Fjölskyldu langferðavagninn #105 26 December 2022 FrikkiFrikki 0 Comments 07:05 Bandaríkin Norður Ameríka New Haven New York G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860 Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning! Yfirlestur: yfirlestur.is Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson Tags: 1860, armhvíla, bremsur ekki sjáanlegar, engar bremsur, fjögra fjaðra vagn, fjögra hjóla vagn, fjölskyldur langferðavagninn, g & d cook & co, hlíf framan, lampar, opnanlegur toppur, ornament, sarven nöf, undirhlaup, uppstig Post navigation Fyrri Previous Post Næst Next Post
Ítarupplýsingar um Borax Dauðadals vagnanna Staðreyndir vekja undrun! Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death[...] Lesa áfram ...Lesa áfram ...
Lawrence Brett #107 Lawrence Brett #107 G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860[...] Lesa áfram ...Lesa áfram ...
Amish fólkið kann listina að lifa! Hér getum við kynnst Amish í lífi og starfi upp að ákveðnu marki! Amish-vagn og aktygi í Powell Tennesse Amish-vagn[...] Lesa áfram ...Lesa áfram ...