Tag: teppi

Nýuppgerður Bobsleði til flutnings á trjábolum úr skógarhöggiNýuppgerður Bobsleði til flutnings á trjábolum úr skógarhöggi

0 Comments

Unninn af Hansen Wheel & Wagon Shop USA

Saga frá árdögum skógarhöggs í Minnestota skrifað af Joseph Ansel DeLaittre

Við erum spennt að deila nýlegu uppgerðarverkefni sem blés nýju lífi í geira af sögu skógarhöggs.

Teymið okkar endurgerði vandlega sögulegan trjáflutningasleða og kom honum aftur í upprunalegt notkunarstand. Sleðinn er frá sirka 1900 og verulega sjaldgæfur og einstakur, sagði Hr. Doug Hansen mér í rafpósti. Svo sagði hann að sleðinn væri ekki verksmiðjusmíðaður heldur smíðaður af einstakling eða einstaklingum.

Þessir sleðar gegndu mikilvægu hlutverki í skógarhöggi í Norð-Vestur hluta USA, Kyrrahafsmengin.

Að vetri til og drógu gríðarlega þunga timburfarma gegnum snæviþakktan skóga þegar aðrar flutningsleiðir voru ófærar.

Auk þess að sýna þennan uppgerða sleða köfum við dýpra í sögu þessara ótrúlegu verkfæra.

Við deilum myndum, sögum og innsýn í hvernig þessir sleðar voru notaðir, sem gefur þér nánari sýn á hugvitið og erfiðisvinnuna sem fór í skógarhöggið að vetrarlagi.

Við vonum að þú njótir þessarar ferðar til fortíðar jafn mikið og við nutum þess að gefa þessum sleða nýtt líf!

Taktu eftir keðjubindistönginni á myndinni hér að ofan?

Þetta einfalda en afar áhrifaríka verkfæri hjálpaði til við að festa þunga farma, sem sýnir hugvitssemi skógarhöggsmanna fyrri tíma.







Vetrarskógarhögg: Frásögn Tyke Frost

Sleðar úr tré voru smíðaðir í nokkrum mismunandi útfærslum eftir aðstæðum.

Meiðarnir voru breiðir og lágir, en háir og mjóir meiðar voru notaðir á ís og í blönduðum aðstæðum. Krosskeðjusleðar voru notaðir á bugðóttum vegum.

Krosskeðjusleðar tengdu framhluta vinstri aftari meiðar við afturhluta hægri frammeð, og eins fyrir hægri aftari meiða við vinstri frammeð.

Krossfestingarnar ollu því að aftari hluti sleðans beygði í gagnstæða átt við framhlutann.

Hægt var að stjórna sveigjuhreyfingum með því að herða eða losa keðjurnar. Krosskeðjusleðar gátu sveigt fram hjá trjám eða hindrunum.

Sleða- eða vagndráttur var notaður fyrir eldiviðarflutninga.

Dráttur samanstendur af tveimur löngum stöngum, þar sem annar endinn er festur á sleða eða hjólasett. Hinn endi stangnanna dregst eftir jörðinni.

Ækin eru auðveldir í hleðslu, þurfa ekki festingar fyrir farminn og renna ekki á hestana þegar farið er niður brekkur.

Í skógarhöggsbúðum í Maine höfðu kúskarnir sérstaka svefnskála aðskilda frá öllum öðrum.

Á hverju kvöldi hengdu kúskarnir hestakragana (reyðtigi) og teppi hestanna sinna upp í svefnskálanum til þurrkunar.

Stundum var gufan svo þykk að maður þurfti að þreifa sig áfram og hinn sterki fnykur var aðeins þolanlegur fyrir kúskana.

Hestarnir á fyrstu myndinni eru með trjábolabúnað.

Þeir eru með hlífar á beislinu til að koma í veg fyrir að snjór og ís komist undir beislispúðana. Dráttarólarnar eru sterkbyggðar og aftursætin eru léttbyggð körfuaftursæti.

Tanksleðinn var úr gegnheilum tré og með þrífót ofan á.

Með því að nota þrífótinn, reipi og fötu dró einn hestur fulla vatnsfötuna upp úr ánni til að fylla tankinn. Viðarrenna (á stærð og í lagninu eins og þakrenna) með litlum götum boruðum í botninn var fest aftan á tankinn fyrir neðan tappa þvert.

