Tag: heimild

Cutter uppgerður í Albaníu #7Cutter uppgerður í Albaníu #7

0 Comments

Cutter-hestasleðinn gerist nú varla fallegri en þessi. Sá sem framkvæmdi þessa uppgerð vissi nákvæmlega hvað hann var að gera.

Tandurhreinn frágangur og fágun. Fagmennska í alla staði.

Skrautið eða ornamentið er ákkurat það sem það þarf að vera! Ekki meira né minna!

Eins er baksvipurinn heilsteyptur og hreinn! Fagmennska í fyrirrúmi. Einstakur frágangur á lakkvinnunni.


Heimild: Daniel Raber Facebook

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Cutter uppgerður eftir minni #6Cutter uppgerður eftir minni #6

0 Comments

Paul DeLongpre

Ég bjargaði hlutunum úr harðviðar-hestasleðanum mínum er geymslustaðurinn hans var seldur. Meðfylgjandi er mynd af bílakerru með hlutum sem ég bjargaði. Meiðunum virðist fylgja nóg af járnhlutum og fyrri viðum til að komast að því hvernig hann leit út. Þegar kemur að yfirbyggingunni hef ég mun minna tiltækt til að nota fyrirmynd. Ég held að ég sé með aðalharðviðinn réttan úr járnverkingu og harðviðarleifar sem eftir voru en ég get ekki fundið út hvernig fuglafígúran, sem er líka með lítið ryðgaðan járnbút sem hangir við, samlagast aðalgrindinni.

Ég er líka ekki viss um hvernig gólfið er skipulagt og smíðað. Allar myndir sem ég finn eru ekki nógu góðar til að gefa mér hugmyndir ásamt því að ég er ekki viss um gerðina/heiti sleðans þar sem ég hef ekki séð hann í 40 ár. Ég gaf samt út myndina af því sem mér finnst komast næst upprunanum. Allar hugmyndir, eða betri myndir af smáatriðunum eða jafnvel uppflettibók, væri frábær hjálp!

Með fyrir fram þökk. Paul.

Ekki minnst á smíðaár eða tímabil.



Teikning úr bókinni „Horse Drawn Sleighs“, eftir Susan Green. Önnur útgáfa 2003: Teikning af Cutter sem kemst hvað næst á þessum myndunum. Sést fuglahöfuðið (ornimentið), hvernig gengið er frá því, og hvar það er staðsett.




Heimild: Paul DeLongpre Facebook og teiknaðar myndir. Horsed Drawn Sleights, önnur útgáfa; Susan Green.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Handvagn fyrir þvott #4Handvagn fyrir þvott #4

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 1100 Stærð yfirbyggingar 121,92 cm eða 4 fet Breidd 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur Hæð 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessi vagn er handvagn dreginn af manni.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn til SvínaflutningaVagn til Svínaflutninga

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £2300. Takið eftir hversu fjaðrirnar eru ofarlega til að kerrugólfið geti verið sem næst jörðu svo þægilegra sé að lest svínin á fæti. Bremsur eru ekki sjáanlegar.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Kola flutninga vagn verktakansKola flutninga vagn verktakans

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Skjólborðin eru hækkanleg eða lækkanleg um helming með viðbót ofan á grunnskjólborðin svo hægt væri að taka meira af kolum. Ef vel er að gáð er eins og teiknaðir séu bremsudiskar á bak við hjólin?


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Kalk flutningavagn #1 & #2Kalk flutningavagn #1 & #2

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

No 1 burðaþol 25 cwt Verð £ 1515


No 2 burðarþol 30 cwt verð £ 1616
Engar bremsur og engar fjaðrir

Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Búslóða fluttninga vagn!Búslóða fluttninga vagn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

No 1. 1– Stærð yfirbyggingar 353,68 m x 170,7 m Verð £ 5500
No 2. 2- Stærð yfirbyggingar 396,24 m x 182,88 m Verð £ 6400
No 3. 3- Stærð yfirbyggingar 445,08 m x 211,68 m Verð £ 7200
No 4. 4- Stærð yfirbyggingar 487,68 m x 213,12 m Verð £ 8000
Með bremsum og fjöðrum. Skaft fyrir tvo hesta er innifalið í verði. Niðurtekin afturöxull til að geta aftur fellt gólfið niður til frekara rýmis.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Konfekt vagninn!Konfekt vagninn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 3810. Sendiferðavagn sem flutti sælgæti og gotterí, líklega líka konfekt, annaðhvort í búðirnar eða til almennings. Útbúinn með lömpum og letur útfært í listrænum stíl úr gæða enskri gyllingu. Góð uppstig, vönduð hlíf framan við kúskinn, fjaðrir þrjár, ein þversum aftan tengd við enda beggja langsum fjaðranna og falleg skreyting í þaki yfir kúskinum og neðarlega á miðri hlið. Stærð yfirbyggingar: Lengd 152,4 cm x breidd 1097,28 cm x hæð 121,92 cm


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Flatvagn #2Flatvagn #2

0 Comments

Smíðaður af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð og burðarþol. Númer 1 getur borið 10 cwt £1000 ‡ Númer 2 getur borið 15 cwt £1600 ‡ Númer 3 getur borið 20 cwt £2000 ‡ Númer 4 getur borið 30 cwt £2300 ‡ Númer 5 getur borið 40 cwt £2500 ‡ Númer 6 getur borið 50 cwt £2800 ‡ Númer 7 getur borið 60 cwt £3000. Pallur vagnsins er eilítið boginn niður í miðju en það er til að hlassið sitji frekar kyrrt í bröttum brekkum upp eða niður. Innifalið í verði eru lamir á gaflloki og bremsur eins og teikningin sýni

Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mjólkur flutningavagn sterkur #1Mjólkur flutningavagn sterkur #1

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £1900. Lampar / Luktir eru innifaldir í verði og fyrir mjólkurpóstinn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er kallaður „sterkur“ vegna öflugrar fjöðrunar. Á ensku er hann kallaður „Fload“.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Heiti í vagnhjóliHeiti í vagnhjóli

0 Comments

Boxing = Borunin á nafinu og fóðrun á því. Felloes = Hlutarnir í hjólbarðahringnum. Hub = Naf. Flat steel tire = Stálgjörð utan um hjólbarðan. Hub band = Stálgjörð utan um nafið. Spokes = Pílárar.


Heimild: A Wagon Wheels | A Wagon Wheel Information | A Wagon Wheel History

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Friðrik Kjartansson

Mælieiningin CWTMælieiningin CWT

0 Comments

CWT er mælieining, líka þekkt sem hundredweight, notuð í sérstökum samfélögum viðskipta. Í Norður-Ameríku mun hundredweight jafngilda 100 pundum og mælieiningin er líka þekkt sem stutt hundredweight. Í Stóra-Bretlandi er hundredweight 112 pund og líka þekkt sem hundredweight.undredweight.


Heimild útskýringar: Google leitarstrengur: What is cwt?

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Brougham á safni lýst #2Brougham á safni lýst #2

0 Comments

 

Hefðbundinn einfaldur Brougham að mestu leyti, með hyrnu (skáhorni) [franska aðferðin].

Ferhyrnt svartlituð ljósker með ávölum hornum. Brougham-ljósker. Ljóskerin eru úr Brassi (kopar); á þeim eru (loftræsting) skorsteinar en eru skrúfaðir fastir á vagninn (á framhornin, súlurnar) hefðbundnar sérstakar vagnaskrúfur.

Kertahaldarahlífarnar eru týndar (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) og það eru göt á botninum, líklega til að tengja inn rafmagnsvíra. Þessi Brougham (vísað er til vagnsins á The Hálfmána-fjöður. Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) er byggður á ,,hálfmána” fjöðrun framan og aftan. Þessi Brougham er með opið farangursrými.

Bremsurnar eru viðarblokkir sem passa vel við hjólbogann og bremsuhaldfangið er kopar (brass) slegið. Litaskemað er þannig að þakið, efri panel bodysins, lægri panel og hjólin og undirvagninn eru í bláu með rauðum röndum (lining).

Stíllinn á málningarverkinu sýnir að þessi vagn (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“) var síðast málaður af málara sem þekkti meira til verslunarfarartækja en farþegavagna. Hins vegar eru rauðu rendurnar á venjubundnum stöðum á listum og skrautlistum. Blátt ullarklæði er nýlegt á einu sætinu. Kúsk (ökumanns) sætið er dökkblátt með leðurklæði aftan á bakinu, brúnirnar eru dökkbláum breiðum blúndum beggja megin.

Á fótstiginu er ný gúmmímotta. Inni í vagninum (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“)

er hann bólstraður með djúphnöppuðu svörtu morocco-leðri.

Samsvarandi ljóst þykkbólstrað í efri hluta hússins í vagninum. Það eru svartir morocco-vasars á báðum hurðunum, festir aðeins að ofan. Á framvegg farþegarýmisins er bólstrað með dökkbláu ofnu ullartweed.

Það er fótahvíla á bak við bogið borð með hillu fyrir ofan í leggjahæð barns, hvílandi á litlu hjarahengdu sæti sem er fest á fremri hlið sætisborðsins.

Hæla- og fótahvílan upp að hillunni er klædd með teppi. Það lítur út fyrir að teppið hafi slitnað á hurðasillunni, sem er núna klætt með leðri. Á gólfinu er ný riffluð gúmmímotta (en hefur upphaflega verið klædd með orginal teppi). Breiðu blúndurnar eru af þremur mismunandi hönnunum. Tvöfaldar lykkjur til handfestu þegar stigið er inn og út og breiður blúndurammi á hurðunum með grísku lyklamynstri og þríhyrningamynstri á brúnum.

Gluggastrengirnir eru með svipuðu munstri en með bylgjumunstri á brúnunum. Ytri gluggastrengurinn á framglugganum er með tvöföldu sik-sak lagi. Innri gluggastrengurinn er horfinn. Smágerðari blúndur passa við breiðu línurnar og dökkbláu ,, taffeta” fjaðradýnurnar sem eru sniðnar fyrir hvern einasta glugga. Það er öskubakki og upphengja fyrir regnhlíf á framveggnum í farþegarýminu.

Áritanir á vagninum: Á öxulhettunum er áletrunin: BAKER & Co CHANDOS ST


Heimildir ásamt myndum fengnar hjá: www.thecarriagefoundation.org.uk

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Handvagn léttur #1Handvagn léttur #1

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £450.- Léttur þvottahandvagn þýðir það að fjaðrirnar voru linari/mýkri en á sterkari vagninum sem er næst í stærðarröðinni. Bremsur voru ekki sjáanlegar.
Heimild: Thomas Stell, sölubæklingur frá 1909.

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is