Tag: hlíf framan

Georgía topplausa #16Georgía topplausa #16

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Hönnunin og stíllinn er ríkjandi í Georgíu, eins og nafnið gefur til kynna. Svo er restin af textanum ólæsileg vegna skemmda enda 160 ára handrit. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á 2 fjöðrum langsum undir yfirbyggingunni, ekki hliðar fjöðrum út við hjól, sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Fjaðrastangir.

Concord með topp #15Concord með topp #15

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þessi stíll er tekur mið vagnasmiðina í Concord, N.H. þar sem nafnið tekur nafn af bænum. Létta vagninn er vandaður, með herta öxla og enskar stál- fjaðrir. Concord er hannaður fyrir erfiðar aðstæður og mikla notkun og misjafna og engin Létta vagn (buggy) ekur ljúfar eða er betra að sitja í sem gefur grunn ánægju, það er að segja ef þessi gerð er vel smíðuð. Vagninn fær mikil meðmæli og í notkun í öllum landshlutum (USA). Bremsur ekki sjáanlegar.
Concord vagninn er á 2 fjöðrum langsum undir yfirbyggingunni, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna úti við hjól. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar. Vegna skemmda í 160 ára bæklingnum var þetta næsta kerra að kynna, en vafalaust eru einhverjir demantar týndir inn í fortíðina og koma aldrei til með að sjást aftur, því miður. Á milli fjaðrana langsum með yfirbyggingunni báðum megin liggja stangir sem eru partur af fjarðakerfi þessa létta vagns sem eru með fjaðrir langsum undir yfirbyggingunni.

Hér er svo ljósmynd af að vísu stærri Concord en samt má greina fjaðrabúnaðin sem segja má að sé sérstakur. Vinsældartímabil þessarar vagn gerðar var frá 1850 til 1880

Fíladelfíutoppurinn #7Fíladelfíutoppurinn #7

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stíll sem notaður er mikið í Fíladelfíu og hefur orðið mjög vinsælt farartæki. Lokafrágangurinn er látlaus en mjög nettur og skemmtilegur. Panel klæddar hliðar og ríkulegt skraut. Leður skjólborð, hlíf (dash) fellanlegur toppur með fjarðrarstýrðu handfangi. Karfan er stöng sem er á milli öxla er stöðugleika og tekur af skrölt. Bremsur ekki sjáanlegar.

Boxskutlan #6Boxskutlan #6

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Númer 6. Besta og vinsælasti létta vagninn (buggy). Bráðabrygða sæti . Ný uppfinning. Vagninn er rúmgóður, léttur og hannaður fyrir tvo eða fjóra farþega með tveimur sætum að framan og tveimur að aftan. Loka frágangur með fimm boga topp fellanlegur og með handfangi fjarðartengt til að fella og reisa toppinn; Járnuð samskeyti og flott skraut. Þessu farartæki er skilað einföldu en vel frágengengnu. Létta vagninn (the buggy) er byggð á ,,körfu”; stöng milli öxla sem gefur stöðugleika og taka fyrir skrölt. Bremsur ekki sjáanlegar. 6 b Sama og númer 6 nema með aukasæti. Bremsur ekki sjáanlegar

Drottningar Pæton #5Drottningar Pæton #5

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860

Stílhreinn og sérstaklega aðlagaður fyrir eldra fólk og kvenfólk sýnir vagninum áhuga. Hangir lágt yfir jörðu. Auðvelt að fara um borð og frá borði. 5. boga toppur með fjaðrar stýringu í handfangi, hátt og þægilegt gormabak, þægilegur, stílhreinn og fallegur. Ekki verður litið fram hjá þessum létta vagni (buggy). Vagninn er skilað í góðum frágangi, silfur sleginn skraut (ornament) á hliðum og svo framvegis. Lýtur mjög ríkulega út í einfaldleika sínum lokafrágangi. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo vinsælt í vagnahönnun síðar.
Þýðandi Friðrik Kjartansson sem skráði einning. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Brougham Shofle #7Brougham Shofle #7

0 Comments

Lýsing á Brougham Shofle í The English Coach Builders Sýningarskránni, heimssýningunni 1862

Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég ekki að Brougham hefði líka komið í svona formi, því verð ég að pósta þessu og þetta er stór frétt fyrir mig. Ég treysti mér ekki til að þýða seinna nafn þessa Broughams en læt bara enska heitið halda sér en það gæti verið þýtt sem skóflan. Svo lærði ég líka að Brougham er borið fram „Brom“: Vefsíðueigandi

http://www.handverkfridriks.com/brougham-shofle/brougham-shofle-2/

Ef hugmyndin er að auglýsa þægindi Brougham samfara léttleika yfirbyggingarinnar, hneigjumst við að því að geta ekki sagt sannar frá. Hugmyndin er að vissu leyti reynd, kannski ekki alveg orginal. Líkindi meðal vagna. Ef okkur skjátlast ekki þá var sýndur svipaður vagn á sýningunni 1851 og síðan hafa verið gerðar margar tilraunir svipaðar þessari. Nokkrir vagnar voru líka sameinaðir í hugmyndinni. Fram á sjónarsviðið komu bæði almennings- og prívatfarartæki en hurfu á stuttum tíma í limbói vannýttra og síðan eyðingar. Shofle-formið á vagninum varð vinsælt upp á síðkastið meðal aðalsmanna. Sama hvaðan vagninn fær líkindin. En í þessu tilviki þróaðist vagninn lengra samfara notadrýgri. Hann er líklegri til að ná vinsældum núna en áður fyrr vegna þess að tískan er ekki þröskuldur núna sem áður fyrr. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Heimildir: The English Coach Builders 1887 bls 19-20
Yfirlestur: malfridur.is

Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson

Stolt Suðursins #4Stolt Suðursins #4

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Viðeigandi nafn fyrir þennan vagn (buggy) sem er vel viðurkennd og notuð í hverju horni Suðursins. Sambrjótanlegt og reisanlegt húdd með handfangi staðsett í vagninum. Frábær þekking virkjuð af gamla skólanum. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn byggður á körfu, stöngin milli öxlanna. Samsetningar að fullu járnstyrktar ásamt armhvílu, spangir, og svo framvegis. Kaupandi ræður hvort hann fær venjulega lokavinnu eða fína lokavinnu á vagninum.

Gimsteinninn #3Gimsteinninn #3

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gimsteinninn er Eins og númer 1. nema með fellanlegum toppi og er kynntur til leiks sem meira fyrir augað. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er byggður á Körfu stöngin milli öxlanna. Gimsteinninn er með uppstigum úr járni og silfur skreytingar á hliðum og fleira. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar.

Brougham Studebaker framlengdur #5Brougham Studebaker framlengdur #5

0 Comments

Brougham Studebaker extension á frummálinu!


Smíðaður snemma á 20. öldinni. Fannst í vöruhúsi Marshall Fields og var uppgerður af Ernie Schwartz sem sýningarvagn á safn. Kistan aftan á getur verið fjarlægð til að halda virðingu við upprunann, hönnunina og raunveruleika þess tíma þegar vagninn var smíðaður. Undirskurðurinn (under cut) sést vel á myndinni undir Kúsksætinu. Heiti vagnsins á frummálinu: Studebaker extension-front Brougham Staðsettur Homer Glen, Illinois L, USA

Heimild: Myndir fengnar að láni frá Antique Carriage Facebook

Brougham vagnarnir urðu vinsælir víða um heim og margir vagnasmiðir og framleiðendur tóku þá upp á arma sína. Enda ákveðin framför þegar þeir komu fram fyrst í Bretlandi um 1838. Þaðan var fyrirmyndin fengin frá Frakklandi sem er eiginlegur uppruni þessarar gerðar. Viktoría Englandsdrottning fékk sér unninn Brougham handa sér. En þá til á safni Royal fjölskyldunnar.




Cut Under Runnabout #1Cut Under Runnabout #1

0 Comments

Skorin undir, Nýmáluð og bólstruð!


Topp ástand
Nýmálaður og bólstraður. Er með skiptisæti/bráðabrygðasæti. Lampar og yfirbreiðsla innifalin verð $5500.
Ef við horfum vel sjáum við ,,Undirskurð” (cut under) undir Kúsksætinu sem hleypir framhjólunum undir vagninn við krappar beygjur. Staðsett í Scottsville, New York

Heimild: Mynd fengin að láni frá Carriages for sale and wanted north America only Facebook

Ekki er minnst á smíðaár eða aldur.


Surrey #2Surrey #2

0 Comments

Svört með kögurtopp!


Svört Surrey með kögurtopp. Flott ástand. Tilbúin í slaginn. Maroon litur á sætum og hjólum. Sætin í besta hugsanlega ástandi. Hjólin hert og sveiflast ekki. Framhól 37″ Afturhjól 47″ dráttarsköft 47″ Dráttarsköft breiðast á milli 39″ Dráttarsköft mjóst á milli 28″

Staðsett í Omro, Wisconsin USA

Hér gefur að lýta undirskurð fyrir framhjólin til að ganga undir vagninn við krappar beygjur.





Vagn til veiða #1Vagn til veiða #1

0 Comments

Sýninga og keppnis eintak


Fallegur Stevenson frá Lemington Veiði -hundavagn. Hentar hvort sem er einum eða pari, tekur upp í 15 veiðihunda. Er með dráttarstöng og svanahálsasköftum Smíðaður nálægt 1900.
Dökkgrænn. Tilbúinn til keppni. Létt og fínn, hentar bæði smáhestum og venjulegum hestum í Englandi. Hjól frá Warner. Sýningarvagn undanfarin þrjú tímabil í ,,Private Driving & Attelege” klúbbinum. Fínir lampar. Verð £ 6000.








