Tag: armhvíla

Kriket vagninn #57Kriket vagninn #57

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Kriket vagninn er ekki með topp. Er á hliðar fjöðrum, fjaðra stangirnar langsum með yfir byggingunni. Bein yfirbygging og járnhlíf fremst. Einstaklega létt sæti. Sérbyggð fyrir gangstigið brokk. Flott skott, Skreytt og útskorin. Sarven nöf er nýung á þessum tíma. Léttasti vagninn sem er í notkun nú um stundir. Þyngd frá 72,5748 kíló til 102,058 kíló. Bremsur ekki sjáanlegar.Vagninn er á langsum fjöðrum, eða hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Ernie tveggja hjóla listaverk!Ernie tveggja hjóla listaverk!

0 Comments

Ég ætla að kallan hann Ernie vegna þess að það er plata á honum með því nafni en það er samt trúlega nafn eigandans en vagninn er óþekktur að gerð.


Vagninn hefur veitt sæmilegt skjól á þrjá vegu þegar gardínurnar hafa verið niðri og festar.

Hér sést fallegt bogalagið á vagn körfunni bæði ofan og neðan. Svo er hún beygð á þvervegin með aukasveigju.




Vel skreyttur en þarfnast alsherjar yfirhalningar með mikilli vinnu.

Ernie sennilega nafn húsbónda fjölskyldunar en við köllum vagninn bara Ernie af því að hann er óþekktur!

Nafn fjölskyldunar sem átti vagninn og hann var smíðaður fyrir 1897.

Festingar fyrir aukasæti/bráðabrygðasæti.

Ekki alltaf sem maður sér svona góðar og nákvæmar merkingar frá framleiðanda/smið.

Fangavagnar #2Fangavagnar #2

0 Comments

Endursmíðaður af Hansen Wheel & Wagon shop USA!


Skrifað af forráðamanni Hansen til skemmtunar og fróðleiks!
Við hjá Hansen Wheel & Shop vorum að enda við að lúka smíði þessa fangavagns fyrir viðskiptavin. Strákarnir okkar hika ekki við að læsa inni reglubrjótar sem kunna að verða á vegi þeirra. Einhverjir hafa meira að segja skar fangamarkið sitt inni í vagninum, þið vitið til að hjálpa til við auðkenninguna.

Falleg vinna á þessum vagni eins og öllu frá Hansen!

Hér eru svo fangamörkin sem minns er á undir fyrstu myndinni efst.

Meira af fangamörkum í bókstaflegum skilningi!

Snyrtilegur og vel smíðaður fram úr hófi. Passlega fínn og eða grófur! Er byggður á hjólasamstæður fjögra hjóla eins og hefð var fyrir í USA (Gear)

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson Yfirlestur: yfirlestur.is

Olíu flutninga vagn #1Olíu flutninga vagn #1

0 Comments

Algjörlega upprunalegur!


Upplýsingar ekki fyrir hendi en er staðsettur í Englandi. Smíða ár ekki tilgreint.

Vagninn var byggður til að bera á milli 3 til 4 tonn kannski meira. Það met ég út frá uppbyggingu undirvagnsins ( the gear). Gengju teinn/skrúfteinninn með hjólið ofan á vinstra megin í myndinni, er til að bremsa og taka bremsurnar af og hefur þurft að vera öflugt enda sýnist manni það.

Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: yfirlestur.is Heimild: Myndir fengnar að láni hjá The Antique Carriage Collectors Club Facebook.

Rockaway Indjánavagninn #55 & #55BRockaway Indjánavagninn #55 & #55B

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway vagn, mjög fallegur og léttur . Sætin eru stillanleg og annað sætanna er útskiptanlegt. Fyrir einn hest og fjölskylduna er þessi vagn passlegur. Sveigð yfirbygging, skreytingar á hliðum. Sarven nöf í hjólamiðju. Geymsla undir sætum, leðurhlíf framan (dash). Hátt bak. Snyrtilegur frágangur, tvöfalt uppstig. Nýr stíll sem vekur aðdáun fyrir þægindi og hagkvæmni. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Eins vagn og númer 55 en með fjórum sætum sem hægt er að taka burtu eftir þörf. Bremsur ekki sjáanlegar.

