Tag: tveggja hjóla vagnar

Métisfólkið og einstakir vagnar þessMétisfólkið og einstakir vagnar þess

0 Comments

Fólk af ættbálki Métisa safnaði Vísundabeinum 1886!


Seinni hluta 1700. Áttu afkomendur Métis. Sem upphaflega komu frá Frakklandi. Ættbálkur sem voru skinn kaupmenn ásamt innfæddum Chippewa. Höfðu sín eigin samfélög og menningu. Myndin sem er tekin af F.J. Haynes nálægt Minnewaukan í Norðaustur Dakota. Myndin sýnir einstaka af sinni gerð, tveggja hjóla vagna, Notaðir af Métis samfélaginu. Á ysta hluta hjólanna er engin járnhringur. Sést betur ef þú smellir til að stækka myndina sjáum við líka betur tréöxlanna sem ganga gegn um nafið. Ef við horfum vel á fremri hestinn þá sjáum við að folald er að sjúga móður sína. Vísunda bein voru notuð til að hreinsa sykur og til að búa til áburð til útflutnings til Kína ásamt öðrum vörum. Vísundahjarðirnar voru horfnar árið 1883 en veiðarnar héldu áfram í mörg ár þar á eftir.

Margir vagnar Métis fólksins saman kominn í bæjarþyrpingu eða þorpi.

Métis fólkið að hvíla sig, líklega er matartími kominn eða komið kvöld og tímabært að hvíla sig.

Heimildir: Old West History & Americas Cultures Facebook
Skrásetjari og þýðandi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn Tutankhamons Faraó hafði fellanlegan tjald himinn #2Vagn Tutankhamons Faraó hafði fellanlegan tjald himinn #2

0 Comments

Grein eftir EIICHI MIYASHIRO/ eldri staff rithöfundur

30 Oktober 2019 Þýðing og skrásetning Friðrik Kjartansson Október 2022.

Vísindamenn hafa staðfest að vagn sem fannst í gröf Tútankhamons í Egyptalandi hafi upphaflega verið útbúinn sólskýli, sem gerir hann að elsta núverandi hestvagni með tjaldhimin. Tveggja hjóla vagninn, sem er frá 14. öld f.Kr., var grafinn upp við gröfina sem oft er nefnd „stærsta fornleifaafrek 20. aldarinnar“ þar sem gullgríma konungs fannst árið 1922. Vagninn, sem var ekki hannaður fyrir hernað, bar líklega Tútankhamun konung og Ankhesenamun drottningu við athafnir og skrúðgöngur,“ sagði Nozomu Kawai, Egyptalandsprófessor við Kanazawa-háskólann. Fundurinn var í sameiningu af teymi Kawai og Grand Egyptian Museum (GEM), sem mun opna í úthverfi Kaíró á næsta ári. Teymið ber ábyrgð á viðgerð og varðveislu safns Tutankhamons í aðdraganda sýningar þeirra á GEM, með aðstoð Alþjóðasamvinnustofnunarinnar í Japan. „Tjaldhiminninn til að loka fyrir sólarljósið gegndi lykilhlutverki í að auka enn frekar vald konungsins sem var fulltrúi sólguðsins,“ sagði Kawai. Samkvæmt Kawai sýnir musterisveggmynd frá tímum Ramesses II, sem var virkur 100 árum eftir Tutankhamon, vagn með tjaldhimin, en nýjasta uppgötvunin þýðir að slík tegund farartækis var til miklu fyrr. Vagninn og tjaldhiminninn, báðir úr viði, voru lengi vel ekki tengdir vegna þess að þeir voru grafnir upp hvor í sínu lagi. En kanadíski fornleifafræðingurinn Edwin C. Brock benti á í blaði sem gefið var út árið 2012 á möguleikann á því að seglið gæti passað á farartækið. Talið er að tveir hestar hafi dregið gullhúðaða farartækið sem kom til að vera einn af sex vögnum sem grafnir voru upp. Hann er með farþegarými sem er 1,02 metrar á breidd og 44 sentímetrar á lengd. Ef dráttarpósturinn að framan er innifalinn er ökutækið 2,03 metrar að lengd. Tjaldið er 98 cm á breidd, 44 cm á lengd og 2,01 metri á hæð. Hægt er að brjóta saman 28 rimla sem standa út frá trapisulaga rammanum og er talið að ramminn hafi verið þakinn hör. Könnun rannsóknarhópsins leiddi í ljós að fjögur göt á ytri hlið botns vagnsins er stöngunum raðað eins og stöngunum fjórum sem halda uppi seglinu. Teymið komst að þeirri niðurstöðu að sólhlífin hafi upphaflega verið sett á vagninn.