Þegar komið var á veginn sló kúskurinn tappann úr og úðaði vatninu á veginn. Þegar kom að því að „vökva veginn“, baðstu til almættisins að sá sem var að úða á undan þér hefði tæmt allan tankinn, þannig að þú úðaðir á réttum tíma og stað á veginn.

Furutrjábolir af lágum gæðum voru lagðir meðfram vegunum og notaðir sem „höggdeyfar“.

Furubolirnir gerðir vatnsósa til að halda þeim á sínum stað. Í bröttu brekkunum voru notaðar „hemlunarkeðjur“ eða „beisliskeðjur“ til að halda aftur af farmunum.

Beisliskeðja samanstóð af U-laga stálstykki. Tveggja eða þriggja feta löng keðja var tengd við aðra hlið „U-sins“.

Keðjuhlekkir stækkuðu smám saman frá litlum í stóra og svo aftur í litla. Rennitengi og festibúnaður tengdu keðjuna við hina hlið „U-sins“.

Kúskurinn myndi stöðva farminn þegar hann væri í jafnvægi efst á hæð.

Farmurinn þyrfti að vera nógu langt yfir hæðina svo hestarnir næðu sleðanum með farminum af stað aftur. Ökumaðurinn staðsetti ‘U’-ið yfir fremri hluta sleðans hægra megin, með keðjuna undir sleðanum og lausahlekkinn að utanverðu.

Keðjan myndaði núning til að hægja á farminum. Nálægt botni hæðarinnar myndi kúskurinn nota bólukrók1 til að losa lausahlekkinn og leyfa keðjunni að teygja sig og dragast meðfram sleðanum.

Kúskar gátu ekki stöðvað á jafnsléttu vegna þess að hestarnir gátu ekki sjálfir komist af stað með hlass.

Á hleðslustöðum notuðu hleðslumennirnir/kúskarnir langa ‘bungu’ og stangir til að hjálpa hestunum að koma hlassinu af stað.

Öðrum enda stangarinnar var stungið undir aftari hluta og hinn endinn hvíldi á öxl hleðslumannsins og vogaraflinu beitt.

Kúskurinn myndi þá hvetja með því að góla og stýra teyminu til að losa fremri sleðann.

Eftir að hafa kallað „haw“, hvatti kúskurinn teymið áfram og hleðslumennirnir „humpuðu“ farminn.

Þegar farmurinn var kominn af stað var það í höndum ökumannsins að halda honum á hreyfingu. Hestarnir voru með hvöss skaflajárn og ökumenn unnu hart að því að koma í veg fyrir að hestarnir skæru/rispuðu fætur sína á hvössum skaflajárnunum.

Sleðar sem runnu í stjórnleysi eða brotnar bindingar leiddu yfirleitt til dauða hesta og kúska.

Ég hef séð ökumenn nota „staurabinding“, sem er grænn trjásproti beygður yfir trjábolina.

Eftir síðustu ferð dagsins þurfti einn kúskur að beisla hest fyrir viðartank á sleða, fara að ánni eftir vatni og síðan væta aðalvegina. Bakleið var aðeins vökvuð af og til.

Hér er gömul mynd af sleðadragi sem við notuðum fyrir eldiviðinn og pappírsviðinn.

Þetta er mjög gömul mynd, en það eru 11 1/2 kúbikmetrar af viði á þessum sleða

Naut voru notuð til að þjappa vegina eftir mikla snjókomu og stundum voru þau notuð til að draga trjáboli.

Faðir minn var meistari í að valta yfirfennta vegi.

Djúpur snjór er erfiðastur að valta því hann hefur tilhneigingu til að þjappast saman fyrir framan valtarann. Góður ökumaður getur komið valtaranum upp á snjóinn og þjappað honum niður.

Miklar þakkir til Tyke Frost fyrir að deila sögum sínum, minningum og myndum með okkur! Það er alltaf ánægjulegt að heyra um reynslu og sögu sem berst til okkar í gegnum aðra.

Við kunnum sannarlega að meta að þú hafir gefið þér tíma til að deila þessum fjársjóðum fortíðarinnar með okkur!

  1. ↩︎

Heimild: Hansen Wheel & Wagon Shop

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Hestasleði barna Ivan keisara #4#8Hestasleði barna Ivan keisara #4#8

0 Comments

Vagnsleði keisaradómsins!

