Tag: armhvíla

Fjölskyldu langferðavagninn #105Fjölskyldu langferðavagninn #105

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning!

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Hammer viðhafnar klæðiHammer viðhafnar klæði

0 Comments

Klæði í kring um Kúsksætið!


Hammer er stórt klæði oft rykkt og ríkulega prýtt útsaumi, gimsteinum, blúndum og gulli. Því er komið fyrir kringum sæti Kúsksins að ákveðinni venju.

Hammer klæði sem klæðir af Kúsksætið á uppruna sinn í þegar vegirnir voru vegleysur og mikið var um bilanir í vögnunum, þá hafði Kúskurinn verkfærakistu undir sætinu sem í var hamar og önnur verkfæri tiltæk. Skrautlegt klæði var vafið um og yfir kassann til að fela hann. Tilvitnun í Gentleman´s Magazine 1795 vol. 65, page 109. Þegar langferðavagnar og Chariot´s komu fyrst fram forfeður okkar svo sparsamir sem þeir voru hlóðu byrgðum um borð fyrir fjölskyldur sínar með það fyrir augum að færa fjölskyldum sínu við heimkomuna til London. ,,The hamper“. Vafið í klæði var notuð sem geymsla ásamt því að vera sæti fyrir Kúskinn.
Seinna breyttist fyrirbærið í kassa. Er þá örugglega þróun verkfæra kistunnar klædda skrautklæðum. Gæti jafnframt verið afleiðing hljóðbreytingar orðsin ,,armour -cloths”. Aftur er hér tilvitnun í bréf til bæjar
blaðsins 1859: Fréttaritari skrifaði með tilvísan til orðsins: Í einni af lýsingum á eigum sýslumanns embættisins er orðið ,,hammer -klæði” notað í lýsingu á viðauka við Kúsksætið. Tilvísun endar.

Heimild: Svör vikuleg spurningar og svör. Replies a weekly journal of question and answer [vol. II., No. 35, Nov. 29, 1879. bls.138]

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: yfirlestur.is


Mynd fengin að láni frá Wikipedia.

Coupe Rockaway #102Coupe Rockaway #102

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Coupe Rockaway er ekki með texta í sölubæklingnum. Opnanlegur toppur dreginn aftur. Strengur aftast og efst á yfirbyggunni. Uppstig, lampar, skrautlykkja aftan yfir fjöðrinni sem er stífa í leiðinni, hlíf framan (dash). Vagninn er byggður á körfu (perk). Járnslá sem tengir fram og aftur öxull. Svo er sporöskjulaga gluggi aftast á yfirbyggingunni og annar skreyttur efst í hurðinni. Skraut (onamet) aftan og ofan við sporöskulaga gluggann, líklega bara til skrauts. Bremsur ekki sjáanlegar. Veglegur vagn og mikið Listaverk. Vagninn er á þver fjöðrum framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er á Sarven nöfum sem var nýjung 1860.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Tonga #1Tonga #1

0 Comments

Hestvagn, þekktur sem Tonga var góður ferðamáti fjölskyldunnar. Vagninn getur borið 6 til 8 manns ásamt að minnsta kosti tveimur litlum börnum. Vagninn er miklu stærri en Rickshaw eða bíll. Með tímanum útrýmdi áætlunarbílar Tonga. Að fá þjónustu fyrir hest í borginni Peshawar Pakistan var mikil áskorun fyrir Kúskinn (úrdu orð þýðir eigandi Tonga) Tonga. Meirihluti eigenda Tonga höfðu völd og áhrif í samfélaginu. Tvisvar vorum við og frændur tæplega 7 með nokkur börn að ferðast með í Tonga og hesturinn hafði ekki getu til að draga okkur öll. Ég var hræddur við að ferðast í Tonga eftir slys. Kúskurinn virtist ekki hafa þekkingu á hámarkshleðslu vagnsins en meir áhuga á peningum. Tonga hefur reynst farsæll í að flytja stúlkur til skóla og aftur heim úr skóla ásamt framhaldsskólum í Peshawer, þar sem ég bjó og sá þessa vagna. Fimm til sex stúlkur voru sáttar með að borga fasta upphæð fyrir skólaakstur. Kúskurinn var líka ánægður með viðskiptin. Skólastelpurnar voru ánægðar með að þurfa ekki að ganga snemma á morgnana ásamt gangandi og hlaupandi fólki sem gat líka fengið far ef pláss var.

