Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112 14 January 2023 FrikkiFrikki 0 Comments 09:11 Bandaríkin Norður Ameríka New Haven New York G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860 Rockaway með útskiptanlegu Kúsksæti. Engin lýsing fylgir vagninum í bæklingnum. Vagninn er með uppstig og aftur dreginn topp. Aftan á yfirbyggingunni er strengur með dúsk á endanum. Toga skal í til að draga toppinn aftur. Lampar eru til staðar og svo er Rockaway skreyttur á hurðum eða boðið upp á skjaldarmerki. Báðum megin aftarlega er gluggi sem er sporöskulaga og gefur vagninum sérstakt útlit. Vagninn er hengdur á þver fjöðrun aftan og tvær fjaðrir langsum að framan. Undir vagninum er slá á milli öxlanna sem kölluð er karfa og málvenja að segja vagninn byggðan á körfu. Sarven nöf eru til staðar. Aðaleinkenni Rockaway er að þakið er látið ná fram yfir kúskinn en í þessu tilfelli nær það aðeins yfir aftar kúsksætið. Gardínur eru til staðar. Fallegar bogalínur eru í gólfi yfirbyggingarinnar sem gefa vagninum fallegri blæ. Undirhlaup er fyrir framhjólin til að geta beygt krappar.Lítið Hammerklæði prýðir líka Kúsksætið. Engar bremsur. Yfirlestur: yfirlestur.is Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson Tags: 1857, 1860, armhvíla, bólstrun, bremsulaus, byggður á körfu, engar bremsur, fjögra fjaðra vagn, fjögra hjóla vagn, g & d cook & co, hammerklæði, hlif framan, hlíf framan, lampar, langsum fjöðrun, opnanlegur toppur, rockaway, sarven nöf, skraut, undirhlaup, uppstig, þver fjöðrun Post navigation Fyrri Previous Post Næst Next Post
Langferða leigu vagn #111 Langferða leigu vagn #111 G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860 Yfirlestur: yfirlestur.is Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson[...] Lesa áfram ...Lesa áfram ...
Hestasendiferðavagn með ískubba #2 Ísstarfsmenn með vagninn sinn við heimakstur á ískubbum i Washington sem var töluverð atvinnugrein í borgum USA norðantil. Myndin er[...] Lesa áfram ...Lesa áfram ...
Bozeman slóðin! Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson Yfirlestur: malfridur.is[...] Lesa áfram ...Lesa áfram ...