Tag: rauð

Coupé Vín 1740 #4Coupé Vín 1740 #4

0 Comments

Þessi tveggja sæta vagn er glæsilegt dæmi um hátíðarvagna og áhafnarúrval rússnesku keisaraynjunnar Elizavetu Petrovnu.

Slíkir vagnar voru ávallt pantaðir frá bestu evrópsku meisturunum.

Vagninn er með lameneraðar (samlímdar) fjaðrir, öxulás og trönuháls.

Eins og í öðrum svipuðum vögnum úr safni Vopnabúrsins eru þröskuldarnir í vagninum lágir (lágt uppstig) og niðurfellanleg þrepin eru inni í vagninum.

Yfirbyggingin mjókkar niður og neðri hluti bakhliðarinnar sveigist mjúklega. Það eru þrír gluggar á framhlið og hliðum.

Gluggarnir og efri helmingur hurðanna með myndskreyttum efri hluta með rúðugleri.

Útskorið skraut skipar veglegan sess í heildarsamsetningunni, á listrænu útliti vagnsins.

Samskeyti hliðanna eru þakin gylltum útskurði sem undirstrikar fínlegar línur yfirbyggingarinnar.

Þungt gylltar laufmyndir og rokókóskraut, skrautlegir rollur (uppvafin handrit) og málrænar samsetningar blómavendir málaðir í pastellitum vefja sig um kranslistann, hurðina og gluggakarmana og alla hluta fram- og afturhluta undirvagnsins.

Útskurðurinn er afar mótandi og kröftugur.

Tákrænu fígúrurnar sem prýða fram- og afturhluta undirvagnsins sýna mikla fagmennsku og fínlega, mjúka mótun.

Allt úsar af yndislegum rókókóstíl með ákveðinni fágun sem meistararnir í Vín bættu við.

Hliðar og hurðir yfirbyggingarinnar eru skreyttar með málverkum af goðsögulegum viðfangsefnum – vatnadísum, sjávarguðum og ástarguðum í gullgrænum litbrigðum.

Bólstrunin um borð og skjaldarmerki eru úr hvítu frönsku upphleyptu flaueli með bláum og rauðum blómum.

Mynstrið fellur vel að útskornu skrautinu og litir þess falla vel að heildarlitatónum vagnsins.

Hjólin eru máluð græn.

Ákveðinn agi í formi, skortur á óhóflegum skreytingum og kænleg samsetning upphleyptra mynstra með fíngerðum skrautmyndum af grafískum toga eru allt einkenni þessa fallega coupé-vagns sem vitnar um háþroskað listrænt stig ökutækja frá Vín á þessum tíma.

Vagninn var smíðaður í Vínarborg árið 1740 fyrir Elizavetu, dóttur Péturs mikla, samkvæmt pöntun frá rússneska hirðinum.


Heimild: www.kreml.ru/en

Þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Örsýn í líf romanfólksins 1900Örsýn í líf romanfólksins 1900

0 Comments

Grein eftir Liam Henry

Innsýn í líf rómanfólksins í London snemma á 20. öld Ímyndaðu þér líflegar götur London í upphafi 1900, fullar af hestvögnum, iðandi mörkuðum og gangandi vegfarendum að flýta sér í dagleg viðskipti sín.

Innan um þetta kraftmikla borgarlandslag hefði rómanfólkið staðið upp úr sem litrík, grípandi sjón þegar þau fóru um í hefðbundnu hestvagni sínu. Þessar fjölskyldur, með sínar rótgrónu menningarhefðir og einstaka lífshætti, færðu keim af sveitinni og gamaldags sjarma inn í nútímavæðandi hjarta Englands.

Heimili á ferðalagi: Hinn fallegi Vardo-vagnhýsi Roman-fjölskyldunnar, þekktur sem vardo eða romanvagn, var miklu meira en bara farartæki.

Skreytt með skærum litum og ítarlegum mynstrum, það var flutningsheimili og listaverk. Hver vardo var unnin af ástúð, oft máluð með skærrauðum, grænum og gulum litum og skreyttur flóknum útskurði og táknum. Þetta var ekki bara skraut – hver hönnun bar merkingu og tengdi fjölskylduna við arfleifð sína. Að sjá romönsk vagnhýsi var til að fá innsýn í menningu þeirra og handverk, stolt sýnd á ferð.

