Portrett af Elísabetu Petrovna keisaraynju. Rússland, fyrsti fjórðungur 19. aldar Höfundur: óþekktur listamaður Viður: olía á striga
Þessi tveggja sæta vagn er glæsilegt dæmi um hátíðarvagna og áhafnarúrval rússnesku keisaraynjunnar Elizavetu Petrovnu.
Slíkir vagnar voru ávallt pantaðir frá bestu evrópsku meisturunum.
Vagninn er með lameneraðar (samlímdar) fjaðrir, öxulás og trönuháls.
Eins og í öðrum svipuðum vögnum úr safni Vopnabúrsins eru þröskuldarnir í vagninum lágir (lágt uppstig) og niðurfellanleg þrepin eru inni í vagninum.
Yfirbyggingin mjókkar niður og neðri hluti bakhliðarinnar sveigist mjúklega. Það eru þrír gluggar á framhlið og hliðum.
Gluggarnir og efri helmingur hurðanna með myndskreyttum efri hluta með rúðugleri.
Útskorið skraut skipar veglegan sess í heildarsamsetningunni, á listrænu útliti vagnsins.
Coupé frá Vín, 1740; flauel – Frakkland, 18. öld. Askur, flauel, brons, járn; tréskurður, olíumálun, gyllingar á gifs.Vagninn til handa Elísabetu Petrovna keisaraynju, dóttur Péturs mikla. Árið 1797 var vagninn fluttur frá Sankti Pétursborg til vagnaskemmu Moskvu. Vopnabúrið fékk svo vagninn frá vagnaskemmu Moskvu árið 1834.
Samskeyti hliðanna eru þakin gylltum útskurði sem undirstrikar fínlegar línur yfirbyggingarinnar.
Þungt gylltar laufmyndir og rokókóskraut, skrautlegir rollur (uppvafin handrit) og málrænar samsetningar blómavendir málaðir í pastellitum vefja sig um kranslistann, hurðina og gluggakarmana og alla hluta fram- og afturhluta undirvagnsins.
Útskurðurinn er afar mótandi og kröftugur.
Lögun og skreyting yfirbyggingar Coupé. Vín, 1740. Frakkland, 18. öld.
Tákrænu fígúrurnar sem prýða fram- og afturhluta undirvagnsins sýna mikla fagmennsku og fínlega, mjúka mótun.
Allt úsar af yndislegum rókókóstíl með ákveðinni fágun sem meistararnir í Vín bættu við.
Hliðar og hurðir yfirbyggingarinnar eru skreyttar með málverkum af goðsögulegum viðfangsefnum – vatnadísum, sjávarguðum og ástarguðum í gullgrænum litbrigðum.
Málverk á hlið yfirbyggingarinnar Coupé. Vín, 1740.
Bólstrunin um borð og skjaldarmerki eru úr hvítu frönsku upphleyptu flaueli með bláum og rauðum blómum.
Mynstrið fellur vel að útskornu skrautinu og litir þess falla vel að heildarlitatónum vagnsins.
Hjólin eru máluð græn.
Ákveðinn agi í formi, skortur á óhóflegum skreytingum og kænleg samsetning upphleyptra mynstra með fíngerðum skrautmyndum af grafískum toga eru allt einkenni þessa fallega coupé-vagns sem vitnar um háþroskað listrænt stig ökutækja frá Vín á þessum tíma.
Útskorið skraut á yfirborðinu Cupé. Vín, 1740.
Vagninn var smíðaður í Vínarborg árið 1740 fyrir Elizavetu, dóttur Péturs mikla, samkvæmt pöntun frá rússneska hirðinum.
Anna keisaraynja notaði vagninn við hátíðlegar skrúðgöngur!
Eik, birki, flauel, brons, járn, tréskurður, tempera, gyllingar á gifsi. Það tilheyrði Önnu Ionnovu keisaraynju. Árið 1797 var það flutt frá Sankti Pétursborg til vagnaskemmu Moskvu. Vopnabúrið eignaðist það frá vagnaskemmu Moskvu árið 1834.