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn Tutankhamuns #1Vagn Tutankhamuns #1

0 Comments

Stórkostlegasta afrek 20 aldarinnar í fornleifauppgreftri!

Vagnar voru fyrstu afkastameiri vélar en manns orkan. Í gröf Tutankhamuns voru 2 stórir viðhafnarvagnar, annar minni, verulega skreyttur og þrír aðrir léttari gerðir til daglegra nota.


Mynd fengin að láni frá: Golden Chariot – TUTANKHAMUN’S WORLD (weebly.com)
Fellanlegt sóltjald á vagninum #2 Þýdd grein og mynd!

Hvernig koma vagnarnir fyrir sjónir?

Í burðargrindinni voru tvö hjól en við þau var tengdur dráttarpóstur sem tveir hestar voru tengdir við. Farartækin tóku allt fram í verkfræði sem Faróarnir tóku sér fyrir hendur í þeirri fræðigrein. Vagninn var vel hannaður og glæsilegur að horfa á, gulllitaður smíðaður úr tré. Flestir gripirnir voru skreyttir gulli og lagðir hálfeðalsteinum, leirflísum og lituðu gleri. Hjólin voru hönnuð með nútímalegu móti, úr sveigjanlegu tré sem gat aðlagast ójöfnu yfirborði jarðvegs.

Úr hvaða efni voru vagnarnir?

Smíðin á vögnunum var sambland af handverki sem sjaldan var sameinað í eina iðngrein. Vegna þess varð að vinna úr margvíslegum efnum eins og tré, bronsi eða eir, gulli, líni og leðri o.s.frv. Margir hæfir handverksmenn hljóta að hafa tekið þátt í ýmsum stigum smíðinnar. Vagnarnir á myndunum voru aðallega úr tré og gyllingu.

Í hvað voru vagnarnir notaðir?

Þessir þrír vagnar voru aðallega notaðir til að sýna Faróinn við opinberar athafnir. Þótt einn vagninn sé ekki jafn glæsilegur og þeir sem hér hefur verið lýst má túlka að hann hafi verið notaður í almennum tilgangi, til dæmis til veiða og í útilegur.


Stríðsvagn Egypta. Mynd fengin að láni frá: The Chariot in Egyptian Warfare (touregypt.net)

Hvað þýðir þetta eða táknar?

Þetta þýðir að Forn-Egyptar kunnu til verkfræði. Það táknar að þar sem verkfræði var stunduð til fleiri en einnar aldar var iðnaður háður efnisvali vegna þess að við smíði á vörum skipti ógallað efni mestu máli. Það má líka lesa úr þessu að stríðsvagnar voru tákn um virðingu, þar sem þeir táknuðu auð og voru notaðir meðal ríkra manna í valdastöðum.

Viðauki

Í Egyptalandi til forna var gullna hásætið tákn valds og sýndi þjóðfélagsstöðu. Þetta undraverða húsgagn er það forgengilegasta af öllum þeim hásætum sem fundist hafa frá hinu forna samfélagi. Það fannst í Annexe-héraði í grafhýsi Tutankhamans. Hann var smíðaður af mikilli leikni og notað í efni eins og gull til að skapa þessa undraverðu list.

Mynd fengin að láni frá: The Golden Throne of Tutankhamun (globalintergold.info)

Heimild: Golden Chariot – TUTANKHAMUN’S WORLD (weebly.com)

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Boston Chaise #60Boston Chaise #60

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Boston skutlan er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum, en við sjáum að hún er með fimm boga vönduðum toppi sem er niðurfellanlegur. Vagninn er með góðu bólstruðu sæti fyrir tvær persónur. Svo er skutlan hengd á leðurólar langsum, til fjöðrunar og mýktar, eitthvað sem kom á undan fjöðrum yfirleitt, en líklega er hún líka hugsuð til aksturs á tilbúnum strætum Boston sem eru misjafnlega vel slétt, sum eða öll steinilögð með tilheyrandi skrölti á ferðinni. Tvö uppstig eru á kerrunni og hlíf framan. Engar bremsur sjáanlegar. Fjöðrun vagnsins eru leðurólar, langsum. Varð notað nær eingöngu í fortíðinni með misjöfnum árangri.

Cumberland Cart bænda vagninn #1Cumberland Cart bænda vagninn #1

0 Comments

Skemmtilegt er að sjá skyldleika milli þessa grips og vagns eftir Thomas Stell sem þið getið séð fyrir neðan aðra mynd með því að smella á!