Sérstakur klæðaburður og gamaldags hefðir Roman-fjölskyldan hafði verið klædd í hefðbundnar flíkur sem settu enn meiri lit á útlitið. Björt pils, sjöl og klútar, ásamt handgerðum skartgripum, endurspegluðu ríkar hefðir þeirra og persónulegan stíl.

Þessi föt voru ekki bara falleg heldur hagnýt, hentug fyrir lífið á veginum og úr endingargóðum efnum sem þola slit daglegra ferðalaga. Í London snemma á 20. öld, þar sem tískan hallaðist að dökkum, þögguðum litum og einfaldari stílum, hafði klæðnaður romanskrar fjölskyldunnar fangað athygli margra vegfarenda.

Lundúnabúar gætu aftur á móti hafa fundið fyrir blöndu af forvitni og hrifningu þegar þeir horfðu á þessa fjölskyldu ganga um daglega – elda, deila sögum og sinna hestunum sínum – jafnvel innan um líflegar, troðfullar götur borgarinnar.

Annar lífsstíll í hjarta London. Á tímum þegar samfélagið var að verða sífellt uppbyggt og þéttbýliskennt, stóð rómanskur lífsstíll sem vitnisburður um annars konar frelsi.

Margar Roman-fjölskyldur tóku að sér lífið á veginum og ferðuðust á milli bæja og borga.

Á meðan sumir Lundúnabúar glímdu við langan vinnutíma í verksmiðjum eða skrifstofum, fylgdi roman-fólkið takti sem endurspeglaði náttúruna og breyttar árstíðir.

Þrátt fyrir erfiðleikana við að búa í borg sem stundum gat verið mótdrægin, héldu rómanskar fjölskyldur fast við sjálfsmynd sína.

Romanfólkið hélt áfram að iðka siði sína, segja sögur sínar og miðla gildum sínum.

London var suðupottur menningarheima, en fáir hópar varðveittu arfleifð sína eins greinilega og samfélag romanfólksins.

Jafnvel á stórum og síbreytilegum stað eins og London, fundu þeir leiðir til að halda sambandi við rætur sínar.

Borgin mætir hefð Ferð roman-fjölskyldnanna um London snemma á 20. öld var einstök blanda af menningu – skurðpunktur fornra hefða og nútíma borgarlífs.

Fyrir börnin sem horfðu á þau líða hjá eða fullorðna fólkið sem staldraði við í amstri dags til að horfa á litríku vagnhýsin buðu romanfólkið upp á augnabliksflótta, innsýn inn í heim sem var bæði öðruvísi og djúpt tengdur takti manneskjulegrar upplifunar.

Nærvera þeirra bætti snertingu af fjölbreytileika og dýpt við félagslegt landslag Lundúna og minnti borgina á að það eru margar leiðir til að lifa og að sérhver menning hefur sína eigin fegurð og visku.

Í heimi þar sem ágreiningur getur oft virst eins og gjá, sýndu Romanfólkið að fjölbreytileiki auðgar skilning okkar á hvert öðru og hjálpar til við að draga upp fyllri mynd af sögunni.

Þetta augnablik, fangað í tíma, talar um varanlegt mikilvægi þess að tileinka sér einstaka arfleifð okkar og læra hvert af öðru

Wikipedia

Romanfólkið fyrir helförina!


Heimild: Liam Henry á Facebook skrifaði

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Waggon frá Kent #1Waggon frá Kent #1

0 Comments

Waggon´s í Bretlandi svipar saman

Vagnana (Waggons) frá Kent má kannski setja í flokka í einfalda, en einfalt hefur sinn sjarma. Þeir voru vel hannaðir með tilliti til notkunargildis og burðarstyrks ásamt endingu í þeim þungu og erfiðu verkefnum sem þeim var ætlað að leysa af hendi.