Elstu og útbreiddustu rússnesku farartækin voru sleðar. Allt fram undir lok 17. aldar var algengt að nota sleða í bæjum jafnvel á sumrin.

Í þá daga töldu Rússar að ferðast á sleða væri viskulegra en á hjólum.

Notkun sleða á sumrin voru forréttindi meðlima royalfjölskyldunnar, æðstu kirkjunnar og aðalsmanna í sínu nánasta fylgdarliði.

Vagnsleði þessarar greinar tilheyrði börnum keisarans Ivan Alexeevich. Keypt af Armory Chamber árið 1834 (?) frá Moscow-vagnageymslunni.

Hesthúsaskjöl Prikaz benda á mikla fjölbreytni sleða af rússneskri og erlendri gerð í Kreml Vagnageymslunni á 16. og 17. öld.

Þar voru sérstakir sleðar til gönguferða, hvíldar, herferða, skemmtana og jarðarfara.

Í formi þeirra minntu sleðar á rússneska miðaldabáta með bogadregnum útlínum að framan og aftan.

Sleðavagninn (skemmtarinn) var notaður á veturna í meiri vegalengdir. Þetta var eins og lítið herbergi með pínulitlum gluggum og frekar breiðum hurðum hlutfallslega.

Frumgerð þess var yfirbyggð farartæki (povozka) snemma á miðöldum.

Keisarinn og fjölskylda hans ferðuðust í „heitum“ povozka1, bólstruðum að innan með sable2.

Fylkingin samanstóð af langri lest. „Kross“ povozka innihélt tákn; „sængurföt“ povozka koffortin með rúmfötum keisarans, og „birgðir“ povozka innihélt föt og nærföt keisarans.

Vetrarskemmtarasleðinn var smíðaður af handverksmönnunum í Kreml-smíðaverkstæðinu í Moskvu á árunum 1689-1692. Það er ekkert annað safn í heiminum með vagna eins og þennan í safni sínu.

Sleðinn var kallaður „skemmtarinn“ vegna þess að hann var notaður í leiki og skemmtanir Ekaterinu, ungrar dóttur keisarans Ivan Alexeyevich, bróður og meðstjórnanda Péturs I.

Lokuð tveggja sæta yfirbygging sleðavagnsins er sett á rauðmálaða sleðameiða.

Yfirbyggingin heldur enn sínu hefðbundna miðaldaformi.

Hann hefur formfasta, nákvæma skuggamynd og ferhyrndar útlínur, en það eru líka barokkeinkenni í innréttingunum.

Þrátt fyrir skemmtilega notkunarmöguleika og smæð vagnsins gefur hann hugmynd um hvernig hátíðarvetrarbúningur 17. aldar leit út.

Hliðar og framhlið á lokaðri yfirbyggingunni eru með gljágluggum með þunnum tin-ræmum, gullhúðuðum koparstjörnum og tvíhöfða erni; áklæðið innan í sleðanum er úr austrænu skarlat taffeta3 frá 17. öld og hliðar yfirbyggingarinnar eru bólstraðar með upphleyptu rauðu leðri með koparnöglum.

Upphleypt lágmyndamynstur er í gluggarúðunum (Gljásteinsskífunum) af laufmyndum, myndum af tignarlegum cerubum4, framandi dýrum og fuglum er góð andstæða rauðum bakgrunni.

Þak vagnsins er klætt svörtu leðri.

Þar til nýlega var talið að leðrið sem notað var á sleðavagninn hefði komið frá Spáni á 17. öld.

Hins vegar sýndu síðari rannsóknir að leðrið í áklæðinu var framleitt af Moskvu Kreml-meisturum.

  1. ,,Povozka” Sennilegasta niðurstaðan: ↩︎
  2. Feldir af þessu dýri.,,Sabe“ ↩︎
  3. ↩︎
  4. Cerub ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – ‘AMUSEMENT’ WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Konungsvagninn sem Friðrik VIII vildi ekki nota, 1907?Konungsvagninn sem Friðrik VIII vildi ekki nota, 1907?

0 Comments

Friðrik vildi ríða fremstur í fylgdarliðinu!


Hugsanlegur konungsvagninn er af gerðinni Phæton og voru þeir smíðaðir í mörgum útfærslum.

Þessi útfærsla er að öllum líkindum ensk að uppruna (byggð á járnverkinu á fimmta hjólinu og hönnun yfirbyggingar).