Útfarar vagn #2Útfarar vagn #2

0 Comments

Mertz & Riddle


Þessir eru ekki lengur að aka almennt um á jarðafarardegi. Frá 19 öldinni, Gull Laufavagn í miðborg Norður Karólínu. Ásett verð eða besta boð; $9000 eða besta boð.




Mér finnst gaman að sjá hinar ýmsu útgáfur af tengi- aðferðum við t.d. tvítréð og eða flest allar tengingar og festingar. Þær eru barn síns tíma en samt talandi dæmi um ráðdeild og vönduð vinnubrögð. Það liggja alltaf ákveðnar forsendur á bak við hönnun festinga og samsetninga.

Hertoga vagninn #54Hertoga vagninn #54

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhrein með út skiptanlegu sæti og með viðbætur í toppi. Fremra sætið brotið saman aftur á bak og aftara sætið er hægt að taka, eins og sést á mynd númer 54 B. Þægileg og passleg fyrir tvær persónur. Þegar eitt sæti er notað er hægt að brjóta saman toppinn upp. Er hægt að breyta á einni mínútu. Sarven nöf sjáum við líka. Svo er líka hægt að fá þessa kerru (buggy) með tveimur föstum sætum, sama útlit. Það er ekki minnst á það í lýsingunni á kerrunni en það eru greinilega lampar á henni. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

New Orleans vagninn #53New Orleans vagninn #53

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging og viðar hlíf framan (dash). Með sömu fylgi hlutunum og Box skutla númer 6. Fellanlegur toppur með 5 bogum, hátt bak og allt járn rafhúðað, Sarven nöf. Fallega skreytt á hliðunum. Fín og elegant létt vagn í útliti og fer gott orð af honum. Sjá meðmæla vottorð hér fyrir neðan. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Vottorð fyrir aukasæti, bráðabrygða.

Álmbæjar toppurinn #51Álmbæjar toppurinn #51

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Nýr og fallegur stíll, smíðuð af besta fáanlega efni og handverki. Einfaldur og fínn frágangur. Skermur/toppur úr silki eða leðri. Fallegt skraut á hliðum. Myndin sýnir vagn með Sarven einkaleyfis járn nöfunum, frábær framför frá fyrri gerð hjóla og þau sterkustu í notkun. Þeir sem vilja létta og sniðugan létt vagn verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa. Nýjasti stíllinn og virkilega fínn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð ofan á í hönnun síðar.

Stúdenta vagninn #50Stúdenta vagninn #50

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Mjög létt og sniðugur stíll. Skreyttar hliðar, skreyttar langsum stangir milli öxla ásamt raf húðuðum þrepum. Fín lokavinna. Nýjasta hönnunin t.d. Sarven nöf. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Á milli fjarðanna langsum með yfirbyggingunni báðum megin liggja stangir sem eru partur af fjarðakerfi þessa vagns. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Peninga vagninn #49Peninga vagninn #49

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging. Leðurhlíf faman (dash), vandaður og fellanlegur toppur, hátt bak, riffluð þrep, rafhúðaðar járn, skott geymsla. Besti vagninn fyrir þetta verð sem gerð hefur verið. Nýungin Sarven nöf. Gefur raunverulega upplifun. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805 Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing Friðrik Kjartansson Yfirlestur: Yfirlestur.is

Létt vagn bænda #47Létt vagn bænda #47

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur niðurfellanlegur, hátt sætisbak, að fullu rafhúðaðar samsetningar og stífur, skott kassi að aftan. Góður stíll og fyrir þetta verð mjög eftirsóknarverð. Bremsur ekki sjáanlegar. Sarven nöf um 3 ára gömul uppfinning. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Undirhlaup topplaus #46Undirhlaup topplaus #46

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Opið sætisbak, riffluð þrep, rafhúðaðar armhvílur og stífur, skott. Lítill beygjuradíus undirgangs hjólar samstæðu. Létt að komast um borð og af. Svo er vagninn búinn Sarven nöfum sem var 3 ára gömul uppfinning þarna. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síða. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Normal vagninn #44 #45Normal vagninn #44 #45

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Góð, ódýr, sterk og hönnuð fyrir vonda vegi. Viðar hlíf framan (dash) bólstrað skott og opið bak. Mjög þægileg. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er með þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á hönnun síðar.

