Tag: tré

Cutter uppgerður eftir minni #6Cutter uppgerður eftir minni #6

0 Comments

Paul DeLongpre

Ég bjargaði hlutunum úr harðviðar-hestasleðanum mínum er geymslustaðurinn hans var seldur. Meðfylgjandi er mynd af bílakerru með hlutum sem ég bjargaði. Meiðunum virðist fylgja nóg af járnhlutum og fyrri viðum til að komast að því hvernig hann leit út. Þegar kemur að yfirbyggingunni hef ég mun minna tiltækt til að nota fyrirmynd. Ég held að ég sé með aðalharðviðinn réttan úr járnverkingu og harðviðarleifar sem eftir voru en ég get ekki fundið út hvernig fuglafígúran, sem er líka með lítið ryðgaðan járnbút sem hangir við, samlagast aðalgrindinni.

Ég er líka ekki viss um hvernig gólfið er skipulagt og smíðað. Allar myndir sem ég finn eru ekki nógu góðar til að gefa mér hugmyndir ásamt því að ég er ekki viss um gerðina/heiti sleðans þar sem ég hef ekki séð hann í 40 ár. Ég gaf samt út myndina af því sem mér finnst komast næst upprunanum. Allar hugmyndir, eða betri myndir af smáatriðunum eða jafnvel uppflettibók, væri frábær hjálp!

Með fyrir fram þökk. Paul.

Ekki minnst á smíðaár eða tímabil.



Teikning úr bókinni „Horse Drawn Sleighs“, eftir Susan Green. Önnur útgáfa 2003: Teikning af Cutter sem kemst hvað næst á þessum myndunum. Sést fuglahöfuðið (ornimentið), hvernig gengið er frá því, og hvar það er staðsett.




Heimild: Paul DeLongpre Facebook og teiknaðar myndir. Horsed Drawn Sleights, önnur útgáfa; Susan Green.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

5150 ára gamalt hjól finnst!5150 ára gamalt hjól finnst!

0 Comments

Ofarlega á lista heimsminjaskár!

2002 afhjúpuðu fornleifafræðingar elsta þekkta tréhjól í heimi í mýrlendi nálægt Ljubljana í Slóveníu, sem nær yfir 5.150 ár aftur í tímann.

Þetta forna hjól varðveittist í blautri jörðu, ekki endilega á mannvænasta staðnum í dag, Ljubljana-mýrarnar voru í raun nokkuð lífvænlegar fyrir fimm þúsund árum.

Upprunalega var hjólið og eikaröxullinn hluti af uxakerru smíðuð úr aski og eik og snérist öxullinn. Samsetningin var svo endingargóð að hún var staðall fyrir evrópska hjólasmiði fram í byrjun 20. aldar. Ummál hjólsins er 72 sentimetrar1.

Spurningunni um hver fann upp hjólið er enn ósvarað, með vísbendingum sem benda til þess að það hafi komið fram sjálfstætt á mörgum svæðum. Þó að sérstakir uppfinningamenn/maður séu ekki þekktir virðist þróun hjólsins ekki vera ein bylting heldur smám saman uppsöfnun þekkingar, færni og aðlögunar með tímanum. Í mýrunum bjó nýaldarfólk sem var mjög hæft í að byggja hús á trésúlum í blautri jörðinni.

Fyrir 6000 árum þykir sannað að fólk hafi búið þar og kannski notaði það litla handvagna til að flytja uppskeruna milli staða ásamt því að koma upp verslunarleiðum.

Mismunandi menningarheimar mótuðu hjólið til að mæta einstökum þörfum þeirra, skapa sérstaka hönnun og notkun sem þróaðist hvor í sínu lagi, hver nýsköpun út af fyrir sig.

Næsta stóra nýjungin sem leit dagsins ljós var þegar Egyptar tóku heiðurinn og þróuðu pílárahjól fyrir um 4 þúsund árum. Fyrsta bandaríska einkaleyfið á hjólinu kom árið 1791, fljótlega eftir að einkaleyfislögin voru samþykkt í Bandaríkjunum. Hjólið og öxulinn er hægt er að upplifa í Borgarsafni Ljubljana ókeypis.



Heimild: History’s Mysteries á Facebook og https://3seaseurope.com/oldest-ljubljana-marshes-wheel-slovenia/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Myndbandið segir 72 sentimetrar en 3seaseurope.com segir 70 sentimetra! ↩︎

Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!

