpgLandau var skapaður fyrir 1757 sem hægt var að neita þegar Landau var vagn sem hægt var að hafa opinn þegar óskað var. Nákvæmlega hvenær Pæton var fyrst smíðaður, get ég ekki vitað en eins og Landau sem er ranglega ályktað að hafi verið smíðaður 1757 er minnst á 1747 í kvæði við enda þessa kafla. Þetta kvæði var vinsælt meðal sérstaks hóps fólks en það sést best í kvæði/ljóði:,,The Pæton and the one Horse Chair”, sem var fyrst útgefið í fyrirmannaritinu,, Gentleman´s Magazine” desember
1759.

Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 174

Réttast er að segja frá þeirri hliðstæðu að Berliner and Landau, tveir vagnar sem tóku nafn bæjanna sem þeir voru fyrst smíðaðir í ungverska bænum Kotzee. Eins skal það látið í ljósi að Spánn, Ítalía og Frakkland hafa eignað sér uppfinninguna, sem er byggð á hversu líkir vagnarnir eru þeirra vögnum svo sem vagni sem þeir kalla Charettes.
Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls 62

 

Nútíma (State carriages) ríkis- vagnar halda öllum sínum fyrri glæsileika með lítið af gömlu og umfangsmiklu skrauti. Eitt besta dæmið um þetta er ríkis- vagninn sem Landau smíðaði fyrir Edward konung og notaður var við krýningarathöfnina. Þetta stórkostlega dæmi vagnasmíðalistarinnar, segir Sir Walter Gibley, er yfir 18 fet á lengd (5,49 metrar). Liturinn kallar fram ánægjulega tilfinningu. Grænn er með óteljandi blæbrigði, með uppruna gulllit ólífu og fer smá dökknandi þangað til liturinn greinist varla frá svörtu. Eplagrænn, grasgrænn, sjávargrænn, né heldur uppruna í grænan bláan getur verið notaður í vagnamálningu með góðum árangri. Í sumum tegundum af ljósri vagnmálningu nást fram áhrif af sumri með því að herma ýmis grös.

Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 259

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/carriagescoaches00strauoft_0309-3.jpg
Takið eftir að þessi vagn er með 8 fjaðrir!

Á krýningarhátíð drottningar 1838 gátu Lundúnabúar notað tækifærið til að bera augum skrautvagna sem fóru um Birdcage Walk strætið. Flestir þessara skrautvagna tilheyrðu sendiherrum ýmissa þjóða. Einn þessara vagna sem olli mestum æsingi var Marshall Soult smíðaður í Frakklandi aðeins fyrir konungsfjölskylduna. Thrupp lýsir vagninum: Yfirbygging var með glugga efst, með elegant silfurskreytta þakbrún; Það voru fjórir lampar með stóra kórónu á topplampa, við hvert horn yfirbyggingarinnar nálægt hornunum efst. Liturinn var elskulega blár, eins og kallað er Adelaid blue. Bridges Adams hafði skemmtilega sýn á liti. Hann hafði sínar eigin hugmyndir um bestu liti á vagna. „Fyrir bjarta sumardaga“ segir hann að strá eða sulphur gulur sé frábærasti og fallegasti liturinn; en fyrir þokukennt haustið er djúpur appelsínugulur.
Heimildir:
Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 258

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

 

Cut Under Runnabout #1Cut Under Runnabout #1

0 Comments

Skorin undir, Nýmáluð og bólstruð!


Topp ástand
Nýmálaður og bólstraður. Er með skiptisæti/bráðabrygðasæti. Lampar og yfirbreiðsla innifalin verð $5500.
Ef við horfum vel sjáum við ,,Undirskurð” (cut under) undir Kúsksætinu sem hleypir framhjólunum undir vagninn við krappar beygjur. Staðsett í Scottsville, New York

Heimild: Mynd fengin að láni frá Carriages for sale and wanted north America only Facebook

Ekki er minnst á smíðaár eða aldur.


Brougham lestarstöðvar verðlaunavagn #4Brougham lestarstöðvar verðlaunavagn #4

0 Comments

Þessi Brougham hestvagn er á hinu dásamlega safni Misdee Wrigley Miller. Þetta er lestarstöðvar Brougham, Brewster & Co., New York. Árið 1901 var byggður fyrir J.H. Moore og langafi Misdees, William Wrigley yngri, eignaðist hann. Fjölskyldan notaði þennan vagn til að sækja gesti á lestarstöðina og setti farangurinn á þakið.

The American Saddlebred Museum vefsíða.
Heimild: Myndin fengin að láni frá: Kathleen Haak sem tók myndina.

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Studebaker Wagon #2Studebaker Wagon #2

0 Comments

Smíðaður 1860 eða á þeim áratug!


Endurbyggður Studibaker Wagon smíðaður 1860 eða á þeim áratug. Staðsettur í Tyler Texas
Til sölu: 14.000 $. Ágæt myndaröð af endurbyggingu vagnsins hér fyrir neðan.


Splitti með kýlpinna svolítið sérstakt og einfalt skinna á bak við til að taka nuddið!

Hönnunin á pallinum er svolítið frábrugðin því sem sést venjulega á USA Wagon. Fyrirmyndin gæti verið Enskir Waggons? (Með 2 G) Grindin töppuð saman svo eru hæðar stykkin í skjólborðum öflug og boltaðar í gegn til að gera allar breytingar vegna notkunar auðveldari.



Trúlega Seed olía borin á vagninn.


Heimild: Myndir fengnar að láni af Draft teams and equipment Facebook