Tag: skraut

Cutter uppgerður í Albaníu #7Cutter uppgerður í Albaníu #7

0 Comments

Cutter-hestasleðinn gerist nú varla fallegri en þessi. Sá sem framkvæmdi þessa uppgerð vissi nákvæmlega hvað hann var að gera.

Tandurhreinn frágangur og fágun. Fagmennska í alla staði.

Skrautið eða ornamentið er ákkurat það sem það þarf að vera! Ekki meira né minna!

Eins er baksvipurinn heilsteyptur og hreinn! Fagmennska í fyrirrúmi. Einstakur frágangur á lakkvinnunni.


Heimild: Daniel Raber Facebook

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Cutter uppgerður eftir minni #6Cutter uppgerður eftir minni #6

0 Comments

Paul DeLongpre

Ég bjargaði hlutunum úr harðviðar-hestasleðanum mínum er geymslustaðurinn hans var seldur. Meðfylgjandi er mynd af bílakerru með hlutum sem ég bjargaði. Meiðunum virðist fylgja nóg af járnhlutum og fyrri viðum til að komast að því hvernig hann leit út. Þegar kemur að yfirbyggingunni hef ég mun minna tiltækt til að nota fyrirmynd. Ég held að ég sé með aðalharðviðinn réttan úr járnverkingu og harðviðarleifar sem eftir voru en ég get ekki fundið út hvernig fuglafígúran, sem er líka með lítið ryðgaðan járnbút sem hangir við, samlagast aðalgrindinni.

Ég er líka ekki viss um hvernig gólfið er skipulagt og smíðað. Allar myndir sem ég finn eru ekki nógu góðar til að gefa mér hugmyndir ásamt því að ég er ekki viss um gerðina/heiti sleðans þar sem ég hef ekki séð hann í 40 ár. Ég gaf samt út myndina af því sem mér finnst komast næst upprunanum. Allar hugmyndir, eða betri myndir af smáatriðunum eða jafnvel uppflettibók, væri frábær hjálp!

Með fyrir fram þökk. Paul.

Ekki minnst á smíðaár eða tímabil.



Teikning úr bókinni „Horse Drawn Sleighs“, eftir Susan Green. Önnur útgáfa 2003: Teikning af Cutter sem kemst hvað næst á þessum myndunum. Sést fuglahöfuðið (ornimentið), hvernig gengið er frá því, og hvar það er staðsett.




Heimild: Paul DeLongpre Facebook og teiknaðar myndir. Horsed Drawn Sleights, önnur útgáfa; Susan Green.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Float #2Float #2

0 Comments

Milk Float. Upphaflega mjög fallegur og vandaður vagn en er farinn aðeins að fölna. Annars góður fulltrúi mjólkurmenningar Bretlands á ákveðnu tímabili. Falur fyrir 896.000 kr. úti í Englandi.







Fundur 3.070 ára vagna og hesta frá Zhou-ættveldinuFundur 3.070 ára vagna og hesta frá Zhou-ættveldinu

0 Comments

Til er saga um orustu af Muye árið 1046 f.Kr., á milli 50.000 hermanna fornu kínversku Zhou-ættarinnar og 700.000 frá Shang-ættinni. Sagan segir að Shang-hermennirnir hafi verið svo óánægðir með leiðtoga sína að margir hlýddu og börðust en aðrir yfirgáfu Zhou, sem vann orrustuna og sannaði styrk þeirra í norðurhluta Kína.



Fornleifar frá Zhou-ættveldinu sem var langlífasta ætt Kína. Vandaður vagn var losaður úr gröf sinni, skreyttur með dreka, koparbjöllum og jaðri, vagn af konunglegum gæðum. Leifar af tveimur hestum með bronshjálma ásamt leirmunum og steináhöldum. Hver veit nema hermaðurinn, sem var þar, hafi tekið þátt í orrustunni um Muye? Hvort sem hann gerði það eða ekki, var hann greinilega sérstaklega heiðraður af fólki sínu eins og sést af auðlegð grafargripanna.



