Fjölskyldu langferðavagninn #105 26 December 2022 FrikkiFrikki 0 Comments 07:05 Bandaríkin Norður Ameríka New Haven New York G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860 Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning! Yfirlestur: yfirlestur.is Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson Tags: 1860, armhvíla, bremsur ekki sjáanlegar, engar bremsur, fjögra fjaðra vagn, fjögra hjóla vagn, fjölskyldur langferðavagninn, g & d cook & co, hlíf framan, lampar, opnanlegur toppur, ornament, sarven nöf, undirhlaup, uppstig Post navigation Fyrri Previous Post Næst Next Post
Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69 Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69 G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860[...] Lesa áfram ...Lesa áfram ...
Ágrip af sögu Studebaker Ágrip af sögu Studebaker Stórbrotin saga einkaframtaks! Í árdaga Studebaker-fyrirtækisins í febrúar 1852 var aðstaðan lítil og boðið var upp á járningar á hestum[...] Lesa áfram ...Lesa áfram ...
Léttur Coupé #108 Léttur Coupé #108 G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860 Yfirlestur: yfirlestur.is Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson[...] Lesa áfram ...Lesa áfram ...