Tag: tveggja fjaðra vagnar

Prinsinn af Wales #63Prinsinn af Wales #63

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Prinsinn af Wales er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum. Vagninn er með fellanlegan vandaðan topp með fimm bogum sem var talið flott. Svo er hann með hlíf framan og á þver fjöðrum ásamt einföldu uppstigi. Engar bremsur sjáanlegar. Teikningin gefur okkur til kynna að vagnkarfan/yfirbyggingin sé fléttuð úr tágum. Sarven nöf prýða líka vagninn.

Jagger vagninn #62Jagger vagninn #62

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Jagger er þessi vagn nefndur og það fylgir engin lýsingartexti. Samkvæmt myndinni að vagninn er á þver fjörðum. Sarven nöf sjáum við líka í hjólmiðju. Tvær persónur hafa sætispláss. Hlíf fremst. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Gasellu vagninn #61Gasellu vagninn #61

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gasellan er ekki með textalýsingar í sölubæklingnum. Við sjáum hins vegar á myndinni að hún er með þverfjaðrir, hlíf framan ásamt því að byggð á körfu en það eru stangirnar langsum undir yfirbyggingunni svo er sennilega gott skott að aftan, en það er bara ágiskun. Sarvin nöf sjáum við líka á myndinni. Engar bremsur sjáanlegar. Verulega léttur vagn eins og sjá má af teikningunni og nafninu.

Boston Chaise #60Boston Chaise #60

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Boston skutlan er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum, en við sjáum að hún er með fimm boga vönduðum toppi sem er niðurfellanlegur. Vagninn er með góðu bólstruðu sæti fyrir tvær persónur. Svo er skutlan hengd á leðurólar langsum, til fjöðrunar og mýktar, eitthvað sem kom á undan fjöðrum yfirleitt, en líklega er hún líka hugsuð til aksturs á tilbúnum strætum Boston sem eru misjafnlega vel slétt, sum eða öll steinilögð með tilheyrandi skrölti á ferðinni. Tvö uppstig eru á kerrunni og hlíf framan. Engar bremsur sjáanlegar. Fjöðrun vagnsins eru leðurólar, langsum. Varð notað nær eingöngu í fortíðinni með misjöfnum árangri.

Whitney vagninn #59Whitney vagninn #59

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Whitney heitir þessi myndarlegi vagn. Þrjár sætaraðir. Yfirbyggingin er hengd á þverfjaðrir svo er meira að segja sætisbak hátt á aftasta sætinu einig er hann búin hlíf að framan uppstigum á sex stöðum. Stöng milli öxlanna er kölluð karfa svo vagninn er byggður á körfu. Nýjungin í þessum vagni felast í Sarven nöfunum. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Kriket vagninn #57Kriket vagninn #57

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Kriket vagninn er ekki með topp. Er á hliðar fjöðrum, fjaðra stangirnar langsum með yfir byggingunni. Bein yfirbygging og járnhlíf fremst. Einstaklega létt sæti. Sérbyggð fyrir gangstigið brokk. Flott skott, Skreytt og útskorin. Sarven nöf er nýung á þessum tíma. Léttasti vagninn sem er í notkun nú um stundir. Þyngd frá 72,5748 kíló til 102,058 kíló. Bremsur ekki sjáanlegar.Vagninn er á langsum fjöðrum, eða hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Rockaway Indjánavagninn #55 & #55BRockaway Indjánavagninn #55 & #55B

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway vagn, mjög fallegur og léttur . Sætin eru stillanleg og annað sætanna er útskiptanlegt. Fyrir einn hest og fjölskylduna er þessi vagn passlegur. Sveigð yfirbygging, skreytingar á hliðum. Sarven nöf í hjólamiðju. Geymsla undir sætum, leðurhlíf framan (dash). Hátt bak. Snyrtilegur frágangur, tvöfalt uppstig. Nýr stíll sem vekur aðdáun fyrir þægindi og hagkvæmni. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Eins vagn og númer 55 en með fjórum sætum sem hægt er að taka burtu eftir þörf. Bremsur ekki sjáanlegar.

Hertoga vagninn #54Hertoga vagninn #54

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhrein með út skiptanlegu sæti og með viðbætur í toppi. Fremra sætið brotið saman aftur á bak og aftara sætið er hægt að taka, eins og sést á mynd númer 54 B. Þægileg og passleg fyrir tvær persónur. Þegar eitt sæti er notað er hægt að brjóta saman toppinn upp. Er hægt að breyta á einni mínútu. Sarven nöf sjáum við líka. Svo er líka hægt að fá þessa kerru (buggy) með tveimur föstum sætum, sama útlit. Það er ekki minnst á það í lýsingunni á kerrunni en það eru greinilega lampar á henni. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Létt vagn bænda #47Létt vagn bænda #47

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur niðurfellanlegur, hátt sætisbak, að fullu rafhúðaðar samsetningar og stífur, skott kassi að aftan. Góður stíll og fyrir þetta verð mjög eftirsóknarverð. Bremsur ekki sjáanlegar. Sarven nöf um 3 ára gömul uppfinning. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Undirhlaup topplaus #46Undirhlaup topplaus #46

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Opið sætisbak, riffluð þrep, rafhúðaðar armhvílur og stífur, skott. Lítill beygjuradíus undirgangs hjólar samstæðu. Létt að komast um borð og af. Svo er vagninn búinn Sarven nöfum sem var 3 ára gömul uppfinning þarna. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síða. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Normal vagninn #44 #45Normal vagninn #44 #45

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Góð, ódýr, sterk og hönnuð fyrir vonda vegi. Viðar hlíf framan (dash) bólstrað skott og opið bak. Mjög þægileg. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er með þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á hönnun síðar.

Eins og númer 44 nema að auki með fellanlegum toppi.

Ekran #42 #43Ekran #42 #43

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Ekran topplausa er rúmgóð og þægileg í notkun. 3 ára gömul nýung prýðir líka vagninn eða Sarven nöf. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Bremsur ekki sjáanlegar.

Ekran með topp, en að öðru leiti eins og topplausa Ekran. Bremsur ekki sjáanlegar. Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: yfirlestur.is

Pæton skemmtivagninn #39Pæton skemmtivagninn #39

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þessi stíll er augnakonfekt. Loka frágangurinn er fíngerður og fallinn til sýningar. Allt járnverk að fullu rafhúðað, vönduð málningarvinna og skreytingar, falleg, auðveld og þægilegur vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Sarven nöf 3 ára gömul nýung þarna. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805.Heimild: Tomasnet.com

Lækna Pæton #38Lækna Pæton #38

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhreinn vagn aðlagaður að notkun læknisins. Sveigð yfirbygging, létt að fara um borð, hátt sætisbak og rúmgóð. Fastur toppur eða ófellanlegur. Sarven nöf. Leðurhlíf framan (dash) og uppstig. Byggður á körfu sem er Stöngin milli öxlanna. Toppurinn virðist vera vandaður. Smíðaður úr best fáanlegu efni. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.