Tag: póstur

Svissneskir póstvagnar #1Svissneskir póstvagnar #1

0 Comments

Svissneskir póstvagnar eru vissulega meðal bestu langferðavagnanna fyrir praktík þeirra og fegurð. (afsakið léleg myndgæði)

Teikningar af betri póstvögum fortíðar! (afsakið léleg myndgæði)

Svissneskt póstvagnaskýli í Coire (1884). Takið eftir! Það eru vagnar á efri hæðinni líka (afsakið léleg myndgæði).


Heimild: Ángel Larrea Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Quentin Tarantino kvikmyndastaff leysti skort á tilvist póstvagns #2Quentin Tarantino kvikmyndastaff leysti skort á tilvist póstvagns #2

0 Comments

Emily Glazer skrifaði í Wall Street Journal um tökur „The Hatful Eight”!


Skrif Emily Glazer í Wall Street Journal




Í komandi kvikmynd Quentin Tarantino,, The Hateful Eight“ kallaði upphafsatriðið á að vagn færi yfir vætusamt Wyoming-landslag. Fyrir kvikmyndagerðarmennina var þetta vandamálið. Hvar kaupir þú póstvagn?



Einn staður er rétt fyrir utan Letcher í S.D., 171 íbúi, þar sem Doug Hansen rekur 13 manna samsetningarlínu, smíðar og gerir við hestvagna.

Hans iðn gæti virst lenda á milli skips og bryggju en í raun er mikill uppgangur í viðskiptum.

Hann ætlar að smíða eða endurgera um 100 hestvagna á þessu ári og starfar við hlið búsins þar sem hann ólst upp. „Ég var forvitinn um týndu listirnar,“ segir Hansen.

Hanson segir að það taki hann að jafnaði um ár að koma sérsniðnum vagninum til skila og þeir séu á kjörverði eins og lúxusbíll. Þessi 56 ára gamli smiður er þekktur meðal áhugamanna um gamla vestrið, hann nýtur þess að panta í bak og fyrir, sem mun halda honum uppteknum langt fram á árið 2016.

Eitt af sköpunarverkum Hansens er að flytja á laugardag á árlegum fundi Berkshire Hathaway í Omaha í Nebraska, þar sem aðdáendur og fjárfestar frá öllum heimshornum munu fagna 50 ára afmæli Berkshire undir stjórn Warren Buffetts. Í sviðsvagninum, sem Wells Fargo & Co., ein stærsta hlutabréfaeign Berkshire, sér um, verða John Stumpf, forstjóri bankans, og Sharon Osberg, brúarfélagi Buffetts. Buffett segist hafa leyst af hólmi sæti sitt í fjórum sætum til að skapa pláss fyrir tvær frænkur sínar sem voru „mjög spenntar“ fyrir tilboðinu.

Hansen er einnig hæstánægður. „Það er mikill heiður að fá að kaupa eitthvað úr verslun frá ökrum Suður-Dakóta,“ segir hann, „og enda í því að vera hápunktur á Wall Street, ef svo má að orði komast.“

Hann segir að Touring Concord-vagn, sem Hansen smíðaði, hafi eitt sinn ferjað Vilhjálm Bretaprins og eiginkonu hans, Kate hertogaynju af Cambridge. Fuji Safari Park í Japan pantaði smáhestavagn sem hægt var að draga með smáhestum til að flytja börn um hluta garðsins með vestrænu þema.



Milli viðskiptavina Hansens má einnig finna milljarðamæringinn Joe Ricketts sem stofnaði miðlunarfyrirtækið TD Ameritrade. Ricketts bað Hansen um að smíða fyrir sig fjólubláan „sýningarvagn“ sem svipaði til póstvagns. Ricketts sendi honum fjólubláa rúðustrikaða skyrtu sem hann var viss um að myndi gera vagninn sinn glæsilegan á Calgary Stampede, árlegu kanadíska ródeómóti.

Hansen var mótfallinn: Fjólublátt farartæki væri ekki sögulega nákvæmt. Ricketts bað litaráðgjafa tískuhússins að skipta sér af og eggaldinliturinn fékk að ráða.

Hansen prófaði sig áfram með liti í marga mánuði. Fjórtán málningarhjúpur gáfu loks viðunandi lit, nálægt eggaldini. „Þetta var konunglegt,“ segir hann. „Þetta var ríkt.“

„The Hateful Eight“ Auglýsingabútur myndband!


Vagninn kostaði um 50.000 dollara og virkaði eins og keppnisgripur. Sex hesta keppnisgripurinn vann Calgary Stampede keppnina árin 2010 og 2011.

Ricketts, sem á fjölskylduna Chicago Cubs, segist dreyma um að biðja Hansen um að smíða fyrir sig „matreiðsluvagn“, handhægt eldhús sem kúabændur nota úti á túni, og „hirðavagn“ fyrir gesti næturlangt.

Ricketts, sem á fjölskylduna Chicago Cubs, segist dreyma um að biðja Hansen um að smíða fyrir sig „matreiðsluvagn“, handhægt eldhús sem kúabændur nota úti í auðninni, kúrekavagn (chuckwagon), og „fjárhirðingjavagn“ fyrir gesti næturlangt.

Hansen segir að stundum haldi fólk að hann sé fullur af bulli þegar hann lýsir starfi sínu. Flestir telja að hestvagnaiðnaðurinn hafi horfið af plánetunni fyrir meira en hundrað árum, segir hann.

Það hefði kannski horfið úr Suður-Dakóta ef Hansen hefði ekki lært hestamennsku frá afa sínum, leðursmíði frá móður sinni og hvernig á að nota suðu- og trésmíðaverkfærin á búgarðsverkstæði föður síns. „Auðlindir fyrir skapandi iðnaðarmann voru á puttanum á mér,“ segir Hansen.



