Tag: bólstrun

Síams Pæeton #1Síams Pæeton #1

0 Comments

Ingenhoes-De Bilt Er þrykkt á hjólkoppanna og er skapari vagnsins í Hollandi!













Ekki amalegur sæti til ferðalaga. Svo eru sessurnar lausar til þrifa. Bara losa beltin sem halda þeim.

Victor Lelorieux #1Victor Lelorieux #1

0 Comments

Einn af fjársjóðum Topkapi hallar Istanbul, Tyrklandi. Sýning í Beykozcam Kristalsafniu. Fjársjóður smíðaður af Victor Lelorieux í París. Sérfræðingurinn Libourel útskýrir hér fyrir neðan.


Victor Lelorieux vagninn á sýningu í Tyrklandi, Istanbul.

þessi vagn er óvenjulegur frá mörgum sjónarhornum. Byrjum á að tala um kúpt glerþakið og litaðar glerplötur á neðri hluta yfirbyggingar en þessi vagn er hannaður og smíðaður í París, Frakklandi. Vagn gerðin heitir Victor Lelorieux í höfuð skapar síns og á annari mynd sjáum við nafnið á hjólnöfunum. Vagninn var sérsmíðaður 1863. fyrir Sultan Abdulaziz 1830 – 1876. Victor Lelorieux setti upp vagnaverksmiðju í Champas-Elysées árið 1844. Lelorieux hlaut tvenn heiðursverðlaun á fjölsýningu í París 1855 fyrir ,,sedan vagninn (sic) fyrir fjóra hesta hengdan á níu fjaðrir.” Sjá opinberan katalog af Parísarsýingunni 1855. 1869 sagði dagblaðið Le Cocher Francais Lelorieux húsið meðal elstu verstæðanna sem skera sig úr vegna lúxus yfirbygginga á vagna. Lelorieux verkstæðið hefur útvegað samtökum hesta og asna ræktenda í frakklandi. 73 af þessum vögnum eru en þá varðveittir.


Veltisætis vagninn #70Veltisætis vagninn #70

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Veltisætis vagninn hefur engan texta í sölubæklingnum. Vagninn er búinn uppstigi, hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur, bremsur ekki sjáanlegar. Litla teikning efst í aðalteikningunni er af veltisætinu. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Sarven nöf í miðju hjólanna. Útskurður til skrauts er greinilegur enda vagninn vandaður í heild. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er stöngin undir vagninum

Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Carbriolet með fullvaxna toppnum hefur enga textalýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum á myndinni að hann er með uppstig, hlíf framan, sæti fyrir fjórar manneskjur og svo er hann byggður á körfu stöngin sem er neðst undir vagninum. Ég tel fullvíst að vagninn sé á Sarven nöfum þótt teikningin sé ónákvæm með það. Engar bremsur eru sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar.

Brett #1Brett #1

0 Comments

Brett er mjög sjaldgæfur og hreint ævintýri að finna þá gerð hvar sem er í heiminum!


Teikning frá nítjándu öld af Brett svona til hliðsjónar myndunum hér fyrir neðan.

Mikil vinna ef taka á þennan sjaldgæfa grip til endurbóta. En það væri samt verðugt verkefni. Fundinn sennilega nýlega í hlöðu eða úti húsi. Þetta hefði ég haldið að væri mjög sjaldgæfur vagn í nútímanum en það var töluvert mikið af þeim á Vagna öldum. Brett mun þessi gerð heita ef mér skjöplast ekki. Líklega er hann dýr í innkaupi í núverandi mynd en samt betra að kaupa hann en smíða samkvæmt íslensku verðlagi. Vinnan of dýr. Til Samanburðar er gömul teikning frá nítjándu öld af Brett hestvagni. Þeir voru stórir sport vagnar fyrir þá ríku á vagna öldum. Hér er um dýrgrip að ræða!

Hér þarf nýtt húdd! Aurbrettin eru á sínum stað.

Vandaður fjaðrabúnaður sem þarf að hreinsa og mála til fyrra útlits!

Hjólkopparnir hafa áletrun skapara síns trúlega en það var venjan!

Allt járnverk er vandað í upphafi sem auðveldar að hreinsa það og koma í fyrra horf!

Buneos Aires og heiti smiðsins!

Vandað og aftur vandað!

Það sem eftir er af þessari bólstrun sýnir að vandaður hugur og hönd hefur verið lögð í verkið!

Armhvíla, uppstig og festingar fyrir lampa. Yfirbyggingin er frekar löng og töluvert í hana lagt bæði í vinnu og efni!