0 Comments

Upplifanir og frásagnir um vagnasmíði á Íslandi!


Nýlega var ég að skoða myndir á netinu sem sýna hvernig smíðuð eru vagnhjól úr tré, svokölluð pílárahjól. Aðferðirnar virðast vera býsna þróaðar og beita smiðirnir mikilli færni við verkið. Einnig eru verkfæri þeirra mörg hver sérhæfð og talsvert flókin að gerð en byggja á gamalli tækni. Samt sjást þeir nota nútíma rennibekki og hulsubora sem ekki þekktust áður fyrr. Járngjarðirnar er nú hægt að rafsjóða saman, en fyrr meir var ekki um annað að ræða en eldsjóða þær. “Vagnamenning” í okkar landi var ekki mikil, byrjaði seint og stóð stutt,

varla nema áttatíu ár. Tæplega notaðir nema tveggja hjóla hestvagnar. Samt munu menn hafa náð tökum á að smíða svona hjól. Um það veit ég samt grátlega lítið. Samt þekkti ég mann sem á ungum aldri var sendur úr sinni heimasveit, Hvolhreppi, austur undir Eyjafjöll með léleg vagnhjól sem skyldi endursmíða. Þessi maður var Jón Ingi Jónsson ( 1911-1996 ) sem lengi var bóndi í minni heimasveit, Fljótshlíð, mikill úrvalsmaður og lagtækur vel. Hefur hann eflaust orðið að liði við smíðarnar. Smiðurinn var aftur á móti Sigurjón Magnússon í Hvammi ( 1889-1969 ). Hann var einn þessara manna sem virtist geta smíðað hvað sem var. Hann var jafnvígur á tré- og málmsmíði og jafnt grófa smíði sem fína og ég þykist vita að honumhafi ekki orðið skotaskuld úr að koma saman vagnhjólum. Þó hygg ég hann ekki hafa átt nein sérhæfð verkfæri til þeirra hluta en það hefur hann bætt upp með hyggjuvitinu. Kristinn Jónsson, alltaf nefndur vagnasmiður, sem var langafkastamestur við vagnasmíði, taldi að vagnhjól hafi ekki borist hingað til lands fyrr en 1874. Þó eru óljósar sagnir um að stöku vagnar hafi verið til fyrr en notkun þeirra hefur þá verið það lítil að hún skipti engum sköpum. Þessi hjól voru gjöf Kristjáns konungs til bænda í Grímsnesinu, Lofts Gíslasonar. Vitað er að þau voru lengi í notkun. Torfi Bjarnason í Ólafsdal hóf að smíða vagnhjól 1882 og kenndi nemendum í skóla sínum að smíða og nota vagna. Þar mun einungis hafa verið um að ræða tveggja hjóla kerrur. Fólksflutningavagnar á fjórum hjólum komu ekki til sögunnar fyrr en 1900, en þá hófust póstferðir frá Reykjavík að Ægissíðu. Áðurnefndur Kristinn Jónsson hóf að smíða og gera við vagna 1904. Hann starfaði eingöngu við það til 1917, en þá smíðaði hann yfir fyrsta bílinn og stundaði það lengi síðan. Rak hann talsvert umsvifamikið verkstæði sem varð með tímanum vel búið tækjum.

Þegar kom fram um miðja tuttugustu öldina munu hestvagnar í notkun hafa verið fleiri en bændabýlin í landinu. Þá áttu allir bændur orðið vagn, sumir tvo, og stöku bændur fleiri. Mjög fjaraði undan hestvagnanotkun miðja öldina og þar sem ég þekkti til var notkun þeirra hverfandi eftir 1960. Á þessum tíma urðu dráttarvélar allsráðandi í búskap og bílar voru talsvert fyrr teknir við hlutverki vagnanna í þéttbýli svo þeir fáu vagnar sem enn eru til séu orðnir safngripir.

Með kærum þökkum til Daða fyrir frábæra frásögn og framlag til þessa verkefnis

Yfirlestur: malfridur.is

Myndskreyting Friðrik Kjartansson

P.S. Ef þú hefur frásögn sama hversu lítil sem hún er er þér velkomið að hafa samband. Rafpóstur: [email protected]

Forn list og aflfræði!Forn list og aflfræði!

0 Comments

Aflfræði í vagnhjólasmíði!