Eins og númer 44 nema að auki með fellanlegum toppi.

Ekran #42 #43Ekran #42 #43

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Ekran topplausa er rúmgóð og þægileg í notkun. 3 ára gömul nýung prýðir líka vagninn eða Sarven nöf. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Bremsur ekki sjáanlegar.

Ekran með topp, en að öðru leiti eins og topplausa Ekran. Bremsur ekki sjáanlegar. Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: yfirlestur.is

Wiklina na Wasągu frá Póllandi#1Wiklina na Wasągu frá Póllandi#1

0 Comments

Aðeins smíðaður í einu héraði í Póllandi, hvergi annars staðar á jörðu!

Ljósmyndir: Maciej Musiał frá Dobroń héraði í Póllandi. Maciej er líka heimildarmaður minn fyrir miklu af heimildunum sem fram koma um þennan vagn!


Wiklina na Wasągu. Ekki bein þýðing yfir á ensku eða íslensku. Við höldum okkur við frumnafnið enda heppilegast. Maciej Musial og faðir hans smíðuðu þennan vagn saman en þeir reka hestvagnaleigu til skemmtiaksturs, brúðkaupaaksturs og allt þar á milli. Hérna sjáum við ótrúlega hreinan ásetning í að bjarga sér við lítil efni. Efnið er ekki meira en nauðsynlega þarf til að úr verði traustur vagn með nógan burð til daglegs brúks. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is


Sætin ofan úr stráum á járngrind, armhvílur úr járni, uppstig úr járni og bogakjálki til að styrkja burð vagnsins á afturhjólum. Yfirbyggingin úr harðviðargrind að innanverðu með tágum. Hefðbundnar járngjarðir á hjólunum ásamt nafböndum. Bátalag á yfirbyggingunni er líka sérstakt vegna þess að það er aðeins táknrænt fyrir þetta svæði/hérað í Póllandi, Dobroń. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is


Smurfeiti fatan hangir á sínum stað aftur undir vagninum. Í árdaga hefur hún innihaldið jurta- eða dýrafitu til smurningar hjólanna og nýtist kannski enn? Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is

550.000 ísl. kr. þarf að borga fyrir þennan grip. En svo vill til að ég veit að hann er seldur.


Harðviðargrind vagnsins sést vel á þessari mynd, með ívafi járnstyrkingar á afturhlið. Þessi lausn í formi harðviðarbogans sem nær út fyrir hjólin og niður í nafið er þekkt í Austur-Evrópu og er snilldarbragð til að auka burð vagna. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is

Bátalagið á yfirbyggingunni er sérstakt fyrir þetta svæði/hérað en hefur engan annan tilgang en að vera nokkurs konar einkenni svæðisins. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is

Líklega er einn aðalburðarbiti fram eftir miðju vagnsins sem tengist á báða öxlana sem og tveir bitar hvor sínu megin við miðjubitann en þeir eru stuttir og ná ekki á milli öxla. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is

Járngrind ber uppi sætin sem ofin er með stráum. Sést vel í enda járngrindarinnar þar sem endarnir hvíla bognir yfir efsta burðarbita. Uppstigin sækja líka styrk sinn í þrjá punkta til að auka styrk þrepanna. Tveir burðarpunktar þrepanna sækja burð upp í efsta bita. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is


Líklega er þessi vagn mest notaður til fólksflutninga en gæti líka verið notaður til lítilla aðdrátta fyrir heimilið í formi vöru. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is

Fjórar manneskjur fá pláss í einu. Hér er Maciej Musial og faðir hans fremst í vagninum en kona Maciej Musial í aftara sætinu og móðir Maciej Musial. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is

Póstvagn #1Póstvagn #1

0 Comments

Nákvæm eftirsmíði!


Eftirgerð smíðuð af Don Leonard frá Pulaski í Illinois. Þessi vagn hefur aldrei verið notaður og alltaf geymdur inni. í besta ástandi sem finnst í USA. Verð: 25.000 dollarar. Póstvagninn er staðsettur einhverstaðar í Greenville Ohio USA. Heimild: Carriages for sale and wanted north america only Facebook

Takið eftir fjöðrunar búnaðinum, leðólar undir yfirbygguna sem hengdar eru í nokkurskonar C gálga.









