Tag: armhvíla
Ernie tveggja hjóla listaverk!Ernie tveggja hjóla listaverk!
Ég ætla að kallan hann Ernie vegna þess að það er plata á honum með því nafni en það er samt trúlega nafn eigandans en vagninn er óþekktur að gerð.
Olíu flutninga vagn #1Olíu flutninga vagn #1
Algjörlega upprunalegur!
Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: yfirlestur.is Heimild: Myndir fengnar að láni hjá The Antique Carriage Collectors Club Facebook.
Wiklina na Wasągu frá Póllandi#1Wiklina na Wasągu frá Póllandi#1
Aðeins smíðaður í einu héraði í Póllandi, hvergi annars staðar á jörðu!
Ljósmyndir: Maciej Musiał frá Dobroń héraði í Póllandi. Maciej er líka heimildarmaður minn fyrir miklu af heimildunum sem fram koma um þennan vagn!
Wiklina na Wasągu. Ekki bein þýðing yfir á ensku eða íslensku. Við höldum okkur við frumnafnið enda heppilegast. Maciej Musial og faðir hans smíðuðu þennan vagn saman en þeir reka hestvagnaleigu til skemmtiaksturs, brúðkaupaaksturs og allt þar á milli. Hérna sjáum við ótrúlega hreinan ásetning í að bjarga sér við lítil efni. Efnið er ekki meira en nauðsynlega þarf til að úr verði traustur vagn með nógan burð til daglegs brúks. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Sætin ofan úr stráum á járngrind, armhvílur úr járni, uppstig úr járni og bogakjálki til að styrkja burð vagnsins á afturhjólum. Yfirbyggingin úr harðviðargrind að innanverðu með tágum. Hefðbundnar járngjarðir á hjólunum ásamt nafböndum. Bátalag á yfirbyggingunni er líka sérstakt vegna þess að það er aðeins táknrænt fyrir þetta svæði/hérað í Póllandi, Dobroń. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Smurfeiti fatan hangir á sínum stað aftur undir vagninum. Í árdaga hefur hún innihaldið jurta- eða dýrafitu til smurningar hjólanna og nýtist kannski enn? Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
550.000 ísl. kr. þarf að borga fyrir þennan grip. En svo vill til að ég veit að hann er seldur.
Harðviðargrind vagnsins sést vel á þessari mynd, með ívafi járnstyrkingar á afturhlið. Þessi lausn í formi harðviðarbogans sem nær út fyrir hjólin og niður í nafið er þekkt í Austur-Evrópu og er snilldarbragð til að auka burð vagna. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Bátalagið á yfirbyggingunni er sérstakt fyrir þetta svæði/hérað en hefur engan annan tilgang en að vera nokkurs konar einkenni svæðisins. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Líklega er einn aðalburðarbiti fram eftir miðju vagnsins sem tengist á báða öxlana sem og tveir bitar hvor sínu megin við miðjubitann en þeir eru stuttir og ná ekki á milli öxla. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Járngrind ber uppi sætin sem ofin er með stráum. Sést vel í enda járngrindarinnar þar sem endarnir hvíla bognir yfir efsta burðarbita. Uppstigin sækja líka styrk sinn í þrjá punkta til að auka styrk þrepanna. Tveir burðarpunktar þrepanna sækja burð upp í efsta bita. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Líklega er þessi vagn mest notaður til fólksflutninga en gæti líka verið notaður til lítilla aðdrátta fyrir heimilið í formi vöru. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Fjórar manneskjur fá pláss í einu. Hér er Maciej Musial og faðir hans fremst í vagninum en kona Maciej Musial í aftara sætinu og móðir Maciej Musial. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Brougham Shofle #7Brougham Shofle #7
Lýsing á Brougham Shofle í The English Coach Builders Sýningarskránni, heimssýningunni 1862
Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég ekki að Brougham hefði líka komið í svona formi, því verð ég að pósta þessu og þetta er stór frétt fyrir mig. Ég treysti mér ekki til að þýða seinna nafn þessa Broughams en læt bara enska heitið halda sér en það gæti verið þýtt sem skóflan. Svo lærði ég líka að Brougham er borið fram „Brom“: Vefsíðueigandi
Ef hugmyndin er að auglýsa þægindi Brougham samfara léttleika yfirbyggingarinnar, hneigjumst við að því að geta ekki sagt sannar frá. Hugmyndin er að vissu leyti reynd, kannski ekki alveg orginal. Líkindi meðal vagna. Ef okkur skjátlast ekki þá var sýndur svipaður vagn á sýningunni 1851 og síðan hafa verið gerðar margar tilraunir svipaðar þessari. Nokkrir vagnar voru líka sameinaðir í hugmyndinni. Fram á sjónarsviðið komu bæði almennings- og prívatfarartæki en hurfu á stuttum tíma í limbói vannýttra og síðan eyðingar. Shofle-formið á vagninum varð vinsælt upp á síðkastið meðal aðalsmanna. Sama hvaðan vagninn fær líkindin. En í þessu tilviki þróaðist vagninn lengra samfara notadrýgri. Hann er líklegri til að ná vinsældum núna en áður fyrr vegna þess að tískan er ekki þröskuldur núna sem áður fyrr. Bremsur eru ekki sjáanlegar.
Heimildir: The English Coach Builders 1887 bls 19-20
Yfirlestur: malfridur.is
Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson
Brougham Studebaker framlengdur #5Brougham Studebaker framlengdur #5
Brougham Studebaker extension á frummálinu!
Smíðaður snemma á 20. öldinni. Fannst í vöruhúsi Marshall Fields og var uppgerður af Ernie Schwartz sem sýningarvagn á safn. Kistan aftan á getur verið fjarlægð til að halda virðingu við upprunann, hönnunina og raunveruleika þess tíma þegar vagninn var smíðaður. Undirskurðurinn (under cut) sést vel á myndinni undir Kúsksætinu. Heiti vagnsins á frummálinu: Studebaker extension-front Brougham Staðsettur Homer Glen, Illinois L, USA
Heimild: Myndir fengnar að láni frá Antique Carriage Facebook
Brougham vagnarnir urðu vinsælir víða um heim og margir vagnasmiðir og framleiðendur tóku þá upp á arma sína. Enda ákveðin framför þegar þeir komu fram fyrst í Bretlandi um 1838. Þaðan var fyrirmyndin fengin frá Frakklandi sem er eiginlegur uppruni þessarar gerðar. Viktoría Englandsdrottning fékk sér unninn Brougham handa sér. En þá til á safni Royal fjölskyldunnar.
Brougham lestarstöðvar verðlaunavagn #4Brougham lestarstöðvar verðlaunavagn #4
Þessi Brougham hestvagn er á hinu dásamlega safni Misdee Wrigley Miller. Þetta er lestarstöðvar Brougham, Brewster & Co., New York. Árið 1901 var byggður fyrir J.H. Moore og langafi Misdees, William Wrigley yngri, eignaðist hann. Fjölskyldan notaði þennan vagn til að sækja gesti á lestarstöðina og setti farangurinn á þakið.
The American Saddlebred Museum vefsíða.
Heimild: Myndin fengin að láni frá: Kathleen Haak sem tók myndina.
Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is