Undirhlaup fyrir framhjólasamstæðuna, litlar og sætar hurðar og vönduð uppstig smíðuð eins og rist svo skíturinn falli til jarðar þegar skafið var af botni skóbúnaði. Veitti ekki af því fyrir 150 árum var mikið um drullu á vegum og strætum.

Cabriolet #4Cabriolet #4

0 Comments

Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni


Fjögra hjóla Amerískur Cabriolet
Gozzandini

Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.


Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Vagninn er búinn niðurfellanlega barnaframsætinu. Ekki er texti við myndina í heimildunum frá 1860. En við sjáum að vagninn er með uppstig þótt lítið fari fyrir þeim á myndinni og hann er með fimm toppboga vandaðan topp. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Það sést nú ekki vel en sennilega er hann á Sarven nöfum. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er eining byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Brewster Pæton með tágofnu sæti #12Brewster Pæton með tágofnu sæti #12

0 Comments

Brewster Pæton. Hefur verið geymdur í hlöðu með loftslagsstýringu. Vagninn er með Dickie sæti þar sem tágakarfan er staðsett núna. Farkosturinn var endurnýjaður að fullu með nýrri bólstrun og línumálun. Var sýningarvagn á Morgan Gold Cup Heritage Class og vann fyrsta sæti. Hjólin eru glæný frá Statesman í Hólms sýslu. Ný dráttarsköft frá Middlefield Ohio. Efnið í bólstrunina er frá Woodland Coach í Hólmes sýslu. Upprunalega er vagninn smíðaður af Brewster eftir 1838 og einhvern tímann á líftíma Brewster framleiðandans. En þar sem vagninn er búinn Sarven nöfum þá er líklegast að hann hafi smíðast eftir 1857 en það ár komu Sarven nöfin fram.

Þess má geta að Brewster var talið toppframleiðandi hvað gæði varðaði á líftíma sínum.



Dayton Brett #66Dayton Brett #66

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Viktoria #1Viktoria #1

0 Comments

Uppgerð í upprunalegu ástandi eins og ný!


Súper vel uppgerð Viktoría. Í topp standi. Fallega bólstruð. Lítið og sætt sæti fyrir blómastúlku og dreng í fremri hluta farþegarýmis. Smíðaár ekki tilgreint né framleiðandi eða vagnsmiður. Sér stakleg passlegur vagn í brúðkaup, skrúðgöngur og kynningarviðburði. Sérstakt verð líka eða £3450. Er staðsett í Blackpool.

Það vita kannski flestir en Viktoria var skírð eftir Viktoríu Englandsdrottningu þegar hún ríkti.

Eistök reisn og stíll yfir þessum fallega vagni.

Hér sjáum við niðurfellanlega barnasætið fyrir aftan Kúsk sætið. T.d. Milrod er með svipað sæti og Pæton svo einhverjir séu nefndir.

Glæsileiki!

Fer vagninum vel húddið þegar það er uppi.

Hér er Viktorían fyrir uppgerð og hafa sennileg verið notaðir tveir vagnar í að endurbyggja hana því á kerrunni eru önnur Viktoría.

Prinsinn af Wales #63Prinsinn af Wales #63

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Prinsinn af Wales er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum. Vagninn er með fellanlegan vandaðan topp með fimm bogum sem var talið flott. Svo er hann með hlíf framan og á þver fjöðrum ásamt einföldu uppstigi. Engar bremsur sjáanlegar. Teikningin gefur okkur til kynna að vagnkarfan/yfirbyggingin sé fléttuð úr tágum. Sarven nöf prýða líka vagninn.

Jagger vagninn #62Jagger vagninn #62

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Jagger er þessi vagn nefndur og það fylgir engin lýsingartexti. Samkvæmt myndinni að vagninn er á þver fjörðum. Sarven nöf sjáum við líka í hjólmiðju. Tvær persónur hafa sætispláss. Hlíf fremst. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Gasellu vagninn #61Gasellu vagninn #61

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gasellan er ekki með textalýsingar í sölubæklingnum. Við sjáum hins vegar á myndinni að hún er með þverfjaðrir, hlíf framan ásamt því að byggð á körfu en það eru stangirnar langsum undir yfirbyggingunni svo er sennilega gott skott að aftan, en það er bara ágiskun. Sarvin nöf sjáum við líka á myndinni. Engar bremsur sjáanlegar. Verulega léttur vagn eins og sjá má af teikningunni og nafninu.

