Tag: bremsulaus

Cut Under Runnabout #1Cut Under Runnabout #1

0 Comments

Skorin undir, Nýmáluð og bólstruð!


Topp ástand
Nýmálaður og bólstraður. Er með skiptisæti/bráðabrygðasæti. Lampar og yfirbreiðsla innifalin verð $5500.
Ef við horfum vel sjáum við ,,Undirskurð” (cut under) undir Kúsksætinu sem hleypir framhjólunum undir vagninn við krappar beygjur. Staðsett í Scottsville, New York

Heimild: Mynd fengin að láni frá Carriages for sale and wanted north America only Facebook

Ekki er minnst á smíðaár eða aldur.


Gullvagn þjóðhöfðingja Stóra Bretlands!Gullvagn þjóðhöfðingja Stóra Bretlands!

0 Comments

Ekkert til sparað og húðaður með gulli!


Myndband neðst af skrúðgöngunni með vagninn!


Smelltu á myndina af gullvagninum til að lesa greinina um tilurð vagnsins

Gullhúðaði ríkisvagninn þarf 8 hesta. Vagninn var smíðaður í London á verkstæði Samuel Buttler. Kostnaðurinn við smíðina endaði í 2,049 milljón bandaríkjadala. Smíði hans lauk 1762. Heimild: Wikipedia

Vagninn mældist 4 tonn á þyngd, 7 metra langur og 3,7 metra hár. Gullhúðunarverkið og alla málningarvinnu sá Glovanni Battista Cipriani um ásamt styttunum útskornu af Kerub Biblíu goðsögnunum. Heimild: Wikipedia

Þessar stórkostlegu málverk var Glovanni Battista Cipriani ábyrgur fyrir ásamt öllu skrauti og gyllingum: Gyllingin hefur verið haldið við 4 sinnum á líftíma vagnsins. Heimild: Wikipedia

Óneitanlega mikilfenglegur farkostur með 8 hesta teymi.

Surrey #2Surrey #2

0 Comments

Svört með kögurtopp!


Svört Surrey með kögurtopp. Flott ástand. Tilbúin í slaginn. Maroon litur á sætum og hjólum. Sætin í besta hugsanlega ástandi. Hjólin hert og sveiflast ekki. Framhól 37″ Afturhjól 47″ dráttarsköft 47″ Dráttarsköft breiðast á milli 39″ Dráttarsköft mjóst á milli 28″

Staðsett í Omro, Wisconsin USA

Hér gefur að lýta undirskurð fyrir framhjólin til að ganga undir vagninn við krappar beygjur.





Landau #1Landau #1

0 Comments

Fallegur og eigulegur í Mexíkó!

Vagn af gerðinni Landau smíðaður af Trutz vagnasmiðjunni stofnuð 1869 af Nikolaus Trutz í Coburg, Þýskalandi. Farartækið kom til Mexíkó með fleiri vögnum sem áttu að fara til Ameríku 1879 en endaði hér. Vagninn er á býlinu Hacienda Escolásticas sem er frá 18 öld. Sveitarfélagið heitir Pedro Escobedo í Querétaro fylki.
Heimild: Mynd og texti fengin að láni á Carruajes Águila del Bajío sem er Facebook hópur. Þýðing og samantekt Google og Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Bænda vagn #1Bænda vagn #1

0 Comments


Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn fyrir bóndann. Smíðaður úr harðviði sem er vottaður að sé hogginn á mesta vaxtartímanum. Vagninn er með rekka fram á sem sést á teikningunni, sem hjálpar til að halda yfirbyggingunni í fyrir fram ákveðnum halla til að dreifa mykjunni á túnin. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og fjórum tommu hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur eru ekki sjáanlegar og engar fjaðrir. Hjólin eru með koparkoppum til að smyrja og vagninn er vel málaður. Engar fjaðrir eru undir vagninum. Verð £ 1710. Kemur með öllum þeim hlutum sem teikningin sýnir.

Prest Pæton körfuvagn #4Prest Pæton körfuvagn #4

0 Comments

Frá Flæmingjalandi, Prest Pæton. Gegnheil yfirbygging, allur málmur er heill og með sköftum/dráttarkjálkum. Hjólin eru slæm. Var keyptur til að gera upp en hefur breyst. $650 staðsett nálægt Virginíu. Fredericksburg,


Tímans tönn hefur beitt sér!


Skilti frá framleiðanda. Erfitt er að lesa úr þessu en möguleiki er að hann hafi verið smíðaður 1895?

Governess vagn #1Governess vagn #1

0 Comments

Gullfalleg!