Vagninn er tveggja sæta.
Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðar er sveigður. Gluggarnir og efri hluti hurðanna með myndskreyttu efri hlutinn er með rúðugler.
Hurðirnar eru nálægt jörðu og fótstigið er inni í vagninum. Vagninn endurspeglar fagurfræðilegan smekk síns tíma – hann er byggður í hefðum vestur-evrópskrar barokkhefðar.
Athyglin beinist að hinu afar ríkulega og lifandi skrauti.
Gylltur útskurður þekur alveg hina lítillega bognu kverklista, veggsamskeyti, gluggaumgjörð, dyrakarma og fram- og bakhlið undirvagnsins.
Skreyting á vinstri vegg yfirbyggingarinnar og bronslistaverk á fjöðruninni Coupé. Sankti Pétursborg, 1739.
Barokkskrúðskraut og skeljar blandast vel við höggmyndina, smáatriði í formi grímna og tveggja hausa arna með afar fíngerðum laufskurði sem minnir á útskornu mynstrin á mörgum rússneskum myndaarfleifðum frá 17. öld.
Þjóðleg einkenni birtast í óvenjulegri túlkun á sumum skrauthlutum barokksins.
Þrátt fyrir ákveðinn aga er útsurðurinn og skrautið létt og glæsilegt.
Hér sameinast lifandi ímyndunarafl listamannsins sem hannaði skreytingarnar og færni handverksmanna sem skáru þær út með næmu innsæi fyrir mótunarmöguleikum.
Skrautmynduðu rammarnir á bolnum innihalda spjöld skreytt með málverkum af leikandi kerúbum, hafmeyjum, grímum, skjaldarmerkjum og blómaskreytingum.
Vagninn var fluttur frá Sankti Pétursborg til Moskvuvagnaskemmunnar. Safnað af Vopnabúrinu frá Moskvuvagnaskemmunni árið 1834.
Skreytingarnar eru útfærðar í gulleitum og grænum litbrigðum og gegna mikilvægu hlutverki í heildarskreytingu vagnsins ásamt bronsmunstrunum.
Vagnasmiðirnir nýttu sér nokkur ný einkenni, þannig er efri hluti afturhliðarinnar, sem er bólstruð með terrakotta-lituðu flaueli, þakinn glæsilegum upphleyptum bronsmedalíum í formi skelja og skrúðblaða.
Plöturnar í fjöðrunum, handföngin og sylgjurnar eru einnig úr bronsi, sem og skrautmunir á þakinu, sem er skreytt með vösum og litlum nöglum með upphleyptum myndskreyttum höfðum.
Val á terrakottaflaueli fyrir innri bólstrun vagnsins og toppurinn sýnir mikla listræna smekkvísi.
Vagninn er búinn helstu tæknilegum eiginleikum þess tíma.
Hann er með fjöðrum og öxulás.
Sú viðtekna skoðun að vagn þessi sé verk Okhta-meistara1 í þjónustu flotamálastofnunarinnar er ekki staðfest í skjalasöfnum.
Málverk og útskurður á vagnhurðinni
Í 18. aldar skrá hirðhesthúsakansellísins er að finna upplýsingar um að þetta ökutæki hafi verið smíðað í hesthúsagarði Sankti Pétursborgar árið 1739.
Það var notað við hátíðlegar skrúðgöngur Önnu keisaraynju.
Akademiskar gráður í Russlandi: Bakkalársgráða Meistaragráða Diplómagráða (sérfræðingsgráða) Doktorsgráða Ný doktorsgráða ↩︎
Portrett af Önnu Ioannovnu keisaraynju. Sankti Pétursborg, 1913. House of Fabergé, meistari H. Wigström, listamaður Zuev Vasily Ivanovich. Gull, silfur, brilliant, rósslípnir demöntar, purpurine, stál, gler, túrkís, bergkristall, bein, vatnslitur, glerung. Steypa, glerung, vatnslitir, elting, leturgröftur, guilloché, bláun, gylling. Gjöf Nikulásar II keisara til Alexöndru Fyodorovnu keisaraynju um páskana 1913.