Surrey #1Surrey #1

0 Comments

Alltaf geymd inni, ekið aðeins í örfá skipti!


Surrey, ekki talað um aldur, lítið notaður. Vandaður vagn í alla staði.

Surrey vagnar eru hurða lausir fjögra hjóla, vinsælir í USA á 19 og 20 öldinni. Venjulega tveggja sæta fyrir fjóra farþega. Surrey var með nokkrar mismunandi gerðir af blæjum/húddum segl eða Parsol (notað í regnhlífar) oft með kögri. Sætahefð þessarar gerðar voru með renndum pílárum í baki oftast bólstruð sæti. Nafnið er komið frá Surrey á Englandi.

Heimild: Wikipedia






Prest Pæton körfuvagn #10Prest Pæton körfuvagn #10

0 Comments

Heillegur Bast-körfu Pæton fyrir prest. Ekki upplýsingar um smíðaár. Vagninn er með bremsum, járnhjólbörðum, kúskurinn situr aftan við prestinn, langsum fjaðrir, hlíf framan úr Bast-tágum, vandaðar bremsur, uppstig fremst og aftan fyrir kúsk. (Kúskur er ekki til í íslenskri orðabók!?


Á milli píláranna sést uppstigið fyrir prestinn en uppstigin er vönduð og öflug þverfjöður að framan sem algengt er í þessum vögnum. Eftirtektarvert er hve fáir pílárar eru í framhjólinu eða tíu stykki vegna þess að í þá daga var reynt að hafa vagnana eins létta og efnið leyfði sem smiðirnir höfðu að vinna úr. Pílárafjöldinn þarf alltaf að vera slétt tala svo tveir pílárar gangi í hvern félaga (ysti boginn), félagarnir eru stundum í hálfboga eins og mér sýnist vera uppi á teningnum hér.








Járnverkið er vandað og líka bremsurnar ásamt bremsustönginni.



Hér er brakkettið/uppistaðan fyrir bakið og kúsksvipuhaldarinn.


Væri augnayndi þessi vagn ef hann væri uppgerður og vel til hafður.



Gæti þetta verið framleiðslunúmer?


Hér sjáum við undir setuna!


Dráttarsköftin eru nett en samt sterk.

Yfirlestur: malfridur.is

Prest Pæton körfuvagn #4Prest Pæton körfuvagn #4

0 Comments

Frá Flæmingjalandi, Prest Pæton. Gegnheil yfirbygging, allur málmur er heill og með sköftum/dráttarkjálkum. Hjólin eru slæm. Var keyptur til að gera upp en hefur breyst. $650 staðsett nálægt Virginíu. Fredericksburg,


Tímans tönn hefur beitt sér!


Skilti frá framleiðanda. Erfitt er að lesa úr þessu en möguleiki er að hann hafi verið smíðaður 1895?

Léttavagn frá 1860 til 1869 #1Léttavagn frá 1860 til 1869 #1

0 Comments

Buggy eins og hún heitir á frummálinu, einstaklega fallegt eintak!


Olmsted Falls geymir þessa gullfallegu léttakerru (Buggy). Stór glæsileg léttakerra smíðuð 1860 til 1869 eða á þeim áratug. Uppgerð í það ástand sem eru gæði fyrir safn fyrir einhverjum árum síðan. Það finnst ekki betra eintak af orginal léttakerru. Alltaf geymd inni við bestu aðstæður, raka og hita. Getur aðeins verið sýnd áhugasömum með fyrir fram pöntun á tíma.









Þýðandi og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Roman vagnar Stóra Bretlands #1Roman vagnar Stóra Bretlands #1

0 Comments

Wagon on Sandford Lane
Hverjum finnst þessir vagnar yfirleitt ekki skúlptúr eða listaverk á sína vísu? Ótrúlegt að einhver eða einhverjir leggi alla þessa vinnu á sig, sem greinilega þarf til að skapa og viðhalda þessari hefð. Myndin fengin að láni hjá myndasmið: John McKale.

Romanvagn í Englandi. Vel málaður og snyrtilegur
Heimild: Gypsy Life in Britain Facebook






Romanfjölskylda, ár ekki vitað
Heimild: Gypsy Life in Britain Facebook

Fallegur, sterkur og burðarmikill vagn
Heimild: Gypsy Life in Britain Facebook






Á leið á hitting hjá romanfólki. Farkosturinn / heimilið ekki af verra taginu. Heimild: Mynd fengin að láni á ,,Gypsy life in Britain” á Facebook.

Yfirlestur: malfridur.is

Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson