Category: England & Norður Írland
Fimmta hjólið #1Fimmta hjólið #1
Höfundur bókarinnar G.A. Thrupp getur ekki hafa verið að tala um neitt annað en ,,Fimmta hjólið”!
Park Drag #1Park Drag #1
Heimild: The Antique Carriage Collectors Club Facebook
Park Drag. Upprunninn í Englandi. Smíðaður af Brewster & Co. í New York. Raðnúmer 19786. Teikning númer 4207. Þessi vagn var upphaflega seldur J.H. Shults of NY árið 1893. Mr. Shults rak eitt stærsta bakaríið í Brooklyn að nafni John H. Shults Bakery Co. Vagninn var keyptur af Robinson-fjölskyldunni í Pennsylvaníu á uppboði og fór í uppgerð. Hann var endurmálaður í upprunalegum litum eins og upprunalega teikningin segir. Innréttingunni frá Brewster var haldið upprunalegri. Póstvagninn er seldur með lömpum, fimm dráttarjafnvægisbitum, dráttarþverbita, dragskóm, regnhlífarkörfu, uppstigs úr innan við hjól, samsettri svipu og fótbrettislampa framan. Hliðarljósin, stöngin og dragskórinn hafa fylgt vagninum frá upphafi. Vagninn var byggður á teikningu númer 4207 (er neðarlega á bls.) og ég hef hengt við mynd af þeirri teikningu sem er á skrá hjá Metropolitan Museum of Art í NYC. Carriage Journal til að fá grein eftir Merri Ferrell um teikningu númer 4207 og fleiri framúrskarandi verk, sem hefur verið fest aðeins nokkrum sinnum síðan það var endurreist. Til sölu og verðs sé þess óskað.
Yfirlestur: malfridur.is
Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson
Formáli að Saga hestvagna á tímum Charles IIFormáli að Saga hestvagna á tímum Charles II
,,Chi va piano, va sano.”
Sá sem fer hægt, fer heilbrigður ítalskt spakmæli
Vorið 1876. Var ég beðin um af félagi um eflingu lista, iðnaðar og verslunar að undirbúa röð fyrirlestra um vagnasmíði. Ég valdi að flétta sögu listar inn sem líklegra var til að verða skemmtilegra en tæknilegar lýsingar um aðferðir við smíði farartækja. Ég þurfti samúð almennings í listinni. Verulega mikilvægt fyrir þessarar aldar kröfur. Auk þess sem ég beindi athygli handverksfólks iðngreina okkar að þeim grundvallar reglum sem gilda um smíði vagna. Ég þarf vart að bæta við að ég fékk frá félagi listamanna alla þá aðstoð sem það hafði á sínu valdi við að semja efni fyrirlestranna og einnig við gerð þeirra fjölmörgu skýringarmynda sem þeir voru sýndir með; þeir hjálpuðu enn fremur til við að útvega mjög mikla aðsókn handverksmanna, atvinnurekenda og listamanna,
Tilvitnun!
Who goes softly, goes safely.
ásamt öðrum sem áhuga hafa á menntun í vagnasmíði. Ég flutti fyrirlestrana i nóvember og desember í fyrra, í stóra herberginu þeirra við John Street, Adelphi. Það er óskandi að þessir fyrirlestrar verði endurútgefnir í upprunalegu formi. Ég átti mjög erfitt með að skilja lögun farartækjanna sem forfeður okkar notuðu vegna þess að ekki var um að ræða frásögn eða lýsingu á nokkurn hátt. Einnig vegna mjög óljósra lýsinga í bókum um þetta efni, sem þó voru ekki alltaf skrifaðar í tæknilegum tilgangi. Leit þurfti í bókum og rannsaka málverk og gömul grafíkverk. Þannig gekk ég úr skugga um form hinna eldri vagna. Auðvitað var bæði tími minn og tíma gluggi takmarkaðar við nokkra mánuði. Ég er í litlum vafa um að stórar og ríkar námur sé en eftir óséðar. Engu að síður er ég glaður að taka á móti öllum upplýsingum sem stækki og breikka núverandi þekkingu. Til gæti verið en í Englandi og erlendis gamlir vagnar sem eiga skilið lýsingu og mynd áður en þeir farast; of umfangsmiklir til varðveislu í alþjóða söfnum. Fágætar bækur eða textar gætu en þá verið til í mörgum bókasöfnum sem hægt væri að ská einnig skráning á því sem listamenn vagnasmíðinnar skilja eftir sig að lífslokum. Öllum samskiptum verður þakksamlega haldið til haga á aðgengilegum stað til aðstoðar framtíðar skráningarmönnum sem tíma hafa aflögu til að útbúa heildrænni og þéttari skráningar en ég af sögu vagnasmíða.