Fyrsti kafli

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/Louis_Agassiz_H6-scaled.jpg
Prófess Agassiz
http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/Temple-of-Hatshepsut-Dayr-al-Bahri-Egypt-Thebes.jpg
Thebes hofið

Á því herrans ári 1850 opnaði prófessor Agassiz í Boston elsta grafreit listamanns sem sótti þetta land heim; hann hét: ,,God Thoth-aunkh,” tæknimeistari sem dó fyrir 2,800 árum og af fjölda mynda sem fundust af hjólum í hofi Thebes í Egyptalandi þar sem hann starfaði. Ályktuðum við að hann væri elsti hjólasmiðurinn á skrá. Í öllu falli er það frábær staðreynd að hjóli frá hans tíma skuli vera að mörgu í samræmi við hluta af hjólum sem notuð eru í Evrópu í nútímanum og tæknilegur hugtökin sem notuð eru til að tákna ákveðna hluti eru eins eða svipuð sem notuð eru á okkar tímum.

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/Thoth-Tarot.jpgHvar getum við fundið aðra eins list með svo óumbreytanlegum skýringum og gögnum, og þessi stöðugleiki er sprottinn af þeirri staðreynd að fornar þjóðir viðurkenndu lögmál tækninnar, og allt sem búið var til undir rökum þeirrar lögmála breyttist aldrei í grunninn, þótt forskriftin væri fjölbreytt til að þjóna vilja mannkyns.

Mestu breytingarnar hafa komið frá þessu landi (USA), sem hafa borið hjólasmíði til endamarka léttleika og samhverfu. Með þessum meiri háttar breytingum á hlutföllum eins og við höfum gert í USA, hefur hver og einn vélvirki gert það hlutfall eða breytingar að sínum til að smíða hjól. Þessar breytingar eru oft svo langt frá lögmálinu og í mörgum útgáfum að vöntun á stöðlun ætti að mæta með meiri gagnrýni og minna lofi.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/lettavagn-2/Í ljósi ofangreinds leggjum við til að birta röð erinda, og byrja á þessari, þar sem við leitumst við að safna reynslu margra hjólaframleiðenda þessa lands, með aðstoð okkar eigin reynslu til tuttugu ára, við undirbúning við með efni og hönnun.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/lokafragangur-hnotu-i-skaphurd/
Hnota í skáphurð

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya_morton_29-u-10-1/Við byrjum á að lýsa gæðum og breytileika viðarins sem er sérstaklega lagaður að léttari gerð hjóla, þekkt í faginu sem (Hickory) Hnota, sem grasafræðingar þekkja sem (Carya) (Fuglandea). Sú trégerð er flokkuð með Hnotu fjölskyldunni með það að leiðarljósi að lauf og blóm trésins sé eins löguð; hér hættir þó samlíkingin, og Hnota stendur ein eftir með gæðin. Það eru sex gerðir dreifðar um hin ýmsu fylki USA, og margar undirgerðir sem komnar eru til af jarðvegi, loftslagi o.fl.; aðeins tré af nokkrum gerðum Hnotu eru hæf í vagn smíði, allar gerðirnar nema ein eru meðhöndlaðar á sérstakan hátt og seldar í Píláragerð og eða hjólasmíði.

Trégerð númer 1.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/shagbark-hickory-carya_lauf/
Shagbark Hickory-Carya lauf

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya-alba-hnota/Fyrsta tegundin er (Carya Alba) eða hvíta (Shag-Bark Hickory). Þetta tré er í blóma í maí, og tré sem vex í leirkenndri Mold er best, ef það er hoggið í fullum blóma. Þegar gróður á skógarbotninum er gamall og þykkur, er tréð mjúkt, þurrt og brothætt.
http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya-alba-hnota-borkur/

Trjágerð númer 2.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/shellbark-hnota-lifandi/Önnur gerðin er ,,Carya Sulcata,” eða white shell-bark ,,Hnota” Þetta tré blómstrar í april og finnst í Vesturríkjum USA og parti afhttp://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/trees8/ Suðurríkjunum ásamt fjöllóttum parti miðríkjanna. Timbrið er rautt, mjög gróft og brothætt þegar það er þurrt, og rotnar fljótt.http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/white-shell-borkur/

