Category: Ísland

Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?

0 Comments

Alþýðuvagn smíðaður í Noregi milli 1850–1925. Líkist vagninum hans Emils í Kattholti.

Ekki er til heimild fyrir árgerð þessa eintaks sem alþýðuvagn eða heimilisvagn er smíðaður. Aldurinn er einhver staðar á bilinu 99 til 174 ára. Voru vagnarnir smíðaðir í Noregi á því tímabili. Hér er það sem til er um hann: Kjökkenvogn eða eldhús vagn frá Grimstad. Heimildin sem fyrri eigandi fræddi mig um. Til Íslands kom hann með Herjólfi sem kom frá Noregi úr slipp 1996.


Heillegur og tilbúinn í dekrið sem mér vonandi veitist að fá að fást við. Ekki hefur þótt ástæða til að „eyða“ í bremsur eða önnur þægindi fyrir alþýðuna. Holt fyrir okkur að sjá fyrir sér ferðalög á þennan máta. Takið eftir hvernig hjólbarðinn er samsettur. Festur saman! Járnvinnan á bekkjaburðarvirkinu er í senn einföld, snjöll og langt umfram amerísku útfærsluna sem er seinleg og flókin í smíði en samt falleg að mínu mati.

Sjást vel á aftara sætinu, armhvílunni og nabbinn sem heldur yfirbreiðslunni fyrir farþega en oftar en ekki var yfirbreiðslan kindagæra.


Blessuð jólin koma einu sinni á ári. Skreytum þennan aldursforseta. Vagninum og skapara hans til heiðurs


Járnverkið eða járngrindin er bara með ágætum í Eldhúsvagninum. Það verður gaman að sandblása og breyta til hins betra.


Myndir af svipuðum eða eins vagni í Noregi


Sést vel hvernig undirhlaupið kemur upp úr gólfinu. Svo eru dráttarkjálkarnir tengdir beint inn á fimmta hjólið í stað þess að á mínum vagni er tengt í fjaðrirnar að framan.


Til sölu: Ásett verð Ísl kr. 242.000 — (2023)



Í Noregi er svipað loftslag og á Íslandi og því er gamla góða gæran velkomin þegar kalt er. Sérstakir nabbar eða pinnar eru á armhvílunum á sætunum til að krækja gærunni á svo hún haldist á sínum stað.


Vagn með svipaðri hönnun og yfirbragði er næstum alveg eins. Þar eru meira að segja bólstraðir bekkir, bara sófi. Undantekningin er undirhlaupið fyrir framhjólin í beygju, framhjólin því stærri. Vagnasmiður í Noregi sem heitir/hét Omnia er skrifaður af þessum og fleirum. Er skapari norska vagnsins fundinn?


Fortíðin er heillandi að mér finnst. Fátæktin var líka mikil. Ég gæti hugsað mér heim án fátæktar en að öðru leyti eins og á sautjándu, átjándu og nítjándu öldinni. Án fátæktar en með als nægtum án spillingar jarðarinnar okkar.

Tréverfæri til vagnasmíða #1Tréverfæri til vagnasmíða #1

0 Comments

Myndasafn


Tveir verðugir fulltrúar vagnasmíðinnar. Hefillinn til hægri heitir ,,Gyðingaharpa” og hafa verið notaðir í vagnasmíði í það minnsta í byrjun 20 aldarinnar og líklega mikið lengra aftur. Ekki til upplýsingar nema til byrjunar síðustu aldar. ,,Gyðingaharpan” er vel nýtt ekki bara af vagnasmiðum heldur líka af skordýrum sem hefur þótt gott að borða harðvið! (löngu afstaðið) Er til sýnis hjá Hestvagnasetrinu Stokkseyri. Fyrirkomulag skoðunar: hringja í síma: 849-1195 og panta skoðun!

Til samanburðar upprunaleg Gyðingarharpa

Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!

0 Comments

Upplifanir og frásagnir um vagnasmíði á Íslandi!