Vagninn var smíðaður á nítjándu öldinni á Hutton Le Forest Estate nálægt Penrith í Cumverland af vagnasmið (Wheelwrights) af því svæði. Sá vagnasmiður notaði tré frá því svæði. Vagninn var keyptur af bóndabýli í nágrenninu á níunda áratugnum. Vagninn er 99% upprunalegur, upphafleg heygrind og upphækkunarborð. Gólf vagnsins er upprunalegt líka og í frábæru ástandi. Kannski þarfnast vagninn pínulítillar vinnu til að vera tilbúinn í bústörfin, skemmtiakstur eða sýningu. Staðsetning í Suður Derbyshire.


Grindin ofan á vagninum á þessari mynd er til að flytja laust hey og hefur komið sér vel. Smellið hér þá sjáið þið skyldan vagn smíðaðan af Thomas Stell En þessi greining milli vagnasmiða á sama svæði og/eða milli landsvæða og jafnvel landa ásamt heimsálfum finnst mér skemmtileg!


Ef einhver hefur áhuga er verðið 750 pund.




Vagninn er smíðaður til að bera þungar byrðar


Hækkun á skjólborðunum var líka aukabúnaður eins og heygrindin sem velja mátti um hvort fylgja ætti í kaupunum. Svona er hefð fyrir að geyma vagnana uppi á aftari endanum, hvort sem hann er úti eða inni.


Heimild: Carriage and driving Equipment For Sale or Trade Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Sulky létt vagn #58Sulky létt vagn #58

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sulky gæti útlagst á íslensku sem Kameljón, vegna þess að Sulky þýðir sá sem skiptir skapi þétt og oft á dag. Lesendur geta sent mér rafpóst ef brilljant hugmynd kemur hjá ykkur. Það er aftur á móti engin lýsing á þessum vagni í sölubæklingnum. Sarven nöf á hjólunum. En við sjáum að það er engin hlíf að framan, ekkert skreytt eða útskorin og svo virðist hún vera létt sem var mikill kostur við flestar aðstæður og til að spara hestöfl. Bremsur ekki sjáanlegar. Létt vagninn er á langsum fjöðrum, eða hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Ernie tveggja hjóla listaverk!Ernie tveggja hjóla listaverk!

0 Comments

Ég ætla að kallan hann Ernie vegna þess að það er plata á honum með því nafni en það er samt trúlega nafn eigandans en vagninn er óþekktur að gerð.


Vagninn hefur veitt sæmilegt skjól á þrjá vegu þegar gardínurnar hafa verið niðri og festar.

Hér sést fallegt bogalagið á vagn körfunni bæði ofan og neðan. Svo er hún beygð á þvervegin með aukasveigju.




Vel skreyttur en þarfnast alsherjar yfirhalningar með mikilli vinnu.

Ernie sennilega nafn húsbónda fjölskyldunar en við köllum vagninn bara Ernie af því að hann er óþekktur!

Nafn fjölskyldunar sem átti vagninn og hann var smíðaður fyrir 1897.

Festingar fyrir aukasæti/bráðabrygðasæti.

Ekki alltaf sem maður sér svona góðar og nákvæmar merkingar frá framleiðanda/smið.

Monteleone vagninn 530 fyrir KristMonteleone vagninn 530 fyrir Krist

0 Comments

Einn af heimsins stærstu fornleifa fundum!


Vagninn var fyrir slysni afhjúpaður í grafhýsi í Monteleone di Spoleto, nálægt Umbria héraði af fjárhirði að nafni Isidoro Vannozzi. Verið var að byggja landbúnaðarhús af einhverju tagi er þetta gerðist 1902. Vannozzi fann líka brons, keramik og járn í sömu gröf/grafhýsi. Vagninn mælist 131 cm á hæð, hannaður til dráttar af tveimur hestum. Fjárhirðirinn seldi svo vagninn til Benedetto Petrangeli skransala á svæðinu svo hann ætti peninga fyrir þakflísum á húsið sitt. Aðrar heimildir segja að Vannozzi hafi verið frá af áhyggjum um að yfirvöldin mundu gera vagninn upptækan svo hann geymdi vagninn í hlöðunni. Seinna var vagninn seldur tveimur frökkum í skiptum fyrir tvær kýr. Eftir að hafa gengið kaupum og sölum nokkrum sinnum keypti J.P. Morgan bankamaður frá USA vagninn sem sendi hann Metropolitan safninu 1903 þar sem vagninn var gerður upp.