Mikilvægasta uppgötvunin í þessum uppgreftri var K1-vagninn og hestagryfjan. Gryfjan er rétthyrnd skaftgryfja, 7,1 m löng frá austri til vesturs, 3 m á breidd frá norðri til suðurs og 2,7 m djúp, með veggjum sem eru næstum bein. … Í gryfjunni voru tveir vagnar og bein tveggja hesta hvers vagns. Vagnarnir tveir snéru endum saman, með höfuð hestanna beint í austur. Vagn númer eitt … er hágæða með fallegum skreytingum. Vagninn og hestarnir tveir eru í tiltölulega góðu ástandi. Yfirbygging vagnsins er þakin rauðbrúnu lakki, með íhlutum eins og trébita undir vagninum og hliðarplankarnir skreyttir með rauðlakkaðri afmyndaðri drekahönnun. Krosstré á dráttarskaftinu eru skreytt með klingjandi bronsbjöllum. Bæði nöf öxulsins eru skreyttar með bronshettum. Framan á vagninum og á hvorri hlið yfirbyggingarinnar eru næstum ferköntuð jaðarstykki. Fyrir utan mikið af skreytingum á andlitum hestanna, ásamt mörgum leður- eða línhestakviðbúnaði skreyttum með bronsi, voru líka tveir bronshjálmar á höfði þeirra.“

Fornleifafræðingar fundu mörg ummerki um daglegt líf í grafreitnum, þar á meðal leirmuni, steináhöld, matreiðslupott og öskuholur. „Þetta sýnir að á þessu grafarsvæði var samtímabúseta. Að grafreiturinn og búsetusvæðið hafi annaðhvort verið á sama stað eða í nálægð hvort við annað er kannski afleiðing þess að íbúar hafa aðlagast hásléttunni í langan tíma.“ Greinin hjá Archaeology News Network gaf ekki til kynna hvaða ár grafreiturinn var virkur nema til að segja að hann væri af Zhou-ættveldistímabilinu.



Eftir orrustuna af Muye framdi konungur Shang-fólksins sjálfsmorð með því að loka sig inni í höll og brenna hana umhverfis sig. Leiðtogar Zhou-ættarinnar, sem stóð frá 1046 f.Kr. til 256 f.Kr., réttlættu landvinninga sína með því að segja að Shang hefði brotið gegn umboði himnaríkis eða brotið af sér með þeim guðum sem ráðandi voru. Alfræðiorðabókin Ancient History á netinu segir að hvert síðari kínverska ættarveldi sem tæki við af gömlu myndi réttlæta nýjar reglur með sömu skýringum.



Sumir af mikilvægustu persónum Kína til forna lifðu undir síðari hluta Zhou-ættarinnar, sem var talið tímabil listrænnar og vitsmunalegrar uppljómunar. „Margar af hugmyndunum sem þróaðar voru af persónum eins og Laozi eða Lao-Tsu, Confucius, Mencius og Mozi, sem allir bjuggu á Austur-Zhou tímabilinu, myndu móta eðli kínversks samfélags til dagsins í dag,“ segir í alfræðiorðabókinni.



Málverk sem sýnir fæðingu fornkínverska heimspekingsins Laozi, sem sagði: „Sá sem þjónar höfðingja manna í sátt við Tao mun ekki leggja heimsveldið undir sig með vopnavaldi. Slík hugsjón er vön að hafa hefnd í lestinni.“ (Málverk eftir Nyo/ Wikimedia Commons)

Heimild: https://waydaily.com/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Útfararvagn #6Útfararvagn #6

0 Comments

Smíðaður í Svíþjóð. Uppgerður og tilbúinn í útfarirnar.


Holland geymir hann núna en hann er til sölu.