Nýlega var ég að skoða myndir á netinu sem sýna hvernig smíðuð eru vagnhjól úr tré, svokölluð pílárahjól. Aðferðirnar virðast vera býsna þróaðar og beita smiðirnir mikilli færni við verkið. Einnig eru verkfæri þeirra mörg hver sérhæfð og talsvert flókin að gerð en byggja á gamalli tækni. Samt sjást þeir nota nútíma rennibekki og hulsubora sem ekki þekktust áður fyrr. Járngjarðirnar er nú hægt að rafsjóða saman, en fyrr meir var ekki um annað að ræða en eldsjóða þær. “Vagnamenning” í okkar landi var ekki mikil, byrjaði seint og stóð stutt,

varla nema áttatíu ár. Tæplega notaðir nema tveggja hjóla hestvagnar. Samt munu menn hafa náð tökum á að smíða svona hjól. Um það veit ég samt grátlega lítið. Samt þekkti ég mann sem á ungum aldri var sendur úr sinni heimasveit, Hvolhreppi, austur undir Eyjafjöll með léleg vagnhjól sem skyldi endursmíða. Þessi maður var Jón Ingi Jónsson ( 1911-1996 ) sem lengi var bóndi í minni heimasveit, Fljótshlíð, mikill úrvalsmaður og lagtækur vel. Hefur hann eflaust orðið að liði við smíðarnar. Smiðurinn var aftur á móti Sigurjón Magnússon í Hvammi ( 1889-1969 ). Hann var einn þessara manna sem virtist geta smíðað hvað sem var. Hann var jafnvígur á tré- og málmsmíði og jafnt grófa smíði sem fína og ég þykist vita að honumhafi ekki orðið skotaskuld úr að koma saman vagnhjólum. Þó hygg ég hann ekki hafa átt nein sérhæfð verkfæri til þeirra hluta en það hefur hann bætt upp með hyggjuvitinu. Kristinn Jónsson, alltaf nefndur vagnasmiður, sem var langafkastamestur við vagnasmíði, taldi að vagnhjól hafi ekki borist hingað til lands fyrr en 1874. Þó eru óljósar sagnir um að stöku vagnar hafi verið til fyrr en notkun þeirra hefur þá verið það lítil að hún skipti engum sköpum. Þessi hjól voru gjöf Kristjáns konungs til bænda í Grímsnesinu, Lofts Gíslasonar. Vitað er að þau voru lengi í notkun. Torfi Bjarnason í Ólafsdal hóf að smíða vagnhjól 1882 og kenndi nemendum í skóla sínum að smíða og nota vagna. Þar mun einungis hafa verið um að ræða tveggja hjóla kerrur. Fólksflutningavagnar á fjórum hjólum komu ekki til sögunnar fyrr en 1900, en þá hófust póstferðir frá Reykjavík að Ægissíðu. Áðurnefndur Kristinn Jónsson hóf að smíða og gera við vagna 1904. Hann starfaði eingöngu við það til 1917, en þá smíðaði hann yfir fyrsta bílinn og stundaði það lengi síðan. Rak hann talsvert umsvifamikið verkstæði sem varð með tímanum vel búið tækjum.

Þegar kom fram um miðja tuttugustu öldina munu hestvagnar í notkun hafa verið fleiri en bændabýlin í landinu. Þá áttu allir bændur orðið vagn, sumir tvo, og stöku bændur fleiri. Mjög fjaraði undan hestvagnanotkun miðja öldina og þar sem ég þekkti til var notkun þeirra hverfandi eftir 1960. Á þessum tíma urðu dráttarvélar allsráðandi í búskap og bílar voru talsvert fyrr teknir við hlutverki vagnanna í þéttbýli svo þeir fáu vagnar sem enn eru til séu orðnir safngripir.

Með kærum þökkum til Daða fyrir frábæra frásögn og framlag til þessa verkefnis

Yfirlestur: malfridur.is

Myndskreyting Friðrik Kjartansson

P.S. Ef þú hefur frásögn sama hversu lítil sem hún er er þér velkomið að hafa samband. Rafpóstur: [email protected]

Konungsvagninn sem Friðrik VIII vildi ekki nota, 1907?Konungsvagninn sem Friðrik VIII vildi ekki nota, 1907?

0 Comments

Friðrik vildi ríða fremstur í fylgdarliðinu!


Hugsanlegur konungsvagninn er af gerðinni Phæton og voru þeir smíðaðir í mörgum útfærslum. Þessi útfærsla er að öllum líkindum ensk að uppruna (byggð á járnverkinu á fimmta hjólinu og hönnun yfirbyggingar). En vefsíðueigandi veit að eigandi vagnsins veit að mikil verðmæti eru í þessum grip. Myndin er fengin að láni frá Þorkeli Hjaltasyni, eiganda vagnsins þegar þetta er skrifað.