Tveggja sæta opinn vagninn fyrir Önnu Loannovnu keisaraynju síðan 1730 í Rússlandi.
Samsetningin, innréttingar og samanburðargreiningar á svipuðum vögnum staðfestir þessa tímagreiningu.
Tilheyrði Önnu Ioannovna keisaraynju. 1797 var það flutt frá Sankti Pétursborg til Moskvu-hestvagnagarðsins og keypt af vopnageymslu (Moscow Coach Yard) 1834.
Það er ómögulegt að segja með vissu hvar vagninn var smíðaður.
Verkstæðin á þeim tíma voru til staðar bæði í Sankti, Pétursborg og Moskvu.
Hins vegar sanna skjölin að á árunum 1728-1732 höfðu bestu vagnsmíðameistararnir yfirgefið Sankti Pétursborg og fluttu í kjölfarið keisaraembættið til Moskvu eða annarra höfuðborga Evrópu.
Á sama tíma héldu verkstæðin í Kreml í Moskvu áfram virku starfi sínu.
Á birgðaskrá frá 1770 yfir reiðtygi og hestvagna sem varðveitt er í vagnagarðinum í Kreml er minnst á garðvagninn sem hafði verið yfirfarinn hér snemma á 18.öld sem „fyrirmynd að nýjum svipuðum útbúnaði“.
Samkvæmt þessu og öðrum gögnum frá hallarhesthúsum kanslara, var þessi vagn líklega smíðaður af meisturum Kreml í Moskvu.
Vagninn er opinn fyrir tvo, ekki lokaður né með hurðum.
Farartækið geislar af Barokkoeinkennum og er glæsilegt. Yfirbyggingin er með fínum bogalímum að ofan ásamt neðri hluta yfirbyggingarinnar.
Innréttingin er úr gullhúðuðum og sniðnum bylgjuskífum, útskornum léttarskeljum, laufblöðum og einnig málverki.
Á úthliðunum er merki rússneska ríkisins og kvenfígúra í ramma af bókrollum og kertum á grænum bakgrunni. Af táknmyndinni að dæma er myndin Anna keisaraynja.
Sjá má tilraun í málverkinu til að miðla líkingu við fyrirmyndina. Andlitsmyndir fóru að birtast í vagnasmíði á fyrsta fjórðungi 18. aldar.
Vagninn er ekkert sérstaklega íburðarmikill og innréttingin ekki mjög glæsileg. Þessi dálítið óvenjulega meðferð á umgjörð keisaraveldis skýrist líklega af því að farartækið var aðeins notað til að rúnta um hallargarðinn.
Þetta kemur aftur á móti líka fram í byggingu vagnsins. Hann er lítill og með efnismiklum og breiðum hjólum til að spilla ekki og sökkva í stíga hallargarðsins.
Málverk á hlið yfirbyggingarinnar. Portrett af Önnu Ioannovna (?) Garðs opinn vagn. Moskvu, 1725-1730.
Útfærsla skreytingarinnar kunni að hafa verið ákveðin af þeim sem sá um vagninn.Skjöl í vopnabúrinu staðfesta að vagninn hafi verið gerður fyrir Önnu keisaraynju í Moskvu.
Bólstrunin var endurnýjuð ekki löngu síðar en 1740. Áklæði af grænu ullarefni var skipt út fyrir daufari lit af rauðleitu flaueli.
Þetta er einnig staðfest af eftirlifandi bútum af græna áklæðinu. Vagninn var endurbyggður 1994. Hann hefur nú fengið sína upprunalegu mynd enn og aftur með áherslu á fágun.
Með því að kynna þessa hönnun gef ég mér ekki þann hégóma að uppfylla væntingar allra, en ég segi mér trúi því sjálfur að hver og einn muni taka eftir einhverjum nýjum eiginleikum sem hann tileinkar sér að verðleikum.
Fremri hluti yfirbyggingarinnar, með kúsksæti, er í nútímalegum stíl kranahálsframhuta; hálsinn er leiddur yfir á toppinn og sætið er gert aðskilið frá yfirbyggingunni,
í stíl langferðavagns að venju, nema með járntein á enda sætisins, sem er skrúfaður við framstólpann og hægt er að taka af hvenær sem er.
Neðri afturfjórðungurinn nær upp undir efsta fjórðunginn og yfir það kemur opnun á toppnum.
Hönnun yfirbyggingarinnar verður að fullu skilin með því að skoða teikninguna.
Mótun þessa verks er endurgerð á gamla stílnum, með endurbótum eins og sést á plötunni1
Plata = Í USA er alltaf talað um ,,plötu” í stað teikningar! ↩︎
Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.
Á áttunda áratug tuttugustu aldar afhjúpuðu fornleifafræðingar merkilegan steinaldartréveg nálægt Nieuw-Dordrecht í Hollandi. Þessi forni vegur, sem er tilkomumikill 4.573 ára, teygir sig í að minnsta kosti 800 metra. Með því að lesa með ákveðinni vísindalegri aðferð í tréð, hafa sérfræðingar tímasett smíði hennar til 2.549 f.Kr.
Þessi uppgötvun dregur ekki aðeins fram háþróaða verkfræðikunnáttu síðari hluta steinaldar, þegar slípuð steinvopn og áhöld voru ríkjandi, heldur býður einnig upp á ómetanlega innsýn í samgöngur þeirra og viðskiptahætti. Varðveisla vegarins í mýrkenndum jarðveginum hefur veitt sjaldgæfa innsýn í fágaða innviði forsögulegrar Evrópu.
Appian vegurinn er kannski frægasti og þekktasti rómverski vegurinn. Hann var nógu breiður til að tveir vagnar gætu mæst eða til að 5 hermenn gætu marserað hlið við hlið. Bygging Appian vegarins var stórkostlegt verkefni og sýndi aldir af frábæru handverki.
Vegurinn er 582 km langur og framkvæmdir hans hófust af Appius Claudius Caecus, rómverskum embættismanni, árið 312 f.Kr. Vegurinn lá suður frá Róm meðfram vesturströnd Ítalíu, beygði síðan austur til Brindisi við Adríahaf og þaðan til Otranto.
Róm til forna var fræg fyrir marga glæsilega eiginleika. Þeir fyrstu sem koma upp í hugann eru: skylmingakappar, frábærir sigrar og keisarar. En langlífasta framlag Rómar til sögunnar voru líklega vegirnir, sem bjuggu til samtengt net allt að 322.000 km, sem skapaði hið fræga orðtak: „Allir vegir liggja til Rómar.“
Heimild: Appian Way | Roman Empire, Rome-Capua, Aqueducts | Britannica. –
Appius Claudius Caecus | Roman Statesman, Aqua Appia & Appian Way | Britannica. – Phenomenal Nature Facebook.
Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death Valley til Mojave, Kaliforníu.
Þessi flutningsaðferð var skipulögð með múldýrum. Múldýrin skiluðu af sér 264 kílómetra eða 165 mílur til að komast að þar sem járnbrautarteinarnir enduðu.
Staðreyndir um vagnana
Hlutverk vagnanna var að flytja 10 „stutt“ tonn af borax í ferð. USA þyngdareining. Jafngildir 2.000 lb avoirdupois eða 907,19 kg sem stutt toon (short ton).
Vagnarnir voru með afturhjólum sem stóðu 2.1336 metra (sjö fet) á hæð, með 2,54 sentimetra eða 1 tommu þykkum járngjörðum á hjólum, smíðaðir upp úr gegnheilli eik.
Rýmið um borð var 4.8768 metrar (16 fet) á lengd og 1.8288 metrar (6 fet) á dýpt og hver tómur vagn vó 3.538 kíló (3.53802 tonn).
