Vagn vínflutninga #1

0 Comments 09:45

Vagninn er kallaður Pipeno-vagninn og er til vínflutninga en uppruni á nafni vínsins er í Dutchman’s-pipe (Aristolochia durior) sem vex í Chile og Mið-Ameríku. Vagninn er hins vegar staðsettur í Valencia á Spáni og til sölu! Ekki er minnst á smíðaár vagnsins en líklegt er að hann sé smíðaður um 1900 til 1910 samkvæmt mínum rannsóknum.

Hugvitsamlega er gengið frá lyftibúnaðinum! Vagninn er vel við haldinn.

Hjólin eru frekar mikið ,,diskuð” end bera þau þungar byrðar í guðveigum.

Sæti hér fremst og líklega er U-laga flatjárnið til að hvíla/spyrna fótunum í.


Heimild: Raúl Bernabeu Rodriguez á Facebook og Britannica

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Skrifaðu

Your email address will not be published. Required fields are marked *