Sagan sem fylgir vagninum: Friðrik settist aldrei upp í þennan vagn enda góður reiðmaður og vildi ekkert með vagninn hafa að gera. Konungur reið gjarnan fremstur í flokki, því að hann vildi heilsa fólki fyrstur og taka því tali ef honum sýndist svo. Vagninn eftirlét hann Carl Locher, sem var málari í fylgdarliði hans og var orðinn nokkuð aldraður og þungfær.

Eitt sinn var vagninn dreginn tómur og var þá konungi sagt að Carl væri sjálfur ríðandi. Reið konungur þá Carl uppi til að spyrja hann hvernig hann hefði komist á bak! Ástæðuna má sjá ef smellt er á hlekkinn að nafni málarans hér ofar í textanum!


Vagninn er á gúmmíhjólum, það er að segja sérstök gúmmípulsa sem er með einum eða tveimur vírum inn í til að strekkja gúmmíið utan um hjólið og ofan í u-skúffuna sem er úr járni og virkar eins og felgur nútímans. Reyndar er þessi lausn fyrstu felgurnar, eftir því sem vefsíðueigandi best veit. Gúmmíhjólin komu til skjalanna eftir 1855 eða þar um bil. Charles Goodyear fann upp aðferð til að efnabreyta gúmmíinu til að nota það í dekk undir ökutæki af slysni. Goodyear fór í skuldafangelsi og dó öreigi meðan aðrir stórgræddu á uppfinningu hans.


Bogann er búið að spengja í þessum Phaeton. Þessi eða svipaður bogi finnst líka í „Viktoriu“-vagninum og fleiri gerðum vagna.


Fremra sætið vísar farþegum aftur (snúa aftur). Var svoleiðis í Vis a Vis og/eða Social-vögnum. En hafa ber í huga að Phæton kom í mjög mörgum útgáfum og stundum er svolítið erfitt að skilgreina hverrar gerðar þeir eru.


Kúskurinn eða ökumaðurinn sat að öllum líkindum til vinstri héðan megin séð með taumana en það gæti líka verið að kúskurinn sæti bara á hestinum og æki vagninum þannig; það var vel þekkt, þó aðallega hjá aðlinum og kóngafólki. Setan eða sessan undir kúskinn var oftast hærri að aftan og myndaði þannig halla fram, líklega til að gefa betri líkamsstöðu til akstursins.


Járnverkið í armhvílunni á sætinu bendir til að sætið sé upprunalegt eða smíðað með vagninum. Litlu napparnir beggja megin á handriðunum gætu verið vísbending um það, en þeir eru til að krækja hlífðarteppi eða dýrahúð yfir farþega.


Uppstig eru mjög mikilvæg, gerðu mögulegt að byggja vagnana hærra og hærra frá jörðu og komu sér vel þegar stóru og háu póstvagnarnir komu til sögunnar en það var snemma eða á 16. öldinni.

Sagt er frá í sumum lýsingum á vögnum að þeir væru hengdir1lágt til að eldra fólk og konur ættu auðveldara með umgang. Uppstig á vögnum með yfirbyggingu sem var með hurðum var oft þannig að hlíf var látin koma yfir þrepið/uppstigið. Þegar hurðinni/unum var lokað var hlíf yfir uppstiginu fest undir hurðina/hurðirnar sem hjálpaði til við að halda frá því miklum óhreinindum.


Lögunin á sætinu og brettinu er nokkuð einkennandi fyrir Phæton. Oft var fellanleg húdd/hlíf2 úr leðri eða öðrum efnum yfir sætinu og kallaðist (Hood) á ensku. Einnig var Victorían með svipuðu lagi á afturhlutanum. Nafngiftin Viktoría er í höfði Viktoríu drottningar Stóra Bretlands.


Við erum að horfa á fimmta hjólið, ( the fifth wheel ) með miðjubolta eða ( King pin ) á ensku. Þetta er, eins og þið sjáið, töluvert járnvirki. Það voru dæmi um að vagnarnir væru liðstýrðir, svona eins og búkollur nútímans eða Pileloader, sem sagt tengipinni/bolti í miðju farartækis eða framarlega og þá þyrfti ekki fimmta hjólið. En sú lausn náði ekki vinsældum. Sjá næstu mynd.


Tveir miðjuboltar rétt fyrir framan miðju jafni Phæton, samhverfur Phæton eða miðju Phæton



Fimmta hjóls járnverkið séð framan á.

Samantekt af Friðrik Kjartansson Með innilegum þökkum til Þorkells Hjaltasonar fyrir lánið á myndunum.

