Tag: langsum fjaðrir

Tonga #1Tonga #1

0 Comments

Hestvagn, þekktur sem Tonga var góður ferðamáti fjölskyldunnar. Vagninn getur borið 6 til 8 manns ásamt að minnsta kosti tveimur litlum börnum. Vagninn er miklu stærri en Rickshaw eða bíll. Með tímanum útrýmdi áætlunarbílar Tonga. Að fá þjónustu fyrir hest í borginni Peshawar Pakistan var mikil áskorun fyrir Kúskinn (úrdu orð þýðir eigandi Tonga) Tonga. Meirihluti eigenda Tonga höfðu völd og áhrif í samfélaginu. Tvisvar vorum við og frændur tæplega 7 með nokkur börn að ferðast með í Tonga og hesturinn hafði ekki getu til að draga okkur öll. Ég var hræddur við að ferðast í Tonga eftir slys. Kúskurinn virtist ekki hafa þekkingu á hámarkshleðslu vagnsins en meir áhuga á peningum. Tonga hefur reynst farsæll í að flytja stúlkur til skóla og aftur heim úr skóla ásamt framhaldsskólum í Peshawer, þar sem ég bjó og sá þessa vagna. Fimm til sex stúlkur voru sáttar með að borga fasta upphæð fyrir skólaakstur. Kúskurinn var líka ánægður með viðskiptin. Skólastelpurnar voru ánægðar með að þurfa ekki að ganga snemma á morgnana ásamt gangandi og hlaupandi fólki sem gat líka fengið far ef pláss var.

Tonga kom fyrst fram hjá Pólýnesíska konungsveldinu. Tonga var fyrst smíðuð fyrir um 3.000 árum á eyjunni Tonga. Af austurindónesískumælandi fólki af Lapita menningu. Lapita fólkið var mest þekkt fyrir vandað og skreytta leirmuni. Frá 10. öld var Tonga stjórnað af röð heilagra konunga og drottningar, Tu’i Tonga. Heimild: Britannica

Heimild: Pakistan old pic lovers á Facebook

Þýddi og skrásetti Friðrik Kjartansson

Yfirlestur. yfirlestur.is

Milord #2Milord #2

0 Comments

Milord til sölu í Póllandi. Engar upplýsingar en samt heillegur gripur og vel uppgeranlegur!








Victor Lelorieux #1Victor Lelorieux #1

0 Comments

Einn af fjársjóðum Topkapi hallar Istanbul, Tyrklandi. Sýning í Beykozcam Kristalsafniu. Fjársjóður smíðaður af Victor Lelorieux í París. Sérfræðingurinn Libourel útskýrir hér fyrir neðan.


Victor Lelorieux vagninn á sýningu í Tyrklandi, Istanbul.

þessi vagn er óvenjulegur frá mörgum sjónarhornum. Byrjum á að tala um kúpt glerþakið og litaðar glerplötur á neðri hluta yfirbyggingar en þessi vagn er hannaður og smíðaður í París, Frakklandi. Vagn gerðin heitir Victor Lelorieux í höfuð skapar síns og á annari mynd sjáum við nafnið á hjólnöfunum. Vagninn var sérsmíðaður 1863. fyrir Sultan Abdulaziz 1830 – 1876. Victor Lelorieux setti upp vagnaverksmiðju í Champas-Elysées árið 1844. Lelorieux hlaut tvenn heiðursverðlaun á fjölsýningu í París 1855 fyrir ,,sedan vagninn (sic) fyrir fjóra hesta hengdan á níu fjaðrir.” Sjá opinberan katalog af Parísarsýingunni 1855. 1869 sagði dagblaðið Le Cocher Francais Lelorieux húsið meðal elstu verstæðanna sem skera sig úr vegna lúxus yfirbygginga á vagna. Lelorieux verkstæðið hefur útvegað samtökum hesta og asna ræktenda í frakklandi. 73 af þessum vögnum eru en þá varðveittir.


Brett #1Brett #1

0 Comments

Brett er mjög sjaldgæfur og hreint ævintýri að finna þá gerð hvar sem er í heiminum!


Teikning frá nítjándu öld af Brett svona til hliðsjónar myndunum hér fyrir neðan.

