Tag: húdd

Saga listar í vagnasmíði 1. kafli bls. 2Saga listar í vagnasmíði 1. kafli bls. 2

0 Comments
Tilgátumynd um hestateymi Salomons konungs og einn af vögnum hans.

Við finnum Salomon í söngvum Salomons smíða giftingarvagna úr sedrusviði með súlum úr gulli, sennilega haldandi uppi tjaldi. Við sjáum ljóðræna lýsingu skáldsins Nahum. Bergmálið hefur þagnað. Um framtíð ríkisins. „Til hljóðsins af vögnunum skröltandi upp og niður strætin og þeir fagna hver í mót öðrum undir hvíslandi hljóðum svipunnar, skrölt hjólanna, stökk hestanna og stökkvandi vagnanna;“ Til annarra ummæla á öðrum stað í sama riti: „Hófadynur hesta, harðahlaup hesta, hraðakstur vagna, og vagnagnýr hjólanna“; Allt segir frá því sem menn sáu þegar þeir komu fram á spámann eyðimerkurinnar með vagna og hávaða frá hinni fjölmennu borg.

Á safni í New York er hjól af egypskum stríðsvagni sem fannst í múmíugröf við Dashour sem Henry Abbott læknir fann. Það er 99,06 sentimetrar á hæð, nafið er 36,83 sentimetrar á lengd og 12,7 sentimetrar í þvermál og var það unnin úr tré. Meðfylgjandi öxull úr viði sem var renndur niður til endanna og mældist frá 7,62 sentimetrum til 5.94 sentimetra í ummál. Óvenjuleg stærð og lengd þessara nafa er mjög áberandi í svo litlu farartæki sem egypski vagninn er. Pílárarnir eru sex talsins. Ummál 3,35 sentimetra næst (hjólbarða hringnum) félögunum. Pílárarnir breikkar svo inn að nafinu. Næst félögunum en næst nafinu er ummál Píláranna 5,08 sentimetrar og 35.052 sentimetrar að lengd. Félagarnir (hjólbarðinn) er tvöfaldur innri og ytri hringur. Innri félagarnir í hringnum skeytast ekki saman eins og þeir gera í dag (1877) en eru tengdir hálft í hálft inn á hver annan um 7,62 sentimetra. Félagarnir 3,81 sentimetra þykkir á báða vegu. Ytri hringur félaganna (ytri hjólbarðinn) er samsettur úr 6 félögum en þeir eru samsettir með tappa og eru stungnir allan hringinn með götum. Skinnband gætu hafa þrætt þessi göt. Hringirnir var vafðir saman. Heildarhæð á tvöföldum hjólbarðaprófílnum 8,636 sentimetrar. Heildarbreiddin á hjólbarðaprófílnum 3,81 sentimetri.

Af fornum höggmyndum, sem varðveittar eru frá Níníve og Babýlon og sumar eru í British Museum, sjáum við að stríðsvagnar voru notaðir áfram á stóru sléttunum til veiða og í hernaðarskyni. Stríðsvagnar Assýringa voru stærri en egypskir og áttu að flytja þrjár eða fleiri manneskjur. Þeir virðast líka langtum þyngri í sniðum.

Grikkir notuðu vagna og í umsátrinu um Tróju, sem Hómer hefur gert ódauðlega í kvæði sínu, er sagt að allir helstu hermenn beggja stríðsaðila hafi farið í stríð og barist af vögnum sínum. En er árin liðu notuðu Grikkir ekki lengur stríðsvagna heldur voru það aðeins keppnir og kappræður á almannafæri, stórhlaup og skemmtanir. Ereþeus konungur í Aþenu er sagður vera fyrstur manna til að beita fjórum hestum fyrir hvern vagn. Eftir það var orðið algengt að nota fjóra hesta á hverjum vagni í keppnisgreinunum. Grískir stríðsvagnar voru allir sveigðir fyrir framan og frekar stærri og á hærri hjólum en í Egyptalandi. Sjá mynd 1 og 2.

