Tag: engar bremsur
Wiklina na Wasągu frá Póllandi#1Wiklina na Wasągu frá Póllandi#1
Aðeins smíðaður í einu héraði í Póllandi, hvergi annars staðar á jörðu!
Ljósmyndir: Maciej Musiał frá Dobroń héraði í Póllandi. Maciej er líka heimildarmaður minn fyrir miklu af heimildunum sem fram koma um þennan vagn!
Wiklina na Wasągu. Ekki bein þýðing yfir á ensku eða íslensku. Við höldum okkur við frumnafnið enda heppilegast. Maciej Musial og faðir hans smíðuðu þennan vagn saman en þeir reka hestvagnaleigu til skemmtiaksturs, brúðkaupaaksturs og allt þar á milli. Hérna sjáum við ótrúlega hreinan ásetning í að bjarga sér við lítil efni. Efnið er ekki meira en nauðsynlega þarf til að úr verði traustur vagn með nógan burð til daglegs brúks. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Sætin ofan úr stráum á járngrind, armhvílur úr járni, uppstig úr járni og bogakjálki til að styrkja burð vagnsins á afturhjólum. Yfirbyggingin úr harðviðargrind að innanverðu með tágum. Hefðbundnar járngjarðir á hjólunum ásamt nafböndum. Bátalag á yfirbyggingunni er líka sérstakt vegna þess að það er aðeins táknrænt fyrir þetta svæði/hérað í Póllandi, Dobroń. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Smurfeiti fatan hangir á sínum stað aftur undir vagninum. Í árdaga hefur hún innihaldið jurta- eða dýrafitu til smurningar hjólanna og nýtist kannski enn? Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
550.000 ísl. kr. þarf að borga fyrir þennan grip. En svo vill til að ég veit að hann er seldur.
Harðviðargrind vagnsins sést vel á þessari mynd, með ívafi járnstyrkingar á afturhlið. Þessi lausn í formi harðviðarbogans sem nær út fyrir hjólin og niður í nafið er þekkt í Austur-Evrópu og er snilldarbragð til að auka burð vagna. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Bátalagið á yfirbyggingunni er sérstakt fyrir þetta svæði/hérað en hefur engan annan tilgang en að vera nokkurs konar einkenni svæðisins. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Líklega er einn aðalburðarbiti fram eftir miðju vagnsins sem tengist á báða öxlana sem og tveir bitar hvor sínu megin við miðjubitann en þeir eru stuttir og ná ekki á milli öxla. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Járngrind ber uppi sætin sem ofin er með stráum. Sést vel í enda járngrindarinnar þar sem endarnir hvíla bognir yfir efsta burðarbita. Uppstigin sækja líka styrk sinn í þrjá punkta til að auka styrk þrepanna. Tveir burðarpunktar þrepanna sækja burð upp í efsta bita. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Líklega er þessi vagn mest notaður til fólksflutninga en gæti líka verið notaður til lítilla aðdrátta fyrir heimilið í formi vöru. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is
Fjórar manneskjur fá pláss í einu. Hér er Maciej Musial og faðir hans fremst í vagninum en kona Maciej Musial í aftara sætinu og móðir Maciej Musial. Skráð: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: malfridur.is