Category: Derbyshire

Fótgetavagninn sem fannst í hlöðuFótgetavagninn sem fannst í hlöðu

0 Comments

Einstakur vagnfundur í Lincon!

Sérstæður hlöðufundur í Lincolnshire.

Mario Broekhuis höfundur greinarinnar. Birtist á Facebook í október 2022

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Hvernig er hægt að hafa virðulegri viðurgjörning en þennan?

Í desember 2021 skrifaði ég grein um fógetavagninn í The Road, fréttabréf The Road Club. Í kjölfarið gerði ég frekari rannsókn á því efni, eins og því sem komið hefur fyrir suma vagnanna, sérstaklega þá sem eru á myndum í safninu mínu. Það varð til endurfundar á vagninum í Lincolnshire. Í september 1948 greindi Lincolnshire Echo frá því, nánar tiltekið hvernig vagn fógetans í Lincolnshire fór í síðasta sinn um borgina eftir að hafa verið tekinn í notkun, en síðan var hann færður á Lincoln Museum. Par af gráum vinnuhestum lötraði frá háskóladeildinni með vagninn, og tók vagninn án hamarsklæðis á rigningardegi.

Síðasta ferðalag Fótgetavagnsins 1948!

Frá Stamp End Highways til Burton-safns, þar sem hann yrði geymdur þar til mögulegt væri að setja hann á sýningu. Sýningin komst aldrei á og stjórn og safnkostur safnsins/safnanna í Lincolnshire breyttist margsinnis. Erfitt var að fá svar við aðalspurningunni: „Er þessi vagn enn til?“ Sara Basquill, deildarstjóri innheimtu- og þróunarmála hjá sýsluráðinu Lincolnshire – sýslu, tók áskoruninni. Hún var ánægð með þær gömlu ljósmyndir sem hún hafði fengið í hendur. Hún vissi af vagni sem ekki var rétt skráður, sem var falinn í geymslu undir rykugum yfirbreiðslum.

Eftir nokkra stund reyndist það vera rétti hlöðufundurinn. Sara svipti yfirbreiðslunni af: „Mér fannst sumt af hnignun vagnsins hafa eldri uppruna en hann lítur ágætlega út á myndunum. Mig grunar að vagninn hafi einhvern tíma verið geymdur við slæmar aðstæður, jafnvel utan dyra. Ég er hrifinn af hlutum í upprunalegu ástandi og finnst ekki gott að þurfa að fara í fulla endurgerð. Ég er ekki viss um hvaða safn Vagninn átti að fara á árið 1948 þar sem Lífslistasafnið í Lincolnshire var ekki opnað fyrr en 1969. Mögulega hefur verið boðið upp á Borgar- og héraðslistasafnið (nú The County Collection)?

Leifarnar af skjaldarmerkinu!

Ég held að skjaldarmerkið á ljósmyndinni sé sama og skjaldarmerkið sem varðveittist á vagninum. Ég myndi gjarnan vilja finna út hver átti þetta skjaldarmerki. Það næsta sem ég hef komist að er að hugsanlega var það Marsden of Panton. Hafandi þá athygli sem forstöðumaðurinn hefur á málinu núna gæti runnið upp sá tími að þessi háttsetti vagn snúi aftur í sviðsljósið eins glæsilegur og áhugaverður og hann var fyrr á tímum. Aðeins þegar búið er að greina uppruna vagnsins ótvírætt er hægt að elska hann aftur.

Yfirlestur: malfridur.is

Cumberland Cart bænda vagninn #1Cumberland Cart bænda vagninn #1

0 Comments

Skemmtilegt er að sjá skyldleika milli þessa grips og vagns eftir Thomas Stell sem þið getið séð fyrir neðan aðra mynd með því að smella á!


Vagninn var smíðaður á nítjándu öldinni á Hutton Le Forest Estate nálægt Penrith í Cumverland af vagnasmið (Wheelwrights) af því svæði. Sá vagnasmiður notaði tré frá því svæði. Vagninn var keyptur af bóndabýli í nágrenninu á níunda áratugnum. Vagninn er 99% upprunalegur, upphafleg heygrind og upphækkunarborð. Gólf vagnsins er upprunalegt líka og í frábæru ástandi. Kannski þarfnast vagninn pínulítillar vinnu til að vera tilbúinn í bústörfin, skemmtiakstur eða sýningu. Staðsetning í Suður Derbyshire.


Grindin ofan á vagninum á þessari mynd er til að flytja laust hey og hefur komið sér vel. Smellið hér þá sjáið þið skyldan vagn smíðaðan af Thomas Stell En þessi greining milli vagnasmiða á sama svæði og/eða milli landsvæða og jafnvel landa ásamt heimsálfum finnst mér skemmtileg!


Ef einhver hefur áhuga er verðið 750 pund.




Vagninn er smíðaður til að bera þungar byrðar


Hækkun á skjólborðunum var líka aukabúnaður eins og heygrindin sem velja mátti um hvort fylgja ætti í kaupunum. Svona er hefð fyrir að geyma vagnana uppi á aftari endanum, hvort sem hann er úti eða inni.


Heimild: Carriage and driving Equipment For Sale or Trade Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is