G.A. Thrupp
Yfirlestur: Yfirlestur.is
Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson
Fara og lesa 1 kafla
Hammer viðhafnar klæðiHammer viðhafnar klæði
Klæði í kring um Kúsksætið!
Hammer klæði sem klæðir af Kúsksætið á uppruna sinn í þegar vegirnir voru vegleysur og mikið var um bilanir í vögnunum, þá hafði Kúskurinn verkfærakistu undir sætinu sem í var hamar og önnur verkfæri tiltæk. Skrautlegt klæði var vafið um og yfir kassann til að fela hann. Tilvitnun í Gentleman´s Magazine 1795 vol. 65, page 109. Þegar langferðavagnar og Chariot´s komu fyrst fram forfeður okkar svo sparsamir sem þeir voru hlóðu byrgðum um borð fyrir fjölskyldur sínar með það fyrir augum að færa fjölskyldum sínu við heimkomuna til London. ,,The hamper“. Vafið í klæði var notuð sem geymsla ásamt því að vera sæti fyrir Kúskinn.
Seinna breyttist fyrirbærið í kassa. Er þá örugglega þróun verkfæra kistunnar klædda skrautklæðum. Gæti jafnframt verið afleiðing hljóðbreytingar orðsin ,,armour -cloths”. Aftur er hér tilvitnun í bréf til bæjar
blaðsins 1859: Fréttaritari skrifaði með tilvísan til orðsins: Í einni af lýsingum á eigum sýslumanns embættisins er orðið ,,hammer -klæði” notað í lýsingu á viðauka við Kúsksætið. Tilvísun endar.
Heimild: Svör vikuleg spurningar og svör. Replies a weekly journal of question and answer [vol. II., No. 35, Nov. 29, 1879. bls.138]
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: yfirlestur.is
Cabriolet #4Cabriolet #4
Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni
Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.
Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Gullvagn enska heimsveldisins #3Gullvagn enska heimsveldisins #3
Gullvagn stóra Bretlands er en til sýnis í Royal Mews í Buckinham höllinni
Smíðaður 1762 og notaður af ríkjandi konungum og drottningum til krýninga og flestra opnana þingsins síðan 1762. Eins og flestir vagnar í eigu hins opinbera stór og fyrirferðamikið farartæki sem viktar um fjögur tonn, mælist 24 feta langur 7,3152 metra , 8,3 fet á breidd 2,52984 metrar og 10 feta á heildarhæð 3,048 metrar.
Það eru mikið magn gyllinga á vagninum og myndin á panel hlið vagnsins gerði Florentine málari Clipriani. Sir William Chambers hannaði vagninn en það eru engar heimildir um hverjir smíðuðu hann. Skreytingar vagnsins eru mjög vandaðar og hafa allar fígúrur eru ásamt konunga hefðum heimsveldisins.
