Tag: vagn

Gimsteinninn #3Gimsteinninn #3

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gimsteinninn er Eins og númer 1. nema með fellanlegum toppi og er kynntur til leiks sem meira fyrir augað. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er byggður á Körfu stöngin milli öxlanna. Gimsteinninn er með uppstigum úr járni og silfur skreytingar á hliðum og fleira. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar.

G. & D. Cook & coG. & D. Cook & co

0 Comments

Kynninargrein frá 1860

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/Eigendur-G.-D.-Cook-co-300x183-1.jpgAðstöðuhús okkar eru í dag betri en nokkur önnur aðstaða í heiminum og stöðugar endurbætur. Mikið af vinnunni er gerð í vélum sem er spennandi með það fram yfir að vera nákvæmari sem getur ekki verið leikið eftir af handavinnu. Heildarframleiðsla okkar er ekki aðeins byggt á risastórum skala heldur búin frábæru kerfi -með verkaskiptingu sem aftur er skipt niður fyrir hvern og einn starfsmann sem sinnir aðeins einu verkefni í fyrir fram ákveðnu ferli, sem er nýtt kerfi sem gerir heildarframleiðsluna ódýrari og einfaldari.

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/Sendingamidstod-300x215-1.jpgSamt sem áður er annað atriði sem framkallar nákvæmari og ódýrari framleiðslu er varahlutaþjónustan; þar sem viðskiptavinurinn fær varahlutinn á innan við sólarhring og ef viðskiptavinurinn vil skyndilega topp á vagninn sem hann keypti topplausan sendum við slíkt samdægurs og hann mun passa frábærlega. Þetta fyrirkomulag er líka hugsað fyrir umboðsmenn okkar þar sem þeir geta alltaf skipt um topp, sæti, yfirbyggingu, bak eða næstum því hvað hlut sem vera skal. Það eru alltaf til nokkrar gerðir á lager um land allt sem er ábyrgðinni til stuðnings.

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/Hestvagna-ihlutir-300x215-1.jpgMeð þessum yfirburðum og mörgum öðrum (sem við getum ekki hætt að minnast á) þykjumst við öruggir með að meirihluta kaupanda gefi okkur góða söguna með öryggi um að enginn framleiðandi í landinu (USA) eða þá heldur í henni veröld, getur keppt við okkur eða gæði okkar og stíl og verð.

Vöndum okkur við sendingar vöru ásamt tryggingum til viðskiptavinar. Við höfum komið á fót sendingaþjónustu í New York sjálfir, þar sem vara er ekki einungis keypt af okkur heldur er öllum varningi stýrt þaðan um öll Bandaríkin. Til að sjá smáatriði sjáið blaðsíðu 66 og 142 í þessari bók.

Heimildir: G. & D. Cook & co’s Illustrated catalogue of carriages and special business advertiser útgefið 1860

Tók saman og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is

Alþjóðlegi hestvagninn #1Alþjóðlegi hestvagninn #1

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þessi gerð vagna er notaður í hverju landshorni þar sem léttavagnar (Buggies). Vagninn er rúmgóður og sterkur getur verið skilað til viðskiptavinar án sætisbaks (Lazy Back). Venjulega er alþjóðlegi vagninn seldur einfaldar gerðar en þjónustuvænn. Engar bremsur sjáanlegar og vagninn byggður ofaná Körfu, stöngin milli öxlanna. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð vinsælt seinna. Vagnasmiðjan var staðsett í New Haven Connecticut USA

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is

Landau ágrip uppruna og lýsingarLandau ágrip uppruna og lýsingar

0 Comments

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/Landau.jpgLandau var skapaður fyrir 1757 sem hægt var að neita þegar Landau var vagn sem hægt var að hafa opin þegar óskað var. Nákvæmlega hvenær Pæton var fyrst smíðaður, get ég ekki vitað en eins og Landau sem er ranglega ályktað að hafi verið smíðaður 1757 er minnst á 1747 í kvæði við enda þessa kafla. Þetta kvæði var vinsælt meðal sérstaks hóps fólks. En það sést best í kvæði/ljóði: ,,The Pæton and the one Horse Chair”, sem var fyrst útgefið í fyrirmannaritinu ,,Gentleman´s Magazine” desember 1759.
Heimild:
Carriages and coaches: their history and their evolution bls 174

Réttast er að segja frá þeirri hliðstæðu að Berliner and Landau, tveir vagnar sem tóku nafn bæjanna sem þeir voru fyrst smíðaðir í Ungverska bænum Kotzee. Eins skal það látið í ljósi að Spánn, Ítalía og Frakkland hafa eignað sér uppfinninguna, sem er byggt á hversu líkir vagnarnir eru þeirra vögnum svo sem vagni sem þeir kalla Charettes.
Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls 62

Nútíma (State carriages) ríkis- vagnar halda öllum sínum fyrri glæsileika með lítið af gömlu og umfangsmiklu skrauti. Eitt besta dæmið um þetta er ríkis- vagninn sem Landau smíðaði fyrir Edward konung sem notaður var við krýningarathöfnina. Þetta stórkostlega dæmi vagnasmíða listarinnar, segir Sir Walter Gibley, er yfir 18 fet á lengd (5,49 metrar). Liturinn kallar fram ánægjulega tilfinningu. Grænn er með óteljandi blæbrigði, með uppruna gulllit ólífu og smá dökknandi þangað til liturinn greinist varla frá svörtu. Eplagrænn, grasgrænn, sjávar grænn, né heldur
uppruna í grænan bláum getur verið notaður í vagnamálningu með góðum árangri. Í sumum tegundum af ljósri vagnmálningu nást fram áhrif af sumri með því að herma ýmiss grös.

Heimild: Carriages and coaches: their history and their evolution bls 259

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/07/carriagescoaches00strauoft_0309-3.jpg
Takið eftir að þessi vagn er 8 fjaðra!

Á krýningarhátíð Drottningar 1838 gátu Lundúnabúar notað tækifærið til að bera augum skrautvagna sem fóru um Birdcage Walk strætið. Flestir þessara skrautvagna tilheyrðu sendiherrum ýmissa þjóða. Einn þessara vagna sem olli mestum æsingi var Marshall Soult smíðaður í Frakklandi aðeins fyrir konungsfjölskylduna. Thrupp lýsir vagninum: Yfirbygging var með glugga efst, með elegant silfurskreytta þakbrún; Það voru fjórir lampar með stóra kórónu á topp lampa, við hvert horn yfirbyggingarinnar nálægt hornunum efst. Liturinn var elskulega blár, eins og kallað er Adelaid blue. Bridges Adams hafði skemmtilega sýn á liti. Hann hafði sínar eigin hugmyndir um bestu liti á vagna. ,,Fyrir bjarta sumardaga” segir hann að strá eða sulphur gulur sé frábærasti og fallegasti liturinn; en fyrir þokukennt haustið er djúpur appelsínugulur.
Heimildir:
Carriages and coaches: their history and their evolution bls 258

Studebaker Wagon #1Studebaker Wagon #1

0 Comments

Smíðaður 1860 eða þeim áratug!


Endurbyggður Studibaker Wagon smíðaður 1860 eða á þeim áratug. Staðsettur í Tyler Texas
Til sölu: 14.000 $. Ágæt myndaröð af endurbyggingu vagnsins hér fyrir neðan.


Splitti með kýlpinna svolítið sérstakt og einfalt skinna á bak við til að taka nuddið!

Hönnunin á pallinum er svolítið frábrugðin því sem sést venjulega á USA Wagon. Fyrirmyndin gæti verið Enskir Waggons? (Með 2 G) Grindin töppuð saman svo eru hæðar stykkin í skjólborðum öflug og boltaðar í gegn til að gera allar breytingar vegna notkunar auðveldari.



Trúlega Seed olía borin á vagninn.


Heimild: Myndir fengnar að láni af Draft teams and equipment Facebook

2000 ára vagn með hestum fannst í Búlgaríu2000 ára vagn með hestum fannst í Búlgaríu

0 Comments

Karanovo sem áður var þekkt sem Þrakía!


2000 ára gamall Þrakíuvagn með beinagrindum af hestum Fannst í Karanovo í Búlgaríu. Fornminjafræðilegt sambýli þorpsins Karanovo. Hópur fornleifafræðinga undir forystu Veselin Ignatov, Istoricheskis massans Nova Zagora, sem er safn í Búlgaríu, uppgötvaði 2.000 ára gamlan trévagn árið 2008. Hún var þakin bronsi og hefði verið skreytt með atriðum úr Þarakiskri goðafræði sem nú er erfitt að sjá.Óvíst er um nákvæman aldur hennar og hún getur verið nær 1.800 ára. Vagninn er á fjórum stórum hjólum, 1,2 metrar í þvermál, skreyttur ríkulega með silfurhúðuðum smámyndum af Eros og á ferðinni goðsagnaverur með búkka.Beinagrindur af 2 hestum og hundi fundust við hliðina á vagninum.
Sagan á bak við 2.000 ára gamla Þrakaríu hestvagn
Eftir Owen Jarus, útgefin 13. október 2017

Myndin af fornum Þrakíuvagni við hlið beina tveggja hesta og hunds hefur skjótt risið upp á topp Reddit í dag 13. október og eru meira en 65.000 manns líkað við söguna. En hvað er svona spennandi við uppgötvunina og hver var grafinn innan vagnsins?


