Tag: opnanlegur toppur

Rockaway með 1/4 aukaplássi #113Rockaway með 1/4 aukaplássi #113

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway kvart pláss auka. Engin lýsing í sölubæklingnum. Sporöskjulaga gluggar báðum megin aftarlega á yfirbyggingunni. Aftur draganlegur toppur. Toga skal í steng með dúskinn á endanum, til að draga toppinn aftur. S- laga járn sem áður voru hné til að opna toppa eru notuð sem ornament . Lampar, hlíf framan (dash), fagurlega skreytt uppstig. Vagninn byggður á körfu (perk). Fjaðrabúnaðurinn er langsum að framan tvær fjaðrir en þversum að aftan ein fjöður. Sarven nöf. Útskurður er ekki mikill en samt sjáanlegur. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway með útskiptanlegu Kúsksæti. Engin lýsing fylgir vagninum í bæklingnum. Vagninn er með uppstig og aftur dreginn topp. Aftan á yfirbyggingunni er strengur með dúsk á endanum. Toga skal í til að draga toppinn aftur. Lampar eru til staðar og svo er Rockaway skreyttur á hurðum eða boðið upp á skjaldarmerki. Báðum megin aftarlega er gluggi sem er sporöskulaga og gefur vagninum sérstakt útlit. Vagninn er hengdur á þver fjöðrun aftan og tvær fjaðrir langsum að framan. Undir vagninum er slá á milli öxlanna sem kölluð er karfa og málvenja að segja vagninn byggðan á körfu. Sarven nöf eru til staðar. Aðaleinkenni Rockaway er að þakið er látið ná fram yfir kúskinn en í þessu tilfelli nær það aðeins yfir aftar kúsksætið. Gardínur eru til staðar. Fallegar bogalínur eru í gólfi yfirbyggingarinnar sem gefa vagninum fallegri blæ. Undirhlaup er fyrir framhjólin til að geta beygt krappar.Lítið Hammerklæði prýðir líka Kúsksætið. Engar bremsur.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Léttur Coupé #108Léttur Coupé #108

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Léttur Coupe. Engin lýsing er við vagninn í auglýsingunni. En samt sjáum við að vagninn er mikið skreyttur og útskorinn og töluvert lagt í hann. Afturdraganlegur toppur sjá streng aftast á yfirbyggunni. Yfirbyggingin er bogadregin að neðan uppstig, ljósker, hlíf (dash) framan, byggður á körfu Perk sem er beygða járnstöngin milli öxlanna. Svo er S laga skraut (ornament) á aftari hluta efri hliða. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er búinn nýjunginni sem var um þriggja ára þarna eða Sarven nöfum. Listaverk er eins orðið sem manni kemur í hug. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu ofan á í hönnun síðar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Fjölskyldu langferðavagninn #105Fjölskyldu langferðavagninn #105

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning!

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

C fjaðra vagninn #103C fjaðra vagninn #103

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Langferðavagn C fjarða án textalýsingar. Við sjáum annars tvö handföng annað fyrir dyrnar inn i vagninn og hinar fyrir geymslu (skott) undir sæti vagnsins. Líklega er toppurinn opnaður með strengnum aftast og efst á yfirbyggingunni. C fjaðrirnar eru náttúrlega bara listform í þessum vagni, viðhafnarklæði eða Hammer klæði eru á Kúsksætinu. Alveg aftast sést móta fyrir tengdar mömmusæti (rattlingseat); en þetta er pallur til að standa á fyrir fylgdarmenn og eða þjóna. Fyrir ofan glugganna eru leðursvuntur sem geta verið rúllað niður og til að veita meira skjól. Þessi vagn er hrein dásemd og listaverk. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Sarven nöf prýða vagninn líka og var nýjung á þessum tíma.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Coupe Rockaway #102Coupe Rockaway #102

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Coupe Rockaway er ekki með texta í sölubæklingnum. Opnanlegur toppur dreginn aftur. Strengur aftast og efst á yfirbyggunni. Uppstig, lampar, skrautlykkja aftan yfir fjöðrinni sem er stífa í leiðinni, hlíf framan (dash). Vagninn er byggður á körfu (perk). Járnslá sem tengir fram og aftur öxull. Svo er sporöskjulaga gluggi aftast á yfirbyggingunni og annar skreyttur efst í hurðinni. Skraut (onamet) aftan og ofan við sporöskulaga gluggann, líklega bara til skrauts. Bremsur ekki sjáanlegar. Veglegur vagn og mikið Listaverk. Vagninn er á þver fjöðrum framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er á Sarven nöfum sem var nýjung 1860.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson