Tag: teikning

Cutter uppgerður eftir minni #6Cutter uppgerður eftir minni #6

0 Comments

Paul DeLongpre

Ég bjargaði hlutunum úr harðviðar-hestasleðanum mínum er geymslustaðurinn hans var seldur. Meðfylgjandi er mynd af bílakerru með hlutum sem ég bjargaði. Meiðunum virðist fylgja nóg af járnhlutum og fyrri viðum til að komast að því hvernig hann leit út. Þegar kemur að yfirbyggingunni hef ég mun minna tiltækt til að nota fyrirmynd. Ég held að ég sé með aðalharðviðinn réttan úr járnverkingu og harðviðarleifar sem eftir voru en ég get ekki fundið út hvernig fuglafígúran, sem er líka með lítið ryðgaðan járnbút sem hangir við, samlagast aðalgrindinni.

Ég er líka ekki viss um hvernig gólfið er skipulagt og smíðað. Allar myndir sem ég finn eru ekki nógu góðar til að gefa mér hugmyndir ásamt því að ég er ekki viss um gerðina/heiti sleðans þar sem ég hef ekki séð hann í 40 ár. Ég gaf samt út myndina af því sem mér finnst komast næst upprunanum. Allar hugmyndir, eða betri myndir af smáatriðunum eða jafnvel uppflettibók, væri frábær hjálp!

Með fyrir fram þökk. Paul.

Ekki minnst á smíðaár eða tímabil.



Teikning úr bókinni „Horse Drawn Sleighs“, eftir Susan Green. Önnur útgáfa 2003: Teikning af Cutter sem kemst hvað næst á þessum myndunum. Sést fuglahöfuðið (ornimentið), hvernig gengið er frá því, og hvar það er staðsett.




Heimild: Paul DeLongpre Facebook og teiknaðar myndir. Horsed Drawn Sleights, önnur útgáfa; Susan Green.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Svissneskir póstvagnar #1Svissneskir póstvagnar #1

0 Comments

Svissneskir póstvagnar eru vissulega meðal bestu langferðavagnanna fyrir praktík þeirra og fegurð. (afsakið léleg myndgæði)

Teikningar af betri póstvögum fortíðar! (afsakið léleg myndgæði)

Svissneskt póstvagnaskýli í Coire (1884). Takið eftir! Það eru vagnar á efri hæðinni líka (afsakið léleg myndgæði).


Heimild: Ángel Larrea Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Launsátur við José konung Portúgal 1758Launsátur við José konung Portúgal 1758

0 Comments
José

3. september 1758 stóð José I konungur frammi fyrir dramatískasta augnabliki stjórnartíðar sinnar. Þegar hann var á ferð eftir annarri götunni í útjaðri Lissabon, eftir meintan fund með Teresu de Távora og Lorena, var ráðist á vagninn hans (sege) á hrottalegan hátt af þremur vopnuðum skúrkum, sem skutu á farþegana. Þrátt fyrir alvarleika árásarinnar hlaut konungurinn aðeins áverka á handlegg og kúskurinn, alvarlega slasaður, tókst að aka konungi aftur til Ajuda á öruggan hátt. Það var aldrei sannað að atlagan væri sérstaklega árás á konunginn. Þegar þú heimsækir MNCoches geturðu fundið vagn svipað þeim sem flutti konunginn. Þessi tiltekni vagn virðist vera með „gleraugu“ að framan, þess vegna heitir það… Komdu og sjáðu það! Yfirskrift: Fyrri myndin er endurgerð á allegórískri teikningu sem sýnir meinta árás á D. José I, eftir Francisco Vieira de Matos (1699-1783), í Lissabon-safninu. Önnur myndin sýnir ‘Sege dos Oculos’1, til sýnis í samgöngusafni Portúgal, svipað vagninum sem var með konunginn um borð aðfaranótt 3. september.

Teikning Francisco Vieira de Matos (1699-1783), í Lissabon-safninu af atvikinu!


Svipaður vagn og konungurinn var farþegi í við árásina!

  1. Fylgdu augunum: Ef þýtt er beint yfir á ensku ,,Follow the Eyes”. ↩︎

Royal vefsíða í Portúgal: Unofficial Royalty | The Site for Royal Information and News

Heimild: Museu Nacional dos Coches á Facebook

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Park Drag #1Park Drag #1

0 Comments

Heimild: The Antique Carriage Collectors Club Facebook

Park Drag. Upprunninn í Englandi. Smíðaður af Brewster & Co. í New York. Raðnúmer 19786. Teikning númer 4207. Þessi vagn var upphaflega seldur J.H. Shults of NY árið 1893. Mr. Shults rak eitt stærsta bakaríið í Brooklyn að nafni John H. Shults Bakery Co. Vagninn var keyptur af Robinson-fjölskyldunni í Pennsylvaníu á uppboði og fór í uppgerð. Hann var endurmálaður í upprunalegum litum eins og upprunalega teikningin segir. Innréttingunni frá Brewster var haldið upprunalegri. Póstvagninn er seldur með lömpum, fimm dráttarjafnvægisbitum, dráttarþverbita, dragskóm, regnhlífarkörfu, uppstigs úr innan við hjól, samsettri svipu og fótbrettislampa framan. Hliðarljósin, stöngin og dragskórinn hafa fylgt vagninum frá upphafi. Vagninn var byggður á teikningu númer 4207 (er neðarlega á bls.) og ég hef hengt við mynd af þeirri teikningu sem er á skrá hjá Metropolitan Museum of Art í NYC. Carriage Journal til að fá grein eftir Merri Ferrell um teikningu númer 4207 og fleiri framúrskarandi verk, sem hefur verið fest aðeins nokkrum sinnum síðan það var endurreist. Til sölu og verðs sé þess óskað.






Yfirlestur: malfridur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Öxlablogg!Öxlablogg!

0 Comments

Í árdaga hestdreginna vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið, helst eik. Endir öxulsins, eða nafið, var svipað og stálöxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda nafsins.

Hvað er „diskun“?

Myndin sýnir „diskun“ á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan náið, en fyrir ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.


Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hituð og snöggkældur utan um það. Þá veldur úrtaka í holunum fyrir pílárunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessar gráður eins og diskur; vegna þess að „veggir“ holunnar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir.

Á myndunum hér má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. Á ensku kallast það,,Disch” the wheel.

Ég leyfði mér að færa það yfir á íslensku og kalla þetta „diska“ hjólið. Ég veit að þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

„Diskun“ var umdeild lengi og nýungar eins og „Patent“ komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á pílárana svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að „diska“ hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20. öldinni. Smurt er með dýrafitu.


Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is