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Talað um að vagnar væru hengdir á undirvagninn ↩︎
  2. Svipað og á barnavagni nema mikið stærri ↩︎

Myndasafn Islenskra hest og handvagna ásamt fleiru!Myndasafn Islenskra hest og handvagna ásamt fleiru!

0 Comments

Íslensk vagnasaga í myndum!


Gunnlaugur Benedikt Ólafsson fær þakkir fyrir að lána Setrinu þessa frábæru mynd af móður sinni, Nönnu um tvítugt með hestinn sinn og vagninn við Stafafell. Ártal ekki vitað. Ef einhver veit meira um þessa frábæru mynd á er rafpósturinn minn: [email protected]. Friðrik Kjartansson skráði.

Óþekktur maður með hestinn spenntan við íslensk smíðaðan vagn við Markarfljót. Ekki vitað hvenær myndin er tekinn. Væri gaman ef einhver hefði upplýsingr um nafn mannsins og hvernær myndatakan fór fram. Rafpóstur: [email protected]

Börn í Flekkudal. Heimild: Þorkell lánaði mér þessa mynd og nefndi þetta bæjarnafn. Hef ekki meiri upplýsinga að svo stöddu en væri gaman ef einhver þarna úti þekkti börnin og segði okkur frá! Börnin standa aftan við hestvagn sem hefur ábyggilega verið mikið nytjafarartæki síns tíma.
Skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur. Þessa mynd tók franskur ferðamaður á þýska skemmtiferðaskipinu Grosser Kürfurst frá Bremen sumarið 1910 í Hafnarstræti. Takið eftir skiltinu sem á stendur “Tourist Burea”. Þar sem skiltið stendur reis seinna stórt verslunarhús Helga Magnússonar, þar sem Rammagerðin er nú til húsa. Myndin fengin að láni á 101Reykjavik.is Facebook

Fjórði áratugur 20 aldar. Bakarabrekkan í Reykjavík og nálægt miðri mynd götusóparar með hest og hestvagn smíðaður á Íslandi. Fengið að láni af gamlar myndir á Facebook

Ferðamenn á Reykjavíkursvæðinu fyrir um einn öld sirka. Myndin fengin að láni á ,,Gamlar myndir” Facebook.

Ólafur Björnsson í Núptalstungu V-Húnavatnssýslu situr á slátturvélinni. með kærum þökkum fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Ólafur Björnsson í Núptalstungu V-Húnavatnssýslu situr á slátturvélinni. með kærum þökkum fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Hestaslátturvél í slægjunni. kærar þakkir fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Íslensk smíðuð hestakerra, mjög sennilega, með fjárgrindum. Kærar þakkir fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Handvagn í notkun, líklega í Reykjavík eftir miðja tuttugustu öldina. Þeir sem þekkja til mannsins og eða handvagnsins er velkomið að skrifa neðst í blogg reitinn alla þær upplýsingar sem að haldi gætu komið.

Sætt par við Glaumbæ í Skagafirði. Ekki ólíklegt að Kristinn Jónsson hafi smíðað kerruna og kannski sleðan. En bara ágiskun, væri gaman að vita? Myndin fengin að lán hjá Jóni Inga Jónssini í Reykjavík.

Sama sæta parið frá öðru sjónarhorni

Handvagn á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Líklega frekar stór handvagn; myndin sýnir vel ,,Diskunina”
á vagnhjólinu en þannig fékkst styrkurinn í hjólið. Fékk myndina lánaða hjá Ottó Val Ólafsini

Unnið við snjóhreinsun með nokkurs konar snjótönn sem hestur dregur. Neðst í Bankastræti. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947 og rómantík. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook


Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Myndin tekinn á Siglufirði 1947. Fólkið óþekkt. Fengin að láni á ,,Gamalar myndir” Facebook.

Óþekktur ferðamaður á leið um Hverfisgötu (lituð mynd) Fengin að láni í ,,Gamalar Ljósmyndir” Facebook.


Heiti í vagnhjóliHeiti í vagnhjóli

0 Comments

Boxing = Borunin á nafinu og fóðrun á því. Felloes = Hlutarnir í hjólbarðahringnum. Hub = Naf. Flat steel tire = Stálgjörð utan um hjólbarðan. Hub band = Stálgjörð utan um nafið. Spokes = Pílárar.


Heimild: A Wagon Wheels | A Wagon Wheel Information | A Wagon Wheel History

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Friðrik Kjartansson