Ótrúlega vel varðveitt eintak miðað við aldur!
Þessi frábærlega varðveitti 4.000 ára gamli vagn, aðeins úr eik, fannst neðanjarðar í þorpinu Lchashen nálægt Sevan-vatni í Armeníu. Eikarvagninn er meðal elstu vagna í heiminum.
Þessi ótrúlega vel varðveitti 4.000 ára gamli vagn úr eik er grafinn upp í þorpinu Lchashen nálægt Sevan-vatni í Armeníu. Þetta er elsti vagn í heimi sem vitað er um. Er vagninn til sýnis í sögusafni Armeníu í Yerevan. Þessi vagn var smíðaður af Lchashen-Metsamor Culture (aka Etiuni). Það er almennt talið að þeir hafi verið indóevrópskir og töluðu mjög líklega frumarmensku. „Timeline of the Development of the Horse “ skrifar Beverley Davis. Framhald undir næstu mynd.
Frumstæðir vagnar frá þessum tíma (2000 f.Kr.) hafa fundist í ágætu ásigkomulagi í Armeníu. Þetta eru elstu þekktu vagnar í heimi.“ Vagnarnir í Lchashen voru einnig í bók Stuart Piggott „Fyrsti flutningur á hjólum: frá Atlantshafsströndinni að Kaspíahafinu“. Elsta víngerðin, elstu leðurskórnir, elsta strápilsið, elsti mannsheilinn og elsti vagninn-þeir fundust allir í Armeníu.
Ef litið er á biblíukortin er Armenía þar sem Edensgarðurinn var og Eden þar sem Adam og Eva voru sköpuð og þar af leiðandi er það fæðingarstaður mannkynsins. Í raun er Armenía þar sem mannkynið fæddist og endurfæðist svo…
Heimildir: Historic Photographs á Facebook og Phoenix Tour Armenia Facebook
Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is