Rómverska þjóðin tók upp hestvagninn eftir því sem hún varð valdameiri og höfðu vagnar einnig verið í notkun um árabil í nágrannaríkinu Eþíópum, sem var þá nálægt því að vera þeirra eigið land á Ítalíuskaganum. Eþíópar urðu fyrstir til að setja húdd/skerm yfir opinn hestvagn, tveggja hjóla vagn. Þeir skreyttu vagninn ásamt húddinu með þessum fallegu línum og skrautlegum áprentuðum sem við þekkjum úr leirkeragerðinni. Rómverski vagninn var aðallega notaður í borgum á hátíðum og ríkisviðburðum en ekki til daglegra nota. Í Páfagarði í Róm er enn til fallegt líkan af einum slíkum. Afrit af því og hestunum, sem teiknuðu það, er að finna í safninu í South Kensington. Sjá mynd 1 og 2.

Egypskur-burdarvagn-Litter

Heródótos (450 f.Kr.) og aðrir ritarar segja frá farartækjum Scythians til forna. Þetta voru menn af þjóðflokki manna sem bjuggu í grennd við Kaspíahaf og ráfuðu um með stórar nautgripahjarðir og hesta. Scythians notuðu grófgerðan, tveggja hjóla vagn. Vagninn var eins og pallur. Á hann var sett einhvers konar býflugnahús úr hesliviði alsett dýrahúðum eða reyr. Er þeir stöðvuðu þessi býflugnahús voru þá teknir af kerrunum og lagðir á jörðina til mannfólkið gæti búið í þeim. Líktist þessi skjóltjöld Romanfólksins.

Stríðsvagnar Persa voru stærri og þunglamalegri en þeir sem voru áður. Þeir virðast hafa verið notaðir til að búa til eins konar skotturn á vagninn, og úr honum gátu ýmsir kappar skotið eða kastað spjótum. Vagnarnir voru með bogadregið járn sem líktist sverðum standandi út úr öxl trésins. Persar áttu einnig bifreiðar sem notaðar voru við líkfylgd og konungur eða aðalsmaður sá í hópi manna þar sem hann gekk um á eins konar hásæti er steig mörg þrep upp á við.

Persar og stríðsvagnar þeirra með sverðin út úr hjól-nöfnunum!

Dacians, sem bjuggu í Wallachia á bökkum Dónár og hluta Ungverjalands, lögðu Rómverja undir sig í kringum árið 300. Vagnar þeirra eru höggnir á minnisvarða Rómverja og minna einna helst á persnesku vagnana. Þeir eru á tveim hjólum og dregnir af tveim hestum. Lögun er sambærileg við stóran ferhyrndan kassa eða kistulaga kassa og á honum er minni kassi sem er samsettur úr sætum fyrir farþegana. Hjólin eru sex talsins og víkka í endana á felgunum. Þannig vagn er túlkaður á Terra Kotta-undirstöðu í British Museum.

Alexander mikli, konungur í Makedóníu, herjaði á Asíu og hélt til Indlands. Hann kom í móti honum á bökkum Indíusar, er Porus konungur átti að herja á. Í her hans voru allmargir fílar, vagnar nokkur þúsund, og á hverjum vagni sex manns. Sagnfræðingurinn bendir á að það hafi verið erfitt fyrir farartækin að komast hratt yfir á mjúkri jörð og/eða í rigningarveðri. Alexander var á heimleið frá Indlandi til Persíu þegar hann fór á átta hestum á vagni sem var dreginn af hestum. Á þessum vagni var reistur pallur og tjaldi þakið yfir hann. Vagninum fylgdi mannfjöldi á vögnum sem hlaðnir voru teppum og purpurarauðum yfirbreiðslum. Stundum voru þær eins og skeljar í laginu eða eins og vöggur yfirbyggðar trjágreinum. Ég hef séð teikningu af persneskum vagni þar sem líkið er látið snúast fyrir ofan hjólin og sveiflast eins og stór vagga sem notuð er um borð í skipi.

