Tag: undirhlaup

Pepsi flutningavagn #1Pepsi flutningavagn #1

0 Comments

New York 1910

Heimild/fengin að láni frá Ask History á Facebook

Þýtt og skráð af Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Málfríður.is

Milord #3Milord #3

0 Comments

10.000 dollara fyrir þennan gullfallega Milord og hann er vel þess virði!


Vagninn er uppgerður og sá sem það vann var starfi sínu vel vaxinn.


Snyrtileg og fallegt húdd/skermir, vel unninn eins og annað.


Virðulegur



Fallega bólstruð sæti og aðalsætið með gimsteinamunstri sem var algengt


Þessi útfærsla aukasætis er dæmigert fyrir Milrod.


Snyrtilegur og fágaður frá gangur hvar sem litið er á vagninn.



Útfararvagn #6Útfararvagn #6

0 Comments

Smíðaður í Svíþjóð. Uppgerður og tilbúinn í útfarirnar.


Holland geymir hann núna en hann er til sölu.

Engar bremsur eru á vagninum og það kemur mér á óvart.


Þessi frágangur en nú með því besta sem maður hefur séð í vagnheimi.

Járnverk allt til fyrirmyndar.


Uppruna skiltið segir að hann er smíðaður í Svíþjóð. Eins segir útdráttur úr kataloginum hér fyrir neðan það sama.

Eins og ég sagði. Fallegt járnverk.

Skreytingar allar og út skurður er líka til fyrirmyndar og er ekki of mikill heldur passlegur fyrir þessa gerð vagna.

Hugsað er fyrir að það geti rignt og snjóað með yfirbreiðslu á Kúsksætið.

Hornsúlurnar er flottar og vel unnar.


Gagn að gólfið rispist ekki við notkun.

Skrautið er ákkúrat nóg. Vagninn ekki ofhlaðinn skrauti.


Skíðin fylgja með til að mæta vetri. Ekki hættir fólk að deyja þótt vetur sé!

Úrtak úr kataloginum. Fyrir þá sem eru lunknir í að lesa!

Til hægri er vagninn á skíðunum sínum.

Stanhope Pæton #14Stanhope Pæton #14

0 Comments

Stór Stanhope Pæton






Rockaway með 1/4 aukaplássi #113Rockaway með 1/4 aukaplássi #113

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway kvart pláss auka. Engin lýsing í sölubæklingnum. Sporöskjulaga gluggar báðum megin aftarlega á yfirbyggingunni. Aftur draganlegur toppur. Toga skal í steng með dúskinn á endanum, til að draga toppinn aftur. S- laga járn sem áður voru hné til að opna toppa eru notuð sem ornament . Lampar, hlíf framan (dash), fagurlega skreytt uppstig. Vagninn byggður á körfu (perk). Fjaðrabúnaðurinn er langsum að framan tvær fjaðrir en þversum að aftan ein fjöður. Sarven nöf. Útskurður er ekki mikill en samt sjáanlegur. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway með útskiptanlegu Kúsksæti. Engin lýsing fylgir vagninum í bæklingnum. Vagninn er með uppstig og aftur dreginn topp. Aftan á yfirbyggingunni er strengur með dúsk á endanum. Toga skal í til að draga toppinn aftur. Lampar eru til staðar og svo er Rockaway skreyttur á hurðum eða boðið upp á skjaldarmerki. Báðum megin aftarlega er gluggi sem er sporöskulaga og gefur vagninum sérstakt útlit. Vagninn er hengdur á þver fjöðrun aftan og tvær fjaðrir langsum að framan. Undir vagninum er slá á milli öxlanna sem kölluð er karfa og málvenja að segja vagninn byggðan á körfu. Sarven nöf eru til staðar. Aðaleinkenni Rockaway er að þakið er látið ná fram yfir kúskinn en í þessu tilfelli nær það aðeins yfir aftar kúsksætið. Gardínur eru til staðar. Fallegar bogalínur eru í gólfi yfirbyggingarinnar sem gefa vagninum fallegri blæ. Undirhlaup er fyrir framhjólin til að geta beygt krappar.Lítið Hammerklæði prýðir líka Kúsksætið. Engar bremsur.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Langferða leigu vagn #111Langferða leigu vagn #111

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Langferðavagn til leigu. Er vandaður að sjá og hefur líklega verið það. Vagninn er byggður á körfu. Það er bogadregna sláin undir yfirbyggingunni milli öxla. Afturdraganlegur toppur. Sjá streng efst aftan á yfirbyggingunni. Hlíf er að framan ljósker eru og töluvert af skrauti og útskurði. S-skraut á aftari hliðum ofarlega eða ornament. Vagninn er búinn Sarven nöfum sem voru nýjung á þessum tíma. Virðist vera mjög vandaður vagn hér á ferð, Listaverk. Bremsur ekki sjáanlegar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Fjölskyldu langferðavagninn #105Fjölskyldu langferðavagninn #105

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning!