Engar bremsur eru á vagninum og það kemur mér á óvart.


Þessi frágangur en nú með því besta sem maður hefur séð í vagnheimi.

Járnverk allt til fyrirmyndar.


Uppruna skiltið segir að hann er smíðaður í Svíþjóð. Eins segir útdráttur úr kataloginum hér fyrir neðan það sama.

Eins og ég sagði. Fallegt járnverk.

Skreytingar allar og út skurður er líka til fyrirmyndar og er ekki of mikill heldur passlegur fyrir þessa gerð vagna.

Hugsað er fyrir að það geti rignt og snjóað með yfirbreiðslu á Kúsksætið.

Hornsúlurnar er flottar og vel unnar.


Gagn að gólfið rispist ekki við notkun.

Skrautið er ákkúrat nóg. Vagninn ekki ofhlaðinn skrauti.


Skíðin fylgja með til að mæta vetri. Ekki hættir fólk að deyja þótt vetur sé!

Úrtak úr kataloginum. Fyrir þá sem eru lunknir í að lesa!

Til hægri er vagninn á skíðunum sínum.

Rockaway með 1/4 aukaplássi #113Rockaway með 1/4 aukaplássi #113

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway kvart pláss auka. Engin lýsing í sölubæklingnum. Sporöskjulaga gluggar báðum megin aftarlega á yfirbyggingunni. Aftur draganlegur toppur. Toga skal í steng með dúskinn á endanum, til að draga toppinn aftur. S- laga járn sem áður voru hné til að opna toppa eru notuð sem ornament . Lampar, hlíf framan (dash), fagurlega skreytt uppstig. Vagninn byggður á körfu (perk). Fjaðrabúnaðurinn er langsum að framan tvær fjaðrir en þversum að aftan ein fjöður. Sarven nöf. Útskurður er ekki mikill en samt sjáanlegur. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway með útskiptanlegu Kúsksæti. Engin lýsing fylgir vagninum í bæklingnum. Vagninn er með uppstig og aftur dreginn topp. Aftan á yfirbyggingunni er strengur með dúsk á endanum. Toga skal í til að draga toppinn aftur. Lampar eru til staðar og svo er Rockaway skreyttur á hurðum eða boðið upp á skjaldarmerki. Báðum megin aftarlega er gluggi sem er sporöskulaga og gefur vagninum sérstakt útlit. Vagninn er hengdur á þver fjöðrun aftan og tvær fjaðrir langsum að framan. Undir vagninum er slá á milli öxlanna sem kölluð er karfa og málvenja að segja vagninn byggðan á körfu. Sarven nöf eru til staðar. Aðaleinkenni Rockaway er að þakið er látið ná fram yfir kúskinn en í þessu tilfelli nær það aðeins yfir aftar kúsksætið. Gardínur eru til staðar. Fallegar bogalínur eru í gólfi yfirbyggingarinnar sem gefa vagninum fallegri blæ. Undirhlaup er fyrir framhjólin til að geta beygt krappar.Lítið Hammerklæði prýðir líka Kúsksætið. Engar bremsur.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Langferða leigu vagn #111Langferða leigu vagn #111

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Langferðavagn til leigu. Er vandaður að sjá og hefur líklega verið það. Vagninn er byggður á körfu. Það er bogadregna sláin undir yfirbyggingunni milli öxla. Afturdraganlegur toppur. Sjá streng efst aftan á yfirbyggingunni. Hlíf er að framan ljósker eru og töluvert af skrauti og útskurði. S-skraut á aftari hliðum ofarlega eða ornament. Vagninn er búinn Sarven nöfum sem voru nýjung á þessum tíma. Virðist vera mjög vandaður vagn hér á ferð, Listaverk. Bremsur ekki sjáanlegar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Léttur Coupé #108Léttur Coupé #108