Hópur fornleifafræðinga undir forystu Veselin Ignatov, Istoricheskis massans Nova Zagora, sem er safn í Búlgaríu, uppgötvaði 2.000 ára gamlan trévagn árið 2008. Hann var þakinn bronsi og hefði verið skreytt með atriðum úr Þrakíu goðafræði sem nú er erfitt að sjá. Óvíst er um nákvæman aldur hennar og hún getur verið nær 1.800 ára.


Árið 2009 fundu Ignatov og teymi hans einnig múrsteinsgrafhýsi, sem í eru leifar manns sem er klæddur í, að því er virðist, brynju, nálægt vagninum. Maðurinn var grafinn með nokkrum hlutum, þar á meðal gullpeningum, gullhringjum og silfurbikar sem sýnir mynd af gríska guðinum Eros (ígildi Rómverja var Cupid).Hann hefði verið aðalsmaður eða hugsanlega jafnvel höfðingi sem bjó í Þrændalögum til forna, í því sem nú er Búlgaría. (Í myndum:Chariot Burial) á bronsöld

Algengt er að slíkar Chariot-grafir séu í Búlgaríu.Sú venja að aðalsmenn séu grafnir nálægt vögnum virðist hafa hafist í Búlgaríu fyrir um 2.500 árum, skrifaði Ignatov í grein sem birtist árið 2007 í tímaritinu Archaeologia Bulgarica.Hann tók fram að iðkunin væri sérstaklega vinsæl á tímum Rómaveldis sem stóð yfir frá því fyrir hartnær 2.100 til 1.500 árum.

Þótt íbúar sumra annarra héraða Rómaveldis hafi einnig stundum grafið aðalsmenn sína nærri stríðsvögnum var þessi háttur langvinsælastur og langvinnastur í Þrakíu.   Skrifaði Ignatov í tímaritsgreinina. Í öllum tilvikum tákna vagnarnir orðstír, völd og vald,“ skrifaði Ignatov og tók fram að vagnarnir væru líklega ætlaðir til notkunar fyrir hinn látna í framhaldinu.


Þegar vagninn var grafinn hefðu hrossin sem drógu vagninn líklega verið drepin.Dýrafórnir, s.s. svín, hundar, kindur og hjartardýr, hefðu verið færðar guðunum, ásamt fóðurgjöfum (s.s. víni), skrifaði Ignatov.Stundum voru vagnarnir sjálfir teknir í sundur eða brotnir í sundur áður en þeir voru grafnir, skrifaði Ignatov.


Þar sem vagnar eru algengir í Búlgaríu og stundum með verðmæta hluti með reyna landtökumenn að finna þá og selja á svörtum markaði, að því er Ignatov tekur fram.Þetta þýðir að fornleifafræðingar í Búlgaríu keppast oft við að uppgötva og grafa upp vagnar áður en þeir finna þá og ræna þá.


Þar sem fornleifafræðingarnir grófu upp þessi farartæki áður en þjófar komu að henni er hægt að sýna gersemar opinberlega á safni og myndum sem sýna vagnförina er miðlað opinberlega á Reddit og öðrum samfélagsmiðlum.



Heimild, frumgrein á Live Science.

Þýðandi og samantekt Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: Yfirlestur.is


Skreyting í grafhýsinu sýnir tvo til þrjá hesta, Drómeta og vagna

Gamla Vestrið Goðsagnir, mýtur og gull gröftur #1Gamla Vestrið Goðsagnir, mýtur og gull gröftur #1

0 Comments

Ute skarð Colorado!