Monteleone vagninn er heillegasti og þróaðasti af fornum Etruscan héraði á Ítalíu vögnum sem eftir eru. Dagsettur aftur til 530 f.Kr., það var upphaflega afhjúpaður í Monteleone di Spoleto og er um þessar mundir hluti af safni Metropolitan Museum of Art í New York borg. Monteleone vagninn var tveggja hjóla ökutæki með yfirbyggingu úr viði í laginu eins og skeifa. Þakinn bronsi, sem ökumaðurinn var staðsettur.

Þrjú bronsþil er elsta listræna afrekið, eru skreytt með Hómerískri táknmynd sem sýnir atriði úr lífi Akkillesar, grísku hetju Trójustríðsins. Myndlist móður Achillesar Thetis, kynnir sonur hennar með hjálm og skjöld gerður frá guðunum. Vinstri hlið sýnir bardaga tveggja stríðsmanna gríska Akkilles og Trója Memnon. Hægri hlið sýnir apóteosan af Akkilles hann stíga upp í vagni teiknuðum af vængjuðum hestum. Etruscanar notuðu þennan vagn sem skrúðgönguvagn, oft við trúarlegt eða fagnaðar tilefni. Lærið hvernig þessi vagn var óvart afhjúpaður með því að smella hér

Heimildir: https://www.thevintagenews.com/ og Facebook. Yfirlestur: Yfirlestur.is Friðrik Kjartansson þýddi og skrásetti.

Georgía topplausa #16Georgía topplausa #16

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Hönnunin og stíllinn er ríkjandi í Georgíu, eins og nafnið gefur til kynna. Svo er restin af textanum ólæsileg vegna skemmda enda 160 ára handrit. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á 2 fjöðrum langsum undir yfirbyggingunni, ekki hliðar fjöðrum út við hjól, sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Fjaðrastangir.

Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!

0 Comments

Upplifanir og frásagnir um vagnasmíði á Íslandi!


Nýlega var ég að skoða myndir á netinu sem sýna hvernig smíðuð eru vagnhjól úr tré, svokölluð pílárahjól. Aðferðirnar virðast vera býsna þróaðar og beita smiðirnir mikilli færni við verkið. Einnig eru verkfæri þeirra mörg hver sérhæfð og talsvert flókin að gerð en byggja á gamalli tækni. Samt sjást þeir nota nútíma rennibekki og hulsubora sem ekki þekktust áður fyrr. Járngjarðirnar er nú hægt að rafsjóða saman, en fyrr meir var ekki um annað að ræða en eldsjóða þær. “Vagnamenning” í okkar landi var ekki mikil, byrjaði seint og stóð stutt,

varla nema áttatíu ár. Tæplega notaðir nema tveggja hjóla hestvagnar. Samt munu menn hafa náð tökum á að smíða svona hjól. Um það veit ég samt grátlega lítið. Samt þekkti ég mann sem á ungum aldri var sendur úr sinni heimasveit, Hvolhreppi, austur undir Eyjafjöll með léleg vagnhjól sem skyldi endursmíða. Þessi maður var Jón Ingi Jónsson ( 1911-1996 ) sem lengi var bóndi í minni heimasveit, Fljótshlíð, mikill úrvalsmaður og lagtækur vel. Hefur hann eflaust orðið að liði við smíðarnar. Smiðurinn var aftur á móti Sigurjón Magnússon í Hvammi ( 1889-1969 ). Hann var einn þessara manna sem virtist geta smíðað hvað sem var. Hann var jafnvígur á tré- og málmsmíði og jafnt grófa smíði sem fína og ég þykist vita að honumhafi ekki orðið skotaskuld úr að koma saman vagnhjólum. Þó hygg ég hann ekki hafa átt nein sérhæfð verkfæri til þeirra hluta en það hefur hann bætt upp með hyggjuvitinu. Kristinn Jónsson, alltaf nefndur vagnasmiður, sem var langafkastamestur við vagnasmíði, taldi að vagnhjól hafi ekki borist hingað til lands fyrr en 1874. Þó eru óljósar sagnir um að stöku vagnar hafi verið til fyrr en notkun þeirra hefur þá verið það lítil að hún skipti engum sköpum. Þessi hjól voru gjöf Kristjáns konungs til bænda í Grímsnesinu, Lofts Gíslasonar. Vitað er að þau voru lengi í notkun. Torfi Bjarnason í Ólafsdal hóf að smíða vagnhjól 1882 og kenndi nemendum í skóla sínum að smíða og nota vagna. Þar mun einungis hafa verið um að ræða tveggja hjóla kerrur. Fólksflutningavagnar á fjórum hjólum komu ekki til sögunnar fyrr en 1900, en þá hófust póstferðir frá Reykjavík að Ægissíðu. Áðurnefndur Kristinn Jónsson hóf að smíða og gera við vagna 1904. Hann starfaði eingöngu við það til 1917, en þá smíðaði hann yfir fyrsta bílinn og stundaði það lengi síðan. Rak hann talsvert umsvifamikið verkstæði sem varð með tímanum vel búið tækjum.