Breskur stríðsvagn með opið framan á öfugt við rómverska.
Forn Rómverskur vagn
Algengur Þýskur vagn

Coupe Rockaway #102Coupe Rockaway #102

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Coupe Rockaway er ekki með texta í sölubæklingnum. Opnanlegur toppur dreginn aftur. Strengur aftast og efst á yfirbyggunni. Uppstig, lampar, skrautlykkja aftan yfir fjöðrinni sem er stífa í leiðinni, hlíf framan (dash). Vagninn er byggður á körfu (perk). Járnslá sem tengir fram og aftur öxull. Svo er sporöskjulaga gluggi aftast á yfirbyggingunni og annar skreyttur efst í hurðinni. Skraut (onamet) aftan og ofan við sporöskulaga gluggann, líklega bara til skrauts. Bremsur ekki sjáanlegar. Veglegur vagn og mikið Listaverk. Vagninn er á þver fjöðrum framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er á Sarven nöfum sem var nýjung 1860.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Milord #2Milord #2

0 Comments

Milord til sölu í Póllandi. Engar upplýsingar en samt heillegur gripur og vel uppgeranlegur!








Veltisætis vagninn #70Veltisætis vagninn #70

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Veltisætis vagninn hefur engan texta í sölubæklingnum. Vagninn er búinn uppstigi, hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur, bremsur ekki sjáanlegar. Litla teikning efst í aðalteikningunni er af veltisætinu. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Sarven nöf í miðju hjólanna. Útskurður til skrauts er greinilegur enda vagninn vandaður í heild. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er stöngin undir vagninum

Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Carbriolet með fullvaxna toppnum hefur enga textalýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum á myndinni að hann er með uppstig, hlíf framan, sæti fyrir fjórar manneskjur og svo er hann byggður á körfu stöngin sem er neðst undir vagninum. Ég tel fullvíst að vagninn sé á Sarven nöfum þótt teikningin sé ónákvæm með það. Engar bremsur eru sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar.

Brett #1Brett #1

0 Comments

Brett er mjög sjaldgæfur og hreint ævintýri að finna þá gerð hvar sem er í heiminum!


Teikning frá nítjándu öld af Brett svona til hliðsjónar myndunum hér fyrir neðan.

Mikil vinna ef taka á þennan sjaldgæfa grip til endurbóta. En það væri samt verðugt verkefni. Fundinn sennilega nýlega í hlöðu eða úti húsi. Þetta hefði ég haldið að væri mjög sjaldgæfur vagn í nútímanum en það var töluvert mikið af þeim á Vagna öldum. Brett mun þessi gerð heita ef mér skjöplast ekki. Líklega er hann dýr í innkaupi í núverandi mynd en samt betra að kaupa hann en smíða samkvæmt íslensku verðlagi. Vinnan of dýr. Til Samanburðar er gömul teikning frá nítjándu öld af Brett hestvagni. Þeir voru stórir sport vagnar fyrir þá ríku á vagna öldum. Hér er um dýrgrip að ræða!

Hér þarf nýtt húdd! Aurbrettin eru á sínum stað.

Vandaður fjaðrabúnaður sem þarf að hreinsa og mála til fyrra útlits!

Hjólkopparnir hafa áletrun skapara síns trúlega en það var venjan!

Allt járnverk er vandað í upphafi sem auðveldar að hreinsa það og koma í fyrra horf!

Buneos Aires og heiti smiðsins!

Vandað og aftur vandað!

Það sem eftir er af þessari bólstrun sýnir að vandaður hugur og hönd hefur verið lögð í verkið!

Armhvíla, uppstig og festingar fyrir lampa. Yfirbyggingin er frekar löng og töluvert í hana lagt bæði í vinnu og efni!

Undirhlaup fyrir framhjólasamstæðuna, litlar og sætar hurðar og vönduð uppstig smíðuð eins og rist svo skíturinn falli til jarðar þegar skafið var af botni skóbúnaði. Veitti ekki af því fyrir 150 árum var mikið um drullu á vegum og strætum.

