Eldhúsvagn í Texas vestrinu #2Eldhúsvagn í Texas vestrinu #2
Gullmoli þessi mynd!
Heimild: Old West Remembered Facebook
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Heimild: Old West Remembered Facebook
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Heimild: Carriage & coaches: theyr history & their evolution úgefin 1912
Tók saman og þýddi textan: Friðrik Kjartansson
Þessi Brougham hestvagn er á hinu dásamlega safni Misdee Wrigley Miller. Þetta er lestarstöðvar Brougham, Brewster & Co., New York. Árið 1901 var byggður fyrir J.H. Moore og langafi Misdees, William Wrigley yngri, eignaðist hann. Fjölskyldan notaði þennan vagn til að sækja gesti á lestarstöðina og setti farangurinn á þakið.
The American Saddlebred Museum vefsíða.
Heimild: Myndin fengin að láni frá: Kathleen Haak sem tók myndina.
Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Heimild: Mynd fengin að láni á Old American Photos Facebook sem er undirsíða Old West History & Cultures
John Deere Triumph uppgerður og fínn með eldhúsi (Chuck Wagon), bogum, bremsum, kúsksæti, fótaskemli, grönnum trjábolum til að tjalda, sennilega yfir aftan við eldunaraðstöðuna. Verkfæra- eða birgðakassi með loki, fram á undir fóthvílunni.
Heillegur Bast-körfu Pæton fyrir prest. Ekki upplýsingar um smíðaár. Vagninn er með bremsum, járnhjólbörðum, kúskurinn situr aftan við prestinn, langsum fjaðrir, hlíf framan úr Bast-tágum, vandaðar bremsur, uppstig fremst og aftan fyrir kúsk. (Kúskur er ekki til í íslenskri orðabók!?
Á milli píláranna sést uppstigið fyrir prestinn en uppstigin er vönduð og öflug þverfjöður að framan sem algengt er í þessum vögnum. Eftirtektarvert er hve fáir pílárar eru í framhjólinu eða tíu stykki vegna þess að í þá daga var reynt að hafa vagnana eins létta og efnið leyfði sem smiðirnir höfðu að vinna úr. Pílárafjöldinn þarf alltaf að vera slétt tala svo tveir pílárar gangi í hvern félaga (ysti boginn), félagarnir eru stundum í hálfboga eins og mér sýnist vera uppi á teningnum hér.
Járnverkið er vandað og líka bremsurnar ásamt bremsustönginni.
Hér er brakkettið/uppistaðan fyrir bakið og kúsksvipuhaldarinn.
Væri augnayndi þessi vagn ef hann væri uppgerður og vel til hafður.
Gæti þetta verið framleiðslunúmer?
Hér sjáum við undir setuna!
Dráttarsköftin eru nett en samt sterk.
Yfirlestur: malfridur.is
Frá Flæmingjalandi, Prest Pæton. Gegnheil yfirbygging, allur málmur er heill og með sköftum/dráttarkjálkum. Hjólin eru slæm. Var keyptur til að gera upp en hefur breyst. $650 staðsett nálægt Virginíu. Fredericksburg,
Tímans tönn hefur beitt sér!
Skilti frá framleiðanda. Erfitt er að lesa úr þessu en möguleiki er að hann hafi verið smíðaður 1895?
Olmsted Falls geymir þessa gullfallegu léttakerru (Buggy). Stór glæsileg léttakerra smíðuð 1860 til 1869 eða á þeim áratug. Uppgerð í það ástand sem eru gæði fyrir safn fyrir einhverjum árum síðan. Það finnst ekki betra eintak af orginal léttakerru. Alltaf geymd inni við bestu aðstæður, raka og hita. Getur aðeins verið sýnd áhugasömum með fyrir fram pöntun á tíma.
Þýðandi og skráning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
14. apríl 1846, fyrir 176 árum, fluttist Reed og Donner-hópurinn frá Springfield, Illinois. Sagt var frá brottför þeirra í Sangomo Journal, Springfield, Illinois, 23. apríl 1846, undir þeirri fyrirsögn sem prýðir þessa frásögn. Hópurinn sem héðan fór í síðustu viku taldi 15 karla, 8 konur og 16 börn. Þau höfðu níu vagna til fararinnar. Þau voru í góðu ferðaskapi og við treystum á að þau næðu áfangastað.