Þegar kom fram um miðja tuttugustu öldina munu hestvagnar í notkun hafa verið fleiri en bændabýlin í landinu. Þá áttu allir bændur orðið vagn, sumir tvo, og stöku bændur fleiri. Mjög fjaraði undan hestvagnanotkun miðja öldina og þar sem ég þekkti til var notkun þeirra hverfandi eftir 1960. Á þessum tíma urðu dráttarvélar allsráðandi í búskap og bílar voru talsvert fyrr teknir við hlutverki vagnanna í þéttbýli svo þeir fáu vagnar sem enn eru til séu orðnir safngripir.

Með kærum þökkum til Daða fyrir frábæra frásögn og framlag til þessa verkefnis

Yfirlestur: malfridur.is

Myndskreyting Friðrik Kjartansson

P.S. Ef þú hefur frásögn sama hversu lítil sem hún er er þér velkomið að hafa samband. Rafpóstur: [email protected]

Formáli að ensku bændavögnunumFormáli að ensku bændavögnunum

0 Comments

Þessir vagnar urðu svo með tímanum samþykktir sem hefðarhönnun hvers lands og landsvæðis. Í sumum löndum urðu til tvær eða þrjár gerðir vagna sem voru samþykktar sem hefðarhönnun meðan í öðrum löndum urðu mun fleiri sem uppfylltu samþykktar hefðir. Þeim tuttugu og fjórum plötum ( plates ) í réttum litum er ætlað að gefa innsýn í vídd og útbreiðslu vagnanna eins og mögulegt er landfræðilega.

Þetta verkefni inniheldur lýsingu á vögnunum, byggða á persónulegum og upplýsingum sem koma víða að. Smíði vagnanna er lýst fyrst og fremst, vegna þess að höfundurinn (James Arnold) er ekki vagnasmiður (wheelwright) og í öðru lagi vegna þess að höfundur vill ekki troða sér inn á svið bókar sem nú þegar hefur verið gefin út, sem lýsir öllu ferlinu frá því áður en tréð er fellt til lokaafurðar, meðfylgjandi sú tilfinning að sú útgáfa sé fullnægjandi og verði ekki endurbætt.

Í þá bók, The Wheelwrights heildsala George Sturt, sem gefin var út af Cambridge University Press, verður vitnað nokkrum sinnum. Eins er saga vagnanna (History of waggons),

bók sem fjallar um frumstæð flutningaáframhald (the primitive transport onward), er ekki meðal tilvísunarbóka,

vegna þess að hún hefur verið tekin fyrir af Geraint Jenkins í bókinni enski búvagninn (the English farm wagon) útgefin af David og Charles ásamt Landbúnaðarflutningar í Wales) (Agricultural Transport in Wales), útgefin af Þjóðarsafni Wales (National Museum of Wales).

Verkefninu gæti verið best lýst sem samantekt til 25 ára af heimildaöflun, allt saman framkvæmt með mikilli notkun á hjólhesti. Jafnvel að stríði loknu var nóg af vögnum til. Suma fundum við á ótrúlegustu stöðum og enn í notkun, aðrir voru svo langt gengnir að aðeins var hægt að draga af þeim verðmætar upplýsingar. Teikningarnar hafa verið unnar úr skissum af vögnum víðs vegar í umhverfi sveitanna og annarra aðstæðna.

Mikil rannsóknarvinna liggur að baki og heldur áfram að vera framkvæmd því viðfangsefnið er nánast óþrjótandi. Höfundurinn mun alltaf vera djúpt þakklátur fyrir allar upplýsingar og lán á myndum, gömlum listum og svo framvegis. Þær upplýsingar sem stundum þykja léttvægar, geta sannað sig til að vera ómetanlegar að verðmætum. Eitt af verðmætustu hlutum í fórum höfundar er bréf frá Járnsmið á eftirlaunum frá áttunda áratugnum skrifað með vandlátri hendi.

Þýtt úr formála (Preface) bókarinnar The farm waggons of England and Wales, fyrst útgefin 1969 og svo núna endurprentuð með leiðréttingum 1974.

Skrásett og þýtt af Friðriki Kjartanssyni

Yfirlestur: malfridur.is

Notaðu hlekkina hér fyrir neðan og lestu um vagnana og hönnun þeirra ásamt sögu!

Hlekkir á vísindalegar greinar um ensku bændavagnana!

Hestvagninn frá Kent Teikning í lit og greinarstúfur!