Tonga kom fyrst fram hjá Pólýnesíska konungsveldinu. Tonga var fyrst smíðuð fyrir um 3.000 árum á eyjunni Tonga. Af austurindónesískumælandi fólki af Lapita menningu. Lapita fólkið var mest þekkt fyrir vandað og skreytta leirmuni. Frá 10. öld var Tonga stjórnað af röð heilagra konunga og drottningar, Tu’i Tonga. Heimild: Britannica

Heimild: Pakistan old pic lovers á Facebook

Þýddi og skrásetti Friðrik Kjartansson

Yfirlestur. yfirlestur.is

Milord #2Milord #2

0 Comments

Milord til sölu í Póllandi. Engar upplýsingar en samt heillegur gripur og vel uppgeranlegur!








Síams Pæeton #1Síams Pæeton #1

0 Comments

Ingenhoes-De Bilt Er þrykkt á hjólkoppanna og er skapari vagnsins í Hollandi!













Ekki amalegur sæti til ferðalaga. Svo eru sessurnar lausar til þrifa. Bara losa beltin sem halda þeim.

Veltisætis vagninn #70Veltisætis vagninn #70

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Veltisætis vagninn hefur engan texta í sölubæklingnum. Vagninn er búinn uppstigi, hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur, bremsur ekki sjáanlegar. Litla teikning efst í aðalteikningunni er af veltisætinu. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Sarven nöf í miðju hjólanna. Útskurður til skrauts er greinilegur enda vagninn vandaður í heild. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er stöngin undir vagninum

Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Carbriolet með fullvaxna toppnum hefur enga textalýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum á myndinni að hann er með uppstig, hlíf framan, sæti fyrir fjórar manneskjur og svo er hann byggður á körfu stöngin sem er neðst undir vagninum. Ég tel fullvíst að vagninn sé á Sarven nöfum þótt teikningin sé ónákvæm með það. Engar bremsur eru sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar.

Pæton smáhesta körfuvagn #13Pæton smáhesta körfuvagn #13

0 Comments

Pæton með yfirbyggingu úr ofnum tágum. Ekkert minnst á smíða ár. Vagninn situr á tveim þver fjöðrum og gúmmí pulsu yst á hjól hringnum. Svo er vagninn með dráttarsköft ásamt aurbrettum.

Listarlega ofninn yfirbygging situr vel á undirvagninum og vagninn er heillegur en þarfnast samt alúðar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Brett #1Brett #1

0 Comments

Brett er mjög sjaldgæfur og hreint ævintýri að finna þá gerð hvar sem er í heiminum!


Teikning frá nítjándu öld af Brett svona til hliðsjónar myndunum hér fyrir neðan.

Mikil vinna ef taka á þennan sjaldgæfa grip til endurbóta. En það væri samt verðugt verkefni. Fundinn sennilega nýlega í hlöðu eða úti húsi. Þetta hefði ég haldið að væri mjög sjaldgæfur vagn í nútímanum en það var töluvert mikið af þeim á Vagna öldum. Brett mun þessi gerð heita ef mér skjöplast ekki. Líklega er hann dýr í innkaupi í núverandi mynd en samt betra að kaupa hann en smíða samkvæmt íslensku verðlagi. Vinnan of dýr. Til Samanburðar er gömul teikning frá nítjándu öld af Brett hestvagni. Þeir voru stórir sport vagnar fyrir þá ríku á vagna öldum. Hér er um dýrgrip að ræða!

Hér þarf nýtt húdd! Aurbrettin eru á sínum stað.

Vandaður fjaðrabúnaður sem þarf að hreinsa og mála til fyrra útlits!

Hjólkopparnir hafa áletrun skapara síns trúlega en það var venjan!

Allt járnverk er vandað í upphafi sem auðveldar að hreinsa það og koma í fyrra horf!

Buneos Aires og heiti smiðsins!

Vandað og aftur vandað!

Það sem eftir er af þessari bólstrun sýnir að vandaður hugur og hönd hefur verið lögð í verkið!

