Pæton Brake #2

0 Comments 09:33

Í Portúgal, Golega

1901 Pæton Brake heitir brake vegna þess að framhjólin ganga undir bogann undir sætinu. Þessi Pæton tekur að minnsta kosti átta farþega með kúskinum. Þessi ætti því að vera lipur í þröngum aðstæðum. Þetta eintak hefur þörf fyrir heildaruppgerð; ástandið er orðið þannig að aðeins algjört niðurrif og uppbyggingar er þörf ásamt málaravinnu. Vagninn er samt vel heillegur og viðráðanlegur í uppgerð.

Öflugt og vel skapað járnverk.

Bremsubúnaðurinn er vel vandaður miðað við sambærilega vagna þessa tíma og gerðar. Uppstigin eru líka sterkleg og vönduð til að endast.


Afsakið léleg myndgæði.



Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is