Fyrir 162 árum var Ute Pass Colorado slóð sem Ute Indians fóru til að veiða og ferðast milli vetrar- og sumarbúða sinna.Það varð síðar að vagnslóð sem flutti birgðir til gullskráðra strauma og náma.Þessi mynd náðist um 1860, þegar námuverkamennirnir héldu inn á gullsvæðin voru þekktir sem 59’ers, með Pikes Peak Gullæðinu sem hófst 1859.árgangur #vintagehunter #veiðiskapur #veiðisaga #vagnasaga

Skoðið líka

Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1

0 Comments

Horfinn í gleymskunnar dá nema þær eftirgerðir sem smíðaðar hafa verið!


Fjögra hjóla Hansom

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-2.jpg
Þetta eintak er smíðað í Belgíu ásamt fjölda annarra gerða hjá topp vagnasmið. Hér er hlekkurinn: https://carriages-schroven.com/carriages/

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-1-scaled.jpgFrá eiganda vefsíðunnar og áhugamanni: Þetta finnst mér stór -merkilegt. Ég vissi þetta ekki þegar ég vaknaði í morgun að Hansom hefði komið með aðra gerð af vagni, en svona er það, lesa meira og meira og maður lærir meira og meira; einfalt ekki satt. Ekki finn ég mynd af þessum vagni svo ég sé viss um að um rétta mynd sé að ræða, en haldi áfram að leita og setji hér inn ef ég rekst á hana.

Clark an Aberdeen vagnasmiður hannaði 1885 fjögra hjóla Hansom. Þessi vagn hafði ákveðna yfirburði: Yfirbyggingin var í laginu eins og venjulegur Hansom með kúsk- sætið fest aftan á vagninn en var snúið við á undirvagninum, svo kúskurinn sat yfir hestunum á meðan farþegarnir snéru aftur. Þessi Hansom gat verið notaður opinn eða lokaður. Yfirbyggingunni gat verið snúið við til að uppfylla það. Aðeins fáein farartæki af þessari gerð rúlluðu London á stuttu tímabili en almenningi líkaði víst ekki þess konar farartæki og síðan hafa þeir horfið gjörsamlega.

Heimildir: Modern Carriages 1905 bls 3
Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is


Pæton í sérflokki sýningareintak #1Pæton í sérflokki sýningareintak #1

0 Comments

Unnið til margra meistaratitla!


Sýninga eintak Pæton smíðaður af Mills frá Paddington um 1900. Þessi fallegi og vel þekkti vagn hefur unnið til margra meistaratititla. Gæða eintak með dráttarskafti og álfaháls.
Tilbúinn í að fara sýningarhring. Ekki rugla saman nútíma eftirgerðum.

Svanaháls dráttarsköftin og dráttarskaft (tunga). Einning er þarna stykkið sem festast á við járnverkið að framan svo hægt sé að tengja Tvítréð við þegar tungan er notuð. Ef þið horfið vel þá sjást 4 uppstings bólur/stig ofan á stykkinu. Takið eftir snyrtilegu uppstiginu á Nafi framhjólsins. Svona gera ekki nema bestu vagnasmiðirnir.

Svo eru náttúrlega uppstig í aftursætið ef vel er að gáð.

Einstaklega vandað járnverk og bremsubúnaðurinn nettur en samt sterklegur.

Annað dæmi um vandað járnverk. Fimmtahjólið, býður af sér styrkleika og góðan frágang.

Óþekkt gerð í Ungverjalandi #1Óþekkt gerð í Ungverjalandi #1

0 Comments

Gæti verið hægt að kalla þennan vagn Bændavagn eða Wagon, veit ekki, bara tillaga?


Meiri háttar frágangur og hönnun. Smíðaár vantar og flestar upplýsingar nem að armarnir sem ganga frá efri brún yfirbyggingarinnar niður í hjól eru til styrktar á öxlunum. Svo sjáum við að bremsubita undir pallinum ganga yfir afturhjólin. Myndatökumaður Kristján Björn Ólafsson var staddur í Búdapest og tók þessa mynd. Ég kann honum stórar þakki fyrir að lána mér/Hestvagnasetrinu þessa mynd vegna þess að það vantar mikið af upplýsingum frá Austulöndum um hestvagna. Takk ynnilega kæri Kristján.
Vel þegnar myndir íslenskra og annarra landa ferðamanna um allan heim af hestvögnum og öllu því tengt. Væri líka gott að fá allar þær upplýsingar með sem fyrir hendi eru í hvert skipti.  Rafpóstur: [email protected]

Gullvagn þjóðhöfðingja Stóra Bretlands!Gullvagn þjóðhöfðingja Stóra Bretlands!

0 Comments

Ekkert til sparað og húðaður með gulli!


Myndband neðst af skrúðgöngunni með vagninn!


Smelltu á myndina af gullvagninum til að lesa greinina um tilurð vagnsins

Gullhúðaði ríkisvagninn þarf 8 hesta. Vagninn var smíðaður í London á verkstæði Samuel Buttler. Kostnaðurinn við smíðina endaði í 2,049 milljón bandaríkjadala. Smíði hans lauk 1762. Heimild: Wikipedia

Vagninn mældist 4 tonn á þyngd, 7 metra langur og 3,7 metra hár. Gullhúðunarverkið og alla málningarvinnu sá Glovanni Battista Cipriani um ásamt styttunum útskornu af Kerub Biblíu goðsögnunum. Heimild: Wikipedia

Þessar stórkostlegu málverk var Glovanni Battista Cipriani ábyrgur fyrir ásamt öllu skrauti og gyllingum: Gyllingin hefur verið haldið við 4 sinnum á líftíma vagnsins. Heimild: Wikipedia

Óneitanlega mikilfenglegur farkostur með 8 hesta teymi.

Landau #1Landau #1

0 Comments

Fallegur og eigulegur í Mexíkó!

Vagn af gerðinni Landau smíðaður af Trutz vagnasmiðjunni stofnuð 1869 af Nikolaus Trutz í Coburg, Þýskalandi. Farartækið kom til Mexíkó með fleiri vögnum sem áttu að fara til Ameríku 1879 en endaði hér. Vagninn er á býlinu Hacienda Escolásticas sem er frá 18 öld. Sveitarfélagið heitir Pedro Escobedo í Querétaro fylki.
Heimild: Mynd og texti fengin að láni á Carruajes Águila del Bajío sem er Facebook hópur. Þýðing og samantekt Google og Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Óþekkt tegund í Þýskalandi #1Óþekkt tegund í Þýskalandi #1

0 Comments

Svolítið út í eftirlíkingu af fléttuðum -sætum. Körfuvagni!


Vagninn er með körfusæti sem gæti verið tilvísun í körfu -vagn og þar með eftirlíking af honum



Vagninn er svo sem ekki ósvipaður Pæton en samt er ekki hægt að negla gerðin niður. Þetta eintak þarf uppgerð og þá verður hann augnakonfekt. Mér er aldurinn ekki kunnur en giska á að hann sé smíðaður snemma á 20 öldinni.

Svolítið sérstök aurhlífin til hliðar við framsætið og ofan við uppstigið. En samt snilldarlega leyst.

Hólkurinn upp úr brettinu er sennilega fyrir svipuna.

Flott aurbretti og gerðalegur baksvipur.

ED KÜHLSTEIN BERLIN er stimplað á hjólkoppanna en það er örugglega fyrirtækið eða einstaklingurinn sem smíðið vagninn

Vagn -kerra #1Vagn -kerra #1

0 Comments

Ný uppgerð Rauð og eiguleg!


Flott ástand, tveggja sæta fjarlæganleg sem taka 4. Líka hægt að fella bökin fram. Harðviðar hjól með járngjörð. Bremsur og uppstig til að auðvelda aðgengi. Opnanlegur afturhleri, niðurfellanlegur dúkur á þrjá vegu til að verjast úrkomu og vindi. Ekkert er minnst á smíðaár.
Helstu mál.
Framhjól 38″ eða 96,52 cm
Afturhjól 42″ eða 106,68 cm
Single tree (Eintré) 40″ eða 101,6 cm
Dráttarsköft 78 frá Single tree 198,12 cm heildarlengd 962 eða 243.84 cm
Vagn skúffa 37″ X 72″ eða 93.98 cm X 182.88 cm
Vagninn er 84″ eða 213.36 cm heildarhæð X 68″ eða 172.72 cm Heildarbreidd með hjólnöfum er vagninn 192″ að heildarlengd með dráttarsköftum eða 487.68 cm.

Heitir Wagnon Buggy sem hlítur að þýða að þessi vagn sé millistig milli Wagons og Buggy ( Bændavagns og kerru/létts vagns)








Gerður upp af Lemuel King í Chambersburg, Pennsilvaniu segir textinn með myndunum en ég hallast að því að það eigi að vera upphaflegi vagnsmiðurinn vegna þess að skiltið/merkingin á vagninum lítur út fyrir að hafa verið á vagninum um aldur hans og ævi!

Þýtt og yfirlesið Friðrik Kjartansson ásamt skrásetningu