Húsfrúin, Húsmóðir eða Hússtýran mættu kannski þýða á íslensku. En líklega væri Forstöðukonan næst enska heitinu. Allar tillögur eru vel þegnar kæru lesendur! Þvi miður er smíðaár ekki vitað.
Rafpóstur: [email protected] og svo má skrá sig inn á bloggið hér fyrir neðan og mæli ég eindregið með því til að fá líflega umræðu!

Dásamlega fallega handverk. Yfirbyggingin ásamt sætisbökunum beygð í gufu ásamt dráttarkjálkunum og aurbrettunum. Sennilega er þessi fallegi vagn úr Aski. Neðarlega að framan á hvoru horni eru svo hulsur fyrir lampana/ljósin. Engar bremsur eru á vagninum.

Það er hugsað fyrir öllu sem þarf. Hylki upp úr miðju aurbrettinu fyrir svipuna svo Þessi smekklega grind sem taum -hvíla.

Snyrtilega og vel bólstrað, svo er valið á klæðinu fyrsta flokks með tilliti til enska upprunans og tískunnar á blómatíma vagnsins..

Ef við lítum á undirvagninn þá sjáum við að bæði öxullinn og gólfið er niðurfellt ásamt því að fjaðrirnar eru látnar taka hærra á undir yfirbyggingunni. Þetta er svona hannað til að auðveldara sé að ganga út og inn í vagninn.

Uppgerð af Charles F. Detrick
Heimildir: Myndir fengnar að láni á Carriages for sale and wanted north america only hópur Facebook.
Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson
Próförk: yfirlestur.is

Roman vagnar Stóra Bretlands #1Roman vagnar Stóra Bretlands #1

0 Comments

Wagon on Sandford Lane
Hverjum finnst þessir vagnar yfirleitt ekki skúlptúr eða listaverk á sína vísu? Ótrúlegt að einhver eða einhverjir leggi alla þessa vinnu á sig, sem greinilega þarf til að skapa og viðhalda þessari hefð. Myndin fengin að láni hjá myndasmið: John McKale.

Romanvagn í Englandi. Vel málaður og snyrtilegur
Heimild: Gypsy Life in Britain Facebook






Romanfjölskylda, ár ekki vitað
Heimild: Gypsy Life in Britain Facebook

Fallegur, sterkur og burðarmikill vagn
Heimild: Gypsy Life in Britain Facebook






Á leið á hitting hjá romanfólki. Farkosturinn / heimilið ekki af verra taginu. Heimild: Mynd fengin að láni á ,,Gypsy life in Britain” á Facebook.

Yfirlestur: malfridur.is

Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Bænda vagn eða hey rekki!Bænda vagn eða hey rekki!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn til nota á býlinu. Smíðuð úr harðviði sem er vottaður að er hogginn á mesta vaxtar tímanum. Vagninn er með rekka sem nota má sem t.d. heygrind fyrir búfénaði þegar hún er ekki í notkun. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og 4 tommu hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur ekki sjáanlegar. Engar fjaðrir. Hjólin eru með kopar- koppum til að smyrja og kerran er vel máluð.

Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað #8Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað #8

0 Comments

Brougham í körfu hengdur á C-fjaðrir

8 fjaðra vagn

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2020/11/Hooper-Brougham.jpg

Hestvagnaframleiðandi í London sem virðist hafa lagt mikla vinnu í að losna við brak og hávaða auk hliðarsveiflunnar í akstri Brougham. Þessari gerð Brougham er lýst svona: Brougham á körfu (stöngin undir vagninum sem fylgir lagi hans að neðan í meginatriðum) hengdur upp á C-fjaðrir.

Hooper and Co var sérstakur vagnasmiður hennar hátignar í Englandi. En ef þið stækkið myndina (þarf að smella einu sinni á myndina kemur á nýr póstur með stækkaðri mynd ) þá sjáið þið betur gylltu stafina vinstra megin við myndina.

1860-70 Hooper and Co. Járnstöng milli öxlanna með tengingu út í fjaðrirnar með stífum festi undir Miðfjarðarjárnplötuna. Í lýsingu með teikningunum af vagninum segir að þessi búnaður hafi tekið hliðarhreyfinguna af vagninum í akstri. Til að fyrirbyggja líkama farþega og ökumanns kastist ekkert til hliðanna við akstur. Svo tók þessi búnaður af hljóðum sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- ískur eða nuddhljóð sem annars væri þekkt í Brougham án þessa búnaðar.

Heimildir: The Carriage Foundation í Englandi (Vefsíða, í flokknum hlutir)Brewster Skrapbook bls. 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB frá september 1883 bls. Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls. 278

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is