Trjágerð númer 3.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/bitternut-hnota-carya-amara/Þriðja gerðin er ,,Carya Amara,” eða ,,bitter nut Hickoryhttp://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/trees7/” kemur af stórri kvísl undirgerða og það blómstrar í maí. Það þrífst best í næringarríkum jarðvegi, þungri mold. Trjágerðin vex í Pennsylvaniu, New Jersey og New York. Tréð getur orðið risavaxið, mjög fínlegar trefjar, sveigjanlegt og þolir vel raka ásamt stælingu; í vondri mold eða mold sem þakin er yfirborðsjárni verður það brothætt og járnstrokið (grætur járnvökva) og er ekki nýtilegt í bestu hlutina.http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya-amara-borkur-hnota/

Trjágerð númer 4.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/pignut-hnota/Fjórða trjágerðin er (Carya Porcina) eða (pignut Hickory).  Þetta tré er efst í veldi Hnotunnar, ekki vegna stærðar heldur yfirburða eiginleika. Það blómstrar í maí, vex í Suðvestur New-Jersey, part af Pennsilvaniu og Delaware. Það eru nokkrir undirflokkar en allir eru besti viður. Pignut er þungt, sveigjanlegt, með mikið þanþol, næstum allt hvítt að lit og mjög skipulega vaxnar trefjar.http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/pignut-hnota-borkur/

Trégerð númer 5.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya-aquatica-vatns-hnota/Fimmta trégerðin er (Carya Aqutica) eða (water Hickory). Vex í blautum, mýrarkenndum jarðvegi er mjög villandi í útliti (vandasamt að bera
Kennsl á). Fínkornaðar trefjar og hvítt að lit en er ekki með mikið þanþol. Vex í hlýju loftslagi.http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/vatns-hnota-borkur/

Trégerð númer 6.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya-olivaforma-pecan-hnota/Sjötta trjágerðin er (Caryd Olivaforma) eða (pecan Hickory). Þetta tré vex í Suðurríkjunum, blómstrar í Louisiana og Texas; Það er

aldrei notað í smíði og byggingar.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/scolytus-trjabjalla/Hnota liggjandi á jörðinni eftir að vera felld í ótilgreindan lengri tíma, kemur til með að safna skordýrum (scolytus spinosus) líst að fullu í síðasta hefti Nafsins (the Hub). Þessi skordýr eru að mestu barkar rætur í nokkrum tegundum, og munu aðeins bora sér í harðviðinn þegar hann hefur legið óhreyfður í góðan tíma.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/jarn-ad-oxa/Súrefnið mun líka valda pílárunum og hjólunum fljótlegri öldrun og dauða í Hnotunni, ef ekki er málað; þessi áhrif virðast vera svipuð þegar járn oxar. Það er ekki ráðlegt að eiga mikinn lager af pílárum og það er engin lausn við þessari „öldrun“ nema þekja viðinn með málningu. Ysti hringur hjólsins (the Fellows) er margfalt útsettari ásamt náinu (the hub) fyrir þessari hnignun og enn veikara fyrir ef það er búið að meðhöndla viðinn með gufu sem myndar svitaholur.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/thurrafui/Hnota verður að vera geymd í uppröðuðum stöflum í súrefnissnauðu rými og rakalausu / þurru. Þegar þessi vinnubrögð eru ekki viðhöfð mun safnið brotna niður og gerjast, gefur hvítt útlit Hlyns, sem endar svo í samdrætti viðarins og þurrafúa.

Pílárar skulu aldrei vera geymdir nálægt hestastalli, þá er öruggt að ammoníakið í hestaskítnum eyðileggur jafnvel sterkasta við. Ég („ég“ er líklega höfundur greinarinnar) hef gert tilraunir bæði með eik og Hnotu ásamt öðru timbri. Inntaka viðarins á ammoníaki gereyðileggur hann á sextíu dögum; meðan þungar Eikarblokkir voru „smitaðar“ upp í um 1 tommu á dýpt á þremur mánuðum var Hnota rotnuð á níutíu dögum, meira og minna, og þetta segir allt um styrkleika ammoníaks í eyðileggingarmætti trjáa. Klofin eða rifin hnota getur verið geymd úti í veðri og vindi ef ekki er járnþak eða annað sem safnar vatni sem rennur stöðugt á sama stað á trénu og járnagnir í vatninu leka ekki á tréð. Svo viðkvæmt er tréð að bara að saga þá skilur sögunin eftir örsmáar agnir sem smjúga í tréð og sjá til þess að efnið verði blár eða óvarið fyrir veðri í stuttan tíma og getur ekki legið úti, því skal hýsa efnið strax eftir vélvinnslu,