Armhvíla, uppstig og festingar fyrir lampa. Yfirbyggingin er frekar löng og töluvert í hana lagt bæði í vinnu og efni!

Undirhlaup fyrir framhjólasamstæðuna, litlar og sætar hurðar og vönduð uppstig smíðuð eins og rist svo skíturinn falli til jarðar þegar skafið var af botni skóbúnaði. Veitti ekki af því fyrir 150 árum var mikið um drullu á vegum og strætum.

Cabriolet #4Cabriolet #4

0 Comments

Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni


Fjögra hjóla Amerískur Cabriolet
Gozzandini

Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.


Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Vagninn er búinn niðurfellanlega barnaframsætinu. Ekki er texti við myndina í heimildunum frá 1860. En við sjáum að vagninn er með uppstig þótt lítið fari fyrir þeim á myndinni og hann er með fimm toppboga vandaðan topp. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Það sést nú ekki vel en sennilega er hann á Sarven nöfum. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er eining byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Írski hliðarsæta vagninn #1Írski hliðarsæta vagninn #1

0 Comments

Lýsing hliðarsætavagnsins á írsku á frummálinu Irish outsite car


Írski hliðarsætavagninn. Bianconi hannaði þennan vagn. The Irish Outsite car
Forveri vagnsins að ofan og sá fyrsti á Írlandi.

Ef einn vagn ætti að vera fulltrúi eins lands væri það án efa þessi einstaki og vel hannaði tveggja hjóla vagn á myndinni. Fallegur vagn sem verðskuldar réttan titil. Írski vagninn með hliðarsætin. Vagn sem sameinar bæði einkavagn og leiguvagn. Í þessu tilviki getur Kúskurinn setið til hliðar og snúið fram á ská. Til að bjóða fjórum farþegum far mætti hafa framvísandi sæti á miðju fremst og vagnasmiðir gætu útbúið afturvísandi sæti að aftan fyrir þjónustufólkið. Vagnar til prívatnotkunar voru yfirleitt alltaf betur frágengnir en leiguvagnar með leðurhlíf framan, vandaðra áklæði í bólstruðum sætum, rafhúðuðu járnverki og lömpum.

Málsetningar hliðarsæta vagnsins

Heildarlengd með dráttarsköftum 9 fet og 7 tommur = 2.956.56 sentimetrar. Heildarbreidd með uppstigum 6 fet og 10 tommur = 1.859.28 sentimetrar. Heildarhæð 4 fet og 11 tommur = 1.252.728 sentimetrar. Hæð hjóla 3 fet og 0 tommur = 0,914.4 sentimetrar. Lengd fjaðra 4 fet og 0 tommur = 1,219.2 sentimetrar. Sporvídd 3 fet og 9 tommur = 1,188.72 sentimetrar.

Önnur hönnun eða gerð sem var af írskri gerð var póstvagn kynntur af Bianconi. Sá vagn var verulega stækkuð gerð af hliðarsætavagninum og fjögurra hjóla vagni sem er ekki til upprunalegur í dag. Mynd að neðan.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Brewster Pæton með tágofnu sæti #12Brewster Pæton með tágofnu sæti #12

0 Comments

Brewster Pæton. Hefur verið geymdur í hlöðu með loftslagsstýringu. Vagninn er með Dickie sæti þar sem tágakarfan er staðsett núna. Farkosturinn var endurnýjaður að fullu með nýrri bólstrun og línumálun. Var sýningarvagn á Morgan Gold Cup Heritage Class og vann fyrsta sæti. Hjólin eru glæný frá Statesman í Hólms sýslu. Ný dráttarsköft frá Middlefield Ohio. Efnið í bólstrunina er frá Woodland Coach í Hólmes sýslu. Upprunalega er vagninn smíðaður af Brewster eftir 1838 og einhvern tímann á líftíma Brewster framleiðandans. En þar sem vagninn er búinn Sarven nöfum þá er líklegast að hann hafi smíðast eftir 1857 en það ár komu Sarven nöfin fram.

Þess má geta að Brewster var talið toppframleiðandi hvað gæði varðaði á líftíma sínum.



Dayton Brett #66Dayton Brett #66

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Viktoria #1Viktoria #1

0 Comments

Uppgerð í upprunalegu ástandi eins og ný!