Cabriolet #4Cabriolet #4

0 Comments

Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni


Fjögra hjóla Amerískur Cabriolet
Gozzandini

Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.


Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Hálfmána vagninn #68Hálfmána vagninn #68

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Hálfmánavagninum fylgir engin lýsing en við sjáum að hann er með uppstig, hlíf frama og svo fimm toppboga vandaðan topp. Sarvin nöf, Engar bremsur sjáanlegar og vagninn er byggður á körfu (perk) Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo svo ofan á í hönnun síðar

Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Vagninn er búinn niðurfellanlega barnaframsætinu. Ekki er texti við myndina í heimildunum frá 1860. En við sjáum að vagninn er með uppstig þótt lítið fari fyrir þeim á myndinni og hann er með fimm toppboga vandaðan topp. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Það sést nú ekki vel en sennilega er hann á Sarven nöfum. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er eining byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Dayton Brett #66Dayton Brett #66

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Viktoria #1Viktoria #1

0 Comments

Uppgerð í upprunalegu ástandi eins og ný!


Súper vel uppgerð Viktoría. Í topp standi. Fallega bólstruð. Lítið og sætt sæti fyrir blómastúlku og dreng í fremri hluta farþegarýmis. Smíðaár ekki tilgreint né framleiðandi eða vagnsmiður. Sér stakleg passlegur vagn í brúðkaup, skrúðgöngur og kynningarviðburði. Sérstakt verð líka eða £3450. Er staðsett í Blackpool.

Það vita kannski flestir en Viktoria var skírð eftir Viktoríu Englandsdrottningu þegar hún ríkti.

Eistök reisn og stíll yfir þessum fallega vagni.

Hér sjáum við niðurfellanlega barnasætið fyrir aftan Kúsk sætið. T.d. Milrod er með svipað sæti og Pæton svo einhverjir séu nefndir.

Glæsileiki!

Fer vagninum vel húddið þegar það er uppi.

Hér er Viktorían fyrir uppgerð og hafa sennileg verið notaðir tveir vagnar í að endurbyggja hana því á kerrunni eru önnur Viktoría.

Meistarinn #64Meistarinn #64

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Meistarinn hefur ekki neina lýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum fjögra boga vandaðan topp ásamt Sarven nöfum. Hlíf og þverfjaðrir. Númer 61, 63 og 64 eru allar með nýjum stíl (ný kynslóð) og verða að skoðast í raunveruleikanum til að hægt sé að meta þær að verðleikum en vegna stíls og lokafrágangs eru fáir vagnar sem standa þeim jafnfætis. Í frágangi eru vagnarnir allar af léttari gerðinni. Engar bremsur sjáanlegar. Meistarinn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Prinsinn af Wales #63Prinsinn af Wales #63

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Prinsinn af Wales er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum. Vagninn er með fellanlegan vandaðan topp með fimm bogum sem var talið flott. Svo er hann með hlíf framan og á þver fjöðrum ásamt einföldu uppstigi. Engar bremsur sjáanlegar. Teikningin gefur okkur til kynna að vagnkarfan/yfirbyggingin sé fléttuð úr tágum. Sarven nöf prýða líka vagninn.

Kriket vagninn #57Kriket vagninn #57

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Kriket vagninn er ekki með topp. Er á hliðar fjöðrum, fjaðra stangirnar langsum með yfir byggingunni. Bein yfirbygging og járnhlíf fremst. Einstaklega létt sæti. Sérbyggð fyrir gangstigið brokk. Flott skott, Skreytt og útskorin. Sarven nöf er nýung á þessum tíma. Léttasti vagninn sem er í notkun nú um stundir. Þyngd frá 72,5748 kíló til 102,058 kíló. Bremsur ekki sjáanlegar.Vagninn er á langsum fjöðrum, eða hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Rockaway Indjánavagninn #55 & #55BRockaway Indjánavagninn #55 & #55B