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/bitternut-hnota-trefjar/Svo mikil hefur eftirspurnin verið eftir Pílárum og hjólum í landinu (USA) að sumir framleiðendur höggva tréð án tillits til tíma og árstíðar og flýta sér að koma vörunni sinni á markaðinn. Þeir hafa þurrkunarherbergi eða ofna með miklum hita eða uppgufunarbúnað sem stífir efnið sem er svo selt sem hoggið á réttum árstíma, sem það er ekki. Þessi vinnubrögð eru ekki að framleiða eftir árstímum heldur að þurrka og það er skylda hvers smiðs eða framleiðanda að halda þessum tveimur aðferðum aðskildum. Að vinna timbur eftir árstíðum er hæggeng en örugg meðferð andrúmsloftsins, sem lokar trénu og herðir trefjarnar. Það umbreytir sykri og gluten lifandi pörtum trésins í ógegnsæjanlega vatnsþétta fyllingu sem þolir „ofbeldi“ og titring án þess að sundra trefjunum.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/edlileg-vinnubrogd-vid-thurkun-a-hnotu/
Svona á að þurka Hnotu

Mikill- hiti kemur hins vegar í veg fyrir sjálfbæra þróun í þurrkun og veldur mikilli þurrkun að utan meðan innri hluti viðarins heldur raka áfram sem verður þess valdandi að trefjarnar klofna og taka þannig þátt í allt of hraðri uppgufun rakans. Viður sem verkaður er með þessum hætti verður harður, stífur, létt að kljúfa og hefur lítið eða ekkert fjaðurmagn, sem veldur því aftur að náið og hjólið drekkur í sig frekar drullu og skít ásamt smitun á smurfeiti út í trefjarnar í nafinu sem svo aftur fyrr en seinna veldur losun á samsetningu í hjólinu. Við neitum því ekki að viðurinn verður að vera harður sem fílabein og þungur sem blý, til að ná sem bestum gæðum. Góð vinnubrögð og rétt hlutföll hafa meira að segja með gæði og endingu en að vera yfirmáta nákvæmur með hvern notanlegan hlut, en á okkar langa reynslutíma höfum við aldrei hitt hjólasmið sem ekki gat rakið mistök sín til efnisins sama hversu gott það gæti verið. Þetta er í raun sannað með fjöldann allan af hjólum sem standa sig vel við vinnu undir venjulegum vagni.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/vagnhjol-i-smidum/Það er vel þekkt staðreynd að ending vagnhjóla hvílir meira á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru frekar en að taka því sem gefnu að efnið sé þurrt. Eftir margar tilraunir með Hnotu hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að það séu aðeins tveir möguleikar: Góður og slæmur. Allt timbur sem er unnið og verkað á réttum árstíma er gott; allt timbur sem er dautt, brothætt og þurrt án vottorðs um hvenær það er hoggið er slæmt. Skallinn þar á milli er meira og minna ágætur og meðan þetta verðmæta efni verður sjaldgæfara, sem má segja að verði stuttur tími að koma í ljós.

Stjórnum því hvernig við smíðum okkar vagnhjól, að efnið í það sé fullþroskað og hoggið á þeim tíma sem við getum stólað á að trjám og skordýrum sem aldrei deyi sé ekki til að dreifa. Afhendið okkur það hoggið á réttum tíma af hendi náttúrunnar trúandi að þeir sem þykjast vera að lækna efnið nái jafn miklum árangri og þeir sem hafa reynt að lækna járnið þitt. Við skulum líka stjórna því að við höldum réttum vinnubrögðum eins nálægt verkfræðiþekkingunni og hægt er, svo við skulum ekki óttast plathjól sem eru í tísku um þessar mundir.

Heimildir: Wheelmaking  wooden wheel design and construction bls 5

Tók saman og þýddi Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y., Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskildum „þriggja bolta póstinum“ Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega kynninguna af „öxulpúðinn“ til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunnar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. Í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagnaiðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstrarlega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað til að fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagnaframleiðanda í þessari borg og annars staðar, undir stöðugu eftirliti prófana sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði um gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐAÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkomin og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Waggon frá Kent #1Waggon frá Kent #1

0 Comments

Waggon´s í Bretlandi svipar saman

Vagnana (Waggons) frá Kent má kannski setja í flokka í einfalda, en einfalt hefur sinn sjarma. Þeir voru vel hannaðir með tilliti til notkunargildis og burðarstyrks ásamt endingu í þeim þungu og erfiðu verkefnum sem þeim var ætlað að leysa af hendi.

