Tag: engar bremsur

Gullvagn þjóðhöfðingja Stóra Bretlands!Gullvagn þjóðhöfðingja Stóra Bretlands!

0 Comments

Ekkert til sparað og húðaður með gulli!


Myndband neðst af skrúðgöngunni með vagninn!


Smelltu á myndina af gullvagninum til að lesa greinina um tilurð vagnsins

Gullhúðaði ríkisvagninn þarf 8 hesta. Vagninn var smíðaður í London á verkstæði Samuel Buttler. Kostnaðurinn við smíðina endaði í 2,049 milljón bandaríkjadala. Smíði hans lauk 1762. Heimild: Wikipedia

Vagninn mældist 4 tonn á þyngd, 7 metra langur og 3,7 metra hár. Gullhúðunarverkið og alla málningarvinnu sá Glovanni Battista Cipriani um ásamt styttunum útskornu af Kerub Biblíu goðsögnunum. Heimild: Wikipedia

Þessar stórkostlegu málverk var Glovanni Battista Cipriani ábyrgur fyrir ásamt öllu skrauti og gyllingum: Gyllingin hefur verið haldið við 4 sinnum á líftíma vagnsins. Heimild: Wikipedia

Óneitanlega mikilfenglegur farkostur með 8 hesta teymi.

Surrey #2Surrey #2

0 Comments

Svört með kögurtopp!


Svört Surrey með kögurtopp. Flott ástand. Tilbúin í slaginn. Maroon litur á sætum og hjólum. Sætin í besta hugsanlega ástandi. Hjólin hert og sveiflast ekki. Framhól 37″ Afturhjól 47″ dráttarsköft 47″ Dráttarsköft breiðast á milli 39″ Dráttarsköft mjóst á milli 28″

Staðsett í Omro, Wisconsin USA

Hér gefur að lýta undirskurð fyrir framhjólin til að ganga undir vagninn við krappar beygjur.





Landau #1Landau #1

0 Comments

Fallegur og eigulegur í Mexíkó!

Vagn af gerðinni Landau smíðaður af Trutz vagnasmiðjunni stofnuð 1869 af Nikolaus Trutz í Coburg, Þýskalandi. Farartækið kom til Mexíkó með fleiri vögnum sem áttu að fara til Ameríku 1879 en endaði hér. Vagninn er á býlinu Hacienda Escolásticas sem er frá 18 öld. Sveitarfélagið heitir Pedro Escobedo í Querétaro fylki.
Heimild: Mynd og texti fengin að láni á Carruajes Águila del Bajío sem er Facebook hópur. Þýðing og samantekt Google og Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Vagn til veiða #1Vagn til veiða #1

0 Comments

Sýninga og keppnis eintak


Fallegur Stevenson frá Lemington Veiði -hundavagn. Hentar hvort sem er einum eða pari, tekur upp í 15 veiðihunda. Er með dráttarstöng og svanahálsasköftum Smíðaður nálægt 1900.
Dökkgrænn. Tilbúinn til keppni. Létt og fínn, hentar bæði smáhestum og venjulegum hestum í Englandi. Hjól frá Warner. Sýningarvagn undanfarin þrjú tímabil í ,,Private Driving & Attelege” klúbbinum. Fínir lampar. Verð £ 6000.








Bænda vagn #1Bænda vagn #1

0 Comments


Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn fyrir bóndann. Smíðaður úr harðviði sem er vottaður að sé hogginn á mesta vaxtartímanum. Vagninn er með rekka fram á sem sést á teikningunni, sem hjálpar til að halda yfirbyggingunni í fyrir fram ákveðnum halla til að dreifa mykjunni á túnin. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og fjórum tommu hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur eru ekki sjáanlegar og engar fjaðrir. Hjólin eru með koparkoppum til að smyrja og vagninn er vel málaður. Engar fjaðrir eru undir vagninum. Verð £ 1710. Kemur með öllum þeim hlutum sem teikningin sýnir.

Prest Pæton körfuvagn #4Prest Pæton körfuvagn #4

0 Comments

Frá Flæmingjalandi, Prest Pæton. Gegnheil yfirbygging, allur málmur er heill og með sköftum/dráttarkjálkum. Hjólin eru slæm. Var keyptur til að gera upp en hefur breyst. $650 staðsett nálægt Virginíu. Fredericksburg,


Tímans tönn hefur beitt sér!


Skilti frá framleiðanda. Erfitt er að lesa úr þessu en möguleiki er að hann hafi verið smíðaður 1895?

Roman vagnar Stóra Bretlands #1Roman vagnar Stóra Bretlands #1

0 Comments

Wagon on Sandford Lane
Hverjum finnst þessir vagnar yfirleitt ekki skúlptúr eða listaverk á sína vísu? Ótrúlegt að einhver eða einhverjir leggi alla þessa vinnu á sig, sem greinilega þarf til að skapa og viðhalda þessari hefð. Myndin fengin að láni hjá myndasmið: John McKale.

Romanvagn í Englandi. Vel málaður og snyrtilegur
Heimild: Gypsy Life in Britain Facebook






Romanfjölskylda, ár ekki vitað
Heimild: Gypsy Life in Britain Facebook

Fallegur, sterkur og burðarmikill vagn
Heimild: Gypsy Life in Britain Facebook






Á leið á hitting hjá romanfólki. Farkosturinn / heimilið ekki af verra taginu. Heimild: Mynd fengin að láni á ,,Gypsy life in Britain” á Facebook.

Yfirlestur: malfridur.is

Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Bænda vagn eða hey rekki!Bænda vagn eða hey rekki!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn til nota á býlinu. Smíðuð úr harðviði sem er vottaður að er hogginn á mesta vaxtar tímanum. Vagninn er með rekka sem nota má sem t.d. heygrind fyrir búfénaði þegar hún er ekki í notkun. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og 4 tommu hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur ekki sjáanlegar. Engar fjaðrir. Hjólin eru með kopar- koppum til að smyrja og kerran er vel máluð.

Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað #8Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað #8

0 Comments

Brougham í körfu hengdur á C-fjaðrir

8 fjaðra vagn

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2020/11/Hooper-Brougham.jpg

Hestvagnaframleiðandi í London sem virðist hafa lagt mikla vinnu í að losna við brak og hávaða auk hliðarsveiflunnar í akstri Brougham. Þessari gerð Brougham er lýst svona: Brougham á körfu (stöngin undir vagninum sem fylgir lagi hans að neðan í meginatriðum) hengdur upp á C-fjaðrir.

Hooper and Co var sérstakur vagnasmiður hennar hátignar í Englandi. En ef þið stækkið myndina (þarf að smella einu sinni á myndina kemur á nýr póstur með stækkaðri mynd ) þá sjáið þið betur gylltu stafina vinstra megin við myndina.

1860-70 Hooper and Co. Járnstöng milli öxlanna með tengingu út í fjaðrirnar með stífum festi undir Miðfjarðarjárnplötuna. Í lýsingu með teikningunum af vagninum segir að þessi búnaður hafi tekið hliðarhreyfinguna af vagninum í akstri. Til að fyrirbyggja líkama farþega og ökumanns kastist ekkert til hliðanna við akstur. Svo tók þessi búnaður af hljóðum sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- ískur eða nuddhljóð sem annars væri þekkt í Brougham án þessa búnaðar.

Heimildir: The Carriage Foundation í Englandi (Vefsíða, í flokknum hlutir)Brewster Skrapbook bls. 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB frá september 1883 bls. Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls. 278

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is