Í endurminningum sínum frá 1891 minntist Virginia Reed Donner-Reeds fjölskyldnanna. Aldrei get ég gleymt morgninum er við kvöddum ættingja og vini. Donnarnir voru þarna og höfðu komið kvöldið áður með fjölskyldur sínar til að geta lagt snemma af stað daginn eftir. Amma Keyes var borin út úr húsinu og sett í vagninum á fjaðrarúmi ásamt nógu af púðum. Synir hennar báðu hana um að fara ekki og klára ævi sína hjá þeim. Amma Keyes mátti ekki með nokkru móti skilja við einkadóttur sína. Við vorum umkringd ástvinum og þarna stóðu allir mínir litlu skólafélagar sem voru komnir til að kyssa mig, bless. Pabbi minn var með tár í augum og smá bros þegar hver vinurinn af fætur öðrum greip í hönd hans á síðustu kveðjustundinni. Loks sveifluðu kúskarnir svipum sínum og nautin færðu sig hægt af stað og langa ferðin var hafin …
Margir vinir fylgdu okkur fyrstu nóttina og tjölduðu með okkur og frændur mínir ferðuðust en áfram í nokkra daga áður en þeir kvöddu svo endanlega. Kannski sýndist það vera skrýtið að ferðast með Uxateymi og við börnin vorum hrædd við Uxana. Ímynduðum við okkur að Uxarnir gætu farið með okkur hvert sem er svona án beislis.
Heimild Facebook Diana Pratt-Simar
Yfirlestur: malfridur.is
Þýðing og skrásetning Friðrik Kjartansson
RÚV
Í ljósi sögunnar. Vera Illugadóttir umsjón og les ásamt öðrum Fyrri þáttur!
Í ljósi sögunnar. Vera Illugadóttir umsjón og les ásamt öðrum Seinni þáttur!
Fornleifafræðingar fundu Rómverskan vagn grafinn í ösku og ryki Pompei hörmunganna frá 79 fyrir Kristsburð. Vagninn mun hafa verið viðhafnarvagn notaður á bæjarhátíðum og tillidögum en hann var grafinn upp úr öskunni í einbýlishúsi (villu Civita Giuliana) 700 metrum norður af veggjum Pompei og er mjög heillegur og vel varðveittur miðað við 2000 ára geymslu.
Vagninn er fjögurra hjóla úr járni, bronsi og tini. Massimo Osanna stjórnandi uppgraftrarins segir að vagninn sé eini sinnar tegundar grafinn upp á svæðinu. Uppgraftarvinna hefur áður skilað ýmsum hagnýtum ökutækjum notuð til flutninga og vinnu en aldrei þeim sem notuð voru til hátíðarathafna. Ósanna bætti við: „Þetta er óvenjuleg uppgötvun sem efldi skilning okkar á lífinu til forna.“ Hann bætti við: „Vagninn hefði verið notaður við hátíðargöngur og prósessíur“. Menningarráðuneytið kallar það „einstaka uppgötvun til fordæmis á Ítalíu“.
Pompeii var 13.000 manna bær þegar hamfarirnar gengu yfir og fólk og lífsgögn grófust undir ösku og ryki og eyðileggingarmátturinn jafngilti mörgum kjarnorkusprengjum.
Um það bil 2/3 af 165 hektara bæjarins hafa verið afhjúpaðir. Rústirnar uppgötvuðust ekki fyrr en á 16. öld og skipulagður uppgröftur hófst 1750. Pompei heldur áfram að koma okkur á óvart með opinberun við uppgröft og hreinsun, í mörg ár enn ef að líkum lætur segir menningarmálaráðherrann Dario Franceschini.
Einstakt skjal um líf grísk-rómverska Pompeii stórt aðdráttarafl ferðafólks um Ítalíu og er það á heimsminjaskrá UNESCO.
Heimild: Daily mail.co.uk
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Hestvagnaframleiðandi í London sem virðist hafa lagt mikla vinnu í að losna við brak og hávaða auk hliðarsveiflunnar í akstri Brougham. Þessari gerð Brougham er lýst svona: Brougham á körfu (stöngin undir vagninum sem fylgir lagi hans að neðan í meginatriðum) hengdur upp á C-fjaðrir.
Hooper and Co var sérstakur vagnasmiður hennar hátignar í Englandi. En ef þið stækkið myndina (þarf að smella einu sinni á myndina kemur á nýr póstur með stækkaðri mynd ) þá sjáið þið betur gylltu stafina vinstra megin við myndina.
1860-70 Hooper and Co. Járnstöng milli öxlanna með tengingu út í fjaðrirnar með stífum festi undir Miðfjarðarjárnplötuna. Í lýsingu með teikningunum af vagninum segir að þessi búnaður hafi tekið hliðarhreyfinguna af vagninum í akstri. Til að fyrirbyggja líkama farþega og ökumanns kastist ekkert til hliðanna við akstur. Svo tók þessi búnaður af hljóðum sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- ískur eða nuddhljóð sem annars væri þekkt í Brougham án þessa búnaðar.
Heimildir: The Carriage Foundation í Englandi (Vefsíða, í flokknum hlutir)Brewster Skrapbook bls. 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB frá september 1883 bls. Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls. 278
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is