Súper vel uppgerð Viktoría. Í topp standi. Fallega bólstruð. Lítið og sætt sæti fyrir blómastúlku og dreng í fremri hluta farþegarýmis. Smíðaár ekki tilgreint né framleiðandi eða vagnsmiður. Sér stakleg passlegur vagn í brúðkaup, skrúðgöngur og kynningarviðburði. Sérstakt verð líka eða £3450. Er staðsett í Blackpool.

Það vita kannski flestir en Viktoria var skírð eftir Viktoríu Englandsdrottningu þegar hún ríkti.

Eistök reisn og stíll yfir þessum fallega vagni.

Hér sjáum við niðurfellanlega barnasætið fyrir aftan Kúsk sætið. T.d. Milrod er með svipað sæti og Pæton svo einhverjir séu nefndir.

Glæsileiki!

Fer vagninum vel húddið þegar það er uppi.

Hér er Viktorían fyrir uppgerð og hafa sennileg verið notaðir tveir vagnar í að endurbyggja hana því á kerrunni eru önnur Viktoría.

Meistarinn #64Meistarinn #64

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Meistarinn hefur ekki neina lýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum fjögra boga vandaðan topp ásamt Sarven nöfum. Hlíf og þverfjaðrir. Númer 61, 63 og 64 eru allar með nýjum stíl (ný kynslóð) og verða að skoðast í raunveruleikanum til að hægt sé að meta þær að verðleikum en vegna stíls og lokafrágangs eru fáir vagnar sem standa þeim jafnfætis. Í frágangi eru vagnarnir allar af léttari gerðinni. Engar bremsur sjáanlegar. Meistarinn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Prinsinn af Wales #63Prinsinn af Wales #63

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Prinsinn af Wales er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum. Vagninn er með fellanlegan vandaðan topp með fimm bogum sem var talið flott. Svo er hann með hlíf framan og á þver fjöðrum ásamt einföldu uppstigi. Engar bremsur sjáanlegar. Teikningin gefur okkur til kynna að vagnkarfan/yfirbyggingin sé fléttuð úr tágum. Sarven nöf prýða líka vagninn.

Jagger vagninn #62Jagger vagninn #62

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Jagger er þessi vagn nefndur og það fylgir engin lýsingartexti. Samkvæmt myndinni að vagninn er á þver fjörðum. Sarven nöf sjáum við líka í hjólmiðju. Tvær persónur hafa sætispláss. Hlíf fremst. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Gasellu vagninn #61Gasellu vagninn #61

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gasellan er ekki með textalýsingar í sölubæklingnum. Við sjáum hins vegar á myndinni að hún er með þverfjaðrir, hlíf framan ásamt því að byggð á körfu en það eru stangirnar langsum undir yfirbyggingunni svo er sennilega gott skott að aftan, en það er bara ágiskun. Sarvin nöf sjáum við líka á myndinni. Engar bremsur sjáanlegar. Verulega léttur vagn eins og sjá má af teikningunni og nafninu.

Boston Chaise #60Boston Chaise #60

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Boston skutlan er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum, en við sjáum að hún er með fimm boga vönduðum toppi sem er niðurfellanlegur. Vagninn er með góðu bólstruðu sæti fyrir tvær persónur. Svo er skutlan hengd á leðurólar langsum, til fjöðrunar og mýktar, eitthvað sem kom á undan fjöðrum yfirleitt, en líklega er hún líka hugsuð til aksturs á tilbúnum strætum Boston sem eru misjafnlega vel slétt, sum eða öll steinilögð með tilheyrandi skrölti á ferðinni. Tvö uppstig eru á kerrunni og hlíf framan. Engar bremsur sjáanlegar. Fjöðrun vagnsins eru leðurólar, langsum. Varð notað nær eingöngu í fortíðinni með misjöfnum árangri.

Whitney vagninn #59Whitney vagninn #59

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Whitney heitir þessi myndarlegi vagn. Þrjár sætaraðir. Yfirbyggingin er hengd á þverfjaðrir svo er meira að segja sætisbak hátt á aftasta sætinu einig er hann búin hlíf að framan uppstigum á sex stöðum. Stöng milli öxlanna er kölluð karfa svo vagninn er byggður á körfu. Nýjungin í þessum vagni felast í Sarven nöfunum. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar