Tag: stál

Hestvagn Katrínar miklu #1Hestvagn Katrínar miklu #1

0 Comments

Katrín II

Fræg fyrir „ást“ sína á hestum.

Auðvitað er hún fræg fyrir ýmislegt annað líka, en það er aðallega hestaástin sem fólk hefur áhuga á.

Þetta er ljúffengt hneyksli, náttúrulega hefur fólk áhuga á því.

Heimild: Catherine the Great, Horse Girl – An Equestrian Life

Meistaraverk í vagnasmíði, tók þátt í krýningargöngu Katrínar II árið 1762 og síðar í mörgum ríkisathöfnum við rússneska keisaradóminn.

Elsti vagninn í safninu okkar, barokkvagn Katrínar II keisaraynju frá miðri átjándu öld, snýr aftur á sýningu okkar á keisaradómsvögnum eftir þriggja ára gagngera endurnýjunar í nokkrum þrepum.

Hinn glæsilegi 6 х 2,4 х 2,6 m vagn er uppgerður til upprunalegs glæsileika þökk sé sérfræðiþekkingu Phenomenon-endurreisnar- og rannsóknarsamtakanna og fjárhagsaðstoð frá rússneska menningarmálaráðuneytinu.

Svo umfangsmikil endurgerð er gerð á þessum vagni í fyrsta skipti í meira en hundrað ár.

Fjögurra sæta vagnsframleiðandinn Johann Konrad Bukendahl er úr viði, málmi, bronsi, gleri, leðri, flaueli, silki og ull, með tækni eins og útskurði, steypu, smíði, upphleyptu og gyllingu.

Nýlegt kerfi úr stálfjöðrum, búið til af Bukendahl, veitti þessum stórkostlega stóra vagni af Berlínargerð mjög mjúka fjöðrun, sem gerir hreyfingu hans „jafn mjúka og rólega og kláfflugur“.

Vagninn var geymdur í Court Stable Office-byggingunni í Sankti Pétursborg síðan 1860 og var falinn í State Hermitage í seinni heimsstyrjöldinni.

Safnið var fyrst sýnt í Cameron Gallery of Tsarskoe Selo árið 1971 og hefur síðan verið hluti af Duty Stable-sýningunni síðan 1990.

Tsarskoe Selo-safnið af vögnum státar af átta farartækjum frá tíma Katrínar, þar á meðal tíu sæta sleða, tíu sæta phaeton og barnavagni

Hér hafa keisaralegir fætur stigið á flauelið gegnum aldirnar!

Hér gefur að líta tannhjólin sem gegna hlutverki strekkingar á fjöðruninni þegar þörf er á.

Þægindi farþega voru einnig auðveld með mjúkum bólstruðum sætum, með góðu og stuðningsríku baki og armhvílum, fjaðurpúðum, gormgardínum og armpúðum.

Hægra megin neðan við miðju má sjá hluta fjöðrunarinnar sem þótti nýstárleg 1762.

Heimild: https://tzar.ru/en/news/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Ágrip af sögu StudebakerÁgrip af sögu Studebaker

0 Comments

Stórbrotin saga einkaframtaks!

Í árdaga Studebaker-fyrirtækisins í febrúar 1852 var aðstaðan lítil og boðið var upp á járningar á hestum ásamt viðgerðum á hestvögnum. Fáein verkfæri, þau nauðsynlegustu, voru til við stofnun og samtals 68 dollarar var útlagt hlutafé í fyrirtækið. Faðir Studebaker-bræðranna hafði kennt þeim í litlu vagnasmiðjunni í Ashland, Ohio. Á fyrsta starfsárinu voru tveir vagnar smíðaðir. Mikil harka var sett í að vekja athygli á sér í nærliggjandi bæjum og fylkjum. Árið 1857 gerðu þeir samning við herinn í Utah, sem gerði þeim kleift að rísa upp á við. Þeir höfðu verið viðurkenndir erlendis! (segir textinn beinþýddur en líklega átt við í öðru fylki). Þeir notfærðu sér vel hvert tækifæri sem bauðst og töpuðu hlutunum aldrei niður eða fengu stór bakslög í reksturinn.

Studebaker var skráð á hlutabréfamarkað 1868 og þörfin á vinnuaflinu hjá þeim óx í raun, næstum eins og náttúruafl. Fyrirtækinu var skipt upp í nokkrar deildir og vinnuaflið endaði í 1860 manns það ár.


Smíði og framleiðsla hestvagna hjá Studebaker einskorðaðist fyrst bara við vagna (Wagons) en snemma í sögu fyrirtækisins bauð þeim að smíða líka hestvagna til fólksflutninga sem voru meðal fínni hágæðavagna á þeirra tíma mælikvarða. Teikningar sem fylgja þessari grein sýna aðstöðu fyrirtækisins í byggingum og leiðandi farartæki smíðuð af fyrirtækinu. Studebaker framleiddi allar gerðir vagna, svo sem vagna til að aka sér til ánægju, Landau hefðarvagn fyrir forsetann og alla aðra venjulega notkun.

Í vögnunum gat fjölbreytnin frá fyrirtækinu þjónað flestum, ekki einungis bændum, heldur líka fjallabúum, námum, sléttunum og síðast en ekki síst var þrýst á um að þjónusta viðskiptalífið í borgunum. Innan verksmiðjunnar voru margar deildir sem þjónuðu framleiðslunni: feiti fyrir stál, feiti fyrir steypt járn, Studebaker einkaleyfisvarin spón- kerru (buggy) og kerru (wagon) sæti, spónhlíf að framan og aukahlíf. Mjög svo nauðsynlegur hluti af Studebaker-framleiðslunni var vatnsúðaravagninn sem gerði fyrirtækið landsfrægt fyrir. Verksmiðja og vöruhús Studebaker í Chicago talar sínu máli í einu og öllu á teikningunum. Hestvagnasýningarnar eru einstakar, jafnvel í heiminum.

Efri hæðir bygginganna í Chicago eru notaðar til að smíða flottari, meira elegant og dýrari gerða hestvagna, líka fyrir fínni og minni vagnaviðgerðir. Byggingin er meðal þekktustu bygginga í Chicago og er umkringd frægum húsum svo sem Óperuhúsinu, Chicago klúbbhúsinu á aðra hönd og Listastofnun Chicago á þriðju hliðinni. Farartæki framleidd af Studebaker send á heimssýninguna sýndu fram á án efa fallegasta safn sem aðeins eitt fyrirtæki sendi frá sér á sýninguna. Peningar voru vel nýttir í undirbúning og innkaup á efni fyrir heimssýninguna og allt sem kom að hæfileikum og smekk var ekki skorið við nögl.

Studebaker Bros. MFG CO.,
South Bend, Indiana, U.S.A.

Heimildir

Internet Archive – Illustrated souvenir – [of carriages] Of the Studebaker Brothers MFG.Co. South Bend, Indiana, U.S.A.

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur/malfridur.is

Heiti í vagnhjóliHeiti í vagnhjóli

0 Comments

Boxing = Borunin á nafinu og fóðrun á því. Felloes = Hlutarnir í hjólbarðahringnum. Hub = Naf. Flat steel tire = Stálgjörð utan um hjólbarðan. Hub band = Stálgjörð utan um nafið. Spokes = Pílárar.


Heimild: A Wagon Wheels | A Wagon Wheel Information | A Wagon Wheel History

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Friðrik Kjartansson

Öxlablogg!Öxlablogg!

0 Comments

Í árdaga hestdreginna vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið, helst eik. Endi öxulsins, eða nafið, var svipað og stálöxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda nafsins.

Hvað er „diskun“?

Myndin sýnir „diskun“ á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan nafið, en fyrir ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.


Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hituð og snöggkældur utan um það. Þá veldur úrtaka í holunum fyrir pílárunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessar gráður eins og diskur; vegna þess að „veggir“ holunnar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir.

Á myndunum hér má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. Á ensku kallast það ,,Disch the wheel”.

Ég leyfði mér að færa það yfir á íslensku og kalla þetta „diska“ hjólið. Ég veit að þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

„Diskun“ var umdeild lengi og nýungar eins og „Patent“ komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á pílárana svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að „diska“ hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20. öldinni. Smurt er með dýrafitu.


Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is