Tag: uppstig

Óþekkt gerð í Ungverjalandi #1Óþekkt gerð í Ungverjalandi #1

0 Comments

Gæti verið hægt að kalla þennan vagn Bændavagn eða Wagon, veit ekki, bara tillaga?


Meiri háttar frágangur og hönnun. Smíðaár vantar og flestar upplýsingar nema að armarnir sem ganga frá efri brún yfirbyggingarinnar niður í hjól eru algengir í Austur-Evrópu og Asíu.

Meiri háttar frágangur og hönnun. Smíðaár vantar og flestar upplýsingar nema að armarnir sem ganga frá efri brún yfirbyggingarinnar niður í hjól eru til styrktar á öxlunum. Svo sjáum við að bremsubitar undir pallinum ganga yfir afturhjólin. Myndatökumaðurinn Kristján Björn Ólafsson var staddur í Búdapest og tók þessa mynd. Ég kann honum stórar þakkir fyrir að lána mér á Hestvagnasetrinu þessa mynd vegna þess að það vantar mikið af upplýsingum frá Austurlöndum um hestvagna. Takk innilega, kæri Kristján.

Vel þegnar myndir íslenskra og annarra landa ferðamanna um allan heim af hestvögnum og öllu því tengdu. Væri líka gott að fá allar þær upplýsingar með sem fyrir hendi eru í hvert skipti. Rafpóstur: elonfk@gmail.com
...
Skráð: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is

Surrey #2Surrey #2

0 Comments

Svört með kögurtopp!









Pæton Stanhope #6Pæton Stanhope #6

0 Comments

Gullmoli í Danmörku Norður Jótlandi












Landau #1Landau #1

0 Comments

Fallegur og eigulegur í Mexíkó!

Vagn til veiða #1Vagn til veiða #1

0 Comments

Sýninga og keppnis eintak










John Deere Triumph Chuck Wagon #5John Deere Triumph Chuck Wagon #5

0 Comments

Kúrekavagn til viðveru í óbyggðum. Chuck Wagnon!


John Deere Triumph uppgerður og fínn með eldhúsi (Chuck Wagon), bogum, bremsum, kúsksæti, fótaskemli, grönnum trjábolum til að tjalda, sennilega yfir aftan við eldunaraðstöðuna. Verkfæra- eða birgðakassi með loki, fram á undir fóthvílunni.


Fyrir neðan myndir fyrir uppgerð og svo neðst nokkrar eftir viðgerð

Liturinn á yfirbyggingunni er fölur, svona eins og við myndum kalla það í dag, hálfþekjandi.

En líklega er þetta málað með Seed Olíu eða lífrænni olíu og svolítill litur settur í.

Á þessari mynd er vagninn strípaður af öllu sem átti að fylgja honum frá verksmiðju.


Hér sjáum við hvar búið er að saga trébogana á ská að ofan.

Myndirnar af vagninum nýuppgerðum upplýsa hvernig þetta var í upphafi.


Gömul áletrun máluð í gegnum stimpil á sínum tíma


Heillegur og myndarlegur vagn sem gott er að koma í rétt stand.


Hér sjáum við merkilegan hlut, „Skein“ á ensku, járnhólka sem þið sjáið í hverfa inn í hjólnafið báðum megin sem er svo festur með flatjárni undir öxulinn ásamt járnhring utan um endana á járnhólknum innan við nafið.

Hólkurinn (Skein) er líka skrúfaður beint inn í öxulinn í endana bak við hjólnafið þannig að taka þarf hjólin af til að losa þá skrúfu sem er nokkuð löng og við köllum stundum franskar skrúfur.

Þessi útbúnaður tók við af berstrípaðri eik sem var þá slitflötur hjólsins og öxulendi.




Uppgerður að fullu





Surrey #1Surrey #1

0 Comments

Alltaf geymd inni, ekið aðeins í örfá skipti!


Surrey, ekki talað um aldur, lítið notaður, vandaður vagn í alla staði.
Surrey-vagnar eru hurðalausir fjögurra hjóla, vinsælir í USA á 19. og 20. öldinni. Þeir eru venjulega tveggja sæta fyrir fjóra farþega. Surrey var með nokkrar mismunandi gerðir af blæjum/húddum eða segli (notað í regnhlífar), oft með kögri. Sætahefð þessarar gerðar voru með renndum pílárum í baki, oftast bólstruð sæti. Nafnið er komið frá

Heimid: Wikipedia






Prest Pæton körfuvagn #10Prest Pæton körfuvagn #10

0 Comments

Heillegur Bast-körfu Pæton fyrir prest. Ekki upplýsingar um smíðaár. Vagninn er með bremsum, járnhjólbörðum, kúskurinn situr aftan við prestinn, langsum fjaðrir, hlíf framan úr Bast-tágum, vandaðar bremsur, uppstig fremst og aftan fyrir kúsk. (Kúskur er ekki til í íslenskri orðabók!?