Vagnlestin, sem spannaði yfir 54.864 metra (180 fet) með múldýr í eftirdragi til vara, samanstóð af þremur vögnum sem urðu að vera til staðar svo hægt væri að fara af stað.
Fremsti vagninn, „Trailer“ og seinast „back action“, og allra síðast var vatnsflutningatankurinn.
Stjórnun teymisins og rekstur
Teymisstjórinn var ábyrgðarmaður á stjórn teymisins, notaði langan taum sem kallaður var „Skíthælslína“-1 og langa svartormasvipu.
Hann var venjulega að stjórn við vinstra hjólið og gat teymisstjórinn einnig stjórnað bremsunni frá vagnsætinu niður bratta brekku.
„Skiptirinn“ sem venjulega sat í vagninum stjórnaði bremsunni á mishæðóttu landi.
„Skiptirinn“ var líka með fötu af litlum steinum til að grýta múlhestana til hlýðni. Báðir deildu mennirnir með sér ábyrgð, þar á meðal að undirbúa liðið, sinna þörfum múldýranna og sinna dýralæknis- eða viðgerðarmálum.
Hádegisstopp leyfði að fóðra og vökva múlhestana þótt þeir væru enn beislaðir, og á kvöldin voru múlarnir settir í búr með fóðurkössum.
Ferðalag hvers dags var yfirleitt 10,6 kílómetrar eða nálægt 17 mílum, sem olli því að ferðin aðra leiðina tók um það bil tíu daga. Fyrirtækið sem rak þessa „útgerð“ útvegaði skála á næturstoppum fyrir ökumenn og múldýrin.
Sögulegt samhengi
Söguleg frásögn Remi Nadeau, „Fraktteymi Nadeau í Mojave“, leggur áherslu á yfirburði múlhestanna til notkunar í eyðimörkinni og undirstrikar mikilvæga hlutverk þeirra í að flytja borax með góðum árangri.
Með því að skilja flutninga, forskriftir og rekstrarstjórnun tuttugu múldýra sem var beitt fyrir vagnana fáum við innsýn í þá ótrúlegu viðleitni sem auðveldaði flutning á borax seint á 19. öld.
Emily Glazer skrifaði í Wall Street Journal um tökur „The Hatful Eight”!
Skrif Emily Glazer í Wall Street Journal
Kurt Russel og Jennifer Jason í hlutverkum sínum.
Í komandi kvikmynd Quentin Tarantino,, The Hateful Eight“ kallaði upphafsatriðið á að vagn færi yfir vætusamt Wyoming-landslag. Fyrir kvikmyndagerðarmennina var þetta vandamálið. Hvar kaupir þú póstvagn?
Einn staður er rétt fyrir utan Letcher í S.D., 171 íbúi, þar sem Doug Hansen rekur 13 manna samsetningarlínu, smíðar og gerir við hestvagna.
Hans iðn gæti virst lenda á milli skips og bryggju en í raun er mikill uppgangur í viðskiptum.
Hann ætlar að smíða eða endurgera um 100 hestvagna á þessu ári og starfar við hlið búsins þar sem hann ólst upp. „Ég var forvitinn um týndu listirnar,“ segir Hansen.
Hanson segir að það taki hann að jafnaði um ár að koma sérsniðnum vagninum til skila og þeir séu á kjörverði eins og lúxusbíll. Þessi 56 ára gamli smiður er þekktur meðal áhugamanna um gamla vestrið, hann nýtur þess að panta í bak og fyrir, sem mun halda honum uppteknum langt fram á árið 2016.