Boston Chaise #60Boston Chaise #60

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Boston skutlan er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum, en við sjáum að hún er með fimm boga vönduðum toppi sem er niðurfellanlegur. Vagninn er með góðu bólstruðu sæti fyrir tvær persónur. Svo er skutlan hengd á leðurólar langsum, til fjöðrunar og mýktar, eitthvað sem kom á undan fjöðrum yfirleitt, en líklega er hún líka hugsuð til aksturs á tilbúnum strætum Boston sem eru misjafnlega vel slétt, sum eða öll steinilögð með tilheyrandi skrölti á ferðinni. Tvö uppstig eru á kerrunni og hlíf framan. Engar bremsur sjáanlegar. Fjöðrun vagnsins eru leðurólar, langsum. Varð notað nær eingöngu í fortíðinni með misjöfnum árangri.

Whitney vagninn #59Whitney vagninn #59

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Whitney heitir þessi myndarlegi vagn. Þrjár sætaraðir. Yfirbyggingin er hengd á þverfjaðrir svo er meira að segja sætisbak hátt á aftasta sætinu einig er hann búin hlíf að framan uppstigum á sex stöðum. Stöng milli öxlanna er kölluð karfa svo vagninn er byggður á körfu. Nýjungin í þessum vagni felast í Sarven nöfunum. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Rockaway Indjánavagninn #55 & #55BRockaway Indjánavagninn #55 & #55B

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway vagn, mjög fallegur og léttur . Sætin eru stillanleg og annað sætanna er útskiptanlegt. Fyrir einn hest og fjölskylduna er þessi vagn passlegur. Sveigð yfirbygging, skreytingar á hliðum. Sarven nöf í hjólamiðju. Geymsla undir sætum, leðurhlíf framan (dash). Hátt bak. Snyrtilegur frágangur, tvöfalt uppstig. Nýr stíll sem vekur aðdáun fyrir þægindi og hagkvæmni. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Eins vagn og númer 55 en með fjórum sætum sem hægt er að taka burtu eftir þörf. Bremsur ekki sjáanlegar.

Hertoga vagninn #54Hertoga vagninn #54

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhrein með út skiptanlegu sæti og með viðbætur í toppi. Fremra sætið brotið saman aftur á bak og aftara sætið er hægt að taka, eins og sést á mynd númer 54 B. Þægileg og passleg fyrir tvær persónur. Þegar eitt sæti er notað er hægt að brjóta saman toppinn upp. Er hægt að breyta á einni mínútu. Sarven nöf sjáum við líka. Svo er líka hægt að fá þessa kerru (buggy) með tveimur föstum sætum, sama útlit. Það er ekki minnst á það í lýsingunni á kerrunni en það eru greinilega lampar á henni. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

New Orleans vagninn #53New Orleans vagninn #53

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging og viðar hlíf framan (dash). Með sömu fylgi hlutunum og Box skutla númer 6. Fellanlegur toppur með 5 bogum, hátt bak og allt járn rafhúðað, Sarven nöf. Fallega skreytt á hliðunum. Fín og elegant létt vagn í útliti og fer gott orð af honum. Sjá meðmæla vottorð hér fyrir neðan. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Vottorð fyrir aukasæti, bráðabrygða.

Álmbæjar toppurinn #51Álmbæjar toppurinn #51

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Nýr og fallegur stíll, smíðuð af besta fáanlega efni og handverki. Einfaldur og fínn frágangur. Skermur/toppur úr silki eða leðri. Fallegt skraut á hliðum. Myndin sýnir vagn með Sarven einkaleyfis járn nöfunum, frábær framför frá fyrri gerð hjóla og þau sterkustu í notkun. Þeir sem vilja létta og sniðugan létt vagn verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa. Nýjasti stíllinn og virkilega fínn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð ofan á í hönnun síðar.

Stúdenta vagninn #50Stúdenta vagninn #50

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Mjög létt og sniðugur stíll. Skreyttar hliðar, skreyttar langsum stangir milli öxla ásamt raf húðuðum þrepum. Fín lokavinna. Nýjasta hönnunin t.d. Sarven nöf. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Á milli fjarðanna langsum með yfirbyggingunni báðum megin liggja stangir sem eru partur af fjarðakerfi þessa vagns. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Peninga vagninn #49Peninga vagninn #49

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging. Leðurhlíf faman (dash), vandaður og fellanlegur toppur, hátt bak, riffluð þrep, rafhúðaðar járn, skott geymsla. Besti vagninn fyrir þetta verð sem gerð hefur verið. Nýungin Sarven nöf. Gefur raunverulega upplifun. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805 Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing Friðrik Kjartansson Yfirlestur: Yfirlestur.is