Á milli píláranna sést uppstigið fyrir prestinn en uppstigin er vönduð og öflug þverfjöður að framan sem algengt er í þessum vögnum. Eftirtektarvert er hve fáir pílárar eru í framhjólinu eða tíu stykki vegna þess að í þá daga var reynt að hafa vagnana eins létta og efnið leyfði sem smiðirnir höfðu að vinna úr. Pílárafjöldinn þarf alltaf að vera slétt tala svo tveir pílárar gangi í hvern félaga (ysti boginn), félagarnir eru stundum í hálfboga eins og mér sýnist vera uppi á teningnum hér.








Járnverkið er vandað og líka bremsurnar ásamt bremsustönginni.



Hér er brakkettið/uppistaðan fyrir bakið og kúsksvipuhaldarinn.


Væri augnayndi þessi vagn ef hann væri uppgerður og vel til hafður.



Gæti þetta verið framleiðslunúmer?


Hér sjáum við undir setuna!


Dráttarsköftin eru nett en samt sterk.


Yfirlestur: malfridur.is

Pæton í Þýskalandi #3Pæton í Þýskalandi #3

0 Comments

Svolítið út í eftirlíkingu af fléttuðum sætum. Körfuvagni!










Léttavagn frá 1860 til 1869 #1Léttavagn frá 1860 til 1869 #1

0 Comments

Buggy eins og hún heitir á frummálinu, einstaklega fallegt eintak!


Olmsted Falls geymir þessa gullfallegu léttakerru (Buggy). Stór glæsileg léttakerra smíðuð 1860 til 1869 eða á þeim áratug. Uppgerð í það ástand sem eru gæði fyrir safn fyrir einhverjum árum síðan. Það finnst ekki betra eintak af orginal léttakerru. Alltaf geymd inni við bestu aðstæður, raka og hita. Getur aðeins verið sýnd áhugasömum með fyrir fram pöntun á tíma.









Þýðandi og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Wagon Buggy #1Wagon Buggy #1

0 Comments

Ný uppgerð Rauð og eiguleg!


Flott ástand, tveggja sæta fjarlæganleg sem taka 4. Líka hægt að fella bökin fram. Harðviðarhjól með járngjörð. Bremsur og uppstig til að auðvelda aðgengi. Opnanlegur afturhleri, niðurfellanlegur dúkur á þrjá vegu til að verjast úrkomu og vindi. Ekkert er minnst á smíðaár.
Helstu mál. Framhjól 38″ eða 96,52 cm Afturhjól 42″ eða 106,68 cm Single tree (Eintré) 40″ eða 101,6 cm Dráttarsköft 78 frá Single tree eru 198,12 cm, heildarlengd 962 eða 243,84 cm. Vagnskúffa 37″ X 72″ eða 93.98 cm X 182.88 cm. Vagninn er 84″ eða 213,36 cm, heildarhæð X 68″ eða 172,72 cm. Heildarbreidd með hjólnöfum er vagninn 192 cm og heildarlengd með dráttarsköftum er 487,68 cm.


Wagnon Buggy hlýtur að þýða að þessi vagn sé millistig milli Wagons og Buggy ( Bændavagns og kerru/léttavagns)









Gerður upp af Lemuel King í Chambersburg, Pennsylvaniu segir textinn með myndunum en ég hallast að því að það eigi að vera upphaflegi vagnsmiðurinn vegna þess að skiltið/merkingin á vagninum lítur út fyrir að hafa verið á vagninum um aldur hans og ævi!

Þýtt og yfirlesið Friðrik Kjartansson ásamt skrásetningu

Yfirlestur: malfridur.is

Roman vagnar Stóra Bretlands #1Roman vagnar Stóra Bretlands #1

0 Comments















Yfirlestur: malfridur.is

Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Heiti vagnhluta í léttvagniHeiti vagnhluta í léttvagni

0 Comments

Heimildir: John Deere Buggies, stofnað 1837. and Wagon eftir Ralph C. Hughes


Skýringamynd: Heiti vagnhluta sem gæti gert þig að létt – vagns sérfræðingi. Lærðu bara öll partanöfn létta vagnsins. Létta- vagnar og vagnar höfðu lítið sameiginlegt. Létta- kerran var byggð með hraða í huga en vagninn byggður fyrir styrk og notkunargildi. Létta-vagnar voru byggðir í stíl þæginda og tísku yfirstandandi tímabils líkt og sportbílar nútímans. Smellið á myndirnar hér að neðan til að stækka!


partaheiti í fremri hluta topps efri hluti


Partheiti í aftari hluta topps efri hluti


Partaheiti miðhluti framan


Partaheiti í miðhluta aftan


Partaheiti neðri hluti framan

Partaheiti í neðri hluta aftan

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is