Grind yfirbyggingar vagnsins er bogadregin og endurspeglar átta Pálmatré með greinar út úr toppnum sem forma stoðir fyrir þakið. í miðju þaksins eru útskornir þrír kerúbar sem bera konungs/drottningar kórónuna og halda ýmsum ríkistáknum í höndum sér. Vagninn er hengdur upp á leðursólum sem haldnir eru af fjórum útskornum fígúrum í líkamsstærð og fótstykki kúsksins er stór hörpuskel sem studd er á reyrbúntum. Átta hestar draga venjulega vagninn og upphaflega var Kúskur á fótstykkinu plús einn þjónn. Í seinni tíð var kassinn fyrir Kúskinn tekinn. Í staðinn sitja fjórir þjónar hestanna.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Búslóðarflutninga vagninn #2Búslóðarflutninga vagninn #2
Í stórum dráttum voru vagnarnir ferkantaður kassi í laginu
Húsgagnaflutninga vagninn voru smíðaðir í þremur stærðum sem kalla mætti litlar, meðalstór og stórir. Voru á milli 12 til 18 fet að lengd. Í stórum dráttum voru vagnarnir ferkantaður kassi í laginu til að geta
rúmar sem mest af húsgögnum og öðrum hlutum heimilis. Boga þakið skilar regnvatninu hratt af þakinu. Aðgengið að vagnrýminu var haft eins gott og hægt var með stórum hurðum hliðarhengdum að aftan. Kúsksætið var staðsett venjulega fremst hátt uppi og stundum bókstaflega á þakinu. Í viðleitni til að nýta sem best 7 feta breiðan kassann voru hjólin höfð það lítil að hæð þeirra var neðan við gólflínu yfirbyggingar. Ef stór hjól voru aftan var boga dregin innfelling tekin rúmlega fyrir hjólin inn í hliðarnar. Þessir boga hjólaskálar þurfa bara að vera fimm tommur inn í hliðina svo lítið af innra rými flutningakassans var lítið skert.
Áður framkomnir búferlaflutningavagnar höfðu flatt gólf en eftir að Purdy kynnti sina hönnun sem var niðurfellt gólf alla leið frá um miðju vagnsins og aftur úr og notaði niðurfelldan öxul til að framkvæma það tóku margir þessa hönnun til notkunar. Vegna risastórra flata á hliðum og bakhlið máluðu eða létu eigendurnir mála auglýsingar á alla fleti. Heimilsfang, fyrirtækisnafn, svæði þjónustunnar og allt annað sem hver og einn eigandi vagnanna ákvað. Ólíkt í nútímanum þar sem stórir fletir eru hafðir auðir en lógó sem lítið segir í raun. Allar þessar áritanir litu út eins og ferðabæklingar sem í leiðinni voru framlag listamanna til auglýsingar á handverki sýnu sem var svo aftur auglýsing.
Ekki endaði þetta þó þarna. Margir vagnar voru með efnismikil borð boltuð á þakbrúnir yfirbygginga vagna sinna og þá var hægt að taka auka kassa eða annan farangur upp á þak. Oft voru auglýsingarnar klisjur, dæmi. Flytjum alla hluti, vegalengd skiptir ekki máli, útibú í öllum stærri bæjum. Sérstakt var að sjá suma vagnanna með heilu málverkunum á hliðinni, oft túlkuðu málverkin flutningsakstur um sveitir þar sem húsbúnaðurinn var hamingjusamur að fá nýtt heimili.
Þegar járnbrautirnar komu tóku þær rjómann af hestvagnaflutningum og vagnarnir voru bundnir niður á járnbrautar vagna með reipum kvíslast lengri leiðir en hægt hefði verið að fara með hestvagna teymi. Upphaflega var þetta sparnaðarhugmynd sem var aftur hagstæð járnbrautarfélögum í að samræmt vega-/járnbrautarkerfi svo fremi að flutningavagnarnir væru innan hleðslu áætlunar. Við skulum snúa okkur aftur að flutninga vögnunum og málum.