Eitt af sköpunarverkum Hansens er að flytja á laugardag á árlegum fundi Berkshire Hathaway í Omaha í Nebraska, þar sem aðdáendur og fjárfestar frá öllum heimshornum munu fagna 50 ára afmæli Berkshire undir stjórn Warren Buffetts. Í sviðsvagninum, sem Wells Fargo & Co., ein stærsta hlutabréfaeign Berkshire, sér um, verða John Stumpf, forstjóri bankans, og Sharon Osberg, brúarfélagi Buffetts. Buffett segist hafa leyst af hólmi sæti sitt í fjórum sætum til að skapa pláss fyrir tvær frænkur sínar sem voru „mjög spenntar“ fyrir tilboðinu.
Hansen er einnig hæstánægður. „Það er mikill heiður að fá að kaupa eitthvað úr verslun frá ökrum Suður-Dakóta,“ segir hann, „og enda í því að vera hápunktur á Wall Street, ef svo má að orði komast.“
Hann segir að Touring Concord-vagn, sem Hansen smíðaði, hafi eitt sinn ferjað Vilhjálm Bretaprins og eiginkonu hans, Kate hertogaynju af Cambridge. Fuji Safari Park í Japan pantaði smáhestavagn sem hægt var að draga með smáhestum til að flytja börn um hluta garðsins með vestrænu þema.
Milli viðskiptavina Hansens má einnig finna milljarðamæringinn Joe Ricketts sem stofnaði miðlunarfyrirtækið TD Ameritrade. Ricketts bað Hansen um að smíða fyrir sig fjólubláan „sýningarvagn“ sem svipaði til póstvagns. Ricketts sendi honum fjólubláa rúðustrikaða skyrtu sem hann var viss um að myndi gera vagninn sinn glæsilegan á Calgary Stampede, árlegu kanadíska ródeómóti.
Hansen var mótfallinn: Fjólublátt farartæki væri ekki sögulega nákvæmt. Ricketts bað litaráðgjafa tískuhússins að skipta sér af og eggaldinliturinn fékk að ráða.
Hansen prófaði sig áfram með liti í marga mánuði. Fjórtán málningarhjúpur gáfu loks viðunandi lit, nálægt eggaldini. „Þetta var konunglegt,“ segir hann. „Þetta var ríkt.“
„The Hateful Eight“ Auglýsingabútur myndband!
Vagninn kostaði um 50.000 dollara og virkaði eins og keppnisgripur. Sex hesta keppnisgripurinn vann Calgary Stampede keppnina árin 2010 og 2011.
Ricketts, sem á fjölskylduna Chicago Cubs, segist dreyma um að biðja Hansen um að smíða fyrir sig „matreiðsluvagn“, handhægt eldhús sem kúabændur nota úti á túni, og „hirðavagn“ fyrir gesti næturlangt.
Ricketts, sem á fjölskylduna Chicago Cubs, segist dreyma um að biðja Hansen um að smíða fyrir sig „matreiðsluvagn“, handhægt eldhús sem kúabændur nota úti í auðninni, kúrekavagn (chuckwagon), og „fjárhirðingjavagn“ fyrir gesti næturlangt.
Hansen segir að stundum haldi fólk að hann sé fullur af bulli þegar hann lýsir starfi sínu. Flestir telja að hestvagnaiðnaðurinn hafi horfið af plánetunni fyrir meira en hundrað árum, segir hann.
Það hefði kannski horfið úr Suður-Dakóta ef Hansen hefði ekki lært hestamennsku frá afa sínum, leðursmíði frá móður sinni og hvernig á að nota suðu- og trésmíðaverkfærin á búgarðsverkstæði föður síns. „Auðlindir fyrir skapandi iðnaðarmann voru á puttanum á mér,“ segir Hansen.
Um 1970 deildu gamlir menn fréttum af viðgerðum á hjólum hestvagna. Fljótlega bárust fréttir af því að Hansen gæti gert við hestvagna og nágrannar fóru að koma með verkefni. Hann sótti fornverkfæri á flóamarkaði og bjó önnur til þau eftir þörfum. Í fyrstu sagðist hann hafa rukkað um 10 dollara á tímann.
Verk hans seljast nú á hærra verði en nýr Chevy Silverado með dæmigerðan hámarkshraða um 12 mílur á klukkustund. Hann er meðal fárra vagnsmíðamanna sem stunda starf sem skilar ánægju og skemmtun.