En vefsíðueigandi veit að eigandi vagnsins veit að mikil verðmæti eru í þessum grip.

Myndin er fengin að láni frá Þorkeli Hjaltasyni, eiganda vagnsins þegar þetta er skrifað.


Sagan sem fylgir vagninum: Friðrik settist aldrei upp í þennan vagn enda góður reiðmaður og vildi ekkert með vagninn hafa að gera.

Konungur reið gjarnan fremstur í flokki, því að hann vildi heilsa fólki fyrstur og taka því tali ef honum sýndist svo.

Vagninn eftirlét hann Carl Locher, sem var málari í fylgdarliði hans og var orðinn nokkuð aldraður og þungfær.

Eitt sinn var vagninn dreginn tómur og var þá konungi sagt að Carl væri sjálfur ríðandi.

Reið konungur þá Carl uppi til að spyrja hann hvernig hann hefði komist á bak! Ástæðuna má sjá ef smellt er á hlekkinn að nafni málarans hér ofar í textanum!

Athuga skal að þessi frásögn eru munnmæli ekki staðreindir!


Vagninn er á gúmmíhjólum, það er að segja sérstök gúmmípulsa sem er með einum eða tveimur vírum inn í til að strekkja gúmmíið utan um hjólið og ofan í u-skúffuna sem er úr járni og virkar eins og felgur nútímans.

Reyndar er þessi lausn fyrstu felgurnar, eftir því sem vefsíðueigandi best veit. Gúmmíhjólin komu til skjalanna eftir 1855 eða þar um bil.

Charles Goodyear fann upp aðferð til að efnabreyta gúmmíinu til að nota það í dekk undir ökutæki af slysni.

Goodyear fór í skuldafangelsi og dó öreigi meðan aðrir stórgræddu á uppfinningu hans.


Bogann er búið að spengja í þessum Phaeton. Þessi eða svipaður bogi finnst líka í „Viktoriu“-vagninum og fleiri gerðum vagna.


Fremra sætið vísar farþegum aftur (snúa aftur). Var svoleiðis í Vis a Vis og/eða Social-vögnum.

En hafa ber í huga að Phæton kom í mjög mörgum útgáfum og stundum er svolítið erfitt að skilgreina hverrar gerðar þeir eru.


Kúskurinn eða ökumaðurinn sat að öllum líkindum til vinstri héðan megin séð með taumana en það gæti líka verið að kúskurinn sæti bara á hestinum og æki vagninum þannig; það var vel þekkt, þó aðallega hjá aðlinum og kóngafólki.

Setan eða sessan undir kúskinn var oftast hærri að aftan og myndaði þannig halla fram, líklega til að gefa betri líkamsstöðu til akstursins.


Járnverkið í armhvílunni á sætinu bendir til að sætið sé upprunalegt eða smíðað með vagninum.

Litlu napparnir beggja megin á handriðunum gætu verið vísbending um það, en þeir eru til að krækja hlífðarteppi eða dýrahúð yfir farþega.


Uppstig eru mjög mikilvæg, gerðu mögulegt að byggja vagnana hærra og hærra frá jörðu og komu sér vel þegar stóru og háu póstvagnarnir komu til sögunnar en það var snemma eða á 16. öldinni.

Sagt er frá í sumum lýsingum á vögnum að þeir væru hengdir1lágt til að eldra fólk og konur ættu auðveldara með umgang.

Uppstig á vögnum með yfirbyggingu sem var með hurðum var oft þannig að hlíf var látin koma yfir þrepið/uppstigið. Þegar hurðinni/unum var lokað var hlíf yfir uppstiginu fest undir hurðina/hurðirnar sem hjálpaði til við að halda frá því miklum óhreinindum.


Lögunin á sætinu og brettinu er nokkuð einkennandi fyrir Phæton.

Oft var fellanleg húdd/hlíf2 úr leðri eða öðrum efnum yfir sætinu og kallaðist (Hood) á ensku.

Einnig var Victorían með svipuðu lagi á afturhlutanum.

Nafngiftin Viktoría er í höfði Viktoríu drottningar Stóra Bretlands.


Við erum að horfa á fimmta hjólið, ( the fifth wheel ) með miðjubolta eða ( King pin ) á ensku.

Þetta er, eins og þið sjáið, töluvert járnvirki. Það voru dæmi um að vagnarnir væru liðstýrðir, svona eins og búkollur nútímans eða Pileloader (vélskóflu), sem sagt tengipinni/bolti í miðju farartækis eða framarlega og þá þyrfti ekki fimmta hjólið.