Mikil vinna ef taka á þennan sjaldgæfa grip til endurbóta. En það væri samt verðugt verkefni. Fundinn sennilega nýlega í hlöðu eða úti húsi. Þetta hefði ég haldið að væri mjög sjaldgæfur vagn í nútímanum en það var töluvert mikið af þeim á Vagna öldum. Brett mun þessi gerð heita ef mér skjöplast ekki. Líklega er hann dýr í innkaupi í núverandi mynd en samt betra að kaupa hann en smíða samkvæmt íslensku verðlagi. Vinnan of dýr. Til Samanburðar er gömul teikning frá nítjándu öld af Brett hestvagni. Þeir voru stórir sport vagnar fyrir þá ríku á vagna öldum. Hér er um dýrgrip að ræða!

Hér þarf nýtt húdd! Aurbrettin eru á sínum stað.

Vandaður fjaðrabúnaður sem þarf að hreinsa og mála til fyrra útlits!

Hjólkopparnir hafa áletrun skapara síns trúlega en það var venjan!

Allt járnverk er vandað í upphafi sem auðveldar að hreinsa það og koma í fyrra horf!

Buneos Aires og heiti smiðsins!

Vandað og aftur vandað!

Það sem eftir er af þessari bólstrun sýnir að vandaður hugur og hönd hefur verið lögð í verkið!

Armhvíla, uppstig og festingar fyrir lampa. Yfirbyggingin er frekar löng og töluvert í hana lagt bæði í vinnu og efni!

Undirhlaup fyrir framhjólasamstæðuna, litlar og sætar hurðar og vönduð uppstig smíðuð eins og rist svo skíturinn falli til jarðar þegar skafið var af botni skóbúnaði. Veitti ekki af því fyrir 150 árum var mikið um drullu á vegum og strætum.

Cabriolet #4Cabriolet #4

0 Comments

Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni


Fjögra hjóla Amerískur Cabriolet
Gozzandini

Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.


Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Fótgetavagninn sem fannst í hlöðuFótgetavagninn sem fannst í hlöðu

0 Comments

Einstakur vagnfundur í Lincon!

Sérstæður hlöðufundur í Lincolnshire.

Mario Broekhuis höfundur greinarinnar. Birtist á Facebook í október 2022

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Hvernig er hægt að hafa virðulegri viðurgjörning en þennan?

Í desember 2021 skrifaði ég grein um fógetavagninn í The Road, fréttabréf The Road Club. Í kjölfarið gerði ég frekari rannsókn á því efni, eins og því sem komið hefur fyrir suma vagnanna, sérstaklega þá sem eru á myndum í safninu mínu. Það varð til endurfundar á vagninum í Lincolnshire. Í september 1948 greindi Lincolnshire Echo frá því, nánar tiltekið hvernig vagn fógetans í Lincolnshire fór í síðasta sinn um borgina eftir að hafa verið tekinn í notkun, en síðan var hann færður á Lincoln Museum. Par af gráum vinnuhestum lötraði frá háskóladeildinni með vagninn, og tók vagninn án hamarsklæðis á rigningardegi.

Síðasta ferðalag Fótgetavagnsins 1948!

Frá Stamp End Highways til Burton-safns, þar sem hann yrði geymdur þar til mögulegt væri að setja hann á sýningu. Sýningin komst aldrei á og stjórn og safnkostur safnsins/safnanna í Lincolnshire breyttist margsinnis. Erfitt var að fá svar við aðalspurningunni: „Er þessi vagn enn til?“ Sara Basquill, deildarstjóri innheimtu- og þróunarmála hjá sýsluráðinu Lincolnshire – sýslu, tók áskoruninni. Hún var ánægð með þær gömlu ljósmyndir sem hún hafði fengið í hendur. Hún vissi af vagni sem ekki var rétt skráður, sem var falinn í geymslu undir rykugum yfirbreiðslum.

Eftir nokkra stund reyndist það vera rétti hlöðufundurinn. Sara svipti yfirbreiðslunni af: „Mér fannst sumt af hnignun vagnsins hafa eldri uppruna en hann lítur ágætlega út á myndunum. Mig grunar að vagninn hafi einhvern tíma verið geymdur við slæmar aðstæður, jafnvel utan dyra. Ég er hrifinn af hlutum í upprunalegu ástandi og finnst ekki gott að þurfa að fara í fulla endurgerð. Ég er ekki viss um hvaða safn Vagninn átti að fara á árið 1948 þar sem Lífslistasafnið í Lincolnshire var ekki opnað fyrr en 1969. Mögulega hefur verið boðið upp á Borgar- og héraðslistasafnið (nú The County Collection)?