Jimmy Wilson í Paradise í Texas tók við rekstri tengdaföður síns og er nú í samstarfi við Amish „hjólasmið“ í Montgomery í Indiana. Þeir sérhæfa sig í hefðbundna Concord. „ Kadillakks kagga allra vagnanna“ segir Wilson en verðmiðinn er allt niður í lágar sex stafa tölur.
Wells Fargo er einnig viðskiptavinur, segir Wilson. Fyrirtækið í San Francisco, sem er stærsti banki landsins að markaðshlutdeild, eyðir miklum fjármunum í að hampa sögulegri tengingu vörumerkis síns við bandaríska vestrið. Þar eru 24 eftirlíkingar af vagninum, 16 frumgerðir og 14 verktakar sem stjórna póstvagninum í skrúðgöngum og viðburðum fyrirtækja, segir Beverly Smith, yfirmaður söguþjónustu Wells Fargo.
Bankinn vill ekki gefa upp hversu miklu hann eyðir í póstvagnasýningar en í fyrra voru þau yfir 800.
Tarantino er annar viðskiptavinur sem hefur verið mjög hátt skrifaður. Eftir að hafa gert fjölda kvikmynda sem spanna glæpi, hrylling og stríð, sneri leikstjórinn sér að kvikmyndum í vestrænum stíl og byrjaði á kvikmyndinni Django Unchained árið 2012.
Fyrir „The Hateful Eight“ skoðuðu Tarantino og starfsmenn hans um 20 sviðsmyndir póstvagnahugmynda og komu sér upp líkani sem hann smíðaði og hefur vísundamálað á hliðina, segir Rusty Hendrickson, yfirhandritshöfundur myndarinnar sem The Weinstein Company gerir ráð fyrir að komi út síðar á þessu ári.
Póstvagninn (leikmunurinn) úr ,,The Hateful Eight“
Sumum áhafnarmeðlimum fannst blóðrauði vagninn með gulum afskurði „of fallegur“ en hann stóð af sér margra kílómetra torfæru í Telluride í Colorado. Stjörnuleikarnir Kurt Russell og Samuel L. Jackson léku í kvikmyndinni.
Tarantino hreyfði ekki svip við 90.000 dollara verðmiðanum, segir Hendrickson, og dásamaði póstvagninn.
1901 Pæton Brake heitir brake vegna þess að framhjólin ganga undir bogann undir sætinu. Þessi Pæton tekur að minnsta kosti átta farþega með kúskinum. Þessi ætti því að vera lipur í þröngum aðstæðum. Þetta eintak hefur þörf fyrir heildaruppgerð; ástandið er orðið þannig að aðeins algjörs niðurrifs og uppbyggingar er þörf ásamt málaravinnu. Vagninn er samt vel heillegur og viðráðanlegur í uppgerð.
Öflugt og vel skapað járnverk.
Bremsubúnaðurinn er vel vandaður miðað við sambærilega vagna þessa tíma og gerðar. Uppstigin eru líka sterklega og vönduð til að endast.
Sagan sem fylgir vagninum: Friðrik settist aldrei upp í þennan vagn enda góður reiðmaður og vildi ekkert með vagninn hafa að gera.
Konungur reið gjarnan fremstur í flokki, því að hann vildi heilsa fólki fyrstur og taka því tali ef honum sýndist svo.
Vagninn eftirlét hann Carl Locher, sem var málari í fylgdarliði hans og var orðinn nokkuð aldraður og þungfær.
Eitt sinn var vagninn dreginn tómur og var þá konungi sagt að Carl væri sjálfur ríðandi.
Reið konungur þá Carl uppi til að spyrja hann hvernig hann hefði komist á bak! Ástæðuna má sjá ef smellt er á hlekkinn að nafni málarans hér ofar í textanum!
Athuga skal að þessi frásögn eru munnmæli ekki staðreindir!
