Tag: armhvíla
Prest Pæton körfuvagn #10Prest Pæton körfuvagn #10
Heillegur Bast-körfu Pæton fyrir prest. Ekki upplýsingar um smíðaár. Vagninn er með bremsum, járnhjólbörðum, kúskurinn situr aftan við prestinn, langsum fjaðrir, hlíf framan úr Bast-tágum, vandaðar bremsur, uppstig fremst og aftan fyrir kúsk. (Kúskur er ekki til í íslenskri orðabók!?
Á milli píláranna sést uppstigið fyrir prestinn en uppstigin er vönduð og öflug þverfjöður að framan sem algengt er í þessum vögnum. Eftirtektarvert er hve fáir pílárar eru í framhjólinu eða tíu stykki vegna þess að í þá daga var reynt að hafa vagnana eins létta og efnið leyfði sem smiðirnir höfðu að vinna úr. Pílárafjöldinn þarf alltaf að vera slétt tala svo tveir pílárar gangi í hvern félaga (ysti boginn), félagarnir eru stundum í hálfboga eins og mér sýnist vera uppi á teningnum hér.
Járnverkið er vandað og líka bremsurnar ásamt bremsustönginni.
Hér er brakkettið/uppistaðan fyrir bakið og kúsksvipuhaldarinn.
Væri augnayndi þessi vagn ef hann væri uppgerður og vel til hafður.
Gæti þetta verið framleiðslunúmer?
Hér sjáum við undir setuna!
Dráttarsköftin eru nett en samt sterk.
Yfirlestur: malfridur.is
Prest Pæton körfuvagn #4Prest Pæton körfuvagn #4
Frá Flæmingjalandi, Prest Pæton. Gegnheil yfirbygging, allur málmur er heill og með sköftum/dráttarkjálkum. Hjólin eru slæm. Var keyptur til að gera upp en hefur breyst. $650 staðsett nálægt Virginíu. Fredericksburg,
Tímans tönn hefur beitt sér!
Skilti frá framleiðanda. Erfitt er að lesa úr þessu en möguleiki er að hann hafi verið smíðaður 1895?
Léttavagn frá 1860 til 1869 #1Léttavagn frá 1860 til 1869 #1
Buggy eins og hún heitir á frummálinu, einstaklega fallegt eintak!
Olmsted Falls geymir þessa gullfallegu léttakerru (Buggy). Stór glæsileg léttakerra smíðuð 1860 til 1869 eða á þeim áratug. Uppgerð í það ástand sem eru gæði fyrir safn fyrir einhverjum árum síðan. Það finnst ekki betra eintak af orginal léttakerru. Alltaf geymd inni við bestu aðstæður, raka og hita. Getur aðeins verið sýnd áhugasömum með fyrir fram pöntun á tíma.
Þýðandi og skráning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Heiti vagnhluta í léttvagniHeiti vagnhluta í léttvagni
Heimildir: John Deere Buggies, stofnað 1837. and Wagon eftir Ralph C. Hughes
Skýringamynd: Heiti vagnhluta sem gæti gert þig að létt – vagns sérfræðingi. Lærðu bara öll partanöfn létta vagnsins. Létta- vagnar og vagnar höfðu lítið sameiginlegt. Létta- kerran var byggð með hraða í huga en vagninn byggður fyrir styrk og notkunargildi. Létta-vagnar voru byggðir í stíl þæginda og tísku yfirstandandi tímabils líkt og sportbílar nútímans. Smellið á myndirnar hér að neðan til að stækka!
partaheiti í fremri hluta topps efri hluti
Partheiti í aftari hluta topps efri hluti
Partaheiti miðhluti framan
Partaheiti í miðhluta aftan
Partaheiti neðri hluti framan
Partaheiti í neðri hluta aftan
Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is