Meðalstór búferlaflutningavagn
Heildarlengd 16 fet = 4,87.68 metrar
Heildarbreidd yfirbyggingar 6 fet og 8 tommur = 2,072.64 metrar
Niðurfellingin á gólfinu lengd 9 fet og 8 tommur og breidd 4 fet og 8 tommur = 1,463.04 metrar
Hæð framhjóla 2 fet og 8 tommur = 0,853.44 metrar
Hæð afturhjóla 4 fet og 2 tommur = 1,280.16 metrar
Fjaðrir framan 3 fet og 8 tommur = 1,158.24 metrar
Fjaðrir aftan 3 fet og 4 tommur = 1,158.24 metra
Afturöxull niðurfelldur um 1 fet og 5 tommur = 0,548.64 metrar
Þakið með radíusinn 8 tommur = 0,20.32 metrar
Þakborðin voru í 1. feta hæð = 0,30.48 metrar
Bakhliðinni er lokað með tvöfaldri hurð sem er hliðarhengd. Þar fyrir neðan er hleri sem lokaði niður fellingunni. Lamirnar hengdar í gólfbotn á niðurfellingunni. Að vissu marki var niður fellingar hlerinn notaður sem rampur til að auðvelda vinnuna við að afferma eða ferma koffort eða koffort með skúffum, fataskápa og mörgu fleiru. Hlutir sem var nægilega varið fyrir veðrum og vindi fór upp á þak og var bundið niður með reipum.
Að mörgu leyti má rekja hagnýtingu þessara búferlaflutninga vagna til þess að þeir úreltust fyrir mörgum árum. Með tilkomu eimreiðanna fæddist nýr líftími vagnanna. Oft voru þeir dregnir tveir til þrír í einu með
gufu eða bensínvél og eigendur vagnanna varð ljóst að þeir gætu nýtt gömlu búferlaflutninga hestvagnanna sína með tilkomu dráttarvélanna. Vagnarnir luku oft líftíma sínum á gúmmíhjólbörðum loftfylltum dregnir sem tengivagnar aftan í Leyland, Dennis eða Saurer bensín bílsins á öðrum áratug tuttugustu aldar.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: yfirlestur.is
Írski hliðarsæta vagninn #1Írski hliðarsæta vagninn #1
Lýsing hliðarsætavagnsins á írsku á frummálinu Irish outsite car
Ef einn vagn ætti að vera fulltrúi eins lands væri það án efa þessi einstaki og vel hannaði tveggja hjóla vagn á myndinni. Fallegur vagn sem verðskuldar réttan titil. Írski vagninn með hliðarsætin. Vagn sem sameinar bæði einkavagn og leiguvagn. Í þessu tilviki getur Kúskurinn setið til hliðar og snúið fram á ská. Til að bjóða fjórum farþegum far mætti hafa framvísandi sæti á miðju fremst og vagnasmiðir gætu útbúið afturvísandi sæti að aftan fyrir þjónustufólkið. Vagnar til prívatnotkunar voru yfirleitt alltaf betur frágengnir en leiguvagnar með leðurhlíf framan, vandaðra áklæði í bólstruðum sætum, rafhúðuðu járnverki og lömpum.
Málsetningar hliðarsæta vagnsins
Heildarlengd með dráttarsköftum 9 fet og 7 tommur = 2.956.56 sentimetrar. Heildarbreidd með uppstigum 6 fet og 10 tommur = 1.859.28 sentimetrar. Heildarhæð 4 fet og 11 tommur = 1.252.728 sentimetrar. Hæð hjóla 3 fet og 0 tommur = 0,914.4 sentimetrar. Lengd fjaðra 4 fet og 0 tommur = 1,219.2 sentimetrar. Sporvídd 3 fet og 9 tommur = 1,188.72 sentimetrar.