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Milord #2Milord #2

0 Comments

Milord til sölu í Póllandi. Engar upplýsingar en samt heillegur gripur og vel uppgeranlegur!








Síams Pæeton #1Síams Pæeton #1

0 Comments

Ingenhoes-De Bilt Er þrykkt á hjólkoppanna og er skapari vagnsins í Hollandi!













Ekki amalegur sæti til ferðalaga. Svo eru sessurnar lausar til þrifa. Bara losa beltin sem halda þeim.

Brett #1Brett #1

0 Comments

Brett er mjög sjaldgæfur og hreint ævintýri að finna þá gerð hvar sem er í heiminum!


Teikning frá nítjándu öld af Brett svona til hliðsjónar myndunum hér fyrir neðan.

Mikil vinna ef taka á þennan sjaldgæfa grip til endurbóta. En það væri samt verðugt verkefni. Fundinn sennilega nýlega í hlöðu eða úti húsi. Þetta hefði ég haldið að væri mjög sjaldgæfur vagn í nútímanum en það var töluvert mikið af þeim á Vagna öldum. Brett mun þessi gerð heita ef mér skjöplast ekki. Líklega er hann dýr í innkaupi í núverandi mynd en samt betra að kaupa hann en smíða samkvæmt íslensku verðlagi. Vinnan of dýr. Til Samanburðar er gömul teikning frá nítjándu öld af Brett hestvagni. Þeir voru stórir sport vagnar fyrir þá ríku á vagna öldum. Hér er um dýrgrip að ræða!

Hér þarf nýtt húdd! Aurbrettin eru á sínum stað.

Vandaður fjaðrabúnaður sem þarf að hreinsa og mála til fyrra útlits!

Hjólkopparnir hafa áletrun skapara síns trúlega en það var venjan!

Allt járnverk er vandað í upphafi sem auðveldar að hreinsa það og koma í fyrra horf!

Buneos Aires og heiti smiðsins!

Vandað og aftur vandað!

Það sem eftir er af þessari bólstrun sýnir að vandaður hugur og hönd hefur verið lögð í verkið!

Armhvíla, uppstig og festingar fyrir lampa. Yfirbyggingin er frekar löng og töluvert í hana lagt bæði í vinnu og efni!

Undirhlaup fyrir framhjólasamstæðuna, litlar og sætar hurðar og vönduð uppstig smíðuð eins og rist svo skíturinn falli til jarðar þegar skafið var af botni skóbúnaði. Veitti ekki af því fyrir 150 árum var mikið um drullu á vegum og strætum.

Cut Under Runnabout #1Cut Under Runnabout #1

0 Comments

Skorin undir, Nýmáluð og bólstruð!


Topp ástand
Nýmálaður og bólstraður. Er með skiptisæti/bráðabrygðasæti. Lampar og yfirbreiðsla innifalin verð $5500.
Ef við horfum vel sjáum við ,,Undirskurð” (cut under) undir Kúsksætinu sem hleypir framhjólunum undir vagninn við krappar beygjur. Staðsett í Scottsville, New York

Heimild: Mynd fengin að láni frá Carriages for sale and wanted north America only Facebook

Ekki er minnst á smíðaár eða aldur.


Vagn til veiða #1Vagn til veiða #1

0 Comments

Sýninga og keppnis eintak


Fallegur Stevenson frá Lemington Veiði -hundavagn. Hentar hvort sem er einum eða pari, tekur upp í 15 veiðihunda. Er með dráttarstöng og svanahálsasköftum Smíðaður nálægt 1900.
Dökkgrænn. Tilbúinn til keppni. Létt og fínn, hentar bæði smáhestum og venjulegum hestum í Englandi. Hjól frá Warner. Sýningarvagn undanfarin þrjú tímabil í ,,Private Driving & Attelege” klúbbinum. Fínir lampar. Verð £ 6000.








Surrey #1Surrey #1

0 Comments

Alltaf geymd inni, ekið aðeins í örfá skipti!


Surrey, ekki talað um aldur, lítið notaður. Vandaður vagn í alla staði.

Surrey vagnar eru hurða lausir fjögra hjóla, vinsælir í USA á 19 og 20 öldinni. Venjulega tveggja sæta fyrir fjóra farþega. Surrey var með nokkrar mismunandi gerðir af blæjum/húddum segl eða Parsol (notað í regnhlífar) oft með kögri. Sætahefð þessarar gerðar voru með renndum pílárum í baki oftast bólstruð sæti. Nafnið er komið frá Surrey á Englandi.

Heimild: Wikipedia