Leifarnar af skjaldarmerkinu!

Ég held að skjaldarmerkið á ljósmyndinni sé sama og skjaldarmerkið sem varðveittist á vagninum. Ég myndi gjarnan vilja finna út hver átti þetta skjaldarmerki. Það næsta sem ég hef komist að er að hugsanlega var það Marsden of Panton. Hafandi þá athygli sem forstöðumaðurinn hefur á málinu núna gæti runnið upp sá tími að þessi háttsetti vagn snúi aftur í sviðsljósið eins glæsilegur og áhugaverður og hann var fyrr á tímum. Aðeins þegar búið er að greina uppruna vagnsins ótvírætt er hægt að elska hann aftur.

Yfirlestur: malfridur.is

Brewster Pæton með tágofnu sæti #12Brewster Pæton með tágofnu sæti #12

0 Comments

Brewster Pæton. Hefur verið geymdur í hlöðu með loftslagsstýringu. Vagninn er með Dickie sæti þar sem tágakarfan er staðsett núna. Farkosturinn var endurnýjaður að fullu með nýrri bólstrun og línumálun. Var sýningarvagn á Morgan Gold Cup Heritage Class og vann fyrsta sæti. Hjólin eru glæný frá Statesman í Hólms sýslu. Ný dráttarsköft frá Middlefield Ohio. Efnið í bólstrunina er frá Woodland Coach í Hólmes sýslu. Upprunalega er vagninn smíðaður af Brewster eftir 1838 og einhvern tímann á líftíma Brewster framleiðandans. En þar sem vagninn er búinn Sarven nöfum þá er líklegast að hann hafi smíðast eftir 1857 en það ár komu Sarven nöfin fram.

Þess má geta að Brewster var talið toppframleiðandi hvað gæði varðaði á líftíma sínum.



Dayton Brett #66Dayton Brett #66

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Viktoria #1Viktoria #1

0 Comments

Uppgerð í upprunalegu ástandi eins og ný!


Súper vel uppgerð Viktoría. Í topp standi. Fallega bólstruð. Lítið og sætt sæti fyrir blómastúlku og dreng í fremri hluta farþegarýmis. Smíðaár ekki tilgreint né framleiðandi eða vagnsmiður. Sér stakleg passlegur vagn í brúðkaup, skrúðgöngur og kynningarviðburði. Sérstakt verð líka eða £3450. Er staðsett í Blackpool.

Það vita kannski flestir en Viktoria var skírð eftir Viktoríu Englandsdrottningu þegar hún ríkti.

Eistök reisn og stíll yfir þessum fallega vagni.

Hér sjáum við niðurfellanlega barnasætið fyrir aftan Kúsk sætið. T.d. Milrod er með svipað sæti og Pæton svo einhverjir séu nefndir.

Glæsileiki!

Fer vagninum vel húddið þegar það er uppi.

Hér er Viktorían fyrir uppgerð og hafa sennileg verið notaðir tveir vagnar í að endurbyggja hana því á kerrunni eru önnur Viktoría.

Boston Chaise #60Boston Chaise #60

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Boston skutlan er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum, en við sjáum að hún er með fimm boga vönduðum toppi sem er niðurfellanlegur. Vagninn er með góðu bólstruðu sæti fyrir tvær persónur. Svo er skutlan hengd á leðurólar langsum, til fjöðrunar og mýktar, eitthvað sem kom á undan fjöðrum yfirleitt, en líklega er hún líka hugsuð til aksturs á tilbúnum strætum Boston sem eru misjafnlega vel slétt, sum eða öll steinilögð með tilheyrandi skrölti á ferðinni. Tvö uppstig eru á kerrunni og hlíf framan. Engar bremsur sjáanlegar. Fjöðrun vagnsins eru leðurólar, langsum. Varð notað nær eingöngu í fortíðinni með misjöfnum árangri.

Sulky létt vagn #58Sulky létt vagn #58

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sulky gæti útlagst á íslensku sem Kameljón, vegna þess að Sulky þýðir sá sem skiptir skapi þétt og oft á dag. Lesendur geta sent mér rafpóst ef brilljant hugmynd kemur hjá ykkur. Það er aftur á móti engin lýsing á þessum vagni í sölubæklingnum. Sarven nöf á hjólunum. En við sjáum að það er engin hlíf að framan, ekkert skreytt eða útskorin og svo virðist hún vera létt sem var mikill kostur við flestar aðstæður og til að spara hestöfl. Bremsur ekki sjáanlegar. Létt vagninn er á langsum fjöðrum, eða hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Ernie tveggja hjóla listaverk!Ernie tveggja hjóla listaverk!