Yfir allt Bretland var smá mismunur í smáatriðum en gróflega séð var samt föst hefð fyrir hönnuninni. Vagnarnir voru byggðir í mörgum stærðum til að bera frá 30 cwt á 2 tommu hjólum til allt að 5 tonna á 4 1/2 tommu hjólum og þeim stærstu var ætlað að vera dregnir af fjórum hestum fullhlaðnir korni.

Þrátt fyrir að vagnasmiðirnir gerðu ráð fyrir tveimur dráttarsköftum var yfirleitt bara eitt notað tengt við fremri undirvagninn með pinna (splitti).

Hin miðlungsdjúpa yfirbygging/skúffa/miðlungsdjúpi pallur nýttist illa vegna þverbitanna þriggja sem voru lagðir (tappaðir) í hliðarnar. Út frá almennri venju hækkaði efri hluti skjólborðanna fram og aftur í svo að segja beina línu; í flestum vögnum er þetta mjúkur bogi.

Efri mörk skjólborðanna voru ákvörðuð af uppistöðum þeirra og járnramma sem var í laginu eins og N og veitti aukinn stuðning sem var nauðsynlegur. Undantekningalaust voru allir vagnar með eina uppistöðu úr viði í hverju bili á milli járnramma og járnstyrkingar.

Viðaruppistaða fyrir miðju var aldrei hluti af stöðlum/hefðum nema í blönduðum (hybrid) vögnum en spjaldborðin (panel) voru látin halda sér í sömu stöðu að framan.

Skjólborðin voru með 10 – 12 viðaruppistöðum, flötum á hvorri hlið og 3 – 4 að framan. Enginn vagn frá Kent var með lokuðum palli/skúffu að aftan en þó var þverbiti þar aftan á festur með pinnum/dílum úr tré á skjólborðsendunum.

Undir aftasta bitanum var komið fyrir kaðalrúllu svo hægt væri að kasta kaðli yfir og herða vel að með aðstoð hennar.

Allir vagnar voru byggðir með skjólborð sem viðarborðin voru klædd með. Á fulllestuðum vagni var hlassið skorðað með lóðréttum póstum sem komið var fyrir í járnrömmum í hornunum. Til þægindaauka var vagnkassi venjulega settur á fram-borðið en stundum nálægt, rétt fyrir miðju samkvæmt stöðlum.

Allir vagnar höfðu 12 pílára í framhjólum og 14 í afturhjólum. Á meðan meirihluti vagnanna var með fjögurra tommu hjólabreidd, voru næstum jafn margir með 3½ tommu hjól.

Höfundur þessarar bókar hefur engar heimildir um 90 vagna sem skráðir voru hvort væru með breiðari eða mjórri gerð hjóla. Flestir þeirra voru með öxla sem smurðir voru með dýrafitu en Pope of Chiddingstone smíðaði vagna sem smurðir voru með olíu en ekki dýrafitu.

Þeir öxulendar voru stimplaðir með nafni hans. Fáir, mjög gamlir vagnar voru skrásettir með viðaröxum. Sem dæmi um blendinga má nefna að W. J. Tedham frá Bodiam í Sussex smíðaði vagna sína í samræmi við hönnunina frá Kent, án hefðbundinna staðla.

Þar fyrir utan voru vagnarnir frá Kent og Sussex venjulega málaðir með lit sem einhvers staðar var á milli þess að vera rjómalitaður og gulur eða brúnn, eða út í rauðan, en í raun var liturinn í 25% skráninga sá sami blái og á Sussex-vögnunum.

Allir vagnar voru með rústrauða undirvagna eða örlítið ljósari lit. Öll samskeyti í málningu skorti, bæði á yfirbyggingu og undirvögnum.

Varla var þekkt að á efsta borði væri að finna vörumerkið Heathfield en Ashford gerðu á því undantekningu þegar þeir smíðuðu vagn fyrir J. Henley á Pattenden-býlinu í Goudhurst.

Vagnarnir frá Kent báru aldrei nafn eiganda sinna á svörtu plötunni eins og í flestum öðrum löndum, en allar upplýsingar var að finna á Sans-Serif leturfæti í samfelldri línu á miðjubita eða jafnvel efst á skjólborði.


Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Heimild: The Farm Waggons of England and Wales, bls. 24 og 25. Útg. John Baker. London.

Yfirlestur: malfridur.is