Hestvagnasetrið.org Evrópa,uncategorized Vagninn sem tilheyrði Marian drottningu 1670

Vagninn sem tilheyrði Marian drottningu 1670

0 Comments 13:11

Er varðveittur í konungshöllinni í Matrid!


Þessi vagn tilheyrði Marian drottningu Austurríkis sem var seinni eiginkona Filippus IV konungs. Um er að ræða eitt elsta varðveitta eintakið af því sem þekkt er sem „stóri vagninn”. Gerð af stórkostlegum lúxusvagni sem Frakkar smíðuðu fyrstir með varð vinsæll við konungshirðar um alla Evrópu. Flokkast vagninn í barokkstíl vegna stærðar hans. Nýjungin er að farþegarýmið er fulllokað með glerjuðum gluggum. Skreytingarnar eru víða snúningar og svanahálsar. Fjöðrunin er leðurbelti eða -borðar. Húsið var byggt milli 1670 og 1680 með lituðum hnotuharðvið og palo santo sem er og var notaður sem reykelsi, sennilega vegna lyktarinnar. Innréttingin er flauelsklæði útsaumað með silfurþræði.