Brougham Shofle #7Brougham Shofle #7

0 Comments

Lýsing á Brougham Shofle í The English Coach Builders Sýningarskránni, heimssýningunni 1862

Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég ekki að Brougham hefði líka komið í svona formi, því verð ég að pósta þessu og þetta er stór frétt fyrir mig. Ég treysti mér ekki til að þýða seinna nafn þessa Broughams en læt bara enska heitið halda sér en það gæti verið þýtt sem skóflan. Svo lærði ég líka að Brougham er borið fram „Brom“: Vefsíðueigandi

http://www.handverkfridriks.com/brougham-shofle/brougham-shofle-2/

Ef hugmyndin er að auglýsa þægindi Brougham samfara léttleika yfirbyggingarinnar, hneigjumst við að því að geta ekki sagt sannar frá. Hugmyndin er að vissu leyti reynd, kannski ekki alveg orginal. Líkindi meðal vagna. Ef okkur skjátlast ekki þá var sýndur svipaður vagn á sýningunni 1851 og síðan hafa verið gerðar margar tilraunir svipaðar þessari. Nokkrir vagnar voru líka sameinaðir í hugmyndinni. Fram á sjónarsviðið komu bæði almennings- og prívatfarartæki en hurfu á stuttum tíma í limbói vannýttra og síðan eyðingar. Shofle-formið á vagninum varð vinsælt upp á síðkastið meðal aðalsmanna. Sama hvaðan vagninn fær líkindin. En í þessu tilviki þróaðist vagninn lengra samfara notadrýgri. Hann er líklegri til að ná vinsældum núna en áður fyrr vegna þess að tískan er ekki þröskuldur núna sem áður fyrr. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Heimildir: The English Coach Builders 1887 bls 19-20
Yfirlestur: malfridur.is

Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson

Brougham Studebaker framlengdur #5Brougham Studebaker framlengdur #5

0 Comments

Brougham Studebaker extension á frummálinu!


Smíðaður snemma á 20. öldinni. Fannst í vöruhúsi Marshall Fields og var uppgerður af Ernie Schwartz sem sýningarvagn á safn. Kistan aftan á getur verið fjarlægð til að halda virðingu við upprunann, hönnunina og raunveruleika þess tíma þegar vagninn var smíðaður. Undirskurðurinn (under cut) sést vel á myndinni undir Kúsksætinu. Heiti vagnsins á frummálinu: Studebaker extension-front Brougham Staðsettur Homer Glen, Illinois L, USA

Heimild: Myndir fengnar að láni frá Antique Carriage Facebook

Brougham vagnarnir urðu vinsælir víða um heim og margir vagnasmiðir og framleiðendur tóku þá upp á arma sína. Enda ákveðin framför þegar þeir komu fram fyrst í Bretlandi um 1838. Þaðan var fyrirmyndin fengin frá Frakklandi sem er eiginlegur uppruni þessarar gerðar. Viktoría Englandsdrottning fékk sér unninn Brougham handa sér. En þá til á safni Royal fjölskyldunnar.




Cut Under Runnabout #1Cut Under Runnabout #1

0 Comments

Skorin undir, Nýmáluð og bólstruð!


Topp ástand
Nýmálaður og bólstraður. Er með skiptisæti/bráðabrygðasæti. Lampar og yfirbreiðsla innifalin verð $5500.
Ef við horfum vel sjáum við ,,Undirskurð” (cut under) undir Kúsksætinu sem hleypir framhjólunum undir vagninn við krappar beygjur. Staðsett í Scottsville, New York

Heimild: Mynd fengin að láni frá Carriages for sale and wanted north America only Facebook

Ekki er minnst á smíðaár eða aldur.


Brougham lestarstöðvar verðlaunavagn #4Brougham lestarstöðvar verðlaunavagn #4

0 Comments

Þessi Brougham hestvagn er á hinu dásamlega safni Misdee Wrigley Miller. Þetta er lestarstöðvar Brougham, Brewster & Co., New York. Árið 1901 var byggður fyrir J.H. Moore og langafi Misdees, William Wrigley yngri, eignaðist hann. Fjölskyldan notaði þennan vagn til að sækja gesti á lestarstöðina og setti farangurinn á þakið.

The American Saddlebred Museum vefsíða.
Heimild: Myndin fengin að láni frá: Kathleen Haak sem tók myndina.

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is