Önnur hönnun eða gerð sem var af írskri gerð var póstvagn kynntur af Bianconi. Sá vagn var verulega stækkuð gerð af hliðarsætavagninum og fjögurra hjóla vagni sem er ekki til upprunalegur í dag. Mynd að neðan.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Fótgetavagninn sem fannst í hlöðuFótgetavagninn sem fannst í hlöðu
Einstakur vagnfundur í Lincon!
Sérstæður hlöðufundur í Lincolnshire.
Mario Broekhuis höfundur greinarinnar. Birtist á Facebook í október 2022
Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson
Í desember 2021 skrifaði ég grein um fógetavagninn í The Road, fréttabréf The Road Club. Í kjölfarið gerði ég frekari rannsókn á því efni, eins og því sem komið hefur fyrir suma vagnanna, sérstaklega þá sem eru á myndum í safninu mínu. Það varð til endurfundar á vagninum í Lincolnshire. Í september 1948 greindi Lincolnshire Echo frá því, nánar tiltekið hvernig vagn fógetans í Lincolnshire fór í síðasta sinn um borgina eftir að hafa verið tekinn í notkun, en síðan var hann færður á Lincoln Museum. Par af gráum vinnuhestum lötraði frá háskóladeildinni með vagninn, og tók vagninn án hamarsklæðis á rigningardegi.
Frá Stamp End Highways til Burton-safns, þar sem hann yrði geymdur þar til mögulegt væri að setja hann á sýningu. Sýningin komst aldrei á og stjórn og safnkostur safnsins/safnanna í Lincolnshire breyttist margsinnis. Erfitt var að fá svar við aðalspurningunni: „Er þessi vagn enn til?“ Sara Basquill, deildarstjóri innheimtu- og þróunarmála hjá sýsluráðinu Lincolnshire – sýslu, tók áskoruninni. Hún var ánægð með þær gömlu ljósmyndir sem hún hafði fengið í hendur. Hún vissi af vagni sem ekki var rétt skráður, sem var falinn í geymslu undir rykugum yfirbreiðslum.
Eftir nokkra stund reyndist það vera rétti hlöðufundurinn. Sara svipti yfirbreiðslunni af: „Mér fannst sumt af hnignun vagnsins hafa eldri uppruna en hann lítur ágætlega út á myndunum. Mig grunar að vagninn hafi einhvern tíma verið geymdur við slæmar aðstæður, jafnvel utan dyra. Ég er hrifinn af hlutum í upprunalegu ástandi og finnst ekki gott að þurfa að fara í fulla endurgerð. Ég er ekki viss um hvaða safn Vagninn átti að fara á árið 1948 þar sem Lífslistasafnið í Lincolnshire var ekki opnað fyrr en 1969. Mögulega hefur verið boðið upp á Borgar- og héraðslistasafnið (nú The County Collection)?
Ég held að skjaldarmerkið á ljósmyndinni sé sama og skjaldarmerkið sem varðveittist á vagninum. Ég myndi gjarnan vilja finna út hver átti þetta skjaldarmerki. Það næsta sem ég hef komist að er að hugsanlega var það Marsden of Panton. Hafandi þá athygli sem forstöðumaðurinn hefur á málinu núna gæti runnið upp sá tími að þessi háttsetti vagn snúi aftur í sviðsljósið eins glæsilegur og áhugaverður og hann var fyrr á tímum. Aðeins þegar búið er að greina uppruna vagnsins ótvírætt er hægt að elska hann aftur.
Yfirlestur: malfridur.is
Cumberland Cart bænda vagninn #1Cumberland Cart bænda vagninn #1
Skemmtilegt er að sjá skyldleika milli þessa grips og vagns eftir Thomas Stell sem þið getið séð fyrir neðan aðra mynd með því að smella á!