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Léttur Coupe. Engin lýsing er við vagninn í auglýsingunni. En samt sjáum við að vagninn er mikið skreyttur og útskorinn og töluvert lagt í hann. Afturdraganlegur toppur sjá streng aftast á yfirbyggunni. Yfirbyggingin er bogadregin að neðan uppstig, ljósker, hlíf (dash) framan, byggður á körfu Perk sem er beygða járnstöngin milli öxlanna. Svo er S laga skraut (ornament) á aftari hluta efri hliða. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er búinn nýjunginni sem var um þriggja ára þarna eða Sarven nöfum. Listaverk er eins orðið sem manni kemur í hug. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu ofan á í hönnun síðar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Cumberland Cart bænda vagninn #1Cumberland Cart bænda vagninn #1

0 Comments

Skemmtilegt er að sjá skyldleika milli þessa grips og vagns eftir Thomas Stell sem þið getið séð fyrir neðan aðra mynd með því að smella á!


Vagninn var smíðaður á nítjándu öldinni á Hutton Le Forest Estate nálægt Penrith í Cumverland af vagnasmið (Wheelwrights) af því svæði. Sá vagnasmiður notaði tré frá því svæði. Vagninn var keyptur af bóndabýli í nágrenninu á níunda áratugnum. Vagninn er 99% upprunalegur, upphafleg heygrind og upphækkunarborð. Gólf vagnsins er upprunalegt líka og í frábæru ástandi. Kannski þarfnast vagninn pínulítillar vinnu til að vera tilbúinn í bústörfin, skemmtiakstur eða sýningu. Staðsetning í Suður Derbyshire.


Grindin ofan á vagninum á þessari mynd er til að flytja laust hey og hefur komið sér vel. Smellið hér þá sjáið þið skyldan vagn smíðaðan af Thomas Stell En þessi greining milli vagnasmiða á sama svæði og/eða milli landsvæða og jafnvel landa ásamt heimsálfum finnst mér skemmtileg!


Ef einhver hefur áhuga er verðið 750 pund.




Vagninn er smíðaður til að bera þungar byrðar


Hækkun á skjólborðunum var líka aukabúnaður eins og heygrindin sem velja mátti um hvort fylgja ætti í kaupunum. Svona er hefð fyrir að geyma vagnana uppi á aftari endanum, hvort sem hann er úti eða inni.


Heimild: Carriage and driving Equipment For Sale or Trade Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Ernie tveggja hjóla listaverk!Ernie tveggja hjóla listaverk!

0 Comments

Ég ætla að kallan hann Ernie vegna þess að það er plata á honum með því nafni en það er samt trúlega nafn eigandans en vagninn er óþekktur að gerð.


Vagninn hefur veitt sæmilegt skjól á þrjá vegu þegar gardínurnar hafa verið niðri og festar.

Hér sést fallegt bogalagið á vagn körfunni bæði ofan og neðan. Svo er hún beygð á þvervegin með aukasveigju.




Vel skreyttur en þarfnast alsherjar yfirhalningar með mikilli vinnu.

Ernie sennilega nafn húsbónda fjölskyldunar en við köllum vagninn bara Ernie af því að hann er óþekktur!

Nafn fjölskyldunar sem átti vagninn og hann var smíðaður fyrir 1897.

Festingar fyrir aukasæti/bráðabrygðasæti.

Ekki alltaf sem maður sér svona góðar og nákvæmar merkingar frá framleiðanda/smið.

Sýningarvagn Float #1Sýningarvagn Float #1

0 Comments
Passar við hest 142.24cm – 147.32cm á herðakamb. Upprunaleg í alla staði. Alvöru ,,Float” farartæki. Sagan liggur fyrir. £2750.



Borðið/hillan með járnspönginni á brúninni var notað undir mjólkurbrúsanna.

Hér sjáum við hvernig pallurinn var notaður undir mjólkurbrúsanna. En Þaðan kemur nafngiftin ,,Float”.

New Orleans vagninn #53New Orleans vagninn #53

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging og viðar hlíf framan (dash). Með sömu fylgi hlutunum og Box skutla númer 6. Fellanlegur toppur með 5 bogum, hátt bak og allt járn rafhúðað, Sarven nöf. Fallega skreytt á hliðunum. Fín og elegant létt vagn í útliti og fer gott orð af honum. Sjá meðmæla vottorð hér fyrir neðan. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Vottorð fyrir aukasæti, bráðabrygða.

Hestasleði #2Hestasleði #2

0 Comments

Brewster & Co / Brewster & Baldvin!

Sleði frá Brewster & Co í New York smíðaður um og í kringum 1890. Liturinn heitir Brewster-grænn með Maroon-rönd. Bólstrunin dökkgræn. Hlífin framan við skrautið og dráttarsköftin eru háð einkaleyfi. Sett af dráttarsköftum með upprunalegum bjöllunum festir við dráttarsköftin fylgja með.




Heimild: Antique carriages sales Facebook.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Florance topplausa #30Florance topplausa #30

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Fínn létt vagn (buggy) og sýningafær. Lokafrágangur með rafhúðuðu járnverki við fjaðrir, stífur, þrep, og bak. Hliðarnar stundum skreyttar með silfurskrauti. Venjulega er loka frágangurinn léttur. Heilt yfir er kerran mjög aðlaðandi. Vagninn er byggður á körfu sem er stöngin á milli öxlanna. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Tréspóna toppurinn #25Tréspóna toppurinn #25

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sænskan styður þessa þýðingu á nafni vagnsins en á sænsku heitir hann träull (tréull). Kannski átti nafnið að ýta undir hvað þægilegt væri að aka um í vagninum? Mjög tignarlegur stíll með máluðu skotti og viðar- hlíf (dash) framan. Snyrtilega skreyttur, uppstigið með skítahlíf yfir, járnslegin handrið og spangir, Vagninn er byggður á Körfu sem er stöngin milli öxlanna sem er stöðugleika og afskröltbúnaður. Fellanlegur toppur með handfangi. Kemur með Óperu ekils sæti eða ekki (Opera board). Svipaður og númer 4. en mun fínni fágangur. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Tontine toppurinn #24Tontine toppurinn #24

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Meira skrautfræstar hliðar en númer 21, vandaðri frágangur. Tontine vagninn hefur fengið heims viðurkenningu fyrir íburð og fegurð, hann er mjög rúmgóður en yfirbyggingin stendur nokkuð hátt frá jörðu. Vagninn er byggður á körfu sem er stöngin milli öxlanna sem gerir vagninn stöðugri ásamt engra hliðarsveiflanna. Sami vagn og númer 22 nema með vönduðum fimm boga topp. Bremsur eru ekki sýnilegar. Ég ætla að gefa mér að heitið Tontine sé hugsanlega sótt í að safna sjóði. En samningur þessa snúnings gengur út á að hlutur hvers og eins hækkar eftir því sem fleiri deyja frá samningnum eða sjóðnum og sá sem lifir lengst af öllum sjóðseigendum vinnur allan pottinn. Ágæti lesandi kannski ertu með aðrar kenningar um þessa nafngift væri gaman ef þú mundir skrifa mér í athugasemdum. Vagninn er með sæti aftan við aðalsætið ef vel er að gáð, á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Heimild: Google leit Yfirlestur: Yfirlestur.is Þýðandi: vélþýðing.is Samantekt og skráning: Friðrik Kjartansson

Borgar toppurinn #23Borgar toppurinn #23

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Yfirbyggingin er lík og á vagn 21 en er samt svo lítið frábrugðinn. Létt að fella og reisa toppinn sem er fimm boga. Vagninn er byggður á Körfu sem er stöngin milli öxlanna og gerir það að verkum að þagga skröltið og gefa stöðugleika í formi þess að hliðarsveiflan er engin. Er hægt að nota til margra hluta. Lokafrágangur … (ólæsilegt vegna skemmda í handriti) … fínasta handverk. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Sport vagninn #22Sport vagninn #22

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Skrautfræstar hliðar meira en númer 21. Vandaður frágangur. Sport-vagninn hefur fengið heims viðurkenningu fyrir íburð og fegurð. Mjög rúmgóður en yfirbyggingin stendur nokkuð hátt frá jörðu. Vagninn (the buggy) er byggð á körfu stöngin sem er á milli öxlanna til að aukins stöðugleika. Bremsur ekki sjáanlegar. Er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar.

Topplausa borgin #21Topplausa borgin #21

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Yfirbyggingin með háum hliðum og að framan járnhlíf (dash). Hliðar panillinn skrautfræstur og röndóttur. Skottið saumað og rykkt, járnklætt uppstig og járnbrautarsæti svo er líka hægt að fá lokafrágang svartan. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo vinsælt vagna hönnun síðar.

Reyrhliða vagninn #19Reyrhliða vagninn #19

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Léttur og smekklegur létta vagn, mikið notaður í Vestur og Norðurhluta USA í þéttbýlum. Þó minna vinsæll en á árum áður. Leðurhlíf fremst (Dash). Reisanlegur og fellanlegur skermur. Vagninn (buggy) er byggð á körfu stöngin á milli öxlanna sem veitir stöðugleika. Vagninn er með einföldum lokafrágangi en samt sem áður gerðarlegur. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar

Georgía topplausa #16Georgía topplausa #16

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Hönnunin og stíllinn er ríkjandi í Georgíu, eins og nafnið gefur til kynna. Svo er restin af textanum ólæsileg vegna skemmda enda 160 ára handrit. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á 2 fjöðrum langsum undir yfirbyggingunni, ekki hliðar fjöðrum út við hjól, sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Fjaðrastangir.

Concord með topp #15Concord með topp #15

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þessi stíll er tekur mið vagnasmiðina í Concord, N.H. þar sem nafnið tekur nafn af bænum. Létta vagninn er vandaður, með herta öxla og enskar stál- fjaðrir. Concord er hannaður fyrir erfiðar aðstæður og mikla notkun og misjafna og engin Létta vagn (buggy) ekur ljúfar eða er betra að sitja í sem gefur grunn ánægju, það er að segja ef þessi gerð er vel smíðuð. Vagninn fær mikil meðmæli og í notkun í öllum landshlutum (USA). Bremsur ekki sjáanlegar.
Concord vagninn er á 2 fjöðrum langsum undir yfirbyggingunni, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna úti við hjól. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar. Vegna skemmda í 160 ára bæklingnum var þetta næsta kerra að kynna, en vafalaust eru einhverjir demantar týndir inn í fortíðina og koma aldrei til með að sjást aftur, því miður. Á milli fjaðrana langsum með yfirbyggingunni báðum megin liggja stangir sem eru partur af fjarðakerfi þessa létta vagns sem eru með fjaðrir langsum undir yfirbyggingunni.

Hér er svo ljósmynd af að vísu stærri Concord en samt má greina fjaðrabúnaðin sem segja má að sé sérstakur. Vinsældartímabil þessarar vagn gerðar var frá 1850 til 1880

Jósefína topplausa #10Jósefína topplausa #10

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Vagn no 10. Ekki veit ég hvers vegna vantar 3 á milli, kannski prentvilla sem fékk að halda sér í 160 ár óbreytt. Við skulum kalla þennan Jósefínu topplausu. Mjög létt með engan topp. Má hengja á kross eða stangarfjaðrir. Er mjög létt og seig í hraðakstri. Létta vagn (buggy) er byggð á körfu stöngin milli öxlanna sem veitir bæði stöðugleika og þaggar skröltið. Engar bremsur.