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway vagn, mjög fallegur og léttur . Sætin eru stillanleg og annað sætanna er útskiptanlegt. Fyrir einn hest og fjölskylduna er þessi vagn passlegur. Sveigð yfirbygging, skreytingar á hliðum. Sarven nöf í hjólamiðju. Geymsla undir sætum, leðurhlíf framan (dash). Hátt bak. Snyrtilegur frágangur, tvöfalt uppstig. Nýr stíll sem vekur aðdáun fyrir þægindi og hagkvæmni. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Eins vagn og númer 55 en með fjórum sætum sem hægt er að taka burtu eftir þörf. Bremsur ekki sjáanlegar.

Hertoga vagninn #54Hertoga vagninn #54

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhrein með út skiptanlegu sæti og með viðbætur í toppi. Fremra sætið brotið saman aftur á bak og aftara sætið er hægt að taka, eins og sést á mynd númer 54 B. Þægileg og passleg fyrir tvær persónur. Þegar eitt sæti er notað er hægt að brjóta saman toppinn upp. Er hægt að breyta á einni mínútu. Sarven nöf sjáum við líka. Svo er líka hægt að fá þessa kerru (buggy) með tveimur föstum sætum, sama útlit. Það er ekki minnst á það í lýsingunni á kerrunni en það eru greinilega lampar á henni. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Peninga vagninn #49Peninga vagninn #49

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging. Leðurhlíf faman (dash), vandaður og fellanlegur toppur, hátt bak, riffluð þrep, rafhúðaðar járn, skott geymsla. Besti vagninn fyrir þetta verð sem gerð hefur verið. Nýungin Sarven nöf. Gefur raunverulega upplifun. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805 Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing Friðrik Kjartansson Yfirlestur: Yfirlestur.is

Normal vagninn #44 #45Normal vagninn #44 #45

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Góð, ódýr, sterk og hönnuð fyrir vonda vegi. Viðar hlíf framan (dash) bólstrað skott og opið bak. Mjög þægileg. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er með þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á hönnun síðar.

Eins og númer 44 nema að auki með fellanlegum toppi.

Ekran #42 #43Ekran #42 #43

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Ekran topplausa er rúmgóð og þægileg í notkun. 3 ára gömul nýung prýðir líka vagninn eða Sarven nöf. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Bremsur ekki sjáanlegar.

Ekran með topp, en að öðru leiti eins og topplausa Ekran. Bremsur ekki sjáanlegar. Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: yfirlestur.is

Viktoríu létta vagninn #41Viktoríu létta vagninn #41

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Fallega útskorin, skreytt og sveigð yfirbygging. Viðarhlíf framan (dash). Fellanlegur toppur vandaður, full rafhúðað járnverk, járnstífur, gegnheilar lykkjur, járn, þrep og járn armhvíla. Ásýndin falleg með góða afspurn. Lítill beygjuradíus og gott að ganga um. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840 þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Ferðasölumaður #1Ferðasölumaður #1

0 Comments

Hestvagnar sölumanna voru sérstaklega hannaðir með tilliti til ferða sölumanna starfa og athafna!


Langafi var lyfjamaðurinn bæja á milli um 1900. Ein af mínum kærustu gömlu fjölskyldumyndum af afa. Amma seldi Rawleigh vörur ásamt hestum og sleðum Heimildir: Darin Gray. Historical Pictures Facebook. Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Rawleigh smyrsli

Ferðasölumaður lyfja #2Ferðasölumaður lyfja #2

0 Comments

Hestvagnar sölumanna voru sérstaklega hannaðir með tilliti til ferða sölumanna starfa og athafna!


Ferðasölumaður kynnir meðal og púður til heimilisfólks í Oklahoma á búgarði á tíunda áratug 19. aldar. Kannski er hann með Snákaolíu til sölu, hver veit? Heimildir: Underwood Archives. Mynd fengin að láni frá Antique Carriage Collectors Club Facebook Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Snáka olía