En sú lausn náði ekki vinsældum. Sjá næstu mynd.


Tveir miðjuboltar rétt fyrir framan miðju jafni Phæton, samhverfur Phæton eða miðju Phæton


Fimmta hjóls járnverkið séð framan á.

Þegar síðast var vitað um þennan vagn var hann kominn í uppgerð á Íslandi.

Samantekt af Friðrik Kjartansson Með innilegum þökkum til Þorkells Hjaltasonar fyrir lánið á myndunum.

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Talað um að vagnar væru hengdir á undirvagninn ↩︎
  2. Svipað og á barnavagni nema mikið stærri ↩︎

Brougham á safni lýst #2Brougham á safni lýst #2

0 Comments

 

Hefðbundinn einfaldur Brougham að mestu leyti, með hyrnu (skáhorni) [franska aðferðin].

Ferhyrnt svartlituð ljósker með ávölum hornum. Brougham-ljósker. Ljóskerin eru úr Brassi (kopar); á þeim eru (loftræsting) skorsteinar en eru skrúfaðir fastir á vagninn (á framhornin, súlurnar) hefðbundnar sérstakar vagnaskrúfur.

Kertahaldarahlífarnar eru týndar (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) og það eru göt á botninum, líklega til að tengja inn rafmagnsvíra. Þessi Brougham (vísað er til vagnsins á The Hálfmána-fjöður. Carriage Foundation mynd efst á síðunni „Söguágrip Brougham”) er byggður á ,,hálfmána” fjöðrun framan og aftan. Þessi Brougham er með opið farangursrými.

Bremsurnar eru viðarblokkir sem passa vel við hjólbogann og bremsuhaldfangið er kopar (brass) slegið. Litaskemað er þannig að þakið, efri panel bodysins, lægri panel og hjólin og undirvagninn eru í bláu með rauðum röndum (lining).

Stíllinn á málningarverkinu sýnir að þessi vagn (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“) var síðast málaður af málara sem þekkti meira til verslunarfarartækja en farþegavagna. Hins vegar eru rauðu rendurnar á venjubundnum stöðum á listum og skrautlistum. Blátt ullarklæði er nýlegt á einu sætinu. Kúsk (ökumanns) sætið er dökkblátt með leðurklæði aftan á bakinu, brúnirnar eru dökkbláum breiðum blúndum beggja megin.

Á fótstiginu er ný gúmmímotta. Inni í vagninum (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni „söguágrip Brougham“)

er hann bólstraður með djúphnöppuðu svörtu morocco-leðri.

Samsvarandi ljóst þykkbólstrað í efri hluta hússins í vagninum. Það eru svartir morocco-vasars á báðum hurðunum, festir aðeins að ofan. Á framvegg farþegarýmisins er bólstrað með dökkbláu ofnu ullartweed.

Það er fótahvíla á bak við bogið borð með hillu fyrir ofan í leggjahæð barns, hvílandi á litlu hjarahengdu sæti sem er fest á fremri hlið sætisborðsins.

Hæla- og fótahvílan upp að hillunni er klædd með teppi. Það lítur út fyrir að teppið hafi slitnað á hurðasillunni, sem er núna klætt með leðri. Á gólfinu er ný riffluð gúmmímotta (en hefur upphaflega verið klædd með orginal teppi). Breiðu blúndurnar eru af þremur mismunandi hönnunum. Tvöfaldar lykkjur til handfestu þegar stigið er inn og út og breiður blúndurammi á hurðunum með grísku lyklamynstri og þríhyrningamynstri á brúnum.

Gluggastrengirnir eru með svipuðu munstri en með bylgjumunstri á brúnunum. Ytri gluggastrengurinn á framglugganum er með tvöföldu sik-sak lagi. Innri gluggastrengurinn er horfinn. Smágerðari blúndur passa við breiðu línurnar og dökkbláu ,, taffeta” fjaðradýnurnar sem eru sniðnar fyrir hvern einasta glugga. Það er öskubakki og upphengja fyrir regnhlíf á framveggnum í farþegarýminu.

Áritanir á vagninum: Á öxulhettunum er áletrunin: BAKER & Co CHANDOS ST


Heimildir ásamt myndum fengnar hjá: www.thecarriagefoundation.org.uk

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is