Vagninn var smíðaður á nítjándu öldinni á Hutton Le Forest Estate nálægt Penrith í Cumverland af vagnasmið (Wheelwrights) af því svæði. Sá vagnasmiður notaði tré frá því svæði. Vagninn var keyptur af bóndabýli í nágrenninu á níunda áratugnum. Vagninn er 99% upprunalegur, upphafleg heygrind og upphækkunarborð. Gólf vagnsins er upprunalegt líka og í frábæru ástandi. Kannski þarfnast vagninn pínulítillar vinnu til að vera tilbúinn í bústörfin, skemmtiakstur eða sýningu. Staðsetning í Suður Derbyshire.
Grindin ofan á vagninum á þessari mynd er til að flytja laust hey og hefur komið sér vel. Smellið hér þá sjáið þið skyldan vagn smíðaðan af Thomas Stell En þessi greining milli vagnasmiða á sama svæði og/eða milli landsvæða og jafnvel landa ásamt heimsálfum finnst mér skemmtileg!
Ef einhver hefur áhuga er verðið 750 pund.
Vagninn er smíðaður til að bera þungar byrðar
Hækkun á skjólborðunum var líka aukabúnaður eins og heygrindin sem velja mátti um hvort fylgja ætti í kaupunum. Svona er hefð fyrir að geyma vagnana uppi á aftari endanum, hvort sem hann er úti eða inni.
Heimild: Carriage and driving Equipment For Sale or Trade Facebook
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Ferða hestvagnFerða hestvagn
Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!
Handvagn fyrir verkfæri #3Handvagn fyrir verkfæri #3
Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!
Númer 1 burðarþol 5 cwt Verð £715. Númer 2 brurðarþol 6 cwt Verð £800
Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1
Horfinn í gleymskunnar dá nema þær eftirgerðir sem smíðaðar hafa verið!
Frá eiganda vefsíðunnar og áhugamanni: Þetta finnst mér stór -merkilegt. Ég vissi þetta ekki þegar ég vaknaði í morgun að Hansom hefði komið með aðra gerð af vagni, en svona er það, lesa meira og meira og maður lærir meira og meira; einfalt ekki satt. Ekki finn ég mynd af þessum vagni svo ég sé viss um að um rétta mynd sé að ræða, en haldi áfram að leita og setji hér inn ef ég rekst á hana.
Clark an Aberdeen vagnasmiður hannaði 1885 fjögra hjóla Hansom. Þessi vagn hafði ákveðna yfirburði: Yfirbyggingin var í laginu eins og venjulegur Hansom með kúsk- sætið fest aftan á vagninn en var snúið við á undirvagninum, svo kúskurinn sat yfir hestunum á meðan farþegarnir snéru aftur. Þessi Hansom gat verið notaður opinn eða lokaður. Yfirbyggingunni gat verið snúið við til að uppfylla það. Aðeins fáein farartæki af þessari gerð rúlluðu London á stuttu tímabili en almenningi líkaði víst ekki þess konar farartæki og síðan hafa þeir horfið gjörsamlega.
Heimildir: Modern Carriages 1905 bls 3
Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: Yfirlestur.is
Handvagn fyrir þvott #4Handvagn fyrir þvott #4
Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!
Verð £ 1100 Stærð yfirbyggingar 121,92 cm eða 4 fet Breidd 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur Hæð 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessi vagn er handvagn dreginn af manni.
Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Hansom leiguvagninn ágrip af þróunHansom leiguvagninn ágrip af þróun
Hansom leiguvagninn er hannaður og prófaður hjá Hinckley sem fékk líka einkaleyfi fyrir honum 1834 af Joseph Hansom, arkitekt frá York. Þessi
Hansom stundaði þróun vagnsins í Hincley, í Leicesterskíri á Englandi. Upphaflega var vagninn kallaður Hansom öruggi taxinn. Hann var hannaður með hraða og öryggi í huga, lágur þyngdarpunktur svo hann væri öruggari í beygjum og fyrir horn og jafnvægi milli hests og vagns. Hansom orginal hönnunin var endurbætt af John Chapman verkfræðing (1801-1854) en vagninn hélt þó nafni fyrsta skapara síns.