Um 1970 deildu gamlir menn fréttum af viðgerðum á hjólum hestvagna. Fljótlega bárust fréttir af því að Hansen gæti gert við hestvagna og nágrannar fóru að koma með verkefni. Hann sótti fornverkfæri á flóamarkaði og bjó önnur til þau eftir þörfum. Í fyrstu sagðist hann hafa rukkað um 10 dollara á tímann.

Verk hans seljast nú á hærra verði en nýr Chevy Silverado með dæmigerðan hámarkshraða um 12 mílur á klukkustund. Hann er meðal fárra vagnsmíðamanna sem stunda starf sem skilar ánægju og skemmtun.

Jimmy Wilson í Paradise í Texas tók við rekstri tengdaföður síns og er nú í samstarfi við Amish „hjólasmið“ í Montgomery í Indiana. Þeir sérhæfa sig í hefðbundna Concord. „ Kadillakks kagga allra vagnanna“ segir Wilson en verðmiðinn er allt niður í lágar sex stafa tölur.

Wells Fargo er einnig viðskiptavinur, segir Wilson. Fyrirtækið í San Francisco, sem er stærsti banki landsins að markaðshlutdeild, eyðir miklum fjármunum í að hampa sögulegri tengingu vörumerkis síns við bandaríska vestrið. Þar eru 24 eftirlíkingar af vagninum, 16 frumgerðir og 14 verktakar sem stjórna póstvagninum í skrúðgöngum og viðburðum fyrirtækja, segir Beverly Smith, yfirmaður söguþjónustu Wells Fargo.

Bankinn vill ekki gefa upp hversu miklu hann eyðir í póstvagnasýningar en í fyrra voru þau yfir 800.

Tarantino er annar viðskiptavinur sem hefur verið mjög hátt skrifaður. Eftir að hafa gert fjölda kvikmynda sem spanna glæpi, hrylling og stríð, sneri leikstjórinn sér að kvikmyndum í vestrænum stíl og byrjaði á kvikmyndinni Django Unchained árið 2012.

FyrirThe Hateful Eight“ skoðuðu Tarantino og starfsmenn hans um 20 sviðsmyndir póstvagnahugmynda og komu sér upp líkani sem hann smíðaði og hefur vísundamálað á hliðina, segir Rusty Hendrickson, yfirhandritshöfundur myndarinnar sem The Weinstein Company gerir ráð fyrir að komi út síðar á þessu ári.



Sumum áhafnarmeðlimum fannst blóðrauði vagninn með gulum afskurði „of fallegur“ en hann stóð af sér margra kílómetra torfæru í Telluride í Colorado. Stjörnuleikarnir Kurt Russell og Samuel L. Jackson léku í kvikmyndinni.

Tarantino hreyfði ekki svip við 90.000 dollara verðmiðanum, segir Hendrickson, og dásamaði póstvagninn.

Þýtt og skráð af Friðrik Kjartansson

Heimild: HANSEN WHEEL AND WAGON SHOP

Yfirlestur: malfridur.is

Sýningarvagn Float #1Sýningarvagn Float #1

0 Comments
Passar við hest 142.24cm – 147.32cm á herðakamb. Upprunaleg í alla staði. Alvöru ,,Float” farartæki. Sagan liggur fyrir. £2750.



Borðið/hillan með járnspönginni á brúninni var notað undir mjólkurbrúsanna.

Hér sjáum við hvernig pallurinn var notaður undir mjólkurbrúsanna. En Þaðan kemur nafngiftin ,,Float”.

Handvagn fyrir þvott #4Handvagn fyrir þvott #4

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 1100 Stærð yfirbyggingar 121,92 cm eða 4 fet Breidd 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur Hæð 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessi vagn er handvagn dreginn af manni.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn til SvínaflutningaVagn til Svínaflutninga

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £2300. Takið eftir hversu fjaðrirnar eru ofarlega til að kerrugólfið geti verið sem næst jörðu svo þægilegra sé að lest svínin á fæti. Bremsur eru ekki sjáanlegar.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Kola flutninga vagn verktakansKola flutninga vagn verktakans

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Skjólborðin eru hækkanleg eða lækkanleg um helming með viðbót ofan á grunnskjólborðin svo hægt væri að taka meira af kolum. Ef vel er að gáð er eins og teiknaðir séu bremsudiskar á bak við hjólin?


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Flatvagn #2Flatvagn #2

0 Comments

Smíðaður af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð og burðarþol. Númer 1 getur borið 10 cwt £1000 ‡ Númer 2 getur borið 15 cwt £1600 ‡ Númer 3 getur borið 20 cwt £2000 ‡ Númer 4 getur borið 30 cwt £2300 ‡ Númer 5 getur borið 40 cwt £2500 ‡ Númer 6 getur borið 50 cwt £2800 ‡ Númer 7 getur borið 60 cwt £3000. Pallur vagnsins er eilítið boginn niður í miðju en það er til að hlassið sitji frekar kyrrt í bröttum brekkum upp eða niður. Innifalið í verði eru lamir á gaflloki og bremsur eins og teikningin sýni

Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mjólkur flutningavagn sterkur #1Mjólkur flutningavagn sterkur #1

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £1900. Lampar / Luktir eru innifaldir í verði og fyrir mjólkurpóstinn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er kallaður „sterkur“ vegna öflugrar fjöðrunar. Á ensku er hann kallaður „Fload“.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y., Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskildum „þriggja bolta póstinum“ Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega kynninguna af „öxulpúðinn“ til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunnar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. Í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagnaiðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstrarlega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað til að fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagnaframleiðanda í þessari borg og annars staðar, undir stöðugu eftirliti prófana sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði um gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐAÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkomin og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is