Tag: uppstig
Brougham Shofle #7Brougham Shofle #7
Lýsing á Brougham Shofle í The English Coach Builders Sýningarskránni, heimssýningunni 1862
Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég ekki að Brougham hefði líka komið í svona formi, því verð ég að pósta þessu og þetta er stór frétt fyrir mig. Ég treysti mér ekki til að þýða seinna nafn þessa Broughams en læt bara enska heitið halda sér en það gæti verið þýtt sem skóflan. Svo lærði ég líka að Brougham er borið fram „Brom“: Vefsíðueigandi
Ef hugmyndin er að auglýsa þægindi Brougham samfara léttleika yfirbyggingarinnar, hneigjumst við að því að geta ekki sagt sannar frá. Hugmyndin er að vissu leyti reynd, kannski ekki alveg orginal. Líkindi meðal vagna. Ef okkur skjátlast ekki þá var sýndur svipaður vagn á sýningunni 1851 og síðan hafa verið gerðar margar tilraunir svipaðar þessari. Nokkrir vagnar voru líka sameinaðir í hugmyndinni. Fram á sjónarsviðið komu bæði almennings- og prívatfarartæki en hurfu á stuttum tíma í limbói vannýttra og síðan eyðingar. Shofle-formið á vagninum varð vinsælt upp á síðkastið meðal aðalsmanna. Sama hvaðan vagninn fær líkindin. En í þessu tilviki þróaðist vagninn lengra samfara notadrýgri. Hann er líklegri til að ná vinsældum núna en áður fyrr vegna þess að tískan er ekki þröskuldur núna sem áður fyrr. Bremsur eru ekki sjáanlegar.
Heimildir: The English Coach Builders 1887 bls 19-20
Yfirlestur: malfridur.is
Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson
Alþjóðlegi hestvagninn #1Alþjóðlegi hestvagninn #1
G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860
Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: Yfirlestur.is
Landau ágrip, uppruni og lýsingarLandau ágrip, uppruni og lýsingar
Landau var skapaður fyrir 1757 sem hægt var að neita þegar Landau var vagn sem hægt var að hafa opinn þegar óskað var. Nákvæmlega hvenær Pæton var fyrst smíðaður, get ég ekki vitað en eins og Landau sem er ranglega ályktað að hafi verið smíðaður 1757 er minnst á 1747 í kvæði við enda þessa kafla. Þetta kvæði var vinsælt meðal sérstaks hóps fólks en það sést best í kvæði/ljóði:,,The Pæton and the one Horse Chair”, sem var fyrst útgefið í fyrirmannaritinu,, Gentleman´s Magazine” desember
1759.
Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 174
Réttast er að segja frá þeirri hliðstæðu að Berliner and Landau, tveir vagnar sem tóku nafn bæjanna sem þeir voru fyrst smíðaðir í ungverska bænum Kotzee. Eins skal það látið í ljósi að Spánn, Ítalía og Frakkland hafa eignað sér uppfinninguna, sem er byggð á hversu líkir vagnarnir eru þeirra vögnum svo sem vagni sem þeir kalla Charettes.
Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls 62
Nútíma (State carriages) ríkis- vagnar halda öllum sínum fyrri glæsileika með lítið af gömlu og umfangsmiklu skrauti. Eitt besta dæmið um þetta er ríkis- vagninn sem Landau smíðaði fyrir Edward konung og notaður var við krýningarathöfnina. Þetta stórkostlega dæmi vagnasmíðalistarinnar, segir Sir Walter Gibley, er yfir 18 fet á lengd (5,49 metrar). Liturinn kallar fram ánægjulega tilfinningu. Grænn er með óteljandi blæbrigði, með uppruna gulllit ólífu og fer smá dökknandi þangað til liturinn greinist varla frá svörtu. Eplagrænn, grasgrænn, sjávargrænn, né heldur uppruna í grænan bláan getur verið notaður í vagnamálningu með góðum árangri. Í sumum tegundum af ljósri vagnmálningu nást fram áhrif af sumri með því að herma ýmis grös.
Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 259
Á krýningarhátíð drottningar 1838 gátu Lundúnabúar notað tækifærið til að bera augum skrautvagna sem fóru um Birdcage Walk strætið. Flestir þessara skrautvagna tilheyrðu sendiherrum ýmissa þjóða. Einn þessara vagna sem olli mestum æsingi var Marshall Soult smíðaður í Frakklandi aðeins fyrir konungsfjölskylduna. Thrupp lýsir vagninum: Yfirbygging var með glugga efst, með elegant silfurskreytta þakbrún; Það voru fjórir lampar með stóra kórónu á topplampa, við hvert horn yfirbyggingarinnar nálægt hornunum efst. Liturinn var elskulega blár, eins og kallað er Adelaid blue. Bridges Adams hafði skemmtilega sýn á liti. Hann hafði sínar eigin hugmyndir um bestu liti á vagna. „Fyrir bjarta sumardaga“ segir hann að strá eða sulphur gulur sé frábærasti og fallegasti liturinn; en fyrir þokukennt haustið er djúpur appelsínugulur.
Heimildir: Carriages and coaches: their history and their evolution bls. 258
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Eldhúsvagn í Texas vestrinu #2Eldhúsvagn í Texas vestrinu #2
Gullmoli þessi mynd!
Heimild: Old West Remembered Facebook
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Brougham lestarstöðvar verðlaunavagn #4Brougham lestarstöðvar verðlaunavagn #4
Þessi Brougham hestvagn er á hinu dásamlega safni Misdee Wrigley Miller. Þetta er lestarstöðvar Brougham, Brewster & Co., New York. Árið 1901 var byggður fyrir J.H. Moore og langafi Misdees, William Wrigley yngri, eignaðist hann. Fjölskyldan notaði þennan vagn til að sækja gesti á lestarstöðina og setti farangurinn á þakið.
The American Saddlebred Museum vefsíða.
Heimild: Myndin fengin að láni frá: Kathleen Haak sem tók myndina.
Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Studebaker Wagon #2Studebaker Wagon #2
Smíðaður 1860 eða á þeim áratug!
Heimild: Myndir fengnar að láni af Draft teams and equipment Facebook
Gamla Vestrið Goðsagnir, mýtur og Oregon slóðin #3Gamla Vestrið Goðsagnir, mýtur og Oregon slóðin #3
Heimild: Mynd fengin að láni á Old American Photos Facebook sem er undirsíða Old West History & Cultures