Þróun heitisins leiguvagn
Enska orðið Cab er stytting af Cabriolet sem endurspeglar hönnun vagnsins. Tók við af Hackney Carriage þróaðist svo í farartæki
til leigu, með tilkomu mælisins taximeters sem mældi ferðirnar, sem varð svo enn aftur fyrir breytingu og varð taxicab leiguvagn/bifreið.
Útbreyðsla
Hansom leiguvagnarnir nutu vaxandi vinsælda vegna hversu fljótir þeir voru í förum og nógu léttir til að vera dregnir af einum hesti sem gerði
túrinn ódýrari en á fjögra hjóla vagni. Hansom ók auðveldlega í gegn um umferðarteppur hestvagna nítjándu aldar. Þegar Hansom var sem vinsælastur voru um 7,500 eintök í notkun og vinsældir þeirra dreifðu sér um borg og bæi Stóra Bretlands og líka til Írlands, Dublinar t.d. svo eining um Evrópu sérstaklega til Parísar, Berlínar og St Pétursborgar. Svo voru Hansom vagnarnir líka kynntir í USA á nítjándu öld en enduðu með að vera vinsælastir í New York City.
Hönnunin
Leiguvagn sem var kallaður flugan the fly, rúmaði tvo farþega (þrjá ef troðið var) og kúskurinn (vagnstjórinn) sat í fjaðrandi sæti aftan á farartækinu. Farþegarnir gátu kallað skipanir til kúsksins gegnum lúgu á þakinu aftanverðu; svo gátu þeir borgað fargjaldið líka í gegnum sömu lúgu, sem svo læsti hurðum framan á vagninum með útbúnaði. Á sumum Hansom-vögnunum gátu kúskarnir stjórnað með sérstökum búnaði jafnvægi vagnsins til að minnka álag á hestana. Farþegarnir voru náttúrulega í skjóli gagnvart veðrum og vindi í vagnhúsinu, en fætur ásamt fötum gátu verið varin gegn drulluskvettum með litlum hliðarfeldum hurðum sem gáfu þeim skjól. Seinni útgáfur Hansom-vagnanna voru útbúnar með gluggum ofarlega og yfir dyrunum. Svo var bretti/hlíf (Dashboard) til varnar farþegunum vegna grjótkasts frá hófum hestanna.
Heimsfrægur á Íslandi
Við Íslendingar þekkjum vel útlit þessara farartækja eftir að við kynntumst Sherlock Holmes á skjánum. Hann og Watson eru stöðugt á ferð og flugi í Hansom hestvagni um London og allar trissur á því svæði í frægum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, þannig að þessi vagn varð á meðal frægustu hestvagna heims, held ég að megi fullyrða með nokkru öryggi.
Heimildir: https://en.wikipedia.org/wiki/Hansom_cab
Tók saman og þýddi: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur/Próförk: malfridur.is
Kalk flutningavagn #1 & #2Kalk flutningavagn #1 & #2
Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!
No 1 burðaþol 25 cwt Verð £ 1515
No 2 burðarþol 30 cwt verð £ 1616
Engar bremsur og engar fjaðrir
Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Mælieiningin CWTMælieiningin CWT
CWT er mælieining, líka þekkt sem hundredweight, notuð í sérstökum samfélögum viðskipta. Í Norður-Ameríku mun hundredweight jafngilda 100 pundum og mælieiningin er líka þekkt sem stutt hundredweight. Í Stóra-Bretlandi er hundredweight 112 pund og líka þekkt sem hundredweight.undredweight.
Heimild útskýringar: Google leitarstrengur: What is cwt?
Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Handvagn léttur #1Handvagn léttur #1
Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!
Verð £450.- Léttur þvottahandvagn þýðir það að fjaðrirnar voru linari/mýkri en á sterkari vagninum sem er næst í stærðarröðinni. Bremsur voru ekki sjáanlegar.
Heimild: Thomas Stell, sölubæklingur frá 1909.
Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is