Vagninn er á gúmmíhjólum, það er að segja sérstök gúmmípulsa sem er með einum eða tveimur vírum inn í til að strekkja gúmmíið utan um hjólið og ofan í u-skúffuna sem er úr járni og virkar eins og felgur nútímans.
Reyndar er þessi lausn fyrstu felgurnar, eftir því sem vefsíðueigandi best veit. Gúmmíhjólin komu til skjalanna eftir 1855 eða þar um bil.
Charles Goodyear fann upp aðferð til að efnabreyta gúmmíinu til að nota það í dekk undir ökutæki af slysni.
Goodyear fór í skuldafangelsi og dó öreigi meðan aðrir stórgræddu á uppfinningu hans.
Bogann er búið að spengja í þessum Phaeton. Þessi eða svipaður bogi finnst líka í „Viktoriu“-vagninum og fleiri gerðum vagna.
Fremra sætið vísar farþegum aftur (snúa aftur). Var svoleiðis í Vis a Vis og/eða Social-vögnum.
En hafa ber í huga að Phæton kom í mjög mörgum útgáfum og stundum er svolítið erfitt að skilgreina hverrar gerðar þeir eru.
Kúskurinn eða ökumaðurinn sat að öllum líkindum til vinstri héðan megin séð með taumana en það gæti líka verið að kúskurinn sæti bara á hestinum og æki vagninum þannig; það var vel þekkt, þó aðallega hjá aðlinum og kóngafólki.
Setan eða sessan undir kúskinn var oftast hærri að aftan og myndaði þannig halla fram, líklega til að gefa betri líkamsstöðu til akstursins.
Járnverkið í armhvílunni á sætinu bendir til að sætið sé upprunalegt eða smíðað með vagninum.
Litlu napparnir beggja megin á handriðunum gætu verið vísbending um það, en þeir eru til að krækja hlífðarteppi eða dýrahúð yfir farþega.
Uppstig eru mjög mikilvæg, gerðu mögulegt að byggja vagnana hærra og hærra frá jörðu og komu sér vel þegar stóru og háu póstvagnarnir komu til sögunnar en það var snemma eða á 16. öldinni.
Sagt er frá í sumum lýsingum á vögnum að þeir væru hengdir1lágt til að eldra fólk og konur ættu auðveldara með umgang.
Uppstig á vögnum með yfirbyggingu sem var með hurðum var oft þannig að hlíf var látin koma yfir þrepið/uppstigið. Þegar hurðinni/unum var lokað var hlíf yfir uppstiginu fest undir hurðina/hurðirnar sem hjálpaði til við að halda frá því miklum óhreinindum.
Lögunin á sætinu og brettinu er nokkuð einkennandi fyrir Phæton.
Oft var fellanleg húdd/hlíf2 úr leðri eða öðrum efnum yfir sætinu og kallaðist (Hood) á ensku.
Einnig var Victorían með svipuðu lagi á afturhlutanum.
Nafngiftin Viktoría er í höfði Viktoríu drottningar Stóra Bretlands.
Við erum að horfa á fimmta hjólið, ( the fifth wheel ) með miðjubolta eða ( King pin ) á ensku.
Þetta er, eins og þið sjáið, töluvert járnvirki. Það voru dæmi um að vagnarnir væru liðstýrðir, svona eins og búkollur nútímans eða Pileloader (vélskóflu), sem sagt tengipinni/bolti í miðju farartækis eða framarlega og þá þyrfti ekki fimmta hjólið.
En sú lausn náði ekki vinsældum. Sjá næstu mynd.
Tveir miðjuboltar rétt fyrir framan miðju jafni Phæton, samhverfur Phæton eða miðju Phæton
Fimmta hjóls járnverkið séð framan á.
Þegar síðast var vitað um þennan vagn var hann kominn í uppgerð á Íslandi.
Samantekt af Friðrik Kjartansson Með innilegum þökkum til Þorkells Hjaltasonar fyrir lánið á myndunum.