Leðjuvagn #1

0 Comments 08:25

Mud Wagon!

Leðjuvagn (Mud wagon) frá 1860 sem er til sýnis á safni ríkisins Nýju Mexíkó, Santa Fe.

Margir myndu ranglega kalla þetta póstvagn, en býðum aðeins við. Leðjuvagnar voru ódýrari frændur hinna frægu Concord-póstvagna.

Sannur póstvagn er þyngri, traustari og betur smíðað farartæki með gegnheilum hliðum úr harðviði, harðviðarhurðum og mun meiri vörn gegn veðri og vindum.

Leðjuvagnarnir voru minni, léttari, ódýrari og með einfaldari hliðar með einföldum segldúks gardínum sem vörn gegn veðri og ryki.

Leðjan frá Hjólunum gat slest inn á farþegana í blautu veðri, þaðan kemur nafnið.

Leðjuvagnar voru góð farartæki fyrir grófa, bratta fjallavegi vegna lægri þyngdarpunkts og minni þyngdar. Leðjuvagnarnir voru venjulega notaðir á styttri leiðum.


Heimild: Bill Manns á Facebook

Þýðendur og skráning: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Skrifaðu

Your email address will not be published. Required fields are marked *