0 Comments

Ég ætla að kallan hann Ernie vegna þess að það er plata á honum með því nafni en það er samt trúlega nafn eigandans en vagninn er óþekktur að gerð.


Vagninn hefur veitt sæmilegt skjól á þrjá vegu þegar gardínurnar hafa verið niðri og festar.

Hér sést fallegt bogalagið á vagn körfunni bæði ofan og neðan. Svo er hún beygð á þvervegin með aukasveigju.




Vel skreyttur en þarfnast alsherjar yfirhalningar með mikilli vinnu.

Ernie sennilega nafn húsbónda fjölskyldunar en við köllum vagninn bara Ernie af því að hann er óþekktur!

Nafn fjölskyldunar sem átti vagninn og hann var smíðaður fyrir 1897.

Festingar fyrir aukasæti/bráðabrygðasæti.

Ekki alltaf sem maður sér svona góðar og nákvæmar merkingar frá framleiðanda/smið.

Olíu flutninga vagn #1Olíu flutninga vagn #1

0 Comments

Algjörlega upprunalegur!


Upplýsingar ekki fyrir hendi en er staðsettur í Englandi. Smíða ár ekki tilgreint.

Vagninn var byggður til að bera á milli 3 til 4 tonn kannski meira. Það met ég út frá uppbyggingu undirvagnsins ( the gear). Gengju teinn/skrúfteinninn með hjólið ofan á vinstra megin í myndinni, er til að bremsa og taka bremsurnar af og hefur þurft að vera öflugt enda sýnist manni það.

Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: yfirlestur.is Heimild: Myndir fengnar að láni hjá The Antique Carriage Collectors Club Facebook.

Vagn til veiða #1Vagn til veiða #1

0 Comments

Sýninga og keppnis eintak


Fallegur Stevenson frá Lemington Veiði -hundavagn. Hentar hvort sem er einum eða pari, tekur upp í 15 veiðihunda. Er með dráttarstöng og svanahálsasköftum Smíðaður nálægt 1900.
Dökkgrænn. Tilbúinn til keppni. Létt og fínn, hentar bæði smáhestum og venjulegum hestum í Englandi. Hjól frá Warner. Sýningarvagn undanfarin þrjú tímabil í ,,Private Driving & Attelege” klúbbinum. Fínir lampar. Verð £ 6000.








John Deere Triumph Chuck Wagon #5John Deere Triumph Chuck Wagon #5

0 Comments

Kúrekavagn til viðveru í óbyggðum. Chuck Wagnon!


Wayne’s Wagon Works in Amarillo,Texas, er með þennan. John Deere Triumph chuck wagon.

Myndir fengnar að láni á Wagon Masters Facebook

John Deere Triumph uppgerður og fínn með eldhúsi (Chuck Wagon), bogum, bremsum, kúsksæti, fótaskemli, grönnum trjábolum til að tjalda, sennilega yfir aftan við eldunaraðstöðuna. Verkfæra- eða birgðakassi með loki, fram á undir fóthvílunni.


Fyrir neðan myndir fyrir uppgerð og svo neðst nokkrar eftir viðgerð

Liturinn á yfirbyggunni er fölur svona eins og við mundum kalla í dag, hálfþekjandi. En líklega er þetta málað með Seed Olíu eða lífrænni olíu og settur svolítill litur í. Á þessari mynd er vagninn strípaður af öllu sem átti að fylgja þeim frá verksmiðju

Hér sjáum við hvar búið er að saga tré boganna á ská að ofan. Myndirnar af vagninum nýuppgerðum upplýsa hvernig þetta var í upphafi.

Gömul áletrun máluð í gegn um stimpil á sínum tíma

Heillegur og myndarlegur vagn sem gott er að koma í rétt stand.

Hér sjáum við merkilegan hlut. ,,Skein” á ensku, járnhólkar sem þið sjáið í hverfa inn í hjólnafið báðum megin sem er svo fest með flatjárni undir öxulinn ásamt járnhring utan um endanna á járnhólknum innan við Nafið. Hólkurinn (Skein) er líka skrúfaður beint inn í öxulinn í endana bak við hjólnafið þannig að taka þarf hjólin af til að losa þá skrúfu sem er nokkuð löng og við köllum stundum franskar skrúfur. Þessi útbúnaður tók við af berstrípaðri Eik sem var þá slitflötur hjólsins og öxulendi.



