Hestvagnasetrið.org uncategorized Óþekkt gerð í Ungverjalandi #1

Óþekkt gerð í Ungverjalandi #1

0 Comments 12:12

Gæti verið hægt að kalla þennan vagn Bændavagn eða Wagon, veit ekki, bara tillaga?


Meiri háttar frágangur og hönnun. Smíðaár vantar og flestar upplýsingar nema að armarnir sem ganga frá efri brún yfirbyggingarinnar niður í hjól eru algengir í Austur-Evrópu og Asíu.

Meiri háttar frágangur og hönnun. Smíðaár vantar og flestar upplýsingar nema að armarnir sem ganga frá efri brún yfirbyggingarinnar niður í hjól eru til styrktar á öxlunum. Svo sjáum við að bremsubitar undir pallinum ganga yfir afturhjólin. Myndatökumaðurinn Kristján Björn Ólafsson var staddur í Búdapest og tók þessa mynd. Ég kann honum stórar þakkir fyrir að lána mér á Hestvagnasetrinu þessa mynd vegna þess að það vantar mikið af upplýsingum frá Austurlöndum um hestvagna. Takk innilega, kæri Kristján.

Vel þegnar myndir íslenskra og annarra landa ferðamanna um allan heim af hestvögnum og öllu því tengdu. Væri líka gott að fá allar þær upplýsingar með sem fyrir hendi eru í hvert skipti. Rafpóstur: [email protected]
...
Skráð: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is