Tag: þversum fjaðrir

Brett #1Brett #1

0 Comments

Brett er mjög sjaldgæfur og hreint ævintýri að finna þá gerð hvar sem er í heiminum!


Teikning frá nítjándu öld af Brett svona til hliðsjónar myndunum hér fyrir neðan.

Mikil vinna ef taka á þennan sjaldgæfa grip til endurbóta. En það væri samt verðugt verkefni. Fundinn sennilega nýlega í hlöðu eða úti húsi. Þetta hefði ég haldið að væri mjög sjaldgæfur vagn í nútímanum en það var töluvert mikið af þeim á Vagna öldum. Brett mun þessi gerð heita ef mér skjöplast ekki. Líklega er hann dýr í innkaupi í núverandi mynd en samt betra að kaupa hann en smíða samkvæmt íslensku verðlagi. Vinnan of dýr. Til Samanburðar er gömul teikning frá nítjándu öld af Brett hestvagni. Þeir voru stórir sport vagnar fyrir þá ríku á vagna öldum. Hér er um dýrgrip að ræða!

Hér þarf nýtt húdd! Aurbrettin eru á sínum stað.

Vandaður fjaðrabúnaður sem þarf að hreinsa og mála til fyrra útlits!

Hjólkopparnir hafa áletrun skapara síns trúlega en það var venjan!

Allt járnverk er vandað í upphafi sem auðveldar að hreinsa það og koma í fyrra horf!

Buneos Aires og heiti smiðsins!

Vandað og aftur vandað!

Það sem eftir er af þessari bólstrun sýnir að vandaður hugur og hönd hefur verið lögð í verkið!

Armhvíla, uppstig og festingar fyrir lampa. Yfirbyggingin er frekar löng og töluvert í hana lagt bæði í vinnu og efni!

Undirhlaup fyrir framhjólasamstæðuna, litlar og sætar hurðar og vönduð uppstig smíðuð eins og rist svo skíturinn falli til jarðar þegar skafið var af botni skóbúnaði. Veitti ekki af því fyrir 150 árum var mikið um drullu á vegum og strætum.

Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Vagninn er búinn niðurfellanlega barnaframsætinu. Ekki er texti við myndina í heimildunum frá 1860. En við sjáum að vagninn er með uppstig þótt lítið fari fyrir þeim á myndinni og hann er með fimm toppboga vandaðan topp. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Það sést nú ekki vel en sennilega er hann á Sarven nöfum. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er eining byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Brewster Pæton með tágofnu sæti #12Brewster Pæton með tágofnu sæti #12

0 Comments

Brewster Pæton. Hefur verið geymdur í hlöðu með loftslagsstýringu. Vagninn er með Dickie sæti þar sem tágakarfan er staðsett núna. Farkosturinn var endurnýjaður að fullu með nýrri bólstrun og línumálun. Var sýningarvagn á Morgan Gold Cup Heritage Class og vann fyrsta sæti. Hjólin eru glæný frá Statesman í Hólms sýslu. Ný dráttarsköft frá Middlefield Ohio. Efnið í bólstrunina er frá Woodland Coach í Hólmes sýslu. Upprunalega er vagninn smíðaður af Brewster eftir 1838 og einhvern tímann á líftíma Brewster framleiðandans. En þar sem vagninn er búinn Sarven nöfum þá er líklegast að hann hafi smíðast eftir 1857 en það ár komu Sarven nöfin fram.

Þess má geta að Brewster var talið toppframleiðandi hvað gæði varðaði á líftíma sínum.



Dayton Brett #66Dayton Brett #66

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Cut Under Runnabout #1Cut Under Runnabout #1

0 Comments

Skorin undir, Nýmáluð og bólstruð!


Topp ástand
Nýmálaður og bólstraður. Er með skiptisæti/bráðabrygðasæti. Lampar og yfirbreiðsla innifalin verð $5500.
Ef við horfum vel sjáum við ,,Undirskurð” (cut under) undir Kúsksætinu sem hleypir framhjólunum undir vagninn við krappar beygjur. Staðsett í Scottsville, New York

Heimild: Mynd fengin að láni frá Carriages for sale and wanted north America only Facebook

Ekki er minnst á smíðaár eða aldur.


Surrey #1Surrey #1

0 Comments

Alltaf geymd inni, ekið aðeins í örfá skipti!


Surrey, ekki talað um aldur, lítið notaður. Vandaður vagn í alla staði.

Surrey vagnar eru hurða lausir fjögra hjóla, vinsælir í USA á 19 og 20 öldinni. Venjulega tveggja sæta fyrir fjóra farþega. Surrey var með nokkrar mismunandi gerðir af blæjum/húddum segl eða Parsol (notað í regnhlífar) oft með kögri. Sætahefð þessarar gerðar voru með renndum pílárum í baki oftast bólstruð sæti. Nafnið er komið frá Surrey á Englandi.

Heimild: Wikipedia






Prest Pæton körfuvagn #10Prest Pæton körfuvagn #10

0 Comments

Heillegur Bast-körfu Pæton fyrir prest. Ekki upplýsingar um smíðaár. Vagninn er með bremsum, járnhjólbörðum, kúskurinn situr aftan við prestinn, langsum fjaðrir, hlíf framan úr Bast-tágum, vandaðar bremsur, uppstig fremst og aftan fyrir kúsk. (Kúskur er ekki til í íslenskri orðabók!?


Á milli píláranna sést uppstigið fyrir prestinn en uppstigin er vönduð og öflug þverfjöður að framan sem algengt er í þessum vögnum. Eftirtektarvert er hve fáir pílárar eru í framhjólinu eða tíu stykki vegna þess að í þá daga var reynt að hafa vagnana eins létta og efnið leyfði sem smiðirnir höfðu að vinna úr. Pílárafjöldinn þarf alltaf að vera slétt tala svo tveir pílárar gangi í hvern félaga (ysti boginn), félagarnir eru stundum í hálfboga eins og mér sýnist vera uppi á teningnum hér.








Járnverkið er vandað og líka bremsurnar ásamt bremsustönginni.



Hér er brakkettið/uppistaðan fyrir bakið og kúsksvipuhaldarinn.


Væri augnayndi þessi vagn ef hann væri uppgerður og vel til hafður.



Gæti þetta verið framleiðslunúmer?


Hér sjáum við undir setuna!


Dráttarsköftin eru nett en samt sterk.

Yfirlestur: malfridur.is

Prest Pæton körfuvagn #4Prest Pæton körfuvagn #4

0 Comments

Frá Flæmingjalandi, Prest Pæton. Gegnheil yfirbygging, allur málmur er heill og með sköftum/dráttarkjálkum. Hjólin eru slæm. Var keyptur til að gera upp en hefur breyst. $650 staðsett nálægt Virginíu. Fredericksburg,


Tímans tönn hefur beitt sér!


Skilti frá framleiðanda. Erfitt er að lesa úr þessu en möguleiki er að hann hafi verið smíðaður 1895?