Uppgerður að fullu





Teikning af undirvagni fyrir Wagon. Ofan á þetta var hægt að setja margar gerðir af yfir byggingum. Í USA er þessi samstæða kölluð ,,Running Gear”

Surrey #1Surrey #1

0 Comments

Alltaf geymd inni, ekið aðeins í örfá skipti!


Surrey, ekki talað um aldur, lítið notaður. Vandaður vagn í alla staði.

Surrey vagnar eru hurða lausir fjögra hjóla, vinsælir í USA á 19 og 20 öldinni. Venjulega tveggja sæta fyrir fjóra farþega. Surrey var með nokkrar mismunandi gerðir af blæjum/húddum segl eða Parsol (notað í regnhlífar) oft með kögri. Sætahefð þessarar gerðar voru með renndum pílárum í baki oftast bólstruð sæti. Nafnið er komið frá Surrey á Englandi.

Heimild: Wikipedia






Prest Pæton körfuvagn #10Prest Pæton körfuvagn #10

0 Comments

Heillegur Bast-körfu Pæton fyrir prest. Ekki upplýsingar um smíðaár. Vagninn er með bremsum, járnhjólbörðum, kúskurinn situr aftan við prestinn, langsum fjaðrir, hlíf framan úr Bast-tágum, vandaðar bremsur, uppstig fremst og aftan fyrir kúsk. (Kúskur er ekki til í íslenskri orðabók!?


Á milli píláranna sést uppstigið fyrir prestinn en uppstigin er vönduð og öflug þverfjöður að framan sem algengt er í þessum vögnum. Eftirtektarvert er hve fáir pílárar eru í framhjólinu eða tíu stykki vegna þess að í þá daga var reynt að hafa vagnana eins létta og efnið leyfði sem smiðirnir höfðu að vinna úr. Pílárafjöldinn þarf alltaf að vera slétt tala svo tveir pílárar gangi í hvern félaga (ysti boginn), félagarnir eru stundum í hálfboga eins og mér sýnist vera uppi á teningnum hér.








Járnverkið er vandað og líka bremsurnar ásamt bremsustönginni.



Hér er brakkettið/uppistaðan fyrir bakið og kúsksvipuhaldarinn.


Væri augnayndi þessi vagn ef hann væri uppgerður og vel til hafður.



Gæti þetta verið framleiðslunúmer?


Hér sjáum við undir setuna!


Dráttarsköftin eru nett en samt sterk.

Yfirlestur: malfridur.is

Governess vagn #1Governess vagn #1

0 Comments

Gullfalleg!

Húsfrúin, Húsmóðir eða Hússtýran mættu kannski þýða á íslensku. En líklega væri Forstöðukonan næst enska heitinu. Allar tillögur eru vel þegnar kæru lesendur! Þvi miður er smíðaár ekki vitað.
Rafpóstur: [email protected] og svo má skrá sig inn á bloggið hér fyrir neðan og mæli ég eindregið með því til að fá líflega umræðu!

Dásamlega fallega handverk. Yfirbyggingin ásamt sætisbökunum beygð í gufu ásamt dráttarkjálkunum og aurbrettunum. Sennilega er þessi fallegi vagn úr Aski. Neðarlega að framan á hvoru horni eru svo hulsur fyrir lampana/ljósin. Engar bremsur eru á vagninum.

Það er hugsað fyrir öllu sem þarf. Hylki upp úr miðju aurbrettinu fyrir svipuna svo Þessi smekklega grind sem taum -hvíla.

Snyrtilega og vel bólstrað, svo er valið á klæðinu fyrsta flokks með tilliti til enska upprunans og tískunnar á blómatíma vagnsins..

Ef við lítum á undirvagninn þá sjáum við að bæði öxullinn og gólfið er niðurfellt ásamt því að fjaðrirnar eru látnar taka hærra á undir yfirbyggingunni. Þetta er svona hannað til að auðveldara sé að ganga út og inn í vagninn.

Uppgerð af Charles F. Detrick
Heimildir: Myndir fengnar að láni á Carriages for sale and wanted north america only hópur Facebook.
Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson
Próförk: yfirlestur.is