Tag: engar bremsur

Vagn til veiða #1Vagn til veiða #1

0 Comments

Sýninga og keppnis eintak










Bænda vagn #1Bænda vagn #1

0 Comments


Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn fyrir bóndann. Smíðaður úr harðviði sem er vottaður að sé hogginn á mesta vaxtartímanum. Vagninn er með rekka fram á sem sést á teikningunni, sem hjálpar til að halda yfirbyggingunni í fyrir fram ákveðnum halla til að dreifa mykjunni á túnin. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og fjórum tommu hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur eru ekki sjáanlegar og engar fjaðrir. Hjólin eru með koparkoppum til að smyrja og vagninn er vel málaður. Engar fjaðrir eru undir vagninum. Verð £ 1710. Kemur með öllum þeim hlutum sem teikningin sýnir.

Prest Pæton körfuvagn #4Prest Pæton körfuvagn #4

0 Comments

Frá Flæmingjalandi, Prest Pæton. Gegnheil yfirbygging, allur málmur er heill og með sköftum/dráttarkjálkum. Hjólin eru slæm. Var keyptur til að gera upp en hefur breyst. $650 staðsett nálægt Virginíu. Fredericksburg,


Tímans tönn hefur beitt sér!


Skilti frá framleiðanda. Erfitt er að lesa úr þessu en möguleiki er að hann hafi verið smíðaður 1895?


Roman vagnar Stóra Bretlands #1Roman vagnar Stóra Bretlands #1

0 Comments















Yfirlestur: malfridur.is

Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Bænda vagn eða hey rekki!Bænda vagn eða hey rekki!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Brougham frá Brewster með stöðugleikabúnað #1Brougham frá Brewster með stöðugleikabúnað #1

0 Comments

Stífur úr járni milli hjóla þaggaði hávaða og útilokaði hliðarsveifluna!

Brewster & Co tók að sér að framleiða Brogham-vagninn fyrir enska lávarðinn Brougham.

Hann var fyrst smíðaður í Bretlandi 1838 – 1839 af Robinson & Cook fyrir Brougham lávarð. Stöðugleikabúnaðurinn var upphaflega frá Hooper and Co.

1860-70. Ein nýjungin var járnstöng tengd milli fram- og afturöxuls undir miðju yfirbyggingarinnar sem tengdist svo út með sömu gerð járns og undir fjaðrirnar.

Það segir í greininni sem fylgir teikningunum af vagninum að þessi búnaður hafi tekið hliðar- sveifluna (hreyfinguna) af vagninum á ferð; sem sagt gert það að verkum að farþegar og Kúskur kastist minna eða ekkert til hliðanna við akstur.

Svo þaggaði þessi búnaður ákveðin hljóð sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- írskur sem annars var þekkt í Brougham án þessa búnaðar.

Brewster & Company kalla þessa uppfinningu (patent) tvöföldu fjöðrun (Double-Suspension).

Vagninn er með átta fjöðrum sem voru hannaðar og teiknaðar af H.F. Stahmer, yfirmanni og yfirmanni teiknideildar hjá Brewster.

Patentið (einkaleyfið) var skírt í höfuð honum. Mikið af prófunum fóru fram sem sönnuðu að búnaðurinn virkaði sem áður sagði.

Heimildir: Brewster Skrapbook bls 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB september 1883 bls Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í Ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls 278

Heimild 2: The Carriage Foundation í Englandi (Vefsíða)

Samantekt og þýðing: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað #8Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað #8

0 Comments

Brougham í körfu hengdur á C-fjaðrir

8 fjaðra vagn

Hestvagnaframleiðandi í London sem virðist hafa lagt mikla vinnu í að losna við brak og hávaða auk hliðarsveiflunnar í akstri Brougham. Þessari gerð Brougham er lýst svona: Brougham á körfu (stöngin undir vagninum sem fylgir lagi hans að neðan í meginatriðum) hengdur upp á C-fjaðrir.

Hooper and Co var sérstakur vagnasmiður hennar hátignar í Englandi. En ef þið stækkið myndina (þarf að smella einu sinni á myndina kemur á nýr póstur með stækkaðri mynd ) þá sjáið þið betur gylltu stafina vinstra megin við myndina.

1860-70 Hooper and Co. Járnstöng milli öxlanna með tengingu út í fjaðrirnar með stífum festi undir Miðfjarðarjárnplötuna. Í lýsingu með teikningunum af vagninum segir að þessi búnaður hafi tekið hliðarhreyfinguna af vagninum í akstri. Til að fyrirbyggja líkama farþega og ökumanns kastist ekkert til hliðanna við akstur. Svo tók þessi búnaður af hljóðum sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- ískur eða nuddhljóð sem annars væri þekkt í Brougham án þessa búnaðar.

Heimildir: The Carriage Foundation í Englandi (Vefsíða, í flokknum hlutir)Brewster Skrapbook bls. 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB frá september 1883 bls. Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls. 278

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is