Yfir allt Bretland var smá mismunur í smáatriðum en gróflega séð var samt föst hefð fyrir hönnuninni. Vagnarnir voru byggðir í mörgum stærðum til að bera frá 30 cwt á 2 tommu hjólum til allt að 5 tonna á 4 1/2 tommu hjólum og þeim stærstu var ætlað að vera dregnir af fjórum hestum fullhlaðnir korni.

Þrátt fyrir að vagnasmiðirnir gerðu ráð fyrir tveimur dráttarsköftum var yfirleitt bara eitt notað tengt við fremri undirvagninn með pinna (splitti).

Hin miðlungsdjúpa yfirbygging/skúffa/miðlungsdjúpi pallur nýttist illa vegna þverbitanna þriggja sem voru lagðir (tappaðir) í hliðarnar. Út frá almennri venju hækkaði efri hluti skjólborðanna fram og aftur í svo að segja beina línu; í flestum vögnum er þetta mjúkur bogi.

Efri mörk skjólborðanna voru ákvörðuð af uppistöðum þeirra og járnramma sem var í laginu eins og N og veitti aukinn stuðning sem var nauðsynlegur. Undantekningalaust voru allir vagnar með eina uppistöðu úr viði í hverju bili á milli járnramma og járnstyrkingar.

Viðaruppistaða fyrir miðju var aldrei hluti af stöðlum/hefðum nema í blönduðum (hybrid) vögnum en spjaldborðin (panel) voru látin halda sér í sömu stöðu að framan.

Skjólborðin voru með 10 – 12 viðaruppistöðum, flötum á hvorri hlið og 3 – 4 að framan. Enginn vagn frá Kent var með lokuðum palli/skúffu að aftan en þó var þverbiti þar aftan á festur með pinnum/dílum úr tré á skjólborðsendunum.

Undir aftasta bitanum var komið fyrir kaðalrúllu svo hægt væri að kasta kaðli yfir og herða vel að með aðstoð hennar.

Allir vagnar voru byggðir með skjólborð sem viðarborðin voru klædd með. Á fulllestuðum vagni var hlassið skorðað með lóðréttum póstum sem komið var fyrir í járnrömmum í hornunum. Til þægindaauka var vagnkassi venjulega settur á fram-borðið en stundum nálægt, rétt fyrir miðju samkvæmt stöðlum.

Allir vagnar höfðu 12 pílára í framhjólum og 14 í afturhjólum. Á meðan meirihluti vagnanna var með fjögurra tommu hjólabreidd, voru næstum jafn margir með 3½ tommu hjól.

Höfundur þessarar bókar hefur engar heimildir um 90 vagna sem skráðir voru hvort væru með breiðari eða mjórri gerð hjóla. Flestir þeirra voru með öxla sem smurðir voru með dýrafitu en Pope of Chiddingstone smíðaði vagna sem smurðir voru með olíu en ekki dýrafitu.

Þeir öxulendar voru stimplaðir með nafni hans. Fáir, mjög gamlir vagnar voru skrásettir með viðaröxum. Sem dæmi um blendinga má nefna að W. J. Tedham frá Bodiam í Sussex smíðaði vagna sína í samræmi við hönnunina frá Kent, án hefðbundinna staðla.

Þar fyrir utan voru vagnarnir frá Kent og Sussex venjulega málaðir með lit sem einhvers staðar var á milli þess að vera rjómalitaður og gulur eða brúnn, eða út í rauðan, en í raun var liturinn í 25% skráninga sá sami blái og á Sussex-vögnunum.

Allir vagnar voru með rústrauða undirvagna eða örlítið ljósari lit. Öll samskeyti í málningu skorti, bæði á yfirbyggingu og undirvögnum.

Varla var þekkt að á efsta borði væri að finna vörumerkið Heathfield en Ashford gerðu á því undantekningu þegar þeir smíðuðu vagn fyrir J. Henley á Pattenden-býlinu í Goudhurst.

Vagnarnir frá Kent báru aldrei nafn eiganda sinna á svörtu plötunni eins og í flestum öðrum löndum, en allar upplýsingar var að finna á Sans-Serif leturfæti í samfelldri línu á miðjubita eða jafnvel efst á skjólborði.


Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Heimild: The Farm Waggons of England and Wales, bls. 24 og 25. Útg. John Baker. London.

Yfirlestur: malfridur.is