Tag: fjögra hjóla vagn
Ferðasölumaður snáka olíu #4Ferðasölumaður snáka olíu #4
Hestvagnar sölumanna voru sérstaklega hannaðir með tilliti til ferða sölumanna starfa og athafna!
Aðferð við að aka torfærar brekkur #1Aðferð við að aka torfærar brekkur #1
Í október 1876 ályktaði Charles Goodnight að Palo Doro Canyon yrði frábær heimabúgarður. Viðráðanlegt var að flytja nautgripina yfir gilið í einu lagi. Þröng skriða eða skor var notuð til að láta eldhús vagnanna síga niður. Kúrekarnir hans stóðu frammi fyrir því stórkostlega verkefni að koma vagninum, nautgripum og birgðum niður 213 metra vegg í gilið. Þegar mennirnir létu vagninn síga niður bröttu hlíðina, notuðu þeir múldýrin með því að hlaða þau með þungum birgðum og ráku nautgripina niður á gil botn. Til þess að láta vagninn síga var notað blokk og festur. Blokkin og stífufestingar gátu þannig þolað óhóflega þungt hlass. Slíkar stífufestingar oft notaðar við til að hjálpa vögnum til að komast yfir ár líka. Oft var þetta kölluð Manila lína ( reipi ). En hættulegra en nautgripa dregna vagna var að fara yfir Klettafjöllin ( Rocky Montains ) með hesta og uxa vagna og láta þá síga niður brattann til að komast leiðar sinnar.
Ferðasölumaður Tea & kaffi #3Ferðasölumaður Tea & kaffi #3
Hestvagnar sölumanna voru sérstaklega hannaðir með tilliti til ferða sölumanna starfa og athafna!
Wiklina na Wasągu frá Póllandi#1Wiklina na Wasągu frá Póllandi#1
Aðeins smíðaður í einu héraði í Póllandi, hvergi annars staðar á jörðu!
Ljósmyndir: Maciej Musiał frá Dobroń héraði í Póllandi. Maciej er líka heimildarmaður minn fyrir miklu af heimildunum sem fram koma um þennan vagn!
Wiklina na Wasągu. Ekki bein þýðing yfir á ensku eða íslensku. Við höldum okkur við frumnafnið enda heppilegast. Maciej Musial og faðir hans smíðuðu þennan vagn saman en þeir reka hestvagnaleigu til skemmtiaksturs, brúðkaupaaksturs og allt þar á milli. Hérna sjáum við ótrúlega hreinan ásetning í að bjarga sér við lítil efni. Efnið er ekki meira en nauðsynlega þarf til að úr verði traustur vagn með nógan burð til daglegs brúks. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Sætin ofan úr stráum á járngrind, armhvílur úr járni, uppstig úr járni og bogakjálki til að styrkja burð vagnsins á afturhjólum. Yfirbyggingin úr harðviðargrind að innanverðu með tágum. Hefðbundnar járngjarðir á hjólunum ásamt nafböndum. Bátalag á yfirbyggingunni er líka sérstakt vegna þess að það er aðeins táknrænt fyrir þetta svæði/hérað í Póllandi, Dobroń. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Smurfeiti fatan hangir á sínum stað aftur undir vagninum. Í árdaga hefur hún innihaldið jurta- eða dýrafitu til smurningar hjólanna og nýtist kannski enn? Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
550.000 ísl. kr. þarf að borga fyrir þennan grip. En svo vill til að ég veit að hann er seldur.
Harðviðargrind vagnsins sést vel á þessari mynd, með ívafi járnstyrkingar á afturhlið. Þessi lausn í formi harðviðarbogans sem nær út fyrir hjólin og niður í nafið er þekkt í Austur-Evrópu og er snilldarbragð til að auka burð vagna. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Bátalagið á yfirbyggingunni er sérstakt fyrir þetta svæði/hérað en hefur engan annan tilgang en að vera nokkurs konar einkenni svæðisins. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Líklega er einn aðalburðarbiti fram eftir miðju vagnsins sem tengist á báða öxlana sem og tveir bitar hvor sínu megin við miðjubitann en þeir eru stuttir og ná ekki á milli öxla. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Járngrind ber uppi sætin sem ofin er með stráum. Sést vel í enda járngrindarinnar þar sem endarnir hvíla bognir yfir efsta burðarbita. Uppstigin sækja líka styrk sinn í þrjá punkta til að auka styrk þrepanna. Tveir burðarpunktar þrepanna sækja burð upp í efsta bita. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Líklega er þessi vagn mest notaður til fólksflutninga en gæti líka verið notaður til lítilla aðdrátta fyrir heimilið í formi vöru. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Fjórar manneskjur fá pláss í einu. Hér er Maciej Musial og faðir hans fremst í vagninum en kona Maciej